Dagur - 26.04.1950, Síða 6

Dagur - 26.04.1950, Síða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 26. apríl 1949 LÁITU KJARTÁD RÁÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger stúlkur. Af hverjnu reynirðu ekki að fara í bindindi um skeið og vita, hvort þér líður ekki betur?“ „Það er ekki vínið,“ sagði hún þrákelknislega og hélt þéttara um glasið ,alveg eins og hún væri hrædd um, að hann tæki það frá henni. 4 tonna vöruhíll, módel 1946, í góðu lagi, til sölu. Upplýsingar á verkstæði Magnúsar Árnasonar. 21. DAGUR. (Framhald). gæti veitt konu sinni öll lífsþæg- indi, jafnvel konu eins og Jenny Og Jenny átti líka ofurlitla pen- inga. í fyrsta sinn fór hún að hugsa- um búskap þeirra Rush og Jenn- yjar í samanburði við búskap hennar sjálfrar og Terry, hve mikill munur yrði þar á. Hún reyndi fljótlega að hætta að hugsa um fallegu íbúðina í Park Avenue, þar sem einkennis- búin þerna tilkynnti gestakomur, þar sem lúxusbifreið flytti íbú- ana út í sumarbústaðinn um helg- ar. Þetta gæti þau Terry kannske leyft sér síðar, ef þau yrðu dug- leg, — og þó að þessi gæði yrðu aldrei þeirra eign, þá gerði það ekkert tíl. Hún hugsaði um það, sem Ward Anson hafði sagt: „Hugmyndir og andleg mál eru það eina, sem Terry er nokkurs virði....“ Hann myndi verða ógæfusamur í starfi og því sem Rush hafði á hendi; öll verzlunar- mál voru honum fjarlæg. Ef til vill ætti hann að gefa sig að stjórnmálum; hún þyrfti að minnast á það við hann. „Hæ, komdu til baka úr draum- heimi!“ hvíslaði Rush og tók fast- ar utan um hana. Hún fann greinilega hve ná- lægt hann var; hún titraði og var reið við sjálfa sig þess vegna. Lag ið var á enda, og á meðan síðustu tónarnir hljómuðu, fann hún kinn hans strjúkast víð vanga sinn. Á því augnabliki hætti hún að bera sig á móti. Þau höfðu kvaðzt, og nú var óró og eirðar- leysi setzt að í hjartanu. Þegar hún gekk að borðinu, mætti hún augnaráði Terrys. Hve lengi hafði hann starað á hana? Jenny hafði heldur viljað drekka en dansa. „Eg var búin að dansa margar mílur fyrr í kvöld,“ sagði hún við Terry með drafandi röddu. „Margar mílur.“ „Allt í lagi þá,“ sagði hann glað- lega, „við sitjum þá bara sem fastast, og þú segir mér, hvort lífið meðal fína fólksins er eins og blöðin segja.“ Hún leit á hann grunsömum augum, en hann var sakleysisleg- ur á svipinn. „Mér þykir gaman að láta minnast á mig í blöðunum," sagði hún dálítið ólundarlega, — „er ekki eins með þig?“ „Nei, ekki er það, — en eg myndast nú líka svo illa.“ „Þú ert myndarlegur,“ sagði hún og horfði á hapn velþókn- unaraúgum.,;„Eg er viss um, að þú dansar ágætlega, og ef fæt- urnir á mér væru ekki svona þyngslalegir, þá mýndi eg ganga úr skugga um það.“ „Þakka þér fyrir hólið,“ sagði hann. „Ef til vill þarfnast eg sér- fræðilegrar tilsagnar um ýmis- legt.“ „En stríðni, Terry, enga stríðni, því að eg er með höfuðverk.“ „Slæmt er það. Á eg ekki að ná í eitthvað handa þér til að bæta úr verknum?“ „Nei,“ sagði Jenriy, „því að verkurinn er eiginlega ekki í höfðinu, heldur hjartanu.“ „Það er bara af því, að þú hef- ur drukkið svo mikið. Vínið hef- ur stundum þannig áhrif á litlar „Hvað annað þá? Þú hefur ekki yfir neinu að kvarta. Þú átt pen- inga, þú ert bæði ung og lagleg. Lífið gerir ekki miklar kröfur til þín. Þú hefur aldrei þurft að vinna fyrir þér, þú hefur aldrei liðið þjáningar og — —“ Terry nam staðar í ræðu sinni. „Fyrir- gefðu, Jenny. Nú var predikarinn í mér kominn á kreik. Eg enda líklega sem útvarpsfyrirlesari." Hún horfði fast á hann. „Nei, allt í algi. Mér líkar vel við þig, Terry. Þú ert hálfgerður labba- kútur, en er eg nokkuð betri? Kannski erum við bæði of ung og heimsk." „Hvað áttu við með því?