Dagur - 04.05.1950, Síða 11

Dagur - 04.05.1950, Síða 11
Fimmtudaginn 4. maí 1950 D AGUR 11 Aðalmndur Kaupfélags Eyfirðiiiga (Framhald af 1. síðu). um og áhöldum, í von um að það geti eitthvað rétt hluta fyrirtæk- isins. Sala landbúnaðar- og sjávaraf- urða hefur gengið fremur greið- lega. Þó varð félagið að liggja með meirihlutann af hraðfryst- húsaframleiðslunni fram á haust. Engar skemmdir urðu þó á þess- ari framleiðslu, en vaxtatap mjög tilfinnanlegt fyrir rekstur frysti- húsanna. Félagið hefur, eins og undan- farin ár, keypt föstu verði fisk, innlagðan á hraðfrystihúsin. Sömuleiðis hefur það keypt nautakjöt, egg.í smjör og ýmsar aðrar afurðir innlagðar í kjöt- búðina. Aðrar landbúnaðaraf- urðir, svo sem kjöt, gærur, mjólk, ull og húðir, hefur það tekið í umboðssölu. Á sama hátt hefur það tekið lýsi og saltfisk til sölu- meðferðar." Ástæður félagsmanna batna. í skýrslunni er ennfremur greint frá því, að ástæður félags- manna gagnvart félaginu hafi batnað á árinu um kr. 1.250.643.00. Inneignir þeirra námu við árslok kr. 22.482.369.00, en skuldir kr. 290.273.00. IniVéign í innlánsdeild hefur hækkað um 475 þús. kr. á árinu og var við árslok hátt á þrettóndu milljón króna. í stofn- sjóði voru í ársljök kr. 4.078.052.07. Greitt var úr'sjóðnum á árinu voru lán til vegagerðar í Svarf- aðardalshreppi. Vegna synjunar á fjárfestingarbeiðnum félagsins var lítið um byggingafram- kvæmdir á árinu. Tillögur til aðalfundar. Stjórn og endurskoðendur leggja eftirfarandi tillögur fyrir aðalfundinn: 1. Af innstæðu lyfjabúðarinnar greiðist 10% arður til félags- manna af þeim lýfjakaupum, er þeir greiða sjálfir. 2. Fundurinn felur stjórninni að ákveða endanlegt verð á kjöti og gærum, innlögðum á árinu 1949 og á ull, innlagðri 1948 og 1949, þegar séð verður hvað félagið fær endanlega fyrir þessar vörur. 3. Fundurinn staðfestir ákvörð- un félagsstjórnar og ársfund- ar Mjólkursamlagsins um að greiða samlagsmönnum upp- bót á innlagða mjólk á árinu 1949, 43 aura á lítra. Þar af greiðist IV2 eyrir á lítra í sam- lagsstofnsjóð innleggjenda, og 41V2 eyrir í viðskiptareikninga þeirra. Nánar verður greint frá störf- um aðalfundar KEA í næsta tbl. - Fokdreifar (Framh. af 6. síðu). Fimmtugur: Valtýr Þorsteinsson, ú tgerðarmaður Fyrra sunnudag varð Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður hér í bæ fimmtugur. Valtýr er Ey- firðingur, ættaður frá Litlu-Há- mundarstöðum á Árskóg'sströnd. Hann rak lengi búskap og útgerð að Rauðuvík, en fluttist hingað til bæjarins fyrir nokkrum árum. Valtýr hóf snemma útgerð og hefur nú hin síðari ár verið í hópi athafnasömustu útgerðarmanna hér um slóðir. Hann hefur lótið til sín taka í félagsmálum og op- in.berum málum, bæði meðan hann dvaldi í Rauðuvík og eftir að hann fluttist hingað til bæjar- ins, er mjög vel að sér um allt er lýtur að útgerð og hagnýtingu sjávarafurða. Á sl. óri fór hann kynnisför til Noregs og Dan- merkur, fyrir tilstuðlan Físki- málanefndar, til þess að kynna sér vetrarsíldveiðar Dana og Norðmanna. Á afmælisdaginn var mjög gest- kvæmt á heimili Valtýs Þor- steinssonar. Heimsóttu hann vin- ir og samstarfsmenn héðan úr 'bænum og færðu honum árnað- aróskir og gjafir. - Sjálfvirka símstöðin (Framhald af 12. síðu). 