Dagur - 13.04.1950, Side 5
Fimmiudaginn 13. apríl 1950
D AGUR
5
Kristján Sigurðsson, kennari, frá Dagverðareyri
MINNINGARORÐ
í gær var cfnt til minningarat-
hafnar um Kristján Sigurðsson í
Gagnfræðaskóla Akurcyrar. Þor-
steinn M. Jónsson, skólastjóri,
flutti ræðu og mælti á þessa leið:
„Sælir eru hógværir, því þeir
munu landið, erfa."' Þessi getning
úr Mattheusar guðspjalli 5. kap.,
5. versi kemur mér í hug, er eg
ætla að minnast Kristjáns Sig-
urðssonar kennara frá Dagverð-
areyri.
Hann andaðist kl. 7 að morgni
föstudags hins langa, 7. þ. m.
Kristján Sigurðsson var fædd-
ur 31. maí 1885 að Dagverðareyri
hér við Eyjafjörð. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurður Oddsson
bóndi á Dagverðareyri. og kona
hans Rannveig Sigríður Jóns-
dóttir.
Nítján ára að aldri settist Krist-
ján í Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri. Þá sá eg Kristján fyrst, því
að eg var þá í efri bekk skólans.
Vakti hann þegar athygli í skól-
anum sem glæsimenni, fyrir
greind sína og hógværa og glað-
lega framkomu. Hann var ágætur
námsmaður og mun jafnan hafa
verið efstur í sínum bekk. Hann
útskrifaðist úr gagnfræðaskólan-
um vorið 1906 með góðri eink-
unn. I annað skipti lágu leiðir
okkar Kristjáns saman. Eg kom í
Kennaraskólann í Reykjavík og
settist í III. bekk mánuði eftir að
skóli hófst haustið 1908. Var
Kristján þá einn af þeim, sem
sezt hafði í III. bekk skólans um
haustið og hafði verið kosinn for-
maður málfundafélags skólans.
Var sem fyrr, að hann var vin-
sæll af öllum skólafélögum sín-
um og stundaði námið prýðilega
og laus var hann við allar inn-
byrðis deilur í skólanum. Um
vorið lauk hann kennaraprófi
með ágætiseinkunn og einn af
fjórum, er þá tóku hæsta eink-
unn. Haustið eftir varð hann
kennari við barnaskólann á Ak-
ureyri, og það var hann, þar til
hann fyrir 4 árum varð kennari
við þennan skóla. Hann hefur því
verið samfleytt kennari hér í bæ
í 40 ár.
Eg kom kennari að barnaskóla
Akureyrar haustið 1921. Þá lágu
leiðir okkar Kristjáns saman í 3.
skipti. Var hann þá á bezta aldri.
Prúður var hann og hógvær,
glaður og góðlátur eins og eg
hafði áður þekkt hann á skólaár-
um okkar. Og nú var hann jafn-
vel látinn sem kennari sem hann
hafði áður verið sem nemandi.
Eftir minni kynningu af Krist-
jáni þá, taldi eg hann afbragðs-
kennara. Og þá treystust vin-
áttubönd okkar enn fastara, en
nokkru sinni fyrr.
Eg hvarf frá barnaskólanum
eftir nokkm- ár og um skeið leit
út fyrir að eg myndi sigla löngu á
undan Kristjáni yfir um landa-
mæri lífs og dauða. En hið ólík-
lega gerizt oft, og svo varð í þessu
efni.
í f jórða skipti urðum við Krist-
ján samherjar, er hann kom sem
kennari að Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar. Hugði eg gott til komu
Kristjáns hingað. Og sami vinur
reyndist hann mér í hér í sam-
vinnu, sem áður, er sýnt var að
hann var ekki eins þróttmikill,
sem hann hafði áður verið. Var
aldri ekki um að kenna, heldur
áfelli, sem hann hafði orðið fyrir
síðla sumars 1944. Þá féll hann
af hestbaki og rotaðist og meidd-
ist mikið að öðru leyti. Lá hann
rúmfastur á sjúkrahúsi í marga
mánuði. En eftir þetta áfelli náði
Kristján aldrei fullri heilsu aftur.
í fyrra vetur veiktist Kristján
af mænusótt. Varð þessi veiki til
þess að enn dró úr þrótti hans, og
sá hann sér því ekki lengur fært
að vera fastur kennari við skól-
ann og sagði því stöðu sinni
lausri sl. sumar. En samt gat
hann ekki hugsað til þess að
hætta alveg kennslu, og því réð-
ist hann tímakennari að skólan-
um í haust með tveggja tíma
kennslu á dag.
En Kristján Sigurðsson fékkst
við fleiri störf um ævina en
kennslu. Hann rak búsliap eitt
ár í Ytra-Krossanesi, fjögur ár á
Möðruvöllum í Hörgárdal og síð-
an í mörg ár á Dagverðareyri, og
gerði hann þá jörð að einu af
álitlegri býlum hér við Eyjafjörð.
