Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 2
2 D AGUR Fimmtudaginn 13. apríl 1950 Horft yfir farinn veg Dýrtíðin á fslandi. Við íslendingar erum kyngóð og þróttmikil þjóð. Við viljum lifa menningarlífi í landinu á sama hátt og frændþjóðirnar gera. Auðlindir landsins veita af gnægtabrunni náttúrunnar næg hráefni til vinnzlu og framleiðslu. En við erum fámenn þjóð, sem komum ekki við eins víðtækri verkaskiptingu og hinar fjöl- mennu þjóðir. Þæi' framleiða því mikið af neyzluvarningi, sem við getum ekki án verio. Okkur er því full nauðsyn á verulegum viðskiptunm við aðrar þjóðir. Við seljum úr landi ýmsar vörur, aðallega ýmiss konar fisk, olíur og feitmeti. Fyi'ir þær fóum við gjaldeyri til kaupa á því, sem okkur vanhagar um. En þessi mikla gjaldeyx-isþörf, sem á að reyna að draga úr eins og unnt ei’, veldur því, að okkur er lífs- nauðsyn að framleiðsluatvinnu- vegirnir standi ti-austum fótum. Og að ekki sé dýrara miðað við aðrar þjóðir að framleiða sam- bærilega vöi’u. Framleiðslan er hornsteinn fi'amfai-a og menningar íslend- inga. Samdráttur og hvers konar óáran fi-amleiðslunnar þýðir minni framfai'ir, fátækt og at- yinnuleysi í landinu. Nú er svo komjð fyrir alllöngu á landi hér, að dýrtíðinu er oi'ðin svo mikil, að' framleiðslan hefur alls ekki boi-ið sig. Kostnaðui'inn við að framleiða er svo mikill, að vei'ð- lag afurðanna hrekkur hvergi nærri til. Yfir sjávarútveginum. sem er einn þýðingarmesti þátt- ur framleiðslunnar, vofir stöðv- un, sem myndi leiða auðn og myrkur yfir landið. Þessi óvættui', „dýrtíðin“, hef- ur áfvegaleitt okkur svo, að alls ekki er fyrir endalokin séð. Nú viðui'kenna allir, að við erum illa á vegi staddii’, vegna mun meiri dýrtíðar héi'lendis en hjá við- skipta- og grannþjóðunum. Framsóknarmenn hafa ávallt álitið þessa þróun óheillavæn- lega. Þeir hafa haMið því fi'am, að dýrtíðina hefði mátt stöðva, eða a. m. k. di'aga svo úr henni, að eigi vofði nú stöðvun yfir at- vinnuvegunum, ef nokkuð amar að. En það hefur því miður vei'ið hafizt handa allt of seint. Til þess að rökstyðja skoðun okkar verð- ur að leita oi’sakanna, orsaka nú- verandi dýi'tíðar á íslandi. Dýrtíð stríðsáranna. íslenzkri hagþróun seinasta ái’atuginn má skipta í tvö týna- bil: sti'íðstírnabilið og eftirstríðs- árin. Bæði þessi tímabil ein- kennast af dýrtíð í landinu. En orsök dýrtíðarinnar er ekki sú sama.bæði tímabilin. Þegar styi-jöldin skall á hækk- aði mjög prt verð á fiski í Bret- landi. Einnig hækkuðu faim- gjöld um 200—250%. Þetta hafði þau áhi-if, að verðlag á útflutn- ingi' og innflutningi hækkaði mjög mikið, séistaklega þó út- flutningsverðlag. Árið 1941 hafði vei’ðlag á innflutningi tvöfaldast en á útflutningi þrefaldast. Þegar gætt er þessara frumor- saka dýrtíðar stríðsáranna er auðsætt, að við henni hefði mátt sporna með hækkun lcrónunnar. En hækkun krónunnar á þeim tíma hefði haft í för með sér mikla röskun. Framsóknai'flokk- urinn lagði á þessum tíma ofur- kapp á samtök í því skyni að gera í'áðstafanir til áð draga úr dýi'tíðinni. Hann lagði til að fest yi'ði vei-ðlag og kaupgjald í land- inu og gerðardómur látinn meta hækkanir