Dagur - 04.05.1950, Side 10

Dagur - 04.05.1950, Side 10
10 D AGUR Fimmtudaginn 4. maí 1950 $5$5$5$$$S$5$$$$$$$5$$$$$5$$$$$3$$$5$$55»$$$$$$$$$$5$S$$5$5«$$$S$$5$Í^ LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA! Sccga eítir Sarah-Elizabeth Rodger 22. DAGUR. (Framhald). í gegnum eigin örvæntingu, gat Terry samt fundið til með henni. í þetta heila ár, sem hann hafði dreymt um Alison, hafði hún . þráð mann, sem hafði alltaf brugðist henni.... Terry kreppti hnefana undir borðinu. En þegár fólkið kom að borðinu frá dans- inum, hélt hann áfram að spjalla við það um daginn og veginn. — Kvöldið leið án stórviðburða. Jenny varð óvenju fátöluð, en annars varð ekki merkt að hún væri afbrýðissöm. Celía var stór- hrifin af því hve Ward Anson dansaði vel og hún var kátari og skemmtilegri en þeim hafði yfir- leitt dottið í hug að hún gæti verið. Alison var róleg og dömu- leg. Rush var rjóður á vangann og hann talaði mikið og skemmti- lega. Og svo kvöddust þau og ráð- gerðu endurfundi á brúðkaups- daginn. Terry sá um að Ward og Celía fengju fyrsta leigubílinn, sem bar að. Þá sneri hann sér að Rush og Jenny og sagði: „Ætlið þið að fara eitthvað annað. Get- um við ekið ykkur þangað?“ „Jú, það er staður á fimmtug- ustu götu....“ sagði Jenny, en Rush greip fram í fyrir henni. „Það er ekki hægt, Jenny. Þetta er orðinn nógu langur og erfiður dagur fyrir þig. Þú þarft að sofa. Eg skal fylgja þér að lyftunni.“ Jenny var sýnilega stórreið. „Góða nótt, bæði tvö,“ sagði Alison. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt kvöld. Segðu Jane frænku að eg hringi til hennar strax í fyrramálið." „Eins og þú vilt.“ Þegar þau voru sezt í bílinn laumaði Alison hendinni í lófa Terrys og sagði: „Þú dansaðir ekki nema einu sinni við mig, vinur.“ „Eg veit það.“ „Ætlarðu alveg að hætta að dansa við mig eftir að við erum gift? Mér er sagt að eiginmenn hafi það stundum þannig.“ „En það verður ekkert úr gift- ingunni, Al.“ Hún horfði stórum, undrandi augum á hann. „Þú ert að gera að gamrii þínu, Terry? Það er búið að ákveða allt og ganga frá öllu. Við. . . .“ ;,Það er auðvelt að breyta því. Við skulum tala um- þetta állt saman, en eg veit og finn, að eg hefrétf fyrir mér. Við getum ekki stpfnað til hjúskapar. Það vant- ar hornsteininn.-“ Henni fanrist heiF eilífð áður en bíllinn stanzaði við húsið. Ali- son reyndi að átta sig á því, hvað hefði gerzt, Hvað hafði komið fyrir Terry? Hvað var að? Var hann reiður af því að Rush hafði dansað mikið við hana, eða var ungi brúðguminn að gefast upp þegar á hólminn kom? Hún yissi að nú reið á að halda skapsmun- unum í jafnvægi. Terry borgaði bílinn. Hún dró andann djúpt að sér og steig út úr bílnum. „Eg ætla að ganga með Rags nokkurn spöl áður en eg kem upp,“ sagði hann. „Eins og þú vilt.“ Hún lagaði kaffi þegar upp kom og hafði það sterkt, rétt eins og hún ætti von á að það hjálpaði þeim báðum að hugsa skýrt. Terry og Rags komu brátt aft- ur og hundurinn lagðist til svefns við fætur Terry. Þetta kvöld virtist í engu frábrugðið svo mörgum öðrum kvöldum. Alison kveikti á arninum. „Þeir hafa lokað fyrir hitann. Það hlýt- ur að vera orðið framoi'ðið," sagði hún. „Klukkan er hálf eitt.