Við opinber störf hefur hann
fengist. Hann hefur veríð í
hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps
og um mörg ár hefur hann setið í
stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.
Kristján kvæntist árið 1911
Sesselju Eggertsdóttur frá Ytra-
Krossanesi, mikilhæfri ágætis-
konu. Andaðist hún fyrir nokkr-
um árum. Þau áttu 5 börn er lifa.
Kristján hafði ætlað sér að
hætta alveg kennslustörfum í vor,
því að hann fann að þróttur sinn
var lamaður og taugar bilaðar.
En hann féll á verðinum, sem
kennari, áður en varði. En hann
stóð meðan stætt var. Kl. rúm-
lega 12, laugardaginn 29. marz sl.,
vorum við tveir einir eftir af
jcennurum í skólanum. Þá segir
hann mér að hægri handleggur-
inn á sér væri orðinn máttlaus.
Og meðan eg síma eftir lækni
þyrmir yfir hann. Um kl. 1.30 e.
hád. er hann borinn máttlaus
hægra megin og mállaus út úr
skólanum. Þögn og alvara ríkti í
skólanum. Nemendur stóðu
hljóðir og kennararnir voru sem
lamaðir og treystu sér ekki til
þess að kenna, það sem eftir var
dagsins.
Og nú er Kristján Sigurðsson
„dáinn, horfinn", og móðir jörð
hylur líkamsleifar hans innan
fárra daga. En eg flyt honum
þakkir nemenda hans, þakkir
samkennara hans og þakkir frá
sjálfum mér fyrir ágæta kynn-
ingu í hálfan fimmta áratug, fyrir
vináttu og samstarf. Líkamlegt líf
Kristjáns Sigurðssonar er slokkn-
að. Lifið, sem er það dýrðlegasta,
er við þekkjum, dýrasta eignin,
sem oss er fengin í hendur og vér
reynum að varðveita eins lengi
og unnt er. En jafnframt er það
dularfyllsta fyrirbærið er vér
skynjum. En hvað er dauðinn,
þessi bölvaldur, er veldur sorg-
um og einlægt situr um oss?
Megnar hann að slökkva sjálf
mannsins, eða er hann aðeins
sem flutningatæki á milli tveggja
tilvera? En skynjun vor er tak-
mörkuð, og þar sem þekking vor
og líkamleg skynjun þrjóta, þá
taka vonin og trúin við. Þær
reyna að brúa djúpið mikla, þeg-
ar vinir hverfa. Þær segja að
andinn sé neisti, er dauðinn fái
ekki slökkt; að andinn sé líkam-
legu lífi æðri; að hið líkamlega
líf sé tæki hans á vissu þroska-
stigi. En vér öll erum í raun og
veru sem börn, sem vitum lítið og
skynjum fátt.
Þegar eg sá Kristján Sigurðs-
son í fyrstar skipti, þá fannst mér
svipur hans óvenju bjartur. Það
var bjart yfir lífi hans, og það
mun verða bjart yfir minningu
hans. Og birtan mun fylgja hon-
um inn í landið, sem Kristur hét
þeim að erfð, sem hógværir
reyndust. Eg bið yður öll að
standa upp í þakkar- og virðing-
arskyni við kennara yðar, félaga
vorn og vin Kristján Sigurðsson
frá Dagverðareyri.
Eg bið yður öll að drjúpa höfði
í nokkur augabrögð í hljóðlátri
bæn til hans, sem er frumorsök
alls; hans, sem ræður lífi og
dauða; hans, sem ræður því, sem
kann að bíða vor allra handan
við dauðans dyr. -
Blessuð sé minning Kristjáns
Sigurðssonar.
„Vinir mínir fara fjöld-----“.
Hann lézt að morgni á föstu-
daginn langa, því nær hálfsjötug-
ur að aldri, fæddur 31. maí 1885.
Það kom ekki alveg á óvart. Þó
var hann heilsugóður síðari hluta
æfinnar, þótt nokkuð v^l væri
um tíma framan af. En lömunar-
veikin í fýrra vetur lék hann
grátt, eins og fleiri, og varð þess
greinilega vart, að hann var ekki
sami maður síðan.
