Dagur - 04.05.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1950, Blaðsíða 7
Fimmíudaginn 4. maí 1950 D A G U R 7 LEIKFÉLAG AKUREYRAR: „UPPSTIGNING” - Siónleikur eftir Sigurð Nordal - Leikstjóri: ÁGÚST KVARAN í formála að fyrsta þætti sjón- leiks þessa segir prófessor Nordal m. a., að leiknum sé ætlað að Uregða upp mynd af hinum „ei- lífa smábæ“. f leiknum er lögð áherzla á að draga fram hið skop- lega í fari og hugsunarhætti smá- borgarans, og er það oftast vel gert og smekklega, þótt með nokkrum ólíkindum sé sums staðar í 1. þætti. Sumir aðrir höf- undar, sem tekið hafa smáborg- arann til meðferðar á leiksviðinu, hafa lagt meiri áherzlu á hið mannlega í fari hans. Það gerir t. d. Thornton Wilde í sjónleikn- um „Our Town“. Sjónleikur Nordals er að þessu leyti nei- kvæður, en leikrit Wilders já- kvætt. En báðir höfundar bregða fyrir sig nýstárlegri leiksviðs- tækni, ef svo má kalla, og í báð- um sjónleikjum er leiðsviðsstjór- inn talsverð persóna og spjallar sitt hvað við áhorfendur um list- ina að lifa. En þótt fleiri smábæir vildu vera „Our Town“ en Knarrar- eyri, er víst, að þeir eiga allir sameiginlega hið skoplega og smáborgaralega, og hið mannlega, og sjálfsagt getur hver „eilífur smábær“ séð sjálfan sig í spegli prófessörs Nordals að talsverðu leyti og hver smáborgari og draumskáld kannast við sitt um- hverfi. f „Úppstigningu“ er margt mjög skemmtilegt og viturlegt sagt um listina og lífið. f fyrstu þremur þáttum leiksins er brugðið upp svipmynd af lífi og hugsunar- hætti betri borgaranna í smábæ á Suðurlandi, sem er að reyna að verða meira en smábær. Prestur- inn á staðnum — ungur maður og sigldur — reynir að telja sjálfum sér trú um að hann sé að sigrast á umhverfinu og andrúmsloftinu og þess megnugur að skapa ódauðlegt listaverk. En hann er í rauninni ekki annað en eitt af draumskáldunum, sem svo víða lifa, og ekki sízt á íslandi, og listaverkið verður aldrei meira en óljós hugarsmíð. Leikurinn leiðir prestinn að loltum inn í kirkjuna til þess að vígja altaris- töflu í amerískum ramma, en áð- ur hefur höfundur leitt hann í þá öruggu höfn að verða tengdason- ur aðalburgeiss bæjarins og verðandi agitator fyrir þing- mennskudrauma hans. Þar með er leiknum raunar lokið. En inn í þessa hversdagslegu atburði þeytir höfundur fyrri hluta fjórða þáttar, þar sem hann leiðir prest- inn upp á fjall þess draums, að hann sé, þrátt fyrir allt, frjáls maður og skáld, og lætur hann þar gera uppreisn gegn umhverf- inu og andrúmsloftinu og þylja hugsanir sínar og drauma fyrir áhorfendum, en hæstvirtur h'öf- undur og leiksviðsstjórinn leggja nokkur orð í belg um hlutverk hans og lífstilgang. Þessi uppá- finning höfundar er skemmtileg og enda mjög margt vel sagt í „fjallræðunni" og allnöpur ádeila verkum, sem honum hefur verið trúað fyrir til þessa. Rödd Guð- er hún og hittir í mark á stund- | mundar er þróttmikil og karl- um a. m. k. Mönnum geðjast samt, mannleg, en hann má samt gæta misjafnlega að þessu uppátæki og þykir sumum leikurinn „falla“ á því og verða risminni undir lok- in en vænta mátti. Má það e. t. v. til sanns vegar færa, en óneitan- lega er hér um skemmtilega og íhugunarverða nýjung að ræða á íslenzku leiksviði, og þrátt fyrir hana leiðir höfundur prestinn í þá höfn, sem var hans líklegasta sín að framsögnin verði ekki óskýr. Löng eintöl, sbr. fjallsen- una, hvetja til flýtis, en það má ekki koma niður á skýrri og skiljanlegri framsögn. Skorti