Dagur


Dagur - 04.05.1950, Qupperneq 6

Dagur - 04.05.1950, Qupperneq 6
6 D A G U R Fimmtudaginn 4. maí 1950 Kommúnistaáróður og 1. maí KOMMÚNISTAR hér um slóðir halda áfram uppteknum hætti og reyna að gera 1. maí, hátíðis- dag verkamanna, að flokkshátíð og áróðursdegi. Á þessu var lítil breyting á mánudaginn, frá því, sem verið hefur undanfarin ár. Að vísu var flutt ein ræða á útifundinum út frá sjónarmiði verk lýðssamtakanna í heild, og var það góðra gjalda vert, en annað, sem þar heyrðist, var ómengaður kommúnistaáróður. Kommúnistar halda vafa laust, að þeir vinni flokki sínum gagn með þessu háttalagi. Hitt dylst þeim að sjálfsögðu ekki, að þetta er til óþurftar verklýðssamtökunum í heild, spillir almennri þátttöku í hátíðahöldum dagsins og dregur úr gildi og áhrifum kröfugöngu og um- mæla. En þótt forsprökkum kommúnista sé þetta mæta vel ljóst, halda þeir samt áfram uppteknum hætti. Þar sýna þeir enn, að í þeirra augum er flokkur þeirra rétthærri en verklýðssamtökin sjálf. Hitt gegnir furðu, að verklýðsíélögin, sem skipuð eru lýðræðissinnuðu fólki áð meirihluta, skuli þola Moskva-kommúnistum að ræna þannig hátíðisdegi þeirra og setja flokksstimpil á þennan 'aðalhátíðis- og minningardag frjálsra verklýðs- samtaka. Mættu lýðræðissinnaðir verkamenn og vera vel minnugir þess, að kommúnistar keppa að því að afnema frjáls verklýðssamtök; afnema verkfallsréttinn og gera allan verkalýð áígeriéga háðan boði og banni valdhafanna. Þannig hafa þeir skipað málum verkalýðsfélaganna fýrir austan járntjald. Þegar Stalín marskálkur kvártaði yfir því á stríðsárunum við Harry Hopkins, sendimann Roosevelts ,að afgreiðslá sumra vara téfðist óhæfí- lega frá Bandaríkjunum, og Hopkins svaraði því til, að þar væri verkföllum um áð kenna, sagði marskálkurinn: Verkföll? Hafið þið ekki lög- reglu? Þurfa þessi orð ekki skýringa við. ÞAÐ ER HLÁLEGT að heyra forsvarsmenn kommúnista halda því fram nú, að erfiðleikar þeir, sem íslenzka þjóðin á við að etja um þessar mund- ir, séu að kenna gengisfellingarlögunum. í einni ræðunni á útifundinum hér 1. maí, var því haldið fram, að gengisfellingin gerði allt í senn, launþega fátæka, útgerðarmenn ríka og þó fátæka, því að útgerðin væri að fara á hausinn, þrátt fyrir geng- isfellinguna! Vitnaði ræðumaður óspart í ástand ið á landi hér á tímum nýsköpunarstjórnarinnar, sem dæmi um það, hvernig ætti að stjórna með hagsmuni alþýðunnar fyrir augum. Um það þarf ekki að deila, að -útflutningsverzlun með sjávaraf urðir er arðvænlegri nú, er 45 krónur fást fyrir sterlingspundið, en meðan 26 krónur var hið skráða gengí. Hitt er svo annað mál, hvort reynsl- an á eftir að leiða í ljós, að óstjórn og óhóf fyrri ára hafi verið búin að leika fjárhag atvinnuveg anna svo grátt, að þessi gengisfelling reynist ekki nægileg til þess að rétta slagsíðuna. Um það verð ur ekki dæmt að sinni. En það er fáránlegt að heyra því haldið að fólki, að erfiðleikar útflutn- ingsframleiðslunnar nú séu að kenna gengisfell- ingunni. Ekki reyna þessir postular að útskýra, hvernig