1949 til 111 manna samtals kr. 66.177.88. Á árinu 1949 úthlutaði félagið 334 þús. krónum til fé- lagsmanna sinna, af ágóðaskyld- um vörum 302 þús. kr., af brauð um 18 þús. og lyfjum 14 þús. kr. Fjölgun félagsmanna. í árslok voru 5023 félagsmenn í KEA. í félagið gengu 384 menn á árinu, en úr því 220. Aðalfélag- ar eru 4834, en aukafélagar 190. Stærsta deild félagsins er Akur- eyrardeild með 2154 félagsmenn og 72 fulltrúa á aðalfundi. Helztu framkvæmdir. í skýrslu stjórnarinnar er greint frá helztu framkvæmdum félags- ins á árinu 1949 og er þetta helzt: Keyptur var 1/3 hluti í þvotta- húsinu Mjöll, Akureyri. Félagið átti áður 2/3 hluta. Gengið var frá samningum um skiptingu úti- búsins í Olafsfirði og varð það sjálfstæ'tt kaupfélag á árinu. Veitt sér smáleyfi laust fyrir áramót- in. í janúar þurfti að senda leyfið suður til þess að fá þau fram- lengd. Sú reisa stóð í mánuð. Þegar leyfið kom endurnýjað úr þeirri ferð var svo komið, að bankarnir séu hilla undir gengis- fellinguna og vildu ekki yfirfæra. Leið svo fram yfir gengisfall. Þá þurfti að senda leyfið suður til þess að fá viðbót vegna gengis- fallsins. Er leyfið nýlega komið úr þeirri reisu og nokkur von til að það fáist endanlega innleyst í bankanum áður en langt um líð- ur. Slík dæmi munu mörg. Er hægt að hugsa sér hlálegra fyrir- komulag en þetta? En fram til þessa hefur landstjórnin dauf- heyrzt við öllum kröfum um að leyfi séu afgreidd í hverjum landsfjórðungi. Þetta skipulag þykir af einhverjum ástæðum hentugra. Sumarið komið í gær brá til sunnanáttar og hlýviðris, eftir hina langvarandi norðaustanátt og kuldakast. 800 símtöl innifalin í afnotagjaldinu. Afnotagjaldið fyrir nýja símann verður 180 krónur á ársfjórðungi fyríf einkasíma, en 290 krónur fyrir verzlunarsíma, samkvæmt hinni nýju gjaldaskrá. Fyrir þetta afnotagjald mega menn tala inn- anbæjar 800 símtöl á ársfjórð- ungi, en verða að greiða 20 aura fyrir hvert samtal, sem fram yfir er. Sjálfvirka stöðin telur sam- tölin hjá hverju númeri. Á hinni nýju stöð verður lægsta númer 1000. Hækka öll númer um 1000. Símanúmer Dags er t. d. 166 nú, en verður 1166 o. s. frv. Fullkomnar vélar. Sjálfvirku símavélarnar eru smíðaðar af sænska firmanu L. M. Eriksen í Stokkhólmi. Er það sama firmað og smíðaði sjálfvirka kerfið í Reykjavík. Þetta firma er mjög þekkt og hefur orð fyrir vandaða framleiðslu. Símakerfi þess eru mjög útbreidd í Svíþjóð og Noregi og í fleiri löndum, að því er T. Haarde vei-kfræðingur skýrði frá. Er því full ástæða til þess að vænta þess að nýja stöðin hér reynist vel og vissulega mun hún verða til stórra þæginda