nokkuð á að þess væri nægilega gætt í fyrri hluta 4. þáttar. Tvö önnur aðalhlutverk leiks- ins eru Jóhanna Einars, listmál- ari, leikin af Matthildi Sveinsdótt Úr öðrum þætti „Uppstigningar“. Jóhanna Einars listmálari (Matt- hildur Sveinsdóttir) og séra Helgi (Guðmundur Gunnarsson). — kennslukönu. Gerfi hennar er mjög gott og hún veldur hlut- verkirru yfirleitt vel. Má þó ekki gera meira að því að gera frk. Johnson áfkáralega. Öll þessi aðalhlutverk má kalla vel sýnd og gerðarlega og þótt sumum finnist að eitt og annað mætti betur fara hér og þar, breytir það ekki þeifri staðréynd, að þai-na er vel verið að verki og ber leikurum — og þó e. t. y. ekki síður leikstjóra — þakkir að gjalda fyrir frammistöðuna. Hið sama má raunar segja um minni hlutverkin. Frú Sigríður Pálína Jónsdóttir leikur frú Da- víðsson, ýkjulaust og smekklega, Harald Davíðsson konsúl, mann hennar, leikur Þórir Guðjónsson og tekst honum ágætlega að leiða fram á senuna broddborgarann í smábænum, útgerðarmanninn með þingmanninn í maganum. Dóttur þeirra hjóna, Ingibjörgu (Dúllu) Davíðsen, leikur frk. Bergrés Jóhannesdóttir, hinn efnilegi nýliði úr „Piltur og stúlka“. Hlutverkið er lítið og krefst ekki tilþrifa. Það verður heldur ekki stórt í höndum frk. Bergrósai', eo áferöargott. Ásþjörn Baldvinsson lækni leikur Skjöld- ur Hlíðar; er Og ekki' ýkja og eðlilegasta landtaka, eins og allt er í pottinn búið. Frumsýning Leikfélags Akur- eyrar á þessu athýglisverða leik- riti sl. laugardagskvöld, var skemmtilegur viðburður og fé- laginu til sóma. Félagið hafði fengið Ágúst Kvaran til þess að hafa á hendi leikstjórn. Bar sýn- ing þess og ljósan vott, að þar hefur kunnáttumaður um fjallað. Sýningin er í heild smekkleg, hröð og lifandi og frammistaða leikenda í heild góð. Hefur leik- stjórinn augsýnilega lagt mikla alúð við sviðsetningu leiksins, í smáu sem stóru, og verður ekki annað sagt, en að heildarsvipur leiksýningarinnar sé mjög góður, þótt ytri aðstæður séu harla ó- fullkomnar í leikhúsinu hér, sem raunar er þó ekki leikhús nema að öðrum þræði, því miður. Aðalhlutverkið, hinn draum lynda, veikgeðja — og þó mann- lega — prest, leikur Guðmundur Gunnarsson. Hlutverkið er víða mjög erfitt — t. d. fjall-senan en Guðmundur skilar þvi mjög smekklega og viðkunnanlega og leikur hans er víða með ágætum Höfundur leggur honum í munn margar skemmtilegar setningar, kryddaðar þun'um humor, og Guðmundi er sérstaklega lagið að gera þeim góð skil. Þetta mun vera mesta hlutverk, sem Guð- mundur hefur tekið að sér, og um leik hans í heild má segja, að hann vex með aukinni ábyrgð, er traustur og öruggur leikari, sem nær allgóðum tökum á þeim hlut- ur, og frú Baldvinsson, sem Björg Baldvinsdóttir leikur. Bæði þessi hlutverlc krefjast góðra leikkrafta til þess að missa eigi marks, og má segja það báð- um leikkonunum til hróss, að þær uppfylla þessa meginkröfu. Björg Baldvinsdóttir sýnir hina Ox- ford-menntuðu læknisfrú á mjög aðlaðandi hátt og með skemmti- legum tilþrifum á stundum. Frúin er glæsikona og nokkui' heims- borgari og útlit, fas og látbragð Bjargar er með þeim hætti, að það fellur vel við hlutverkið og vel í geð leikhússgesta. Hlutverk Matthildar Sveinsdóttur er all- erfitt, en það er vel af hendi leyst. Leikur hennar vekur hvergi vonbrigði og víða í leikn- um, t. d. í svefnherbergissenunni er leikur hennar ágætur og laus við þann leiðinlega dilettantisma, sem of oft er til sýnis á fjölunum