Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 24. maí 1950 V élbátaútv eguriiin Fiðlu-konsert tmgfni Rúth Hermanns Þýðing bátaflotans. Meginhlutinn af útflutnings- tekjum íslendinga kemur fyrir afui'ðir bátaflotans. Á árinu 1948 nam útflutningur síldarafurða 134 millj. kr., þótt sumarsíldin brygðist. Það er að langmestu leyti vélbátaflotinn, sem aflar síldina. Saltfiskur var á þessu sama ári fluttur út'fyrir 31 rriillj. kr. og freðfiskur fyrir 64 millj. kr. Auk þessa var fluttur út ís- fiskur fyrir 90 millj. kr. á ái'inu 1948. Enda þótt mest af honum hafi verið flutt út af togurunum, munu vélbátar þó hafa aflað og flutt nokkuð til útlanda. Útflutningur bátaflotans eins á árinu 1948 nemur því talsvert á þriðja hundrað millj. króna. En heildarútflutningurinn þetta ár nam nærri 400 millj. kr. Þessár tölur sanna mjög glögg- lega þýðingu rekstrar bátaflot- ans fyrir þjóðina í heild. Þær kröfur, sem nú eru gerðar til lifn- aðai'hátta hérlendis, byggjast ein mitt mikið á öruggri gjaldeyris- framleiðslu. En sú staðre.vnd hlýtur að leiða til þess, að það verður að búa þannig að þeim at- vinnuvegi, sem aflar langmest af hinum dýrmæta gjaldeyri, að rekstur hans beri sig í meðal ár- ferði. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna við vélbáta. Vinna við vélbátaflotann er bæði erfið og hættuleg.. Varla líður sú vertíð, að bátur týnist ekki og fleiri menn farist. Hvern- ig ætli þjóðfélagið búi að ekkjum og aðstandendum? íslenzk veðr- átta er köld, hörð og ótrygg. Bát- arnir verða tíðum að sæta færis til að fira á sjó. Þeir fá oft stór- viðri við veiðar og óblíða heim- fylgd. Þá verða sjómenn að vinna dögum saman við ónógan og slitr ottan svefn og litla sem enga hvíld. En við vélbáta vinna einn- ig fjölmargir svonefndir land- vinnumenn. Á vertíðum byrja þeir eldsnet'ma á morgnana að beita lóðir. Síðan taka þeir á móti bátnum, þegar hann kemur af sjónum og gera að'aflanum. — Þegar afli er góður stendur vinn- an oft fram á nætur. En í vefinu hafast þessir menn við í húsa- kynnum, sem er þjóðinni, sem byggir stórt og veglegt fyrsta flokks leikhús í höfuðstað sínum, til vansæmdar og minnkunar. Þó munu verbúðir fara skán- andi. Kaup sjómanna og land- vinnumanna vélbátaflotans er misjafnt eftir aflabrögðum. Þó ef ekki ofsagt, að ef reiknuð væri tímavinna, eftii-vínna, nætur- vinna og helgidagavinna eftir taxta, myndi ,,hýran“ áreiðanlega verða miklu meiri en hún er að jafnaði. En aukin tækni, meiri hagnýting hráefna og almennari samtök, ásamt skilningi valdhaf- anna á þýðingu vélbátaútvegsins fyrir þjóðiná, á að gera það eftirsóknarverða og arðbæra atvinnu að vinna við vélbáta. Ráðstöfun fjármagnsins. Á undanförnum árum hefur allt of miklu fjármagni verið var- ið í að lána einstökum mönnum í Reykjavík fé til óarðbærrar starf semi. Bátaútvegurinn stendur nú mjög höllum fæti, jafnframt því sem hann aflar langmest af gjald- eyri þjóðarinnar. Frá því um 1930 til styrjaldarinnar var út- flutningsframleiðslan rekin með halla. Því ástandi fylgdi stöðvun, atvinnuleysi, verzlunarhöft og margs konar erfiðleikar. Á stríðsárunum bar útflutnings- framleiðslan sig mjög vel. Þetta sýnir einmitt, að ef útflutnings- framleiðslan ber sig vegnar þjóðinni vel, að svo miklu leyti, sem afkoma hennar er komin undir eigin ráðstöfunum. Nú verður, jafnframt því, sem fiskverð hækkar af völdum geng- islækkunar að beina meiru fjár- magni til þess að byggja upp og endurreisa fiskiþorpin kringum