Dagur - 04.05.1950, Page 9

Dagur - 04.05.1950, Page 9
Fimmíudaginn 4. maí 1950 D A G U R 9 Kommúnistar og Marshall-áætlunin Norðurlandábúar snua baki við hinni austxænu stefnu Frá Danmörku berast nú fregn- ir um að nokkrir af forvígismönn- Hm dönsku verklýðsfélaganna hafi sagt sig úr kommúnista- flokknum. Fyrir nokkrum vikum sögðu forvígismenn einnar iðn-, greinar sig úr flokknum og létu þess getið um leið, að þeir gætu ekki verið þar lengur. Flokkur- inn ræki ekki danska pólitík, heldur styddi erlenda ofbeldis- stefnu í gegnum þykkt og þunnt. Hrörnun danska kommúnista- flokksins hófst fyrir alllöngu. Nú er svo að sjá, sem hrun flokksins sé yfirvofandi. Danska þjóðin virðist ætla að hrinda áhrifum kommúnista úr þjóðlífinu eins og frændur hennar í Noregi. Þetta eru markverð tíðindi og gleðileg. Nú er svo komið, að kommún- istaflokkar Norðurlandanna og flestra Vestur-Evrópulanda eru orðnir mjög áhrifalitlir. Einna líf— seigust virðist ofbeldisstefnan ætla að verða hér á landi, enda þótt hrörnunin hafi líka gengið í garð hér. Því verður ekki neitað, að það er blettur á þjóð með þús- und ára lýðraeðiserfðir, að veita erlendum ofbeldisflokki brautar gengi eftir að hverjum manni er löngu Ijóst orðið, að hann rekur erlenda en ekki íslenzka pólitík. Áróðurinn hinn sami. Það er athyglisvert, að komm únistar hafa rekið alveg sams konar áróður hér á landi og Danmörk og Noregi, og raunar í flestum Vestur-Evrópulöndun- um. Noregur og Danmörk eru að- ilar að Efnahagssamvinnu Mar- shall-landanna og þau eru með- limir í Atlantshafsbandalagipu, alveg eins og ísland. í þessum löndum hafa þeir rekið harðsvír- aða baráttu gegn ríkjandi utan- ríkisstefnu, alveg eins og hér á landi. En Norðmenn og Danir hafa ekki lagt eyru við málskrafi kommúnista. Þar í landi sjá menn glqggt, hver styrkur þjóðunum hefur verið að Marshall-áætlun- inni og það dylst ekki, að Atlants- hafsbandalagið stöðvaði framsókn ofbeldisstefnunnar úr austri í bili a. m. k. Á meðan gafst hinum frjálsu þjóðum tími til þess að undirbúa sameiginlegar varnir sínar gegn ofbeldinu. Marshall-aðstoðin og ísland. . Kommúnistar kenna einkum tvennu um efnahagsörðugleika íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir: Marsþall-áætluninni og gengisfellingarlögunum. Skrif þeirra eru með þeim hætti, að ætla mætti að þeir teldu sjálf sagt að þjóðarbúskapur íslend- inga grundvallaðist á eilífu striðs- ástandi. Ollum skynibornum mönnum var það ljóst fyrir löngu,. að þegar Vestur-Evrópuþjóðirn- ar tækju að rétta sig úr kútnurn eftir þrengingar stríðsins, mundu skapast örðugleikar fyrir íslend inga að selja fisk í sama mæli og meðan skorturinn var mestur. Vitað var, að þessar þjóðir mundu auka fiskveiðar sínar verulega Augljóst var, að útflutnings- verz'iun íslands mundi ekki til frambúðar geta grundvallazt á ís- fiskútflutningi til Bretlands og I’ýzkalands, né á sölu hraðfrysta fisksins til Bretlands. Leita þyrfti nýrra rnarkaða, m. a. að opna aft- ur hina gömlu markaði þjóðar- innar í Miðjarðarhafslönduni, vinna markaði í