“ Hún beið eftir því að hann byrjaði. Hún hellti kaffi í boll- ana. Hún var með hjartslátt. „Hefurðu komist að raun það, Terry, að þú elskir mig ekki nógu mikið? Eg hafði varað þig við því, að slíkt gæti komið fyrir. Er það þetta, sem nú hefur komið fyrir?“ spurði hún eftir nokkra þögn. „Nei.“ „Terry —“ Hún sagði þetta hranalega, því að hann fékkst ekki til að horfa í augu hennar, heldur starði á kaffibollann. „Mér þykir þetta leitt, Al. Það er erfitt að útskýra þetta fyrir þér, og það er enginn leikur að brjóta líf sitt og hamingju í mola á einu kvöldi.“ Hann leit í augu hennar og hún sá þar sárs- auka og trega. „Terry, við þurfum ekki að tala méira um þetta. Þú getur sagt mér að þú hafir verið að gera að gamni þínu áðan. Og á morgun giftum við okkur.“ „Já, morgundagurinn gæti ver- ið dásamlegur, ef aðeins — eg vissi ekki að þú elskar mig ekki.“ „Það er ekki satt, Terry,“ sagði hún, og kom varla upp orðun- um. „Þú mátt ekki trúa því, Terry.“ „En Jenny trúir því,“ sagði hann rólega. „Rush trúir því. Eg verð líka að trúa því.“ „Jenny var búin að drekka of mikið,“ sagði Alison. „Og Rush — hann var kannske heldur við- kvæmur þegar hann var að kveðja síðasta dansinn. Gamlar minningar og allt það. En þú skilur það, Terry, það er allt ann- að.“ „Já, eg skil, og skil allt of vel, sagði hann. „Það eru margar ástæður, sem mæla gegn gift- ingu okkar. — Aldursmunur — einskis virðL í mínum augum, en mikilsvirði í þínum — fjárskort- ur, mismunandi uppeldi og að- staða, menntun. Eg ýtti þeim öll- um til hliðar. Eg var öruggur um að við tilheyrðum hvort öðru. En þetta hefur allt verið misskiln- ingur minn. Eg sé nú að þú ert ástfangin af Rush Cary og hefur alltaf verið það. Þú sendir mig ekki í burtu í fyrra vegna aldurs- munar okkar, heldur vegna þess að þú elskaðir hann.“ Alison reyndi að tala, and- mæla, en kom ekki upp nokkru orði. Terry lét hana heldur ekki komast að. „Vitaskuld veit eg mæta vel, að hann hefur brugðist þér og farið illa með þig. En þú getur ekki látið stolt, eða frænku þína — standa í vegi fyrir ham- ingju þinni. Þetta er þitt líf, Ali- son. Þetta er þitt tækifæri, kann- ske þitt síðasta tækifæri. Þú átt að taka það.“ (Framhald). Býli í Glerárþorpi ásamt erfðafestulandi, er til sölu og laust til ábúðar nú þegar. Björn Halldórsson. ÍBÚÐ, 3 lierbergi, eldhús, ásamt geymslu, til sölu. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu, nú þegar. — Upp- lýsingar í síma 535. Tvær undirsængur til sölu. Afgr. vísar á. Dráttarvél FORDSON-dráttarvél, á gúmmíhjólum, er til sölu. Greiða væntanleg. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu í NorðurgÖtu 53 (uppi). Úr endurminningum Hannesar frá Hleiðargarði (Framhald). Frá Stefáni Ólafssyni. Eru engar sagnir um ferð hans austur, eða viðureign hans við bitvarginn, en sigur hans varð mikill og fullkominn, eins og vant var. — Bjóst hann svo til heim- ferðar, en var illa haldinn eftir miklar vökur og göngulag. Greiddu Oxfirðingar honum vel fyrir ferðina, og gáfu honum vel í staupinu að skilnaði. Varð sú skilnaðarskál fullmikil fyrir hann, er hann var þreyttur og svefnlaus