Dagur - 26.04.1950, Side 8

Dagur - 26.04.1950, Side 8
8 Bagxjk Miðvikudaginn 26. apríl 1949 Ársfundur Mjólkursamlags KEA Mjólkursamlaginu er stjórnað af dugnaði og framsýni Ársfundur Mjólkursamlags KEA ■var haldinn hér á Akureyri þriðjudaginn 18. þ. m. Bændur í héraðinu hafa jafnap talið ársfund Mjólkursamlagsins vera talsverðan viðburð, og hafa þessir fundir alltaf verið vel sótt- ir og svo var ein'nig að þessu sinni. Fundinn sátu, auk stjórnar og framkvæmdastjóra 132 fulltrúar mjólkúrframleiðenda úr 11 fé- lagsdeildum og ennfremur all- margt annarra fundargesta. Mjólkursamlagsstjóri, Jónas Ki'istjánsson, skýrði frá starfi samlagsins á liðnu ári og lagði fram reikninga þess. Skýrsla þessi var öll hin fróðlegasta og sýndi meðal annars, að mjólkur- framleiðslan er sívaxandi í hér- aðinu. Mjólkin er nú orðin aðal- framleiðsluvara flestra bænda, enda hefur sauðfjárræktin dregizt saman vegna sauðfjárveikinnar og niðurskurðar sauðfjárins á undanförnum árum. Mjólkui-magnið, sem Samlag- inu hafði borizt á liðnu ári var samtals 7.176.218 ltr. og hafði aukist um rúmlega hálfa milljón ltr. á árinu, eða um 8.20%. — Fitumagn mjólkurinnar hafði einnig aukizt að meðaltali og var 3.617%. — Af hinu samanlagða mjólkurmagni hafði 34% selzt sem neyzlumjólk, en 66% af mjólkurmagninu hafði verið tek- ið til smjör og skyrgerðar. — í þessu sambandi benti samlags- stjóri á, að þessi söluhlutföll væru miklum mun óhagstæðari hér heldur en t. d. á mjólkursamsölu- svæði Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, en þar fer um 70% af mjólkurmagninu til beinnar neyzlu, en hin 30% að mestu leyti til í'jóma- og skyrfram- leiðslu, enda hafa mjólkursam- lögin í nágrenni Reykjavíkur getað greitt hærra verð fyrir mjólkina til framleiðenda en hér hefur jafnan verið hægt að greiða, og eru líkur til að slíkt hlutfall haldist enn um sinn, þar sem neyzlumjólkui'þörf Reykjavíkul' er sívaxandi. Samkvæmt endanlegu reikn ingsuppgjöri Samlagsins, var meðalverð mjólkurinnar til fram- leiðenda sl. ár samtals 163 aurar á lítra. Frá þessu verði dregst flutningskostnaður mjólkurinnar frá framleiðendum til mjólkur- stöðvarinnar. í ræðu sinni benti samlags- stjórinn meðal annars á, að vegna hinnar síaulinu mjólkurfram- leiðslu í Eyjafirði væri mikil nauðsyn á, að hraða ýmsum framkvæmdum Samlagsins að því er snertir byggingar og' aukinn vélaútbúnað þess, til þess að geta hagnýtt framleiðslu þess betur og bætt hana. Slíkar fram- kvæmdir kosta á þessum tímum mikið fé, en það útheimtir einnig fullan skilning og stuðning jafnt framleiðendanna sem ríkisvalds- ins ,en eins og kunnugt er verð- ur engum slíkum aðgerðum þok- að áfram nerpa með margs konar leyfisveitingum frá hinu opin- bera. — Þá væri og full nauðsyn til, að ríkisvaldið, þrátt fyrir erf- iðleika í gjaldeyrismálum, héldi áfram stuðningi sínum við rækt- Frá Fegrunarfélaginu Á síðastliðnu ári samþykkti Fegrunarfélag Akureyrar að hafa forgöngu um það að fá gert af frú Margrethe Schiöth brjóstlíkan, er síðan yrði sett á þar til valin stað í Listigarði