Ameríku o. s. frv., einnig að keppa að því að selja fisk austur fyrir járntjald, ef unnt reyndist að fá þær þjóðir tii þess að eiga viðskipti við okk- ur á hagkvæmum grundvelli. Nú er það komið á daginn, að ísfisk- markaðurinn er mjög takmai'kað- ur og sjávarótvegurinn hefur snúið sér að nýjum verkunarað-r ferðum. Slíkt breytingatímabd veldur alltaf erfiðleikum. Þiið gerði það á kreppuárunum, er Spánarmarkaðurinn lokaðist snögglega. En allir erfiðleikarnir eru þó ekki faldir í þessari breyt- ingu. Megin hluti þeirra er fólg- inn í ástandinu hér heima fyrir hjá okkur sjálfum. Dýrtíðin er fyrir löngu búin að leika sjávar- útveginn og fjárhag landsins svo grátt, að ekkert nema róttækar aðgerðir gátu rétt þar við. Geng- isfellingin var viðurkenning á þessari staðreynd. Hún var neyð- arúx'ræði, sem ekki varð umíhuö, vegna þess hvernig stjórnað hafði verið í landinu á undanförnum árum. f þeirri óstjórn var hlutur kommúnista stór. Þeir voru maxma duglegastir yið að sólunda gjaldeyi-issjóðnum, þeir ýttu und- ir fjárfestingarkapphlaupið af fiemsta megni og veittu dýrtíð- inni þar með greiðari farvegu um landið. Allir hagfræðingar eru nú á einu máli um það, að höfuðor- sök dýrtxðarinnar sé of mikil rjár- fesíing á of skömmum tíma, þ. e að nýgköpunin hafi verið fram- kv.etud af meira kappi en forsjá. Af þessu sýpur þjóðin nú seyðið. Skrafið um að Max’shall-aðstoðin sé að koma landinu á hausinn er fáránlegt, og fui’ðulegt að sæmi- lega vitibornir menn skuli iáta annan eins þvætting frá sér íara. Hvernig væri hér umhorfs nú, ef farið hefði verið að ráðum kommúnista og fsland hefði hafn- að þátttöku í efnahagssamvinnu vestrænna þjóða? Menn ættu að velta þeirri spui’ningu fyrir sér. Er líklegt að Evrópuþjóðirnar hefðu látið staðar numið við aukningu fiskveiða sinna? Mundu fiskmarkaðir beti’i fyrir íslendinga í Vestur-Evrópu, ef það stæði utan samstarfsins? Aug ljóslega mundu þjóðirnar hafa lagt kapp á aukningu fiskveiða sinna hvorum megin sem ísland hefði staðið. En ísland hefði þar áofan hrakist út úr röðum vest rænna lýði-æðisþjóða og hefði ekki hlotið þau miklu dollara- framlög, sem Mai’shallstofnunin hefur veitt því og hafa gert mögulegt að flytja til landsins ýmiss konar vélar og tæki og nauðsynjavaming. Ráð kommún- ista voru hrein fjörráð, alveg eins og það vöru hrein fjörráð við ís- land á sínum tíma, að leggja til að þjóðin hæfti að selja Bi’etum fisk, en sendi hann í þess stað til Þýzkalands í gegnum rússneskar hafnir. Það var á þeim tíma er Hitler og Stalín voru bandamenn. Raforkuverkiii og Marshall- áætlunin, Eitt markverðasta framlag Mai’shall-stofnunarinnar til upp- byggingar hér á landi, verður framlagið til kaupa á raforkuvél- um í Bandaríkjunum til Sogs- qg Laxárvirkjana. Án þess framlags mundu þessar yirkjanir vera óframkvæmanlegar fjái’hagslega eins og sakir standa. Margs konar vélar, yai’ahlytir til yéla, tæki og nauðsynlegar birgðir nauðsynja, koma nú til landsins einmitt vegna þess að ísland er aðili að Mai’shall-áætluninni. — Þannig stuðlar þátttaka landsins