Dagur


Dagur - 04.05.1950, Qupperneq 2

Dagur - 04.05.1950, Qupperneq 2
2 DAGUR í'immtudagínn 4. maí 1950 SEXTUGUR: Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari Sumardagur hinn fyrsti, 20. apríl 1950. Eg er staddur suður í Reykjavík. Eg minnist þess, að í dag er einn af merkustu borgur- um Akureyrarbæjar sextugur. Eg lít suður með Laufásvegin- um. Fyrir 42 árum leit eg þetta hús í fyrsta sinni. Þá var það nýtt og Stóð eitt sér langt frá öðr- um húsum bæjarins, og grátt urðarholt umkringdi það á þrjá vegu. Eg hafði ekki fyrr komið til hofuðborgarinnar, og' nú lagði eg leið mína að þessu nýja húsi. Þetta yar kennáraskóláhúsið og kennsla var hafin í hinum nýja kennaraskóla fyrir mánuði. Eg fékk leyfi til þess að setjast í III. bekk skólans, en þó ekki fyrr en nemendur þeir, sem fyrir voru í bekknum, voru búnir að greiða atkvæði um, hvort þeir vildu þrengja svo að sér, að rúm yrði fyrir mig, því að æiið var þétt- skipað fyrir. Margt var þar fyrir drengilegra ungra manna og kvenna, enda hefur margt af því fólki orðið þjóðkunnugt. En sá bekkjarfélagi minn, sem mesta athygli mína vakti strax fyrsta daginn, var 18 ára piltur úr Skagafirði, svipmikill, sviphreinn, festulegur og fullorðinslegur eft- ir aldri, Brynleifur Tobiasson að nafni. Var hann búfræðingur að menntun og hafði lokið prófi við Hólaskóla vorið 1907. Þótt hann væri einn af yngstu nemendum bekkjarins, þá var hann þó einn af þeim, sem voru áberandi í öllu félagslífi skólans. Á málfundum skólans og samkomum flutti hann ræður, er sýndu, að hann var ekki aðeins efni í góðan ræSumann, heldur þá þegar orð- inn slyngur ræðumaður, er hafði góða þekkingu á sögu landsins og stjórnmálum og var rökfastur í málaflutningi. Ekki segi eg þetta af því, að væri þá skoðanabróðir hans í stjórnmálum, því að hann var félagi í „Fram“, félagi Heimastjórnarmanna, en eg í „Landvörn“. En það þóttist eg vita, að þessi pólitíski andstæð- ingur minn myndi verða þing- maður, þegar hann hefði aldur til, og myndi jafnvel verða foríngi flokks síns og ef til vill í’áðherra, þegar ár hans fjölguðu, og slíkt mun hafa verið álit annarra skólasystkina hans á honum. Hann var námsmaður góður og var í miklu áliti hjá kennurun- um. Frá þeim tíma, að við Brynleif- ur útskrifuðumst úr kennafa- skólanum og þar til á jólaföstu 1916, lágu leiðir ókkar ekki sam- an, en.þá hittumst við í Reykja- vík og iVQrum saman í mötunéyti í nokkrar vikur, Eg var þá orð- inn þingmaður en hann sat í Menhtaskólánum í Reykjavík. Iiann hafði verið-bai ria- og ungl- ingakerinari í Skagafirði frá því, að hann tók kerinarapróf vorið 1909:' Enr.'ft'Pjnm'-hafði hann ver- ið " foiTnaður Garðýrkjufélags Seyluhrepps og verkstjórí við Reykjarhólsgarða haust og vor. En haustið 1914 settist hann í Menntaskólann- og tók stúdents- próf vorið 1918. Eins og eg gat uni, þá hófust kvnni okkar Bryn- leifs að nýju 1916, og nú var sú breyting á oifSin frá 1909." að við foruríl -orðriir;; skpðæiabræður í flestum landsmálum, og frá þeim .jíma tel eg.Brynleif einn af beztu o§ tryggustu vinum mínum. ' Brynleifur var skipaður kenn- £ii;við gagnfræðaskólann á Ak- ureyri haustið 1919, og við þann skóla, meðan hann var gagn- fræðaskóh-og-eftir að hann varð menntaskóli, hefur hann verið kennari síðan. Eitt ár, 1922— ftðclj há|ín þö,fri|fi'ff‘sRólan- ‘úín ” og ‘Ías þá 'við háskólana í Kaupmannahöfn og Leipzig, Að- alkennslugreinar, Bi-ynleifs hafa verið latína og sága, og aldrei hef eg-fýrir hltt líeinn þann;nem- anda hans,. sem ekki hefur borið lof á kennslu hans og virt hann mikils sem kennara og stjórnara. Brynleifur' Tobiasson er mikill fræðimaður, sem hann á ætt til. Gísli Konráðsson, hinn mikli •sagnaþulur var langafi hans, og Konráð Gíslason ömmubróðir hans. Enginn íslendingur mun hvorki að fornu eða nýju hafa skrifað eins