landið í stað uppbyggingar óhófs- húsa í Reykjavík. Það verður að byggja hlýjar og rúmgóðar ver- búðir í helztu verstöðvum lands- ins. Fiskiðjuver, til þess að full- vinna fiskinn þurfa að rísa víðar o. s. frv. M. ö. o. þarf .að tryggja, að það sé ábatasamara að vinna að undirstöðuatvinnuvegum þjóð arinnai', en fónýtum og óþörfum milliliðastörfum. Aukinn fiskiðnaður. Nýlega voru hérlendis á fercf bandarískir fiskiðnaðarsérfræð- ingar. Töldu þeir íslenzka fiskinn vpra betra hráefni til iðnaðar, en þann fisk, sem þeir hafa áður séð. Við íslendingar verðum.að gefa þessu gaum. Sérstaklega þó með tilliti til bátaflotans. Fiskurinn þolir illa langa geymslu. En vél- bátarnir flytja hann glænýjan og ferskan að landi, einmitt full- komlega tilbúinn til iðnaðar. Bátaflotinn er nægilega stór til að framleiða mjög mikið hráefni til vinnslu. Hvílíkir möguleikar hljóta að vera fólgnir í mjög auk- inni og bættri hagnýtíngu þessa dýrmæta hráefnis. Útvegsmenn eiga að hagnýta sér mótt samtakanna. Samtök samvinnumanna hafa gefið mjög góða raun hér ó landi. Bændur landsins eiga sjálfir þau tæki, sem þarf til að verka og vinna úr framleiðslunni. Á sðma hátt á fiskimannastéttin að sameinast. Fiskimenn eiga að koma upp iðnfyrirtækjum alls staðar kringum landið. Þeir eiga að hafa samtök um kaup allrar rekstrarvöru til útgerðai'innar. — Sjálfir eiga þeir að selja afla sinn úr landi að ötlu leyti, og annast alla flutninga saman. Milliliðirnir eru óþarfir. Þeir geta fundið sér annan stað, en að græða á fram- leiðslu og vinnu fiskimannastétA - arinnar. Það er mikið verkefni frarn- undan í þessum efnum, verkefni sem er þess vert, að því sé gaum- Amerískir ferðameim eyddu 700 millj. dollara í fyrra Skýrsla ameríska verzlunar- ráðuneytisins, sem birt var í apríl og gerð hefir verið að umræðu- efni í Norðurlandablöðum, sýnir, að amerískir túristar eyddu 700 milljónum dollara á árinu 1949. Af þessari upphæð hlutu Frakkar mest Evrópuþjóðanna, eða 50 milljónir dollara, en Bretar næst mest, 34 millj. dollara. Norðmenn fengu 5 millj. í sinn hlut og Danir 3,5 millj. dollara. Tekjur af ferða- mönnum eru álitlegur gjaldeyris- stofn í ýmsum Evrópulöndum. V iðskiptasamníngar Rússa og Spánverja? Fregnír eru á kreiki um við- skiptasamningaumleitanir Rússa og Francostjórnarinnar á Spáni. Skýrir fréttar. New York Times Madrid frá því nýlega, að þang- að séu komnir rússneskir fulltrú- ar til samningagerðarinnar. Til sölu: 6 kýr, 1 dráttarhestur, rakstrarvél og ný sláttu- vél. Giirtnar Jónsson. Sími 222. Lof tnet! Við tökum að okkur lagfær- ingar og uppsetningu á lol t- netum. Pantið í síma 6. Glerlím Járn og glervörudeild. Duftdreifarar og úðadælur nýkomið. Járn- og glervörudeild. Ný; heilfryst ÝSA Kjötbúð KEA ur gefinn og, að það sé unnið að fi-amgangi þess. T. A. Þessi listakona, sem hér hefur dvalið á vegum Tónlistarfélagsins og tónlistarskólans, hélt fiðlu- konsert í Nýja-Bíó þann 20. þ. m. með undirleik hins alkunna píanista og tónsnillings dr. Victor von Urbantshitsch, hins fórn- fúsa dugnaðarmanns, sem ef til vill hefur stuðlað meira að ís- lenzkri tónmenningu en nokkur íslendingur, og verður það að segjast, okkur til vel „forþéntr- ar“ minnkunar. Konsert þessi var hinn prýðilegasti í alla staði, sýndi listakonan hvort tveggja, tækni Og tjáningarhæfni á háu stigi. Kom hið fyrrnefnda kann- ske greínilegast í ljós í íþrótt hennar á Bachs „Adagio“ og fugu úr partita í G-moll, en jafnframt var það, að