Dagur - 04.05.1950, Side 4

Dagur - 04.05.1950, Side 4
4 DAGUK Fimmtudaginn 4. maí 1950 FRÁ bókamarkaðinum UN hjálpar fólki á laiidskjálftasvæðum Á sl. ári varð ægilegur jarðskjálfti í Ecuador í Suður-Ameríku. — Þúsundir manna urðu öreigar, margir týndu lífinu. Starfsfólk UN hóf þegar fjársöfnunin til styrktar hinu bágstadda fólki. Tryggvi Lie, aðalritari S. Þ., sést hér vera að afhenda fulltrúa Rauðakross- ins 20 þiisund dollsya tékk til hjálparstarfseminnar, frá starfsmönn pm S. Þ. j Nevv York. Bragi Jónsson, Afmæliskyeðja Hoftúnum, fimmtugur til Kristins Indriðasonar, Hálfrar aldar hróðay skeyti til Braga Jónssonar, bónda, Hoftúnum. Víðförla „Dag“ vil eg biðja honum það flytja í heilla-rúnum. — 6. maí 1950. — Rúvélar og ræktun eftir Árna G. Eylands. — Út- gefandi: Bókaútg. Menn- ingavsjóðs. Fræðirit um landbúnaS, nýtt af nálinni, þykir víst sjaldnast mikill bókmenntaviðburður hér á landi, jafnvel þótt það fylli hartnær 500 síður í stóru broti. Öðru máli gegnir um skáldrit, samtíning þjóðlegra fræða eða jafnvel ævi- söguhrafl. Þess háttar meta blöð og tímarit sem nýnæmi og gagn- rýnendur fara á stúfana, annað hvort til að víðfrægja eða ófrægja þókina. En búfræðirit, eða rit um at- vinnumál, þykir blöðum og tíma- ritum ekki mikill fengur. Þeirra er rétt getið, svona fyrir siðasak- ir, eins og til að undirstrika, að um þau sé ekkert að segja. Þó liggur venjulega að baki þessara rita miklu meiri og markvísari vinna heldur en lögð er í þær bækur, sem oft eru mest á orði. Eiginlega er þó hvorki hægt að saka ritstjóra eða gagnrýnendur blaða og tímarita um þetta, því að venjulega skortir þá alla þekk- jngu til að dæmt sérfræðileg rit. Engum ber fremur skylda til að halda hróðri búfræðirita á lofti, en hinum búfróðu mönnum, ráðunautum, ritstjórum búfræði- rita, kennurum bændaskóla og bændunum sjálfum. Það má þó næstum því heita viðburður, að þessir aðilar sýni þeim fáu búfræðiritum, er hér sjá dagsins ljós, svo mikjnn sóma, að segja um þau álit sitt opinberlega. Veit ég eigi, hvort þessu veldur hlédrægni, sinnuleysi eða ein- hvers kqnar meinbáegni. Það skal játað," að sjálfur er ég engin undantekning frá þessari reglu, en viðurkenni þó, að þetta er óafsakanleg vanræksla. Stund- um hefur þó málið vprið mér of skylt til þess, að eg gæti ritað gagnrýni. Við. önnur tækifæri hefur mér svo ef til vilj fundizt, að öðrum væri ekki vandara um en mér. En nú er ekki lengur stætt, svo ég reyni að hrista af mér slenið. Fyrir framan mig á borðinu ligg- ur stór bók, 4Í6 bls. í stóru broti. Hún heitir: „Búvélar og ræktun“ og höfundurinn er Árni G. Ey- lands, stjórnarráðsfulltrúi. Svona afrek er ekki hægt að þegja í hel. Líklega geta aðeins þeir, sem hafa allmikla þekkingu á efni þessarar bókar, gert sér fulla grein fyrir því, hve mikið afrek hún er, en það þarf engan sérfræðing til að sjá, að það er geysilegt átak að semja slíka bók fyrir íslenzka staðhætti, þar sem ekkert hlið- stætt rit, um vélfræðilegu hliðina, hefur áður verið ritað, og þegar þess er gætt að bókin fjallar ekki aðeins um vélfræði, þ. e. gerð