fyr- ir bæjarbúa. | TÓMAS ÁRNASON I I Múljlutni) 1 gss krifstofa l [ Hafnarstræti 93, 4. Iiæð. i | Símar 443, G28. Gróandi jörð <i> (Framhald af 2. síðu). sjós og lan'ds — verður að víta harðlega. Ungt fólk þarf að fyll- ast hugsjónum, sem ræðst á og útilokar allan mannleysuhátt. Sú útilokun yrði brúin til vaxandi menningar og gengis þjóð- inni. Fólk með þær hugsjónir á að hafa orðið, í dag og á morgun. Það yrði vorkoma nýs tímabils, nýtt líf inn í þjóðar- sálina. í harðindunum síðastliðið var unnu bændur hér og búalið margt 18 tíma í sólarhring, dag eftir dag og viku eftir viku, til að bjarga lambfénu og öðru þvi, sem harðindin ætluðu um koll að keyra. Þetta blessað fólk sýndi hetjudáð, sem er vel þess verð að um sé getið. í þeim lcrafíi felst sú seigla, sem byggja má á bjóðarheill. iMimtiimiiiu* UK BÆ OG BYGGÐ Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 5 e. h. — P. S. Vinnustofusjóði Kristneshælis hefur borizt gjöf að Upphæð kr. 2500.00 til ríiinningar um Jóna- sínu Helgadóttur frá börnum hennar. Beztu þakkir. Jónas Rafnar. Dánardægnr. Á mánudaginn lézt hér í bænum Kristján Magn- ússon verkamaður, vel kynntur dugnaðarmaður. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Næsta sýningar á „Uppstigningu" verða á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Aðgöngumiðasala í Samkomuíiúsinu leikdagana kl. 2—4. Pöntunum veitt móttaka hjá Birni Sigmundssyni. Hjúskapur. Þann 30. f. m. voru gefin saman í Akureyrarkirkju Anton- Kristjánsson, skrifstofu- piáður hjá KEA, og Esther Jó- hannsdóttir. —- Heimili ungu hjónanna er að Þingvallastræti 32, Akureyri. Hjúskapur. 30. f. m. voru gef- in saman í hjónaband af séra Jakob Jónssyni í Reykjavík, ungfrú Nanna Nachtglaas og Snorri Snorrason, flugmaður, námsstjóra Sigfússonar. Frá Tóvinnuskólanum á i Sval- Harði. ;Ve|naðarnámskeið, byrjar um næstu helgi. „Hvassafell“ kom frá Cadiz á Spáni í gær óg hófst uppskipun á saltfarmi skipsins þegar. „Jörundur“ er nú í söluferð til Bretlands með ísfisk. Afli togbátanna hér fyrir Norð- urlandi hefur verið allgóður að undanförnu. Ferðaáætlun Ferðafélags Ak- ureyrar í sumar, er þannig: 7. maí: Gengið á Kerlingu. 29. maí: Hringférð suður um Eyjafiörð. 3.—4. júní: Gengið á Torfufells- hnjúk. 11. júní: Farið til Hríseyj- ar. 16. júní: Vegavinna í Arnar- staðatungum. 18. júní: Flugferð yfir Oskju, Brúaröræfi, Snæfell, Hornafjörð, Kirkjubæjarklaustur, um Vestmannaeyjar til Keflavík- ur. 24.-25. júní: Vegavinna í Arnarstaðatungum. 1.—2. júlí: Hólar—Siglufjörður. 7.—12. júlí: Þingvellir. 15.—16. júlí: Vega- vinna í Hafrárdal. 15.—19. júlí: Austurlandsferð. 22.—23. júlí: Vegavinna á Vatnahjalla. 28.—30. júní: Laugarfell. 4.—7. ágúst: Hvannalindir. 11.—14. ágúst: Laugafell—Vonarskarð. 18.—20. ágúst: Laugafell—Hofsjökull. 26. —27. ágúst: Út í Fjörðu. 2.—3. sept.: Laugafell—Gráni. 10. sept.: Hraunnsvatn. f Aðalfundur KantÖtukors Ák- ureyrar verður haldinn í kapellu Akureyrkirkju kl. 8.30 e. h. mið- ♦ikudaginn 10. maí. Sjónarhíæð. Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Allir velkomnir. 2Eskúlýðssamkoma næstk. laug- ardagskvöld kl. 8.30. Allt ungt fólk velkomið — og eldra líka. — Sæmuiid'ur G. Jóhannésson, > Hjálpræðisherinn, Strandg. 19B. Almennar samkomur. Föstudag og sunnudag kl. 8.30. Á sunnu- daginn stjórnar og talar unga fólkið, Söngur og hljóðfæraslátt- ur. Allir velkomnir. — Mánudag, 8. maí, kl. 4: Heimilasambandið (seinasti fundur). — Fyrir börn: Miðvikudag kl. 6: Kærleiks- bandið. Sunnudag kl. 2: Sunnu- daga skóli. Fíládelfía. Samkomur verða í Verzlunarmannahúsinu, Gránu- félagsgötu 9: Á fimmtudag 4. maí kl. 8.30 e. h., almenn samkoma. Á þeirri sarhkomu tala þær Kristín Sæmunds og Charlotte Rist. — Á sunnudag 7. maí: Sunnudaga- 'skóli kl. Í.3 Oe. h. (Skólaslit). Al- menn samkoma kl. 8.30 e. h. Söngúr og hljóðfæraleikur. Allir velkomnir. Samkomur í kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 8.30 e. h.: Fórnarsamkoma. — Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur og bænastund. Séra Jó- hann Hlíðar talar. Aílir velkomn- ir. Kvennadeild SlysaVarnafélags- ins á Akureyri hefur ákveðið að athuga möguleika á stofnun kvennadeildar í Ongulsstaða- hreppi, í þinghúsi hreppsins, þriðjudaginn 9. maí, kl. 2.30 e. h. Óskað eftir að konur mæti vel. Kvennadeild Slysavarnafélags Islands, Akureyri, heldur fund í Lóni, fimmtudaginn 4. maí kl. 8.30 e. h. — Mörg áríðandi múl á dag- ski’á. Einnig segja fulltrúar frétt- ir af Landsþinginu. Stjórnin. I. O. O. F. — 1315581/-* — O. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju, verður á sunnudaginn kemur (7. maí) kl. 10.30 f. h. — 7—13 ára börn í kirkjunni, en 5— 6 ára börn í kapellunni. Bekkjar- stjórar! Mætið kl. 10 f. h. — For- eldrar eru vinsamlega beðnir um að benda bönunum á þessa aug- lýsingu. St. Ísafold-Fjallkonan ’nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánud. 8. maí kl. 8.30. — Fundarefní: VeVnjuleg fundarstörf. — Inn- taka nýliða. — Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing og Umdæmis- stúkuþing. — Mælt með umboðs- mönnum. — Lesið stúkublaðið. Framsóknarvist. Síðasta Fram- sóknarvist að sinni er að Hótel KEA á sunnudagskvöldið kl. 8.30. Kollwitz-sýningin var fásótt Sýning á teikningum þýzku listakonunnar Kathe Kollwitz var í kirkjukapellunni hér í sl. viku. Þessi listakona, sem lézt í stríðs- lokin, er heimskunn fyrir teikn- ingar sínar og hefur sýning þessi farið víða um lönd og hvarvetna vakið mikla athygli. Sýningin í kapellunni hér var þvi miður fá- sótt. Alls sóttu hana á annað hundrað manns. Er illa farið að bæjarbúar skuli ekki hafa veitt henni meiri athygli. Þarna var ágæt list sýnd. Svona léleg að- sókn að ágætri sýningu getur orðið til þess að draga kjark úr listamönnum að koma hingað rrfeð listaverkasýningar í fram- tíðinni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.