vei'ðlags og kaupgjalds. Of mikil fjárfesting á of stuttunx tíma. Hefðu íslendingar boi'ið gæfu til fai’sællar og viturlegrar stjórnai'stefnu í stríðslokin væru þeir nú efnuð þjóð, með ti'yggan fjáx’hag í framtíðinni. En einmitt þá verða þáttaskipti í íslenzku atvinnulífi. Nýsköpunai'stjórnin framkvæmdi „nýsköpunina“. -— Stefna þyjrrar stjórnar varú sín- um tíma nefnd nýsköpunarstefna, en nú nefna hagfræðingai' hana fjái'festingarstefnuna og telja hana orsök hinnar miklu dýr- tíðar. eftirstríðsáranna. Fjárfest- ingarstefnan er ekki annað, en of mikil fjárfesting á of skömmum tíma. Áhrif fjárfestingarinnar. Orsök dýi'tíðar eftirstríðsár- anna er sú, að fjárfesting og hallarekstur átvinnufyrirtæk j a annars vegar eru stærri en spari- fjármyndun, afskriftir og óút- hlutaður arður hins vegar. Fjár- festingin eykur þá peninga, sem eru í umferð og minnkar inn- flutning neyzluvarnings. Þetta þýðii' meiri peninga hjá almenn- ingi og minna vöruframboð, sem kemur fram í hækkuðu verðlagi. Bankarnir lánuðu út fé, sem var. umfram það sparifé, afskrift- ir og óúthlutaðan arð, sem þeim barst á sama tíma. í rauninni var það aðeins seðladeild Landsbank- ans, sem gaf út meira af seðlum, því að sjóðir annarra banka tæmdust. Þetta fé var svo notað til fjárfestingai' og hallareksturs. En því meira fé, sem fest var, því minni neyzluvarninng var hægt að flytja inn í landið. Hallarekst- urinn þýðir, að tekjur þeirra, sem að þeirri framleiðslu vinna, verða meiri en verðmæti sjálfrar fram- leiðslunnar. En minni framleiðslw þýðir minni gjaldeyrisöflun og minna af vörum inn í landið. Auknar peningatekjur almenn- ings þýða hins vegar aukna eftir- spurn eftii' vöi'um. Þannig verður eftirspurnin eft- ir vörum miklu meiri en fram- boðið, en- það orsakar hærra vöruvei'ð, meiri dýrtíð. Verðlagið stígur vegna minnkandi byi'ða og aukinnar neyzlu í fyrstunni, og síðar vegna vöruþurrðar. Fjárfestingarstefnan jók eyðslu almennings. Þegar svo er komið, að miklu meira fé er í umferð og handbæi't hjá almenningi en hægt er að kaupa vörur fyrir, myndast miklir sjóðir, sem hægt er að ráð- stafa á annan hátt. Þegar menn hafa keypt það, sem menn telja nauðsynjar sínar, verður meira fé afgangs en áður. Þetta leiðir til óvarkárrar meðferðar peninga. Skemmtanir aukast og verða hóflausar hjá mörgum, drykkju- skapur vex o. s. frv. En þetta þýð- ir í rauninni minni gjaldeyrisöfl- un. Því meiri tíma, sem eyðist í skemmtanir, því minni tími verð- ur afgangs til að vinna og skapa verðmæti. • Áhrif dýrtíðarinnar. Orsakir dýrtíðarinnar hafa hér verið raktar stuttlega og rök færð fyrir því, að þær séu mismunandi hin tvö dýrtíðartímabil. Þess vegna var einmitt tími til í styrj- aldarlokin að taka upp hag- kvæma fjármálastefnu, sem stöðvaði dýrtíðina þá. í stað of mikillar fjárfestingar á allt of stuttum tíma, átti að verja eins miklu eða meiru til fjárfestingar, en sú fjárfesting átti að taka iniklu lengri tíma. Fjárfestingin átti að vera hæfilega mikil á hverjum tíma og í samræmi við sparifjármyndunina. Þá hefði ís- lendingum vegnað betur. Fjár- málin hefðu staðið traustum fót- um og framfarir og aukin menn- ing