ástandið væri nú, ef ekkert gengisfall hefði orðið, og ekkert hefði verið gert annað en leggja á nýja skatta og tolla, svo numið hefði hundruðum milljóna, til þess að halda áfram að greiða hækkandi útflutningsuppbætur. Hver hefði þá orðið hlutur launþeganna? Engin tilraun er gerð til þess að svara þeirri spurningu af neinni skýnsemi Kommúnistum er tam- ast að tala um þessi mál eins og ástandið í landi hér geti um alla eilífð orðið eins og það var n?eð- an þeir voru að sóa hundruðum milljóna í erlendum gjaldeyri með aðstoð braskaranna á árun- um 1944—-1947. Eða með öðrum orðum, að efnahagsmál íslands geti um alla framtíð grundvallast á styrjaldarástandi í heiminum og þeim mörkuðum, sem hafn- bönn og hernaðaraðgerðir skapa hjá sveltandi þjóðum. ÍSLENZK ALÞÝÐA skilur það mæta vel, að gróðatímabil stríðs- áranna er liðið, að gálauslega og illa var stjórnað í stríðslokin og upp úr þeim og þjóðin er nú að súpa seyðið ef þeirri óstjórn. — Kommúnistar áttu þar gildan hlut að máli. Eyðslustefnan var þeiiTa stefna. Það er ekki hagsmunamál fyrir verkalýðinn að málpípur kommúnista heimti það hvern 1. maí, að fjármál íslands séu rekin eins og eilíft stríð væri ríkjandi í heiminum. Það væri í meiru sam- ræmi við hag launþegasamtak- anna, að verklýðssamtökin tækju upp baráttu fyrir því að gengis- fellingarlögin og þær aðrar ráð- stafanir, sem gera þarf, verði vel og heiðarlega framkvæmd og knúð verði á dyr ríkisvaldsins, að það taki sjálft til að gera hreint í sínu húsi með sparnaði og hag- sýni í eigin rekstri, jafnframt því sem það krefst nokkurra fórna af launastéttunum. Þennan skyn- samlega tón vantaði algerlega í 1. maí-ræðurnar. Það var ekki af því að fólk flest viti ekki hvað að því snýr, heldur af því, að kömm- únistarnir vita líka mæta vel, hvað að þeim snýr og hvernig flokki þeirra þykir hentast að snúa snældu sinni að þessu sinni. FOKDREIFAR Fóðrun og hirðing hesta. Svar til Helga Valtýssonar. í FOKDREIFUM Dags 26. apríl sl. treður rithöfundurinn fram, fullur vandlætingu, og að því er mér virðist á rithætti hans, með næg rök og kunnugleik að baki sér. Það, sem svo’ mjög hefur raskað ró hans, er fóðrun og hirð- ing hesta hér í bæ. Hér vil eg taka upp orðrétt úr grein hans, ef hann kynni að vilja leita að rök- um fyrir orðunum. Áherzlur hans íylgja með leturbreytingum. „Yf- irleitt virðast hestamir nær allir vel aldir í prýðilegum holdum, en allir eiga þeir eitt sameiginlegt: Þeir eru illa hirtir! — Eða féttara sagt — óhirtir! — Eða er ljót sjón og ömurleg! Það kvað þó vera einn maður á Akureyri, sem hirðir reiðhest sinn! Jæja þó það!