fyrir, og varð hann alldrukkinn. Fór þá sem oftar, er svo stóð á, að Ljóska varð að taka við stjórn- inni. — Er þau komu að ánni, og mun það hafa verið nálægt þeim stað, er Magnús, sem áður er frá sagt, sundreið hana. Lagði Ljóska þegar í hana, og varð hrokasund bakka á milli, en hún skilaði sjálfri sér og Stefáni með hinni mestu prýði á þurrt land. — Þetta var fyrri hluta dags og veður hið ágætasta, sólskin og mjög hlýtt í lofti. — Þegar yfir ána kom, fór Stefán af baki og hugðist að þurrka föt sín með því að liggja móti sólu nokkra stund. En þá fór svo, að hann sofnaði, en er hann vaknaði aftur, var hann svo rugl- áður í kollinum, enda ókunnugur á þessum slóðuih, að hann vissi ekki vel hvar hann var, og ekki mundi hann, að þau Ljóska höfðu farið yfir ána. Hélt hann að þau væru enn austan árinnar. Tók hann nú Ljósku, steig á bak og sundhleypti aftur yfir ána, en við skolið á sundinu rauk svo rykið úr höfði hans, að nú áttaði hann sig-og sá að illa og ófimlega hafði til tekist. Ekki lét karl þetta á sig fá, en lét aftur frá landi á Ljósku og gekk enn allt að óskum. Er líklegt að þarna hafi hann sett met, sem að þessu hafi ekki verið af honum unnið. Svo sagði Stefán frá, að eitt at- vik eða atbui'ður hefði gerzt á refaveiðum hans, er honum var jafnan hin mesta ráðgáta, og taldi að ekki hefði verið hægt að skýra nema á dulrænan hátt. — Fremstu og efstu dalbotnar á af- réttum fram af Djúpadal eru al- mennt kallaðir Sveipar, en annars staðar eru þeir nefndir Runur. — Var það þá eitt sinn, er hann átti í höggi við styggan og slægan ref, sem margsinnis hafði gengið úr greipum hans, að hann bjó um sig eina nótt á Djúpadalssveipn- um, því að skyggni eða eðlisávís- un hans ságði, að þai’ mundi dýr- ið hláupa um. Var þetta í urð all- stórri, og því gott fylgsni. Var hann við og við að gægjast upp úr bóli sínu og litast um, því að von refsins átti hann á hverri stundu. — Eitt sinn, er hann skyggndist um, sá hann tvo menn koma neðan sveipinn og stefna til fjallsins. Hélt hann fyrst að þarna væru menn að koma til að vitja sín, því að þá var hann búinn að vera að heiman í fleiri dægur, eins og einatt kom fyrir. En brátt sá hann að svo mundi ekki vera. Þótti honum menn þessir all ein- kennilegir og ekki bar hann kennsl á þá. Voru þeir skeggjaðir mjög, í stórum úlpum yzt fata og með niðurflettar húfur eða hett- ur á höfði. Gengu þeir við brodd- stafi langa og bar hratt yfir. Það sá hann, að þeir myndu ganga fram hjá skammt í burtu og hugðist hann að liggja kyrr og láta þá ekki verða sín vara, en í sömu svipan sá hann refinn koma úr annarri átt. Fór hann sér hægt og rólega og nam staðar við og við og litaðist um og þefaði út í loftið. — Það undraðist Stefán, að svo var sem hann sæi ekki menn- ina eða yrði þeirra var á neinn hátt, þó var orðið skammt þeirra á milli. Bjóst hann við, að sjá hann þá og þegar taka til fótanna og hverfa sem elding, er hann yi'ði mannanna var, en engin hræðslumerki sáust á honum. — Var hann nú kominn í gott skot- færi og stóðst Stefán ekki mátið og lét skotið ríða, þótt hann þætt- ist vita, að ferðalöngunum yrði afar bilt við. Steyptist dýrið dautt