Akureyrar, en eins og kunnugt er, hefir frú Schiöth ver- ið kjörin heiðursborgari Akur- eyrar fyrir hið frábæra starf, sem hún hefir unnið fyrir Listigarð- inn, sem af innlendum jafnt sem erlendum mönnum er talinn höf- uðprýði' bæjarins. Fegrunarfélagið kaus nefnd til að starfa að þessu máli, og er ‘nefndin frétti, að til bæjarinsværi fluttur myndlistamaðurinn Jónas Jakobsson, kom hún að máli við hann og fékk hann til að hefja þegar mótun líkansins og var þessu harðað enn meir, vegna þess að til Reykjavíkur er kominn maður, sem fær er um að gera málmsteypu af frummyndinni. Sl. mánudag var blaðamönnum boðið að skoða umrætt brjóstlík- an, sem nú stendur sem næst full- gert á vinnustofu listamannsins í Strandgötu 23. Er líkan þetta hið myndarlegasta og virðist lista- manninum hafa tekizt mjög vel með verk þetta. Nú er tilætlunin að fá gerða málmsfeypu af lista- verkinu í næsta mánuði og er vonandi að það verk takist einnig vel. Vafalaust munu bæjarbúar fagna þessari framtakssemi Fegr- unarfélagsins og vill blaðið hvetja þá til að veita félaginu ör- uggt brautargengi í þessu máli sem öðrum. Ætlunin er að frjáls fjárfram- lög bæjarbúa stuðli að því að gera kleift að koma þessu menn- ingarmáli í höfn. Blöðin, ásamt nefndinni, munu taka við fram- lögum til styrktar þessu málefni. Sápuverksmiðjan Sjöfn brennur un og endurbyggingu sveitanna, því að þjóðinni mundi liggja meira á því að rækta landið held- ur en að auka togaraflotann, eins og nú er. — Þörf landbúnaðarins fyrir byggingu og rekstri áburð- arvei’ksmiðju í landinu sjálfu er mikil, með því mundi rælctunar- málunum og landbúnaðarfram- leiðslunni í heild verða veitt meira öryggi. Bændum, og öðr- um þeim, sem fullan skilning hafa á knýjandi þörf landbúnað- arins fyrir aukinni grasrækt og matjurtarækt, ber skylda til að beita áhrifum sínum á ríkisvaldið til þess að afla þessari skoðun nægilegs þingfylgis, svo að bygg- ing áburðarverksmiðju hér á landi megi hefjast sem allra fyrst. Á fundinum flutti Olafur Jóns- son búnaðarráðunautur erindi, er vakti úskipta athygli og ánægju fundarmanna. Þá voru og rædd ýms áhuga- og menningarmál, er mj ólkurframleiðsluna áhrærir. Lýður Sigtryggsson harmonikusnillingur efnir til kveðjuhljómleika ásamt áttmenn- ingunum úr Geysi á föstudags- kvöldið kl. 9 í Nýja-Bíó. Lýður er senn á förum úr bænum áleiðis til Oslo, en þar er hann nú búsettur. Blaðið hafði aðeins tal af honum. Eins og kunnugt er var hann harmonikumeistari Norðurlanda árið 1946. Var hon- um dæmdur sigur í Norður- landakeppninni það ár í Stokk- hólmi. Hann hefur ferðast mikið um Norðurlönd og komið mjög víða fram. Alls staðar hefur hann hlotið mjög góða dóma, enda er snilli hans viðburgðið. Er í sann- leika sagt unun að hlýða á leik hans. Er það óvenjugóð land- kynning, þegar Lýður Sigtryggs- son kemur opinberlega fram utan lands. Þetta er seinasta tækifæri fyrir Akureyringa að hlýða á leik hans. Áttmenningarnir úr Geysi munu syngja einsöngva, tví- söngva og kvartetta. Eldsupptök og slökkvistarf. Á sjötta tímanum á