Og nú er hann hniginn í valinn
fyrir' aldur frám, að mér • finnst,
því að þrátt fýrir allt vár Krist-
ján unglegur enn. En ekki má
skÖpúm rénna. Og því' er hug-
urinn gljúpúr og tregasár er vinir
hverfa, einn af öðrum. Og í dag
minnist eg Kristjáns Sigurðsson-
ar frá Dagverðareyri, er eg
kynntist fyrst fyrir nálega hálfri
öld. Það var fallegur og prúður
ungur maður, söngvinn og glað-
ur, með sterkar rætur í fögrum
ættarreit, sem hann unni og var
að fegra og bæta alla æfi. Að
Dagverðareyri kom eg til foreldra
hans, Sigurðar Oddssonar bónda
og Rannveigar Jónsdóttur konu
hans, sem bæði voru kvistir á
sterkum bændastofni og merkis-
hjón.^Þar var gott að gista, en
skemmtilegast þó að kynnast
jafnaldranum þar. Svo komu
skólaár hér á Akureyri, sem
treystu kvmningsskapinn, og þá
ekki sízt samstarf við söngnám
og margt gleðimóta, meðan við
vorum söngbræður í gömlu
Heklu frá 1903.
Og enn áttu leiðir eftir að
liggja saman, því að starfsbræður
urðum við hér við barnaskólann
um 15 ára skeið. Og síðasta árið,
sem Kristján starfaði þar, var
hann settur skólastjóri um nokk-
urra mánaða skeið, í forföllum
mínum, og reyndist þar prýðilega
vel.
Kristján Sigurðsson leysti af
hendi mikið ræktunarstarf, bæði
á landi og í lundu. Aðalstarf hans
var kennslustarfið hér við barna-
skólann. Við þessa stofnun,
barnaskóla Akureyrar, vann
hann sleitulaust um hálfan fjórða
tug ára. Hann á því fjölda nem-
enda hér í bæ, og mörg starfs-
systkini, sem að líkum lætur. Og
það ætla eg', að allir, sem kynnt-
ust Kristjáni að nokkru ráði,
muni vitna um það, að hann var
ekki aðeins óvenjulega glæsileg-
ur á svip og í fasi, heldur og
prúðmenni hið mesta og hinn
drengilegasti á alla lund. Hann
var og ágætlega greindur og
mikill námsmaður, svo að eftir-
tekt vakti á skólaárum hans,
bæði í Gagnfræðaskólanum og
Kennaraskólanum, en frá báðum
þessum skólum lauk hann lof-
samlegu burtfararprófi. Hann var
því mjög vel búinn undir
kennslustarfið, enda má segja
með sanni, að á meðan hann naut
heillar heilsu, var hann ágætur
kennari. Kennsla hans var jafn-
an mjög skýr og glögg, studd
staðgóðri þekkingu. Hann bjó
vanalega þau börn, er lengst
komust, undir framhaldsnám, og
tókst það yfjrleitt farsællega,
enda var honum mjög annt um
að kennslan bæri árangur, og að
ekki væri unnið fyrir gíg, en
vinnu umfram lögboðið dagsverk
taldi hann aldrei eftir sér. Eg
minnist því Kristjáns í dag í hópi
hinna beztu samverkamanna, er
eg hefi átt um dagana.
En Kristján Sigurðsson átti sér
líka annað áhugaefni, en það
voru jarðræktarmál og búnaðar-
menning. Uti á Dagverðareyri
dvaldi hann jafnan á sumrum
við að rækta og prýða ættaróðal
sitt, og hélt þar uppi myndarleg-
um búskap fram til síðustu ára,
að sonur hans tók þar við. Og í
nánum tengslum við þetta hugð-
arefni sitt, átti hann þá bjarg-
föstu trú og skoðun, að sam-
vinnustefnan væi'i sú líftaug, sem
allur almenningur ætti að styi-kja,
sér og þjóð sinni til fai-sældar.
Hann var því samvinnumaður í
orðsins beztu merkingu, enda
lengi ti’únaðarmaður samvinnu-
manna hér í stjóm Kaupfélags
Eyfirðinga, og mun hafa í’eynzt
þar, sem annars staðar, hinn lið-
tækasti og samvizkusamasti
maður.
Það var þetta þríþætta menn-
ingarstarf, sem Kristján Sigurðs-
son þjónaði af mikilli alúð: að
glæða skilning og auka þekk-
ingu nemenda sinna og íækta
hugai’far þeirra, að auka frjómagn
íslenzkrar moldar, rækta jörð og
pi-ýða, og glæða skilning manna
á þjóðnýtum menningarmálum
og þroskavænlegum.
Slík þjónusta er göfugs eðlis,
og ein hin mikilverðasta á lífsins
akri. Undir merkjum hennar
lifði Kristján og stai’faði, — og
féll í valinn.
Kvæntur var hann Sesselju
Eggertsdóttur frá Krossanesi,
hinni mætustu konu, sem látin er
fyrir fáum árum. Þörn þeirra eru
5, öll hin mannvænlegustu.
Og nú skal Kristján Sigurðsson
kvaddur með^ ástúðar þökk fyrir
langa og góða viðkynningu og
ágætt samstarf.
1 guðs friði.
Snorri Sigfússon.