hér. Fjórða mesta hlutverk leiksins er frú Skagalín, hin stranga og siðavanda húsmóðir og frænka Helga prests. Frú Jónína Þor- steinsdóttir leikur þessa sóma- konu. Frú Jónína er þegar nokk- uð leiksviðsvön hér og hefur tek- ið verulegan þátt í leikstarfsemi bæjarins á liðnum árum. í þessu hlutverki nær frúin sér í fyrsta sinn verulega vel niðri, ef svo má segja, leikur frú Skagalín af skörungsskap og smekkvísi og er að mínum dómi lang bezta hlut- verk hennar til þessa. Frk. Margrét Steingrímsdóttir leikur frk. Johnson, hina vind- þornuðu amerísk-menntuðu það lítið hlutverk erfitt, enda sóma- samlega með það farið. Kolbein Halldórsson listmálara leikur Vignir Guðmundsson. Manni þykir hinn frægi málari næsta unglegur, en að pðgy leyti er hér sem annars staðar allvel leikið, og enda þótt ekki . sé: neinn „glans“ á þessu hlutverki eða hinum smærri hlutverkum yfir leitt, ér allt slétt,pg fellt pg sting ur a. m. k. ekki í augun. Þá leik ur Stefán Jónsson Hæstyirtan höfund og Jóhann Ogmundsson leikhússtjórann, er hvort tveggja mjÖg sómasamlega af hendi leyst. Loks leikur María Sigurðardóttir þjónustustúlku. Leiktjöldin eru mjög smekk- lega gerð af Hauki Stefánssyni. Leiksviðsstjóri er Stefán Hall- dórsson og má þakka honum að senuskiptingar ganga óvenju fljótt og greiðlega. Ljósameistari er Guðjón Eymundsson. Búninga annast Signý Sigmundsdóttir og hárgreiðslu María Sigurðardóttir, Á undan leiknum lék frk. Ruth Hermanns einleik á fiðlu og setti það hátíðasvip á þessa frumsýn ingu. Húsfyllir var og leikurum og leikstjóra ágætlega fagnað Það leikur ekki á tveim tung- um, að sýning Leikfélagsins þessum all-nýstárlega sjónleik heppnaðist vel og varð leikhús- gestum til ánægju og andlegrar upplyftingar. Er hvort tveggja að hæstvirtur höfundur, Sigurður Nordal prófessor, hefir fengið fé- laginu í hendur skemmtilegt og uppörvandi viðfangsefni, og leik stjórinn, Ágúst Kvaran, hefur kunnað tökin á verkefninu og þeim starfskröftum, sem hér er völ á. Sýningin á „Uppstigningu“ er allgott sýnishorn þess, hvað hér er hægt að gera á leiksviðinu, þótt ófullkomið sé, ef vel er vand- að til stórra atriða og smárra, og góður listamaður f jallar um verk- efnin og leiðbeinir leikendum. Vonandi er, að þessi sigur Leik- félagsins yfir erfiðum aðstæðum stuðli að því, að að því ráði verði nú horfið, að gera samkomuhúss- salinn hér að leikhúsi, með þeim búnaði, sem slík stofnun krefst. Allt of lengi hefur verið látið dragast að gera verulegar endur- bætur á leiksalnum og aðbúð leikara og áhorfenda. Það er engan veginn ofvaxið getu bæj- arfélagsins að gera hér nauðsyn- lega bragarbót á. Eftir er að reyna, hvort það er enn ofviða skilningi og áhuga valdamanna í bænum. Og innan tíðar munu gestir frá þjóðleikhúsinu auka fjölbreytnina >. leikhúslífi bæjar- ins. Það er naumast í samræmi við íslenzka gestrisni að bjóða aeim upp á samkomuhússsalinn óbreyttan, enda þótt við höfum nú um langa stund látið hann nægja fyrir heimamenn. Sýning- in á „Uppstigningu" er þó enn ein sönnun þess, að sá kotungs- bragur er þeim alls ekki samboð- H. Sn. Nýtt! Nýtt! Flóru-Konfekt Framleitt úr úrvals efnum. Fæst í öskjum á kr. 18.40 og pokum á kr. 7.35. Reynið þetta ágceta konfek't. Nýlenduvörudeild, og útibú. Riklingur Höfum fengið mjög góð- an vestfirzkan steinbíts- rikling. Kjötbúð KEA. Nýkomið HRÍSGRJÓN HRÍSMJÖL HEILHVEITI Nýlenduvörudeild og útibú. =>1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.