Dagur - 13.04.1950, Page 1
Forustugreinin:
Alþýðuflokkurinn í gerfi
leiðsögumanns.
DÁGUB
Fimmta síðan:
Minnzt Kristjáns Sigurðs-
sonar kennara frá Dag-
verðareyri.
XXXIII. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 13. apríl 1950
19. tbl.
Frægur rithöfundur á vegum Unesco
Á vegum Unesco (Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) er rekin
starfsemi, sem miðar að því að koma góðum og gagnlegum bókum sem
víðast um heim. Myndin sýnir hinn heimsfræga, þýzka rithöfund,
Thomas Mann (sem nú er Bandaríkjaþegn) ræða mál þetta við tvo af
íulltrúum Unesco í Lake Success nú fyrir skemmstu.
Happdrætti húsbyggingarsjóðs
Framsóknarmanna býður
skagfirzkan reiðhest
Dregið verður í happdrættinu á laugardaginn
Eins og Dagur hefur áður skýrt frá, hafa Framsóknarmenn efnt
til happdrættis fyrir liúshyggingarsjóð sinn, og verður dregið í
happdrættinu næstk. laugardag. Margt ágætra vinnmga er í happ-
drættinu en sá, sem mörgum mun leika einna mestur hugur á —
auk Ferguson- dráttarvélarinnar, sem er fyrsti vinningurinn -
er skagfirzkur úrvalsgæðingur.
Horfur á að fiskimjölsvinnsla í Krossanesi geti
hafizt innan skamms
Samkomulag orðið milli sjómanna og togara
útgerðarinnar hér
Nú hafa verið fest kaup á
þessum gæðingi. í bréfi norðan
úr Skagafirði, þar sem gripnum
er lýst, segir á þessa leið:
„Hesturinn er rauðblesóttur,
sjö vetra í vor, meðalhestur að
stærð, glófextur með fallega
skipt fax, ákaflega reistur, f jör-
hestur með miklu tölti og var
nokkuð ódæll í tamningu.
Hann er ættaður af góðu reið-
hcstakyni frá Syðra-Vallholti í
Skagafirði cn eigandi hans nú
er Steingrímur Óskarsson
bóndi á Páfastöðum.“
Ekki hefur tekizt að fá góða
mynd af Blesa enn, og getur blað-
ið því ekki birt hana. En óhætt
er að fullyrða, að hér er um mik-
inn gæðing að ræða. Ættu hesta-
menn ekki að glata þessu tæki-
færi til að eignast fallegan, fjör-
gamm, ef heppnin er með, auk
vonarinnar í öllum öðrum ágæt-
um vinningum happdrættisins.
Hér á Akureyri fást happ-
drættismiðar í Skóbúð KEA, hjá
Marteini Sigurðssyni form. Fram
sóknarfélags Akureyrar. Kaupið
iniða í dag eða á morgun!
Akureyringar sigruðu
Siglfirðinga og Dalvík-
inga í bridge
Hin árlega keppni í bridge
milli Akureyringar og Siglfirð-
inga var háð hér 3.—5. apríl. Spil-
að var á þrem borðum öll kvöld-
in. Leikar fóru þannig, að Akur-
eyringar sigruðu með 6 vinning-
um gegn 3. Skal það tekið fram,
að þetta er í fyrsta skipti, sem
Akureyringar vinna þessa keppni,
en jafntefli varð í henni síðast.
Nokkrir góðir spilamenn Sigl-
firðinga dvelja nú utan heimilis
í atvinnu og var því lið þeirra
veikara en ella.
Þá komu og á annan páskadag
3 bridgesveitir frá Dalvík og
kepptu við Akureyringa. Leikar
fóru þannig, að Akureyringar
unnu á öllum borðum.
„Geysir64 syngur
á morgun
Karlakórinn Geysir efnir til
hljómleika í Nýja-Bíó næstk.
föstudagskvöld kl. 9. Eru þetta
fyrstu hljómleikar kórsins á þessu
ári. Á söngskránni eru mörg ný
lög, sem kórinn hefur æft í vetur.