“ spufði Terry og hvessti augun. „O, — ekkert sérstakt,“ sagði hún þreytulega. „Blessaður af- sakaðu. Við skulum halda áfram að látast.“ „Látast hvað?“ spurði hann ákveðinn. „Eg er óvanur hálf- kveðnum vísum. Segðu blátt áfram, hvað þú meinar.“ (Framhald). Timbur - járn! Mótatimbur og steypust.- járn til sölu. — Upplýs- ingar í Norðurgötu 3 (uppi). Nýr timburskúr til sölu; stærð 2,9x5 fer- metrar. — Hægt að flytja hann á bíl. Lorens Lorensen, Aðalstræti 66. Herbergi til leigu, nú þegar. Afgr. vísar á. Telpa, 12—14 ára, óskast. Upplýsingar á Ferðaskrif- stofunni og í síma 437. Afvinna Dugleg og þrifin stúlka get- ur fengið atvinnu við létt störf. Framtíðaratvinna get- ur komið til greina. Upplýsingar í síma 408. Ungamóðir til sölu. Afgr. vísar á. Kenni akstur og meðferð bifreiða. Júlíus Ingimarsson. Sími 63. 2 nýjar kvenkápur til sölu miðalaust, Gufupressan. Bedford, 1946, til sölu. Tækífæris- verð. Pétur & Valdimar h.f. Kven-reiðbjól, sem nýtt, til sölu. . Afgr. vísar á. 10 íiianná herbifreið til sölu. Upplýsingar gefur Eggert Davíðsson, Möðruvöllurn. Mótorhjól, Royal Enfild, til sölu. Afgr. vísar á. O Einbýlishús, 4 herbergi, með þægindum, til sölu. Afgr. vísar á. Barnavagn, barnarúm og dýna til sölu í Brekkugötu 1 (uppi). Húsnæði Herbergi fyrir einhleypan til leigu á Suður-brekkunni, Óskast helzt leigt stúlku, er að einhverju leyti gæti veitt aðstoð við heimilisstörf. Afgr. vísar á. ÞÉR, sem tókuð svarta hanzka á hárgreiðslust. „Bylgju" 8. þ. m. (laugardaginn fyrir páska), skilið þeim þangað strax. Annars sóttir heim. Ur endurminningum Hannesar frá Hleiðargarði tFramhaldl. Frá Stefáni Ólafssyni. Að lokum vil eg svo segja ör- fáar sögur af mörgum, sem af Stefáni voru sagðar. Ekki veit eg sannleiksgildi þeirrá, en segi þær, eins og eg heyrði þær, og þær gengu manna á milli. Það var vor eitt, að dýrbítur illvígur lagðist á fé manna í Munkaþverártungum og Mjaðm- árdal. Voru skotmenn fengnir til að afstýra þessu og leita grenja, en það bar engan árangur. Var þá maður sendur til Stefáns, sem þá mun Rafa átt heima í Stóradal. Brást hann vel við, og fór þegar með sendimanni niður að Munka þverá. Þar bjó þá Jón Jónsson, faðir Stefáns er þar bjó síðar. — Var þetta á miðvikudegi. — Á fimmtudag hafðist Stefán ekki að, en sat lengstum í baðstofu og gambraði við griðkonur og annað heimafólk, þó gekk hann nokkr- um sinnum út, og horfði til af- réttanna. Þótti fólki þetta furðu- legt. — Leið svo til föstudags. — Ekki lét karl sjá á sér ferðasnið þá heldur, en sat í baðstofu sem áður. — Gekk þá Jón bóndi á tal við hann og spurði hvort nú væri ekki ráð að leita refanna og gren- is þeirra. .— „Ekki gagnar það neitt,“ svaraði Stefán. „Mun hér ekkert gren vera, og dýrið aðeins eitt síns liðs. Er þetta líklega hlaupadýr, en þau eru oft grimm og ill viðureignar. Er það nú sem stendur ekki hér, og þykir mér trúlegast, að það hafi lagt leið sína austur á Bleiksmýrardal. Mun ekki gagna að elta það, heldur bíða þangað til það kemur aftur.“ — „Hvernig veizt þú allt þetta?“ spurði Jón. — „Ekki get eg sagt þér það,“ svaraði Stefán, „en þó mun þetta vera svona.