Dagur - 04.05.1950, Blaðsíða 12

Dagur - 04.05.1950, Blaðsíða 12
12 Daguk Fimmtudaginn 4. maí 1950 Landsíminn stórhækkar þjónusfu- gjöld fyrirvara- og skýringarlaust Ríkisstofnun á varhugaverðri braut Sjálfvirka símstöðin tekur til starfa í júníbyrjun 1000 númer þegar seld - Uppsetningargjald nýrra síma 1100 krónur! Nú um mánaðamótin tilkynnti Landsíminn enn einu sinni stóra hækkun á gjaldskrá sinni fyrir- vara- og skýringalaust, eins og þessarar ríkisstofnunar er siður. Nemur hækkun þessi á annað hundrað prósent á einum lið, en annars yfirleitt 30—40%. Þessi nýja hækkun kemur sérlega illa og óréttlátlega niður á Akureyr- ingum með'því að hér stendur nú fyrir dyrum að taka í notkun nokkur hundruð nýja síma er sjálfvirka stöðin kemst í gang um næstk. mánaðamót. Hinir nýju símanotendur verða nú að greiða 1100 krónur í upp- setningargjald, í stað þess, sem ætlað var að það yrði um 700 kr. eins og í Reykjavík. Gjaldið var 440 krónur hér fyrir þessa breyt- ingu og nemur þessi hækkun því á annað hundrað prósent. Landsíminn mun útskýra hækkanir þessar með því að viðhalds- og efniskostnáður hafi stórhækkað. Þess ber þó að gæta, að efni til uppsetningar tækjanna hér er fyrir löngu komið og uppsett. Sýnist furðu- leg ósvífni að gera mönnum hér nú að greiða okurgjald fyrir uppsetningu tækja, sem þegar er að mestu lokið við að setja upp. Ríkisstofnun á hálum vegi. í augum leikmanna vekur það oft hina mestu furðu, hversu lítið samræmi virðist vera í stefnu ríkisvaldsins sjálfs, þ. e. ríkis- stjórnar og Alþingis, og sumra ríkisstofnana hins vegar. Þessi síðasta aðgerð Landsím- ans er gott dæmi um þetta. Ríkis- stjórnin og Alþingi hafa talið þjóðinni trú um að reynt yrði að sporna við öllum ónauðsynlegum verðhækkunum og vinna að því að aukning dýrtíðar yrði sem allra minnst.vegna hinnar nýju gengisskráningar. Á sama tíma, sem þessar yfirlýsingar eru látn- ar út ganga birtir ein ríkisstofn- un, sem annast veigamikla þjón- ustu fyrir almenning, tilskipun um stórkostlega verðhækkun á innlendri þjónustu. Erlend þjón- usta var áður hækkuð í verði, og var það raunar eðlileg hækkun. En ekki verður séð að þessi mikla hækkun á innlendri þjónustu nú þegar sé réttlætanleg, jafnvel þótt efnis- og viðhaldskostnaður sím- ans hækki vegna gengisfallsins. Dæmi um það er uppsetning símatækjanna hér á Akureyri, sem nú á að kosta 1100 krónur vegn þessarar tilskipunar, en reiknað hafði verið með að mundi kosti 700 kr. á símanotanda. Þessi þjónusta er þegar að verulegu leyti af hendi leyst og tækin upp- sett og það þegar fyrir gengisfell- inguna. Slíkur kostnaður getur ekki hækkað þegar í stað vegna gengisfalls með eðlilegum hætti. Hitt er annað mál, hvað ríkis- stofnanir og embættismenn þeirra ætla að þeir geti boðið almenn- ingi í skjóli einokunaraðstöðu sinnar og valda. Það er sannast sagna, að ríkis- stofnun þessi er þama komin út á hála braut og aðgerðir sem þess ar hljóta að hafa í för með sér varanlegt tjón fyrir þá yfirlýstu stefnu ríkisvaldsins að vinna gegn aukningu dýrtíðar. Það verður erfiður leikur fyrir valdamenn þjóðarinnar að koma til almenn- ings og brýna hann að krefjast ekki stórhækkaðs kaupgjalds vegna aukinna útgjalda . heimil- anna, þegar stofnanir ríkisins leyfa, sér að ganga á undan og gefa öllum yfirlýsingum og góð- um óskum þessara sömu valda- manna langt nef og hækka gjald- skrár fyrir almenna innanlands- þjónUstu svo gífurlega, að full- komna