Ingimundur Árnason stjórnar.
Árni Ingimundarson er við hljóð-
færið. Sérstaklega er vandað til
söngskrárinnar og eru allir text-
arnir birtir í henni.
r
Iþróttaflokkur frá
Siglufirð sýnir hér
á sunnudaginn
Næstk. sunnudagskvöld verður
nýstárleg íþróttasýning í Sam-
komuhúsinu hér. Karlaflokkur
frá Siglufirði, undir stjórn Helga
Sveinssonar íþróttakennara, sýn-
ir hér ýmiss konar æfingar á
svifslá, tvíslá og dýnu, sem ekki
munu hafa sést hér áður. Með
flokknum er norski íþróttakenn-
arinn Jeppen Eriksen, og sýnir
hann með honum sem gestur. —
Flokkurinn hefur sýnt í Siglu-
firði að undanförnu við mjög
góða aðsókn og dóma.
Á sunnudaginn kemur fer fram
ferming í Akureyrarkirkju. —
Vígslubiskup Friðrik J. Rafnar
fermir kl. 11 f. h. og kl. 2 e. h.
þcssi börn:
Fermingarbörn kl. 11, piltar:
Ágúst Gugmundur Berg, Ágúst
K. Sigurlaugsson, Eiríkur Ingvars
son, Guðmundur Oddsson, Gunn-
ar Berg, Hallgrímur Tryggvason,
Hannes G. Jónsson, Helgi Þ.
Valdemarsson, Hilmar H. Gísla-
son, Hörður Steinþórsson, Hörð-
ur Tulinius, Ingimar Eydal, Ing-
ólfur Ármannsson, Jón Bjarna-
son, Jón L. Guðmundsson, Jón
M. Guðmundsson, Knútur Karls-
son, Kristinn Jóhannsson, Krist-
inn H. Vigfússon, Kristján Björn
Samúelsson, Kristján Grandt,
Magnús L. Stefánsson, Magnús V.
Tryggvason, Olafur Snorri Jóh.
Hauksson, Stefán M. Jónsson,
Sveinn Eiríksson.
Stúlkur: Agnes G. Haralds-
dóttir, Anna M. Hallsdóttir, Birna
Björnsdóttir, Edda S. Indriða-
dóttir, Erna Alfreðsdóttir, Erna
T. Karlsdóttir, Erla Böðvarsdótt-
ir, Eygló S. Hallgrímsdóttir,
Gerða Á. Jónsdóttir, Guðbjörg
Bjarman, Gúðrún Guðmunds-
Á skírdag varð samkomulag
milli togarasjómanna hér um
slóðir og togaraútgerðarinnar um
kaup og kjör á veiðum togaranna
til fiskimjölsvinnslu og eru því
horfur á að sumarútgerð togar-
anna verði tryggð, enda þótt ekki
væri gengið frá samningum
Krossanesverksmiðjunnar og tog-
aranna um vinnslukjörin, er blað-
ið frétti síðast af þessum málum.
Seint í marz var felldur sam-
komulagsgrundvöllur í milli sjó-
manna og togaraútgerðarinnar í
almennri atkvæðagreiðslu meðal
Alþingi kom saman
í gær
Alþingi kom aftur saman til
funda í gær að loknu páskaleyfi
þingmanna. Búizt er við því. að
ríkisstjórnip muni leggja brpyt-
ingartillögur sínar við fjái-laga-
frumvarpið fyrir þingið nú næstu
daga, en stjórnin hafði frv. til
endurskoðunar um páskana. —
Munu fjárlögin verða aðalverk-
efni þingsins á næstunni.
dóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Gunn-
laug B. Steingrímsdóttir, Halla S.
Guðmundsdóttir, Helga Maggý
Magnúsdóttir, Hildur Jónsdóttir,
Hólmfríður G. Jónsdóttir, Hrefna
Jakobsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir,
Inga E. Sigurðardóttir, Jóna H.