mikið sem Gísli Konráðsson. En þótt Brynleifur hafi ekki skrifað eins mikið sem langafi hans, þá hefur liann samt verið mikilvirkur rithöfundur, þrátt fyrir miklar annir við kennslu og félagsstörf. Hann hef- ur og flutt ótal erindi um bind- indismál, söguleg efni o. fl. Helztu rit hans, sem út hafa verið gefin, eru: Bindindishreyfingin á ís- landi, allmikil bók, sem út kom árið 1936; Heim að Hólum, all- stórt sagnfræðirit, sem kom út í safni Skagfirzkra fræða árið 1943; og Hver ei: maðurinn? tvö stór bindi, er kom út árið 1944. Þetta síðast talda rit er eitt af stórvirkjum íslenzkra fræða. Það er æviágrip 3470 íslendinga, er lifað hafa á tímbilinu frá 1. fe- brúar 1904, er innlend ráðherra- stjórn hófst á íslandi, og til árs- ins 1944. Um þessa bók komst eg svo að orði í ritdómi, sem eg skrifaði um hana í N. Kv. 1944: „Þessi bók er meðal merkustu rita, sem frumsamín hafa verið á íslenzku. Hún verður síðari tíma íselndingum ómetanlegur fróð- leiksbrunnur. Með henni hefur höfundurinn reist sér ódauðleg- an minnisvarða. Landnáma, Sturlunga, Manntalið 1703 og Hver er maðurinn? eru að ým’su mjög ólík rit, en þó lík að því leyti, að þau eru merkustu heim- ildarrit íslendinga í mannfræði.“ Brynleifur hefur gegngt fjölda mörgum opinberum störfum. Hann sat í bæjarstjórn Akureyr- ar 1929—1934 og 1938—1942, og hann var forseti bæjarstjórnar- innar 1938—1939. Hann gerðist templar árið 1912 og hefur síðan verið einn af forustumonnum góðtemplarareglunnar hér á landi og var stórtemplar árin 1924—1927. Öll þau störf, sem Brynleifi hafa verið trúað fyrir, hefur hann leyst af hendi með trúmennsku og dugnaði. Meðan hann sat í bæjarstjórn var hann viðurkennlur fyrir störf sín, þar sem annars staðar, en óheppilegri kosningalöggjöf er þar um að kenna, að Akureyrarbær naut hans ekki lengur sem bæjarfull- trúa. Árið 1920 kvæntist Brynleifur Sigurlaugu Hallgrímsdóttur, fríð- leiks- og myndarkonú, en hjóna- band þeirra varð ekki langætt, því að hún andaðist vorið 1926; Sonur þeirra er Siglaugur bóka- vörður. ' Margir æt'tmenn Brynleifs liafa orðið gamlir. Stofninn er að öllu leyti sterkur. Við vinir Brynleifs óskum þess einhuga, að hann eigi en neftir að lifa lengi og afreka mikið. Mér er sagt, að svo margir liafi heimsótt Brynleif á sextugs af mæli hans, að hjá honum hafi verið húsfyllir, og 300 heillaskeyti bárust honum. Þetta sýnir meðal annars hversu vinsældir hans eru miklar. Vegna fjarveru minnar úr bænum gat eg ekki heimsótt hann á afrriæli hans, en eg vil enda þessa grein með því að votta honum þakkir mína og fjölskyldu minnar fyrir margra áratuga óslitna vináttu. Þorstcinn M. Jónsson. Rafhá-eldavél til sölu á E) rarvegi 1. — Til sýnis kl. 7 a kvöldin. Amerískur gítar, ríýlegur, til sölu í Ægisgötu 10. Jörðin VÍÖIHÓLL á Fjöllum er til sölu og laus til ábúð ar í vor. Upplýsíngar hjá eiganda jarðarinnar, Ingölfi Kristj■ (inssyni, Víðihóli, og nndir- rituðum. Arnbjörn Ingólfsson, Bjarmastíg 13. Gróandi jörð: Allt of fátt fólk stundar framleiðslustörfin Eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri f ÁRBÓK ÍSAFOLDAR 1947 birtist skýrsla um atvinnu- skiptingu með þjóðinni árin 1930 og 1940. Skýrslan sýnir það furðulega, að árið 1930 eru aðeins 52.5% af þjóðinni, sem stundar framleiðsluna (framleiðendur, \-erkafóik og skyldu- lið) eða 35.8% landbúuað ,en 16.7% sjávarútveg. En árið 1940 er heiídartalan konún oi'an í 48.5%, eða 30.6% af fólkinu við landbúnað, en 15,9% við sjávarútveg. Slíkt er óhuggulegt og bendir á vaxahdi, verklega ómenningu, Ekki er það éfa bund- io að þessi hlútfallstaia hefur lækkað enn irijög síðustu 10 ár- in. Á þessum 10 árum, frá 1930 til 1940, hafði hluífallstalan við opinber þjónustustörf hækkað um 52% og hlutfallstala „óstarfandi fó!ks“ hafði hækkað uni 52%, þá verzlunarfóík um 