ósvífni má kalla. Mönnum er að vonum spurn: Er þetta háttalag samþykkt af ríkisstjórninni í heild? Eða eru ríkisstofnanir orðnar þau ríkí í ríkinu, að þær geti farið sínu fram, þvert ofan í hag þjóðarbú- skaparins í heild og almennt rétf- læti? Nýja gjaldskráin. Eftir nýju gjaldskránni kostar venjulegt samtal við Reykjavík 10 krónur, og ef að venju fer, og menn þurfa að fá sæmilega skjóta afgreiðslu, verða þeir að greiða 30 krónur fyrir hraðsamtal. Ligg- ur næni að ætla, að Landsíminn né nú kominn að því marki, að lögmálið um minnkándi afrakstur af slíkum ráðstöfunum taki að gera vart við sig. Aðrar hækkanir eru: Símtöl 25—100 km. kostuðu 3.50, kosta nú kr. 4,00. Símtöl 100—225 km. kostuðu 4.50, kosta nú kr. 6,00. Símtöl 225—350 km. kostuðu 6,00, kosta nú kr. 8,00. Símtöl 350 og yfir kostuðu 7—8 kr., kista nú kr. 10,00. Afnotagjald hér verður nú 180 kr. á ársfjórðungi fyrir einkasíma, var kr. 137,50. Verzlunar- og at- vinnusímaafgjald verður 290,00 kr. á ársfjórðungi, en var kr. 206,25. Símskeytagjöld og öll önnur þjónusta hækkar einnig að sama skapi. Norski sjávarútvegurinn pg blöðin Nýlega bauð norska sjávarút- vegsmálaráðuneytið 8 blaða- mönnum til Lofóten til þess að sjá þar með eigin augum fiskveiðarn- ar og kynna sér viðhorf sjó- manna og útgerðarmanna. Hafa ýtarlegar greinar um málefni sjávarútvegsins birzt í norskum blöðum eftir þessa för. í ándstöðu við Truraan Jaines Byrnes, fyrrv. utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn fram á svið stjómmál- anna á ný. Hefur hann boðið sig fram til fylkisstjóra í Georgíu. — Byrnes er í Demókrataflokknum, en fylgir Suðurríkjademókrötum að málum og er nú í andstöðu við Truman forseta. Ferðafélagið setur upp útsýnisskífu í Hamar- kotsklöppuin í ársriti Ferðafélags Akureyrar, „Ferðum“ er greint frá því að fé- lagið sé að láta setja upp útsýnis- skífu á Hamarkotsklöppum hér ofan við bæinn. Var skífan tilbú- in á sl. hausti og gerður undir hana fótstallur. Verður hún sett upp nú næstu daga. 1 þessu hefti „Ferða“ eru af- mælisljóð til Þorst. Þorsteinsson- ar, framkv.stj. félagsins, grein um vegagerð og húsabyggingu fé- lagsins eftir Þorst. Þorsteinsson, „Gleymd villa“, eftir Þormóð Sveinsson, þá er birt ferðaáætlun félagsins í sumar, mynd af útsýn- isskífunni o. fl. Bærinn kaupir jarðýtu Akureyrarbær hefur nú loks- ins fengið leyfi til að kaupa jarð- ýtu, 40 hestöfl að stærð. Kostar hún 120—130 þús. kr. og verður greidd með Marshall-fé. Þrjú SÍS-skip Jiér í vikuniti Þrjú flutningaskip á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga losa hér vörur í þessari viku. — „Hvassafell" var væntanlegt hingað beint frá Cadiz á Spáni með saltfarm í gær. Skipið losar mest allan farminn hér við Eyja- fjarðarhafnir. Norska skipið „Vardal“ er væntanlegt nú í vik- unni með kolafarm frá Stettin til KEA. Þá kemur enska skipið ,,Reykjanes“ hingað með sykur. Skipið flutti sykurfarm frá Pól- landi til SÍS og hefur að undan- förnu losað sunnanlands. Dagur átti í gær tal við Gunnar Schram símstjóra og T. Haarde símaverkfræðing imi sjálfvirku stöðina hér, en uppsetningu hennar er nú lokið fyrir nokkru og alllangt komið að setja nýju símatækin upp í húsum í bænum. Þeir skýrðu blaðinu svo frá, að nýja stöðin mundi taka til starfa hinn 3. júní næstk. Stöðin sjálf er þegar fullbúin og -nú er unnið að því að koma nýju síma- tækjunum fyrir og setja upp síma hjá nýjum símanotendum. í nýju stöðinni eru alls 