laugardags- morgun varð elds vart í ketilhúsi verksmiðjunnar. Þegar slökkvi- liðsstjóri kom á vettvang, laust fyrir kl. 6, var ketilhúsið alveg brunnið. Um morguninn var blíða logn og bezta veður, svo að eld- urinn breiddist tiltölulega hægt út. Mjög var vatnslítið í vatns- kerfi bæjarins, enda erfitt að tengja nægilega margar bruna- slöngur við vatn, vegna þess, hve fáir vatnshanar eru þarna nærri. Það þurfti því að leggja slöngur Hátíðisdagiir verklýðs- samtakanna 1. maí er alþjóðlegur baráttu- dagur verkalýðshreyfingarinnar. Hér á landi hafa verkalýðssam- tökin staðið fyrir hátíðarhöldum í þeim tilgangi að treysta raðir sínai- í baráttu fyrir bættum kjör- um og auknum mannréttindum og til þess að fagna unnum sigr- um. Umbótasinnuð öfl í þjóðfé- laginu meta baráttu þessa að verðleikum og fagna hverjum á- fanga á leið til betra lífs og auk- innar velmegunar. alla leið niður í sjó, og voru þær alls um 1500 m. að lengd. Af þessu varð talsverð töf, sem olli því, að eldurinn fékk svigrúm til að mag'nast og breiðast út. Svo fór að hvessa af suðri á áttunda tím- anum. Um 9 leytið var búið að lama svo eldinn, að fært þótti inn í húsið. En fyrstu 4 mennirnir, sem fóru inn urðu fyrir gaseitrun frá klórflösku, sem hafði sprungið inni, og veiktust svo að þeir urðu að mestu að hætta slökkvistarf- inq. Læknis þurfti að leita handa tveimur þeirra, þeim Ásgeiri Halldórssyni og Oddi Kristjáns- syni, sem var mjög hætt kominn. Torveldaði þetta mjög slökkvi- starfið. Þurfti þá helzt að rjúfa þakið til þess að komast að eld- inum, þar sem leiðin inn í húsið var ófær. Er þetta að mestu leyti frásögn slökkviliðsstjóra, Eggerts Melsteð. Telur hann ólíklegt, að hægt hefði verið að bjarga efri hæð hússins, enda þótt nægilegt vatn hefði verið til staðar. Tjónið. Efri hæð hússins brann alveg, en rannsóknarstofunni ásamt neðri hæðinni og geymsluskúr bak við verksmiðjuhúsið varð bjargað. En allt er þetta mikið skemmt áf reyk og vatni. Annars er, að svo komnu máli, erfitt að greina frá tjóninu. Hið beina tjón er mjög mikið. En hitt er e. t. v. ennþá bagalegra, að verksmiðjan hefur séð landinu utan Reykja- víkur fyrir hreinlætisvörum. — Stöðvun framleiðslunnar er því mjög tilfinnanleg. Verksmiðju- húsið var vátryggt hjá Bruna- bótafélagi íslands og vélar og vörur hjá Samvinnutryggingum. Uppbyggingu verður hraðað. Fréttamaður blaðsins hitti Jak- ob Frímannsson, framkvæmdastj., KEA að máli og sagði hann, að öll áherzla yrði lögð á að byggja verksmiðjuna upp hið allra fyrsta. Gerir hann sér vonir um, að það taki ekki mjög lang'an tíma, þar til eitthvað er hægt að setja í gang aftur. Eins og kunn- ugt er, er verksmiðjan eign Kaup félags Eyfirðinga og Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Kollwitz-sýningin Á mánudaginn var opnuð í kapellunni sýning á myndum þýzku listakonunnar Kiithe Kollwitz. Á sýningunni eru 79 myndir. Lista- konan sótti mjög viöfangsefni úr lífi og striti alþýðufólks. Hér birtist ein myndanna, sem er sjálfsmynd.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.