15% o. s. frv, Þessar tölúr hafa vitanlega stórhækkað undan- farin 10 ár, og er mjög nauðsýnlegt að fá þær birtar nú á þessu ári, svo gjörla megi sjá, hversu enn miðar til þess ófarnaðar, sem vel mætti kollvarpa sjálfstæði þjóðarinnar. En það er að fólkið flýr frá framleiðslunni, en þrengir sér inn í hin áhyrgð- arlitlu og léttu störf og lætur herást til ónauðsynlegra og jg engra starfa. Einkum er þetta í stórborginni Reykjavík. Af mörgum dæmum, sem hér væri hægt að birta, skal þess getið, að í árslok 1948 voru í Reykjavík 53,284 manns. Þá voru þar 193 heiídverzlanír og 743 smásöluverzlanir (Hagtíðindin ágúst 1949) eða alls 936 verzlanir og kom þá ein verzlun fyrir hverja 57 hæjarhúa. Sjá nú allir skynibornir hvílik fjarstæða þetta er. Svipað yrði að litast um í hópi launafólks, og alls staðar, sem hægt er, treður fólkið sér saman um létt og óþörf störf. EN ÞAÐ, SÉM hér að framan cr hent á, að árið 1940 er talið að aðeins 46,5% af þjóðinni standi að framléiðöJunni, er ljóst dænii um ófremdarástandið. En hvað hiít fólkið (53,5%) er að gera, ög hvernig það hagar sér, er efni í langt mál. En fjöldi þess er við óþörf störí, og er þaö óttalegt hverjum og einum og þjóðinni í heild. Ef starfsmenn n’kis og bæja'eru örðnir jafn fjölmennir eins og sjómannastéttin, þá cr þar í mikill oívöxt- ur. Glöggt iná sjá hvílíkar ógöngur þjóðin ej' komiri í, vögna iðjuleysis á fólkinu, þegar það er vitað, að hjá sumum þjóoum stunda allt að 80% landbúnað einan. Vissulega er það ómenn- ing hve mjög við íslendingar erum gengnir af göfliínum í at- vinnu- og framlei,sluháttum, og hve mikill fjöldi fólks í land- inu vanrækir þá lífsmöguleika og fríðindi öll, sem landið bíð- ur þeim til handa og hve mikill fjöldi fólks í landinu vanrækir þá skyldu að neyta brauðsins í sveita síns andlitis. Því miður vantar hér tölur er sýndu, hve mikið het'ur á und- anförnum 10 árum fækkað hlutfallslega því fólki, sem stundar framleiðsluna. En „neyðin kennir noktri konu að spinna“. Og sulturinn, fyrir vöntun á imilendri Iandbúnaðarframleiðslu, sem nú þegar gerir mjög vart við sig, hlýtur að kenna fólkinu að breyta um starfsháttu, annars hættir þjóðin að vera til. En til þess þarf fólk með baráttuliug fvrir nauðsynlegum Iiug- sjónum. Með þessu framferði er ekki eingöngu hin fjárhags- Iega geta þjóðarinnar á förum, heldur sú dýrmæta menning, sem er samgróin því fólki, sem daglega stundar nauðsynleg og drengileg störf. Én þá verður ekki gengið fram hjá fram- leíðsíustörfunum, því að þau eru undirstaða fyrir tilveru þjóð- arinnar. Og þar eru jarðyrkjustörfin fremst allra verðmæt til aukinnar menningar. Þar sem fólk dvelur við ónauðsynleg eða engin störf, þar á menningin ekkert föðurland. Það er fyrst og fremst að finna í sveitum landsins við ræktun og starf. Þar getur þjóðin, fyrst og fremst, aíio upp sín böm við traust menningarskilyrði; tengd við hina gróandi jörð. ÞJÓÐIN ÞARF að eignast sterka vakningarmenn, til for- ustu og framtaks um hagsmunamál sín og menningar. Ann- ars tapar hún allri virðingu meðal menningarþjóðanna. Og varla er meirí inannleysuháttur til en sá, að forðast hreystileg átök og svelta vegna aðburðaleysis við að afla sér hjargar í bú. Slíkt verður að dæmá með hörku. Og ekki má dýrka upp- skafningsliáttinn, hinn „móðins“klædda mann, sem gengur með tómt höfuð hugsjóna þeirra, sem miða þjóðinni tíl styrkt- ar. En hina á að prísa og taka ofan fyrir, sem þráfaldlega eru óhreinir um hendur við þjónustuna við skylduna, sem kallar trúa og ötula þegna til framleiðslustarfa og annars þess, sem naúðsynlegt er. Sá ókarlmannlegi háttur, er svo mjög tíðkast í landi hér, að hafa sig undan ábyrgðarniiklum störfum og þeim, cem rnesíur manndómur er í — dugmikil framleiðsla til (Framhald á 11. síðu). 4>

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.