niður, en er hann leit til mann- anna voru þeir horfnir, og sá hann þá aldrei síðan. Þessi frásögn Stefáns er all- merkileg, einkum af því, að annar maður nokkru fyrr, sá svipaða eða þó réttara sagt sömu sýn, á sömu slóðum. — Maður þessi hét Þorsteinn og var al- mennt þekktur undir nafninu Þorsteinn snikkari, því að hann var smiður góður, eru enn til í Eyjafirði ýmsir munir, er hann smíðaði. Stundaði hann einkum smíðar í Eyjafirði og Skagafirði. Er hann fór milli héraða, lagði hann langoftast leið sína yfir fjallið milli Djúpadals og Egils- dals í Skagafirði, enda var þá sá vegur oft farinn. — Þorsteinn þessi fór síðai' til Utah í Banda- ríkjunum, tók þar Marmónatrú og varð þar prestur eða biskup, eftir því sem fréttir af honum hermdu. En sýn sú, er hann sá á Djúpa- dalssveip, er þannig ,eftir því sem hann sagði sjálfur frá. — Hann var á leið vestur yfir, og var efst á sveipnum, fram við fremsta fjallgarð, eða þar sem hann og aðrir fóru venjulega upp á fjall- ið .Var þetta að nóttu til að vor- lagi. Valdi hann nóttina oftast, ef bjart var, því að þá var svalara að ganga en að degi til. Settist hann þarna niður til að hvíla sig lítið eitt áður en hann hæfi gönguna yfir fjallið. Er hann hefur setið um stund sér hann að tveir menn koma neðan sveipinn. Ekki þótti honum þetta neitt furðulegt, og taldi sjálfsagt að þarna færu menn, er ætluðu vestur yfir. Hugsaði hann gott til að verða þeim samferða. Menn þessii' gengu rösklega og nálguðust fljótt. Er þeir komu nær ,brá Þor- steini nokkuð, því að nú sá hann, að búningur þeirra var á nokkuð undarlegan hátt. Voru þeir í úlp- um stóium, með niðurbrettar húfur á höfði og gengu við brodd- eða atgeirsstafi. Sagði Þorsteinn svo frá síðar, að nokkur skelkur hefði gripið sig ,er hann athugaði menn þessa nánar. Komu honum í hug gamlar útilegumannasögur, er hann hafði heyrt um þennan fjallveg. Lét hann það þó ekki á sig fá, því að vissu vildi hann fá fyrir því hverjir menn þessir væru. Hugsaði hann sér að ganga í veg fyrir þá, og slást í förina með þeim vestur. Voru nú ferða- langar þessir ekki alllangt frá honum og stefndu til hliðar við hann upp á fjallið. Stóð hann þá á fætur, en ekki gat hann séð, að þeir sæju hann eða yrðu hans varir. Þorsteinn hafði jafnan með sér eitthvað af smíðatólum, og bar þau í poka á bakinu. Er hann settist þarna hafði hann leyst af sér pokann og lagt hann hjá sér. Beygði hann sig niður til að taka hann og binda á sig, en er hann rétti aftur úr sér ,voru mennirn- ir horfnir, og sá hann þá ekki framar. Ekki er nú vitað, að þarna á fjallinu hafi orðið mannskaði. — Menn orðið úti eða hlekkst á, á annan hátt. — Þorsteinn sagði, að nokku róhugur hefði verið í sér, að leggja á fjallið eftir sýn þessa, því að ekki hefði sér þótt fýsilegt að hafa náunga þessa ef til vildi í för með sér. Hann hélt samt áfram ferðinni, og bar ekki fleira til tíðinda. (Framhald). Leiðrétting. í síðasta pistli var svo frá skýrt, að Jón á Munka- þverá mundi aldrei hafa greitt Stefáni ferðakostnaðinn, en þetta er ranghermt. Mælt er að Jón hafi greitt ríflega fyrir ferðina.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.