í efna- hagssamvinnunni að því að létta þjóðinni förina til efnalegrar uppbyggingar. Hitt er svo annað mál, Qg snýr ag okkur sjálfum, hvort íslenzk stjórnarvöld hafa notfært sér þessa mikilvægu að- stoð eips vel og efni stóðu til. Leikpr nokkur vafi á því, sbr kaupip á Hæringi og bygging Ör firiseyjarverksmiðjunni o. fl. Enn fremur yirðist skorta mjög á sam- ræmda starfsemi til þess að vipna þjóðinni max-kaði fyrir afurðir hennar í dollaralöndunum, til þess að þjóðm standi ekki ber skjölduð í dollaraleysi er Mars- hall-aðstoðinni lýkur 1952. Marg ar vörur, sem þjóðin þarfnast, verða aðeins keyptar fyrir doll ara, Qg mun svo verða lengi enn. Áróður kommúnista gegn Mars- halls-áætluninni er angi af utan- ríkis- og ofbeldisstefnu stórveld- isins, sem er þeirra sanna föður land. Það er ekki í samræmi við íslenzka hagsmuni að gera efna- hagssamvinnu vestrænna þjóða tortryggilega eða spilla fyrir fram gangi hennai’. Hitt er augljóst, að það er í þógu rússneskra hags muna, að árangui’inn af Marshall- áætluninni verði minni en efni standa til. Kommúnistar hér á landi vinna dyggilega að því eins og skaðanabræður þeirra í öðr um löndum og húsbændur þeirra í Krernh „Misíök aðkaupa hið mikla magn af hraðfrystum fiski af íslend- T í nýlegu hefti af fiskveiðablað- inu „Fishing News“ ræðir hinn kuirni höfundur John Stephen um hraðfrysta fiskinn, sem nú er geymdur í frystihúsum í Bret- landi, og um framtíð hraðfrystu flakanna á markaðinum. Tilefni greinarinnar eru um- ræður í Lundúnablöðunum um hið mikla magn af hraðfrystum fiski frá íslandi, sem Matvæla- ráðuneytið brezka keýpti á sl. ári af íslendingum og enn er pselt að vprulegu leyti. Er nú talað um að selja flökin í fiskimjölsvei’k- smiðjur fyrir mjög lágt verð og hafa þlöð þessi rætt um milljón sterlingspunda tap brezþa ríkis- ins á þessum viðskiptum. í grein sinni segir Stephen m. a.: „Líklegast eru yerstu mistök Matvælaráðuneytisins á 10 ára starfsfei’li þess í sambandi yið hraðfrystu flökin. Við sjáum það nú, að það voru rnistök að kaupa þær miklu Viimuskólanefnd stofnnð Bæjarstjórn Akureyrar kaus nýlega nefnd til að athuga ufn stofnun vipnuskóla í bænum. í nefndina voru kosin frú Þorbjörg Gísladóttir, Guðmundur Jörunds son, Tryggvi Þoi’steinsson og Snorri Sigfússon. Sá síðastnefndi mun þó ekki taka sæti í nefnd inni vegna fjarvista úr bænum en í hans stað mun Eiríkur Stef ánsson kennari skipa nefndina. ingum á síðastliðnu ári rr „Fishing News“ spáir illa fyrir hraðfrystum flökum í framtíðinni birgðir af hi-aðfrystum flökum, sem voru keyptar frá íslandi á sl. óri. Heildsalar við ströndina voru hvattir til þess að taka flök og mörg firmu, stór og smá, lögðu stprfé í þessi viðskipti og þau hafa enn miklar birgðir af flök- um. Einna skuggalegast er, að þeir viðskiptamenn, sem standa næst neytendunum, smákaup- menn og fiskhöndlarar, hafa ekki lepgur neinn áhuga fyrir hrað- frystum flökum... . “ Síðan greinir Stephen frá um- mælum Lundúpablaða í þá átt, gð afgangur fjskbirgðanna verði lát— inn í fiskimjölsvei’ksmiðjur og þarna sé um að ræða nxilljón sterlingspunda yerðmæti. Að lokum spáir hann illa fyrir framtíð hi’aðfrystu flakanna. —• Neytendur eru orðnir þreyttir á þeim, og Stephen segist ekki sjá neinar líkur fyrir því, að eftir- spprn eftir þessari vpru eigi eftir að aukast á næstunni. 