“ — Þykkt- ist Jón heldur við þessi svör Stefáns og taldi þau hálfgerðan skæting. — Lét þó kyrrt liggja, og sleit talinu. Leið svo fram á sunnudag, og hafðizt karl ekki að. Þann dag átti að messa á Munka- þverá, og kom fólk til kirkju. Nokkrir af nágrönnum Jóns gengu á tal við hann og lýstu undrun sinni yfir aðförum Stef- áns. Töldu þeir réttast að láta hann fara á brott, og reyna að fá annan skotmann. Kvaðst Jón mundi aftur ræða við karl, að messu lokinni, Þegar gengið var í kirkju, lá Stefán sem oft áður uppi í rúmi í baðstofu og ræddi við heimafólk. Þar var hann og, er úr kirkju var komið. Gekk þá Jón bóndi til hans og sagði, að svo vildu menn þar í nágrenninu, og hann sjálfur, að hann færi heim til sín um kvöldið. Þýddu ekki þessi vinnu- brögð lengur. Stefán sagði, að vel færi á þessu, enda hefði hann ákveðið að fara heimleiðis síðari hluta dagsins. „En áður en eg fer,“ hélt hann áfram, „skaltu ganga út í kirkjugarðinn, og að- gæta hvað þar er í einu horninu.11 Jóni brá nokkuð, en gekk þó út í garðinn og sá þá dýrið þar dautt, Hafði karl, meðan á messu stóð, skroppið upp í tungurnar og skotið dýríð umsvifalaust. — Er hann gek kaftur til bæjar hafði hann kastað skrokknum inn yfir kirkjugarðinn. — Varð nú Jón alls hugar feginn og þakkaði Stef- áni vígið. Hélthannheimleiðisum kvöldið og skildu þeir Jón með hinni metsu vinsemd. — Var svo mælt, að aldrei hefði Jón greitt honum fararkaupið. — Að lokum skal svo þess getið, að síðar spurðist, að vart hefði orðið við dýrið á Bleiksmýrardal, einmitt þá daga, er Stefán taldi að það væri þar, og þótti þeim, er um þetta vissu, allmerkilegt. Það hefur löngum verið talið, að Jökulsá á Fjöllum væri ófær á hestum milli fjalls og fjöru. Þó hef eg heyrt nokkrar sagnir um það, að hún hafi verið sundriðin. Má þar til nefna Magnús nokk- urn, er að líkindum var Skagfirð- ingur að ætt. Hann var ferða- garpur mikill, og fór títt til Suð- urlands til skreiðarkaupa. Lagði hann mjög stund á hestaprang, enda var hann talinn hestamaður mikill. Fremur þótti hann viðsjáll og hrekkjóttur í viðskiptum og varð því víða illa liðinn og óvin- sæll. Magnús fór oft til austur- héraða til að selja hesta sína, og varð það þá eitt sinn til tíðinda í þeim ferðum, að Oxfirðingar söfn uðust saman og ætluðu að jafna einhverja reikninga við hann með handalögmáli. Var Magnús þá staddur austan Jökulsár. — Komst hann á hesta sína og hleypti undan. — Kom hann að ánni fyrir neðan ferjustaðinn á Ferjubakka og lagði umsvifalaust í hana. Treysti hann hestum sín- um, þótt móðir væru, enda marg- vanir stórám og að öllu hinir hraustustu. — Gekk Magnúsi vel og tók land á árbakkanum og manaði Oxfirðinga að leggja til sunds á eftir sér, en þá voru þeir komnir að ánni. — Ekki treystust þeir til þess, og skildi þar með þeim. Annan hef eg svo heyrt til- nefnd, sem sundreið ána skömmu fyrir jól í grimmdar frosti. Var það Hannes prestur Þorsteinsson að Víðihóli. Þótti það karlmann- lega af 'sér vikið. j Þriðji var svo tófu Stefán, og verður nú hér sagt frá því ferða- lagi ,eftir því sem sögur hermdu. Það var vor eitt, að bitvargur mikill lagðist á fé manna í Axar- firði. Var ýmsra bragða leitað, og góðir skotmenn fengnir til að kveða ófögnuð þennan niður, én allar slíkar tilraunir urðu árang- urslausar, og lá við miklum ófarnaði. — Var þá það ráð tekið, að senda til Stefáns og biðja hann liðsínnis. Stefán tók sendimanni vel og lofaði að koma er hann mætti því við koma. — Lagði hann svo af stað austur og hafði Ljósku til reiðar eins og vant var. (Fx-amhald).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.