vél- anna, heldur flytur jafnframt hag nýtar leiðbeiningar um nothæfni þeirra og notkun, þá má það ljóst vpra, nÓ ekki er heiglum hent að l áðast í slíkt fyrirtæki sem þetta, og til þess að gera því viðunandi skil, þarf ekki aðeins mikla vél- fræðilega þekkingu og víðtæka bóklega rannsókn, heldur fyrst og fremst geysimikla raunhæfa reynslu. En bókin er meira heldur en fræðsla um vélarnar og notkun þeirra, hún er einnig að veru- legu leyti saga vélþróunarinnar í íslenzkum landbúnaði og er sá þáttur ekki ómerkastur. Allt er þetta mikla efni stutt fjölda mynda, sem sýna vélarnar ytra og innra og einnig ýmiskon- ar vinnubrögð. Eg viðurkenni, að ég hefi ekki lesið bókina sem heild og get því eigi farið út í smámuni. Hún er líka tæplega ætluð til þess að les- ast í belg og biðu, því að þetta er handbók, sem grípa skal til, þeg-r ar vélfræðileg vandamál bera að höndum. Ætla mætti, vegna þess hve efni bókarinnar er víðfeðmt, að hún væri óaðgengilég sem handbók, en svo er þó eigi. Vii’ð- ist mjög auðgert að finna það, sem leitað er að í bókinni. Efnis- skráin vísar á aðalflokkana, en þeim er aftur- skipt niður í tölu- setta smákafla með sérstökum fyrirsQgnum. Þótt ég hafj ekki lesið bókina sem heild, þá hefi ég grannskoðað hana, lesið kafla hér og þar og gert mér rækilega grein fyrir efni hennar, svo ég þykist þess umkominn að láta í 'ljós skoðun mína á hepni, _en hún verður í stórum dráttum þannig: Þetta er góð bók og stórfróðleg. Efninu eru víðast gerð góð skil, sumstaðar ágæt, og má í því sam- bandi einkum nefpa kaffana um jarðvinnslu með hestum og trakt- orum. Leynir sér eigi að um efn- ið fjallar maður, sem sjálfur hef- ur bókstaflega lagtr hönd á plóg- inn. IVIargir aðrir kaflar eru ágæt- if. Sumt hefði ég kosið nokkuð fyllra, svo.sem kaflann um yalta Qg, .völtun,.. súgþurrkun og bú- spuðgv (þ. ev kaflann,, sem höf- undurinn nefnir smiðjan). Þetta er þó afltaf álitamál og naumast hægt að krefjast meira, án þess að henda á annáð, er stytta mætti. Kemur þá helzt til álita hin sögu- lega framvinda véltækninnar, en sitt kann þverjum að sýnast um þetta. Vöntun þykir mér það, að ekk- ert er um steinsteypu og stein- steyputæki við hæfi sveitanna, svo sem steinamót, steypumót og steypuvélar. Um þetta er þó líkt farið og með framræslu með slcurðgröfum Qg jarðvinnslu með beltisdráttarvélum, að fram- kvæmdirnar eru reknar á félags- legum, grundvelli í mörgum byggðalögum og byggingafram- kvæmdirnar mjög nátengdar ræktuninni. Þetta eru þó smámunir, sem í raun og veru rýra ekkert gildi bókarinnar eða það afrek, sem með henni hefur verið unnið. Bókin er tómstundaverk og sann- ar það greinilega, að margt það bezta, sem gert er, er unnið í tómstundum. Þá er einmitt tæki- færi til þess að sinna því, sem huganum er næst og hjartanu kærast. Höfundurinn segist hafa unnið þetta verk veturna 1947— ’48 og 1948—’49 og rétt mun, að þá hefur hann skráð bókina, en hin raunhæfa sköpun bókarinnar mun þó hafa tekið miklu lengri tíma. Eg er sannfærður um, að bókin hefur í áratugi verið að mótast og kristallast í huga höf- undarins. Á