1000 númer, en hér voru áður í notkun 660 núm- er. Þessi 1000 númer eru þegar seld og mUnu færri fá síma en vilja, enda þótt það sé dýrt spaug fyrir menn að panta sér síma nú. Samkvæmt hinni nýju gjaldskrá símans (sem er sérstaklega rædd annars staðar í blaðinu), verður uppsetningagjaldið 1100 krónur, en afnotagjaldið 180 krónur á ársfjórðungi. Þurfa menn því að snara út 1280 krónum jafnskjótt og síminn er uppsettur. Þeir, sem hafa síma nú, þurfa ekki að greiða sérstakt uppsetningargjald fyrir nýja símann. 1000 númera stækkun tæknilega auðveld. Er hin nýja 1000 númera sjálf- virka stöð tekur til starfa, verður Fiskimjölsvinnsla mun hefjast í Krossanesi nú upp úr helginni, að því er Hallgrímur Björnsson verksmiðjustjóri skýrði blaðinu frá í gær. Verksmiðjan hefur veitt móttöku tveimur togara- förnuun af vinnslufiski. „Sval- bakur“ landaði um 190 tonnum, en „Kaldbakur um 150 tonnum í fyrradag. Bæði skipin eru nú á veiðum. Verksmiðjustjórinn sagði að unnið mundi í vöktum og mundu um 15 menn á vakt. Afköst verk- smiðjunnar eru áætluð að geta orðið allt að 300 tonnum á sólar- hring, en ekki verður þó um það sagt með vissu fyrr en vinnsla er hafin og nokkur reynsla fengin. Erfiðleikar við löndun. Nokkrir erfiðleikar urðu á því að landa aflanum úr ,,Svalbak“ nú á dögunum með löndunar- tækjum verksmiðjunnar. Skipið hafði mikið af karfa og allstórum fiski og reyndist ekki unnt að landa honum með tækjunum. Var hún þegar of lítil fyrir bæinn. Ekki verður unnt að láta menn fá síma eftir þörfum, þar sem 1000 númerin eru þegar öll seld. Hins vegar er tæknilega auðvelt að stækka stöðina um 1000 númer, og eru húsakynni fyrir hendi fyr- ir slíka aukningu. Ekki mun þó ráðlegt að reikna með því að sú aukning verði gerð fljótlega. Hve- nær í þær framkvæmdir verður ráðist veltur á fjárhag símans, gjaldeyrisástæðum þjóðarinnar o. fl. Leiðbeiningar með nýju áhöldunum. Með nýju símatækjunum, sem nú er verið að setja upp, fylgir leiðbeiningai-miði, þar sem greint er frá því, hvemig menn eiga að tengja hina nýju síma er stöðin tekur til starfa. Landsíminn mun síðan láta taka gömlu tækin. — Gömlu símaborðin í stöðinni hér verða flutt til Reykjavíkur til viðgerðar og síðan verða þau væntanlega notuð úti um landið, þar sem þörfin er mest. Nú vinna 13 stúlkur á bæjai'símanum fyrir utan viðgerðarmenn. Á hinni nýju stöð munu vinna 2 vélaverð- ir. fyrir utan viðgerðarmenn og eftirlitsmenn. (Framhald á 11. síðu). horfið að því ráði að aka farmin- um í bílum frá Oddeyrartanga í Krossanes. Aftur á móti gekk greiðlega að landa afla Kaldbaks í fyrradag. Var það smærri fisk- ur. Unnið er nú að lagfæringu á löndunartækjunum, svo að þau geti hindrunarlaust landað fiski úr skipunum. Innan skamms verða állir Ak- ureyrartogararnir farnir að veiða fisk til vinnslu í Krossanesi. „Jör- undur“ er nú í Bretlandsferð, en mun hefja veiðar þegar eftir heimkomuna. Veruleg atvinnu- aukning er að þessum fram- kvæmdum öllum í bænum. Það hefur mikla þýðingu, að Krossa- nes tekur til starfa svo snemma árs, þá er og talsverð vinna við löndun fisksins, svo og við salt- fisk úr togurunum, en bezta hluta aflans salta skipsmenn um borð. Vonandi er að þessar fram- kvæmdir eigi eftir að reynast happasælar fyrir togaraútgerðina, Krossanes og bæjarfélagið í heild. Fiskmjölsviimsla hefst í Krossa- nesi upp úr helginni Tveir togarafarmar komnir á land

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.