30 iðnnemar luku burffararprófi frá Iðnskólanum Iðnskólanum á Akureyri var slitið sl. laugardag, 29. apríl, Alls höfðu 130 nemendur innrit- azt í skólann á skólaárinu, þar af rösklega 100 iðnnemór, en 30 iðn- nemar, allir úr 4. bekk skólans, luku burtfararþrófi og fengu af- hent - fulinaðai’profsskírteini sín við þetta tækifæri. Hæstar 'eink- unnir á burtfarai’pi’ófi hlutu að þessu sinni Kristján Helgi Bene- diktsson, málari, I. eink. 8.95; Jón Guðmann Albertsson, vélsmiður, I. eink. 8.90 pg Haraldur Ólafs- son, rakai’i, I. eink. 8.50, en hæstu einkunnir í skólanum öllum hlutu hins vegar Blængur Gríms- son, húsasmiður, I. ág. eink. 9.10 og Kristján Árnason, rennismið- ur, I. ág. eink. 9.0Q, en þeir voru báðir nemendur í 3. bekk. Verð- laun fyrir beztu iðnteikningai-, er gerðar voru í skólanum á skóla- árinu hlutu þeir Matthías Björns- son, húsasmiður, og Jón Quð- mann Albertsson, vélsmiður, en Ingólfur Ólafsson, klæðskeri, hlaut hins vegar viðurkeixningu fyrir beztu fríhendisteikningu skólans að þessu sinni. Nemendur 4. bekkjar fæx-ðu við þetta tækifæri Jóhanni Frímann skólastjóra fagra og verðmæta bókagjöf, en hann kvaddi braut- skráða nemendur með í-æðu og sagði skólanum slitið. Mai’gt gesta yar viðstatt athöfn þessa, er öll var hin virðulegasta. Einkunnir brottskráðra nemenda Iðnskólans á Akureyri 1950. Aðalberg Pétui’sson, múrari, II. 6.00, Baldur H. Aspar, prent- ari, III. 5.87.(Mestum hluta prófs- ins lokið 1949). Baldvin Haralds- son, múi-ari, III. 5.69, Björn Vilh. Magnússon, húsgagnasm., III. 5.44, Einar Bjarg Helgason, bif- vélavirki, III. 5-77, Geir Guðl. Jónasson, vélvii’ki, II. 6.80, Hall- dór Árnason, skósm., II. 6.26, Hannes Húnfjörð Pálmason, múr- ari, I. 7.66, Haraldur Ólafsson, rakari, I. 8.50, Hjálmar Péturs- son, úi-sm., III. 5.42, Hreinn Svav- ai’sson, rafvirki, II. 6.13, Ingi Ein- ars Ái-nason, múrax’i, III, 5.75, Jón Þórisson, múrari, III. 5.80, Jón Bernharðsson, múrai’i, IH. 5.14, Jón Guðmann Albertsson, vélvirki, I. 8.90, Jón Guðmunds- son, múrari, III. 5.83, Jón Kr. Friðriksson, rafvélavirki, III. 5.33, Jón Steinar Mai’inósson, raf- virki, III. 5.88, Jón Viðar Tryggva son, múrari, II. 7.00, Jón Þov- steinsson, bifvélavirki, III. 5.12, Kristján H. Benediktsson, mál- ari, I. 8.95, Matthías Björnsson, húsasmiður, I. 8.23. (Mestum hlutg prófsins lokið 1949). Pétur Breiðfjörð J’reysteinsson, gulL og silfursmiður, II. 6.16, Solveig Zóphoníasdóttir, hárgreiðslumær, II. 6.17, Svanlaugur Ólafsson, bif- vélavirki, I. 7.32, , Sverrir Her- mannsson, húsasmiður, II. 6.30, Tryggvi Georgsson, múrari, II. 6.30, Valgarður Frímann, í’afvirki, I. 7-38, Þorvaldur Skúli Sívert- sen, úrsmiður, II. 7.20, Örn Stein- þóx-sson, prentai’i, I. 7.53.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.