“ Þetta er vitnisburðurinn, sem rithöfundurinnJ gefur okkur, hestaeigendum hér í bænum, það er ekkert hik á að fella áfellis- dóminn, eitthvað af horuðum reiðhestum, og allir, að undan- teknum einum, óhirtir, ljótir og ömurlegir ásýndum. Hvað viljið þið hafa það meira, getur dýra- verndunarfélagið eða lögregla látið slíkt afskiptalaust, eða er þetta skáldadraumur? Þessu er eg ekki sammála, því að eg tel að hirðing hesta hér í bæ sé í mjög sæmilegu lagi, og óska því eftir, að Helgi vildi góð fúslega segja, hvað kom honum til að fara að skrifa svívirðingar um þá menn, er hirða hesta hér í bæ. Og með allri virðingu fyrir honum efa eg stórlega, að hann hafi kunnugleik og þekkingu til að skrifa um hirðingu hesta í al vöru og með rökum. allt, og er lítill frami fyrir bæinn eða nágrennið, að svona sögu- burði, því að ókunnugir geta ef til vill oi’ðið til þess að trúa því, sem illt er um aðra sagt. Jóhannes Jónasson, ritari Hestamannafél. Léttir. Erlend tímarit. ÞAÐ VAKTI athygli mína, er eg var á ferð í Reykjavík nú fyr- ir skemmstu, að í mörgum bóka- búðum höfuðstaðarins gat að líta nýleg ensk og amerísk blöð og tímarit. Ennfremur talsvert úrval arlendra bóka. Er svo að sjá, sem bókaverzlanir þar syðra fái leyfi til þess að flytja þennan varning inn, og skal það sízt lastað. En manni utan af landi kemur þetta samt undarlega fyrir sjónir, því að hér um slóðir sést nær aldréi erlent blað eða bók. Er það af því að bókaverzlanir hirði ekki um að hafa þaú á boðstólum?. Eða skortir leyfin hér? Fróðlegt væri að heyra, hvað bóksalarnir hér hafa um þetta að segja. Þar sem sólin skín. VORIÐ hér nyrðra hefur verið kalt og illhryssingslegt, svo að til vandræða hefur horft. Sunnan- lands hefur aftur á móti vorað mjög vel. í apríl var yfirleitt veð- urblíða víða sunnanlands, t. d. í Reykjavík. Þar er snjólaust með öllu, jörð tekin að grænka og blóm springa út í görðum. Valda- menn þar syðra, sem búa við hlýja veðráttu Faxaflóans, eiga bágt með að skilja erfiðleika þá, sem Norðlendingar og Austfirð- ingar eiga við að etja af völdum tíðarfars og snjóa á vorin. Þeir skilja ekki, að samgöngur úti um landið eru enn mjög strjálar og Já, vel á minnst, Helgi hefur erfiðar, þótt sumar sé komið í það eftir einhverjum, að einn maður muni hirða hest sinn sæmi lega. Nú skora eg á Helga að gefa upp nafn hans, því aðnógumargir munu samt verða til þess að þakka Helga hugulsemina, og það að verðleikum. HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir starfrækir hesthús hér í bænum, og tekur hesta í fóður og til hirðingar. Félagið hefur ráðið fyrir hestahirði mann, sem er viðurkenndur ágætis hestamaður og hestahirðir af öllum, sem til þekkja, getur því ekki tekið þegjandi fleipri, eins og er. í um- ræddri grein, þar sem hún að sjálfsögðu verður lesin um land Reykjavík. Það tekur landsmenn vikur að koma erindum sínum suður til nefndanna og ráð- anna og fá svar. Þannig tefst mörg framkvæmd og mörg ævi- stundin fer forgörðum. Hringrás leyfanna. SÝNISHORN af vinnubrögð- unum á þessu landi er hringrás innflutnings- og gjaldeyrisleyí anna. Eins og kunnugt er verða allir landsmenn að sækja leyfin í hendur nefndar í Reykjavík. Hér er dæmi um það, hversu skjótlega gengur að fá þau mál afgreidd. Eftir mikið stapp á sl. ári tókst fyrirtæki hér loksins að útvega (Framhald á 11. síðu) Vorið og garðarnir í síðasta blaði ræddum við nokkuð um lóðirnar okkar og garðana, og að við þyrftum að herða okk- ur, eins og stundum