bak við frumsmíði sem þessa, liggur heilt ævistarf og gott starf. Eg þori hiklaust að hvetja alla þá, sem á einhvern hátt fást við ræktun og búvélar til þess að kaupa þessa bók og 'ég efa ekki, að hún muni verða þeim mjög notadrjúg og reyndar bráðnauð- synleg. Að því ég bezt fæ séð, er öll framsetning, frágangur og prentun hókarinnar í ágætu lagi og band sæmilegt en þó of veiga- lítið, að mér virðist, svo sem títt er um vélband. Svona stór og viðamikil bók, er ætla má að verði títt handleikin, þarf að vera í þrælsterku bandi, en sjálfsagt hefði það auþið verð hókarinnar verulega, en því mun annars mjög í hóf stillt. Eins og áður er getið, prýða bókina fjölmargar myndir, eða 521 tekstamypd, sem bæði eru til skemmtunar og skilningsauka. Yflr fyrirsögn hvers höfuðkafla er táknraén teiknirnynd og er það til mikilltu' prýði. Eiginlega er bókin óbeint helguð og tileinkuð Hólum í Hjaltadal, því að hókin hefst með fagurri litmynd eftir málverki Gunnlaugs Blöndal af Hólum, og henni lýkur með snot- urri teiknimynd af Hólum um aldamótin Í900. Er þetta talandi vottur um tryggð höfundarins og ræktarsemi yið þetta menn- ingar- og menntasetur, þar sem hann fyrst nam þau fræði, er hann jafnan síðan hefur aukið og óvaxtað af alhug, svo sem þessi bók ber ljósan vott úm. Akureyri 25. apríl 1950. Ólafur Jónsson. Bólstruð húsgögn h.f. Hafnarstræti 88. Simi 491 Kaupum tóm SULTUGLÖS, l/2 kg. qg 1 kg., með skrúfuðu loki. Einnig B A U K A undan Flóru-gerdufti. Aðems áskernmdar umbúðir ko.ma til gxeina. Nýlenduvörudeildi n Herbergi til leigu í Ránargötu 20. — Aðgangur að baði. Afgr. vfsar á. Hálfnuð öldin. Hver eru gjöldin? Hildar sár og Skuldar bárur. Ýmis töp í ævi-glöpum, andans vigra og handa sigrar. Óskjr rættust; ástir mættust, uxp tré í þeirra véupi, — Því sltal lofa þann, sem ofar þjóðum tjaldar heims um aldur. Þig um of skal ekki lofa, öllu mjög í hófið stilla; rrjúfa þögri með raunsjárgögnum, réttast þannig lýsa manni: Þyrfti eg skjól í þorra gjólu, þyrfti ég ráð í vanda bráðum, þyrfti eg góðan þrautabróður, — þig eg fyrstan manna gisti. Kæri Bragi, kvæðahagi, kyssi eg þig um dularstigu. Gömul kynni, greypt í minni glæða hlýja endurnýjun. Að þú lifir, að þú skrifir yrki fögur: ljóð og sögur, — óskir þær þér ylblik færi eins og glóð í fornum hlóðum. 27. apríl 1950. Örn á Steðja. Höfða, 7. apríl 1950 Á landnámsöld nam hér Þengill völd skein byggðin hlíð broshýr alla tíð var gleði hans þess gæfumanns svo mun sérhver er situr hér. Ósk vor er sú er vér eigum nú Ijómi hamingjusól um heiðursmanns stól þessu heimili hér óskum hugheilir vér veiti gæða gjafarmn hæða. Eigum gleðistund hefjum glas í mund til heilla hér þeim heiður ber hermi það saga hér um alla daga stýri heill sjóli höfúðbóli. Sextugur-ungur ei er aldur þungur þeim höfðingsrekk á heiðursbekk hefjum glas í mund eigum gleðistund Á heiðursdcgi hans húsbóndans. S. B. \ Allar venjulegar tegundir a£ : i esso bifreiðaolíum) ESSO saumavélaolíum ESSO ryðvarnarolíii ESSO bremsuvökva Kaupfélag Eyfirðinga f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.