fylgt á eftir. En áhrifa hinnar röngu stefnu mun lengi gæta. Þau eru sífellt að koma fram. Augljósustu dæmin eru einmitt gengisfellingai'nar. Enginn óskar eftir falli krónunnar. Alþýðu- flokkurinn, sem forystu hafði úm fyrri fellinguna, óskaði ekki eftir henni. En hún var óhjákvæmileg og raunar leiðrétting á rangri skróningu krónunnar. Margt fleira mætti nefna, svo sem verð- lag á húsaleigu, vöruskort í lándinu, skömmtun á allt of mörgu, skattaólögur o. m. fl., en rúmsins vegna er ekki tækifæri til þess hér. Stefnan. Það þarf að stefna að viðreisn fjármálanna með því að treysta og tryggja rekstur atvinnuveg- anna. Við erum í vissum skiln- ingi nýkomnir úr stríði, sem hef- ur leikið atvinnu- og fjármálalíf- ið gi'átt. Möguleikar þjóðarinnar til framfara og meiri menningar eru miklir, ef efnahagsgrundvöll- urinn er treystur. Það verður að byrja á byrjuninni að skapa framleiðsluatvinnuvegunum skil- yrði til að geta framleitt nægileg verðmæti til að svara þörfunum. Karlm.-armbandsíi r (Mido) tapaðist sl. fimmtu- dag á leiðinni frá Höepfner að Gili í Hrafnagilshreppi. Vinsamlegast skilist í Lœkjargötu 6. Þökkum inniíega auðsýnda samiið við andlát og jarðarför KATRÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR. Aðstandendur. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, NIKÓLÍNA S. SÖLVADÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Þingvallastræti 1,11. þ. m. — Jarðar- förin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. þ. m. kl. 2 eftir hádegi. Akureyri, 13. apríl 1950. Dætur, tengdasynir, barnabörn og systur. ! niii bifreiðagjöld, skoðim bifreiða og bifhjóla í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað Bifreiðagjöld fyrir tímabiiið 1. apr.il til 31. desem- ber 1949 léllu í gjalddaga 1. janúar sl. Ber að greiða þau í skrifstofu minni óður en bifreiðar eru færðar til skoðunar og sýna kvittun við skoðun. Skoðun fer liam, sem liér seeir: Hinn 24. apríl 1950 mæti A- 1—A- % - 25. - 26. - 27. - 28. — ’ 2. - 4. - - 5. - - 8. - - 9. - - 10. - - 11. - - 12. - - 15. - - 16. - - 17. - - 19. - - 22. - mai — A- 51—A- A-101-A- A-151-A- A-201—A- A-251-A- A-301-A- A-351-A- A-401—A- A-451—A- A-501—A- A-551—A- A-601-A- A-65.1—A- A-701—A- A-751-A- A-801—A- A-851 —A- A-90Í-A- 50 100 150 200 250 300 '350 400 450 500 550 600 650 700 750 800 850 900 1000 |> Hinn 23. maí mæti þær bifreiðar, sem staddar eru í Eyjafjarðarumdæmi, en eru skrásettar í öðrum um- dæmum. Ber öllum bifreiðaeigendum að mæta með bifreiðar sínar þessa tilteknu daga við Bifreiðaeftirlitið, Gránu- félagsgötu 4, Akureyri, frá kl. 9.30—12 árdegis og kl. 1—5 síðdegis. Ennfremur ber að sýna skilríki fyrir því, að lög- boðin trygging fyrir sérhverja bifreið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra, Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoð- unar á tilsettum tíma og tilkynni eigi forföll, verður hann tafarlaust látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögun- um. Skrifstofa Akureyrarkaiipstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 11. apríl 1950. ><Sxjx$*Sx$>3x$xí><íxS>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.