er sagt við illa læsa krakka, til þess að hægt yrði með sönnu að segja, að Akureyri væri þrifalegasti bær landsins. Um hirðingu lóð- anna, vísast til þess, sem þar var sagt, þótt fjöl- mörgu mætti þar við bæta. En svo eru það hinir staðirnir, staðimir, sem enginn á, eða öllu heldur, sem við eigum öll sameiginlega. Hér á eg við svæð- in utan við hinar girtu lóðir, svæði meðfram göt- um og vegum, milli húsa o. s. frv. Slíkir staðir vilja oft verða útundan, en þeir setja líka svip sinn á bæinn, engu síður en garðarnir. Hvað getum við gert til þess að bæta úr þessu? Mér hefur dottið í hug, að með samtökum gætum við e. t. v. komið einhverju góðu til leiðar hér, eins og víða annars staðar, og konur væru líklegar til að beita sér fyrir slíku. Hvernig væri t. d. að konur, sem búa við sömu götu tækju sig saman og ynnu nokkrar kvöld- stundir að því að hreinsa til við götu sína? Kann- ske væri hægt að fá mennina með, eða stálpuð börn, þær sem þau eiga? „Margar hendur vinna létt verk,“ segir máltækið, og ef konur hæfust handa á slíkri kvöldvinnu, nokkrum, sinnum á hverju vori, myndi áreiðanlega vera hægt að bæta margt, og koma ýmsu góðu til leiðar. Auk þess, sem unnið væri menningarstarf fyrir bæinn með slíku, gæti þetta verið skemmtilegt fyrir þá, sem þátt tækju í því. Grannkonur, sem sjaldan sjást og þekkjast kannske ekki, gætu kynnst með garðhrífur og gamla hanzka og fengið sér hressandi útivist, góða hreyfingu fyrir líkamann, sem flestum er nauðsynleg. Eg skýt þessu hér til ykkar, bæjarkon- ur. Skyldi nokkur verða svo framtakssöm að hefjast handa? GÓÐUR SILDARRÉTTUR. Sumir segja, að íslendingar kunni ekki að borða síld. Kannske er þetta ofsagt, en það er ekki ofsagt, að við erum ekki dugleg við það. Samt höfum við svo góða síld í landinu, að flestar aðrar þjóðir öf- unda okkur af því. Síldin er mjög auðug af D-víta- mínum, bæði ný og Söltuð, og er talin næringar- efnaríkust allra fisktegunda. Við ættum því aldrei að láta vanta síld á kvöldborðið. Þessi síldarréttur getur e. t. v. aukið á fjölbreytnina. Síld í tómat. 3 saltsíldar. — 1/2 dl. matarolia. — 1/ dl. edik. — 2 matsk. vatn. — 1/2 dl. tómatkraftur. — IV2 matsk. sykur. — Pipar á hnífsoddi. Síldin er hreinsuð og afvötnuð. Skorin í 3 cm. breiðar sneiðar. Raðað í ílát. Tómatkrafturinn er þeyttur út í olíuna og allt kryddið sett saman Við. Hellt yfir síldina. GLUGGAÞVOTTURINN. f hreingerningunum er gluggaþvotturinn eitt af því, sem ekki má verða útundan. Það birtir í stof- unum, þegar þeir hafa verið þvegnir. en það er ekki alltaf \ jafn auðvelt að kom ! ast að gluggunum, sérstaklega utan frá, t. d. á annarri og þriðju hæð. En þeir, sem eru svo lánsamir, að glugg- arnir eru þannig opnaðir, að hægt sé að sitja í þeim, geta fari, að eins og sú hér á myndinni. Gott er að fægja rúðurnar upp úr blöndu ediks og vatns, og fægjja vel með hi-einum klút á eftir. Þeir, sem eiga þvottaskinn, nota það, og sérstaka gluggasápu, sem stundum hefur verið á markaðnum. Puella.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.