Vestmann, Kolbrún Magnúsdótt-
ir, Kristín Guðlaugsdóttir, María
Jónsdóttir, Maríanna G. B.
Bjarnadóttir, Sigurjóna Jakobs-
dóttir, Stefanía Jóhannsdóttir,
Stella Stefánsdöttir, Valborg
Svavarsdóttir, Valgerður Berg-
þórsdóttir, Þóra Björk Sveins-
dóttir, Þórdís Tryggvadóttir, Alda
S. Guðmundsdóttir, Erla Jónas-
dóttir, Guðrún Ákadóttir.
Kl. 2 e. h., piltar: Ásgeir Karls-
son, Eiður B. Sigurþórsson, Frið-
rik Jensen ,Niels Jensen, Geir
Garðarsson, Hallgrímur G. Gísla-
son, Jón Valdemar Hjaltalín, Jón-
as G. Sigurðsson, Skjöldur Guð-
mundsson, Stefán Örn Kristjáns-
son, Sveinn Kristjánsson.
Stúlkur: Anna Helgadóttir,
Birna Magnúsdóttir, Erla Gunn-
arsdóttir, Halldóra Gunnarsdótt-
ir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Ingi-
björg Marinósdóttir, Jóna Sig'-
urðardóttir, Sólveig Sigurðar-
dóttir, Þyri Jónsdóttir.
sjómanna, en nokkru síðar hófust
samningar á ný og er þeim nú
lokið, sem fyrr segir.
Hin nýju kjör.
Grundvöllur sá, sem nú var
samþykktur af sjómönnum er í
aðalatriðum svipaður hinum
fyrri. Fastakaup er það sama og
nú, eða kr. 1080 á mánuði fyrir
háseta, en að auki fá þeir nú
0.75% af aflaverðmæti, miðað við
kr. 0.30 af hverju fiskkg., sem í
vinnslu fer, og kr. 1600.00 verð á
saltfisktonni. í fyrri ^samnings-
grundvelli var miðað við kr. 2.50
af hverju tonni hráefnis til fiski-
mjölsvinnslu og kr. 6.75 af hverju
saltfisktonni, miðað við vigt upp
úr skipi. í hinum nýju samning-
um er hlutur skjpsmanna af lýsi
ákveðinn 0.7%, eins og áður var,
miðað við tveggja krónu verð.
Að auki kemur svo orlofsfé, eins
og fyrr var ráðgert.
Þessum úrslitum mun verða
fagnað meðal almennings í bæn-
um og þess mun ennfremur
verða vænzt, að samningar togar-
anna og Krossanessverksmiðj-
unnar gangi greiðlega og sumar-
rekstur togaranna verði þannig
tryggður. Er slíkt mikið og aug-
ljóst hagsmunaatriði fyrir bæjar-
félagið í heild.
Góð aflasala
„Svalbaks“
í fyrradag seldi „Svalbakur“
afla sinn í Grimsby, samtals 3308
kit, fyrir 10.388 sterlingspund,
sem er góð sala. Jörundur átti að
selja afla sinn í Grimsby í gær,
en ekki höfðu borizt fréttir af söl-
unni, er blaðið fór í pressuna. —
Kaldbakur er á veiðum, en mun
væntanlega leggja af stað til
Bretlands í þessari viku.
Kristján Sigurðsson
látinn
Kristján Sigurðsson kennari
frá Dagverðareyri andaðist að
heimili sínu hér í bænum á
föstudaginn langa. í gær var
þessa ágæta kennara minnzt í
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Flutti Þorsteinn M. Jónsson,
skólastjóri, þar minningar-
ræðu. Þessi ræða, svo og
minningargrein eftir Snorra
Sigfússon, námsstjóra, birtast
á 5. síðu blaðsins í dag.
Fermingarbörn á Akureyri næstkom-
andisunnudag