mínu áliti, mesta veil- an í konsertínum að vissu leyti. Þessi tónsmíð tilheyrir íþróttinni (tækninni) eingöngu og er því góð til síns brúks, eins og píanó- æfingar Czerny’s, og fleiri ágætra píanósnillinga. Enda þótt hér sé um meistaralegri handtök að ræða, og enda þótt Adólf Bush og fleiri fiðlusnillíngar hafi þreytt mann á þessari ofurfimlegu katt- arfláningu á sálarhliðinu í enn stærri stíl, á slík tónlist ekkert erindi inn á konserta, og þó allra sízt frá hendi listafólks af guðs náð, það hugsar með hjartanu, á að tala til hjartnanna og velji sér viðfangsefni á þeim forsendum. Og ungfrú Rúth Hermanns sýndi það ljóslega á umræddum kon- sert, að hún er ein af þeim út- völdu. Vil eg því til áréttingar vekja athygli á túlkun hennar á „Ciaccanna“ eftir Tamaso Vitali, ýmsa þætti úr Sónötu Beethov- ens, S. Rachmaninoff — R. Hermanns: Prelude og Dvórak Kreisler: Slafneskur dans, svo að eitthvað sé nefnt, sem listakonan túlkaði með slíkum ágætum, að á betra verður varla kosið. Hafi hún þökk fyrir konsertinn. — Þess skal getið, að aðsókn var sæmileg, þótt langtum betri mætti vera, og viðtökur hlust- enda ágætar, ekki sízt vegna þess, að sjaldan þessu vant var klapp- inu stillt í menningarlegt hóf. Hins vegar verður það sama varla sagt um blómaregnið, því að það var yfirdrifið, ekki svo að skilja, að listakonan ætti það ekki skil- ið, heldur vegna þess að allt óhóf missir marks. Á einum konsert eru, í flestu mtilfellum fjórir blómvendir helmingi áhrifameira virðingarmerki en átta eða níu og hefði eg fremur óskað, að dr. Urbantschitsch hefði fengið tveim ur blómvöndum fleira, af því að hann átti það skilið, en ekki af því að eg telji þá eftir listakon- unni. Um leið og eg votta Tónlistar- félaginu þakkir fyrir að hafa fengið þessa ágætu listakonu í bæinn og staðið bak við þennan konsert hennar, harma eg það stórlega ef svo skyldi fara, sem líkur standa til, að hún neyð- ist til að hverfa á brott. Það er sjálfsagt af íhugunarleysi hvað okkur er ágjarnt til að skjótast svona aldarfjórðung fram í tím- ann og horfa þaðan á athafnir eða athafnaleysi sjálfra okkar. Ef við gerðum okkur það að venju mundi margt í nútíðinni skipast á annan veg, m. a. það, að þá mundi listakonan Rúth Her- manns vera rúmlega miðaldra kona hér á Akureyri, elskuð og virt af öllum bæjarbúum fyrir mikið brautryðjenda- og menn- ingarstarf í þágu bæjarins. Og talin ein sú mesta happasending, sem hér hafi rekið á land. Akureyri, 22. maí 1950. Björgvin Guðmundsson. RITHÖFUNDAKVÖLD Nýstárleg kvöldskemmtun varmetur ekki skáld sín meir en á föstudagskvöldið að Hótel Norðurlandi, að tilhlutun kven- félagsins „Sóknar". Níu rithöf- undar héðan úr bænum lásu þar upp úr verkum sínum, tveir söngvarar sungu tvísöng og ein- söng og ung stúlka lék einleik á fiðlu. Ætli mætti, að svo margir unnendur fagurra lista væru í þessum bæ, að nægja mundi til að fylla húsið. En reynslan varð önnur. Skemmtun þessi var raunalega illa sótt. Vera má að einhverjir hafi sér til afsökunar vorannir. En svo mun því þó ekki verið farið með fjölda bæjarbúa. Þar að auki hefði það átt að vera nokkur hvatning að sækja skemmtun þessa, að ágóðinn af henni gelck óskiptur til sjúkra- hússins. En ekki var það hugmynd mín með línum þessum, að skýra að- eins frá tómlæti bæjarbúa í þessu efni eða gera upp á milli skáld- anna, sem þarna lásu upp. Held- ur hitt að benda á, að ef bærinn þarna kom fram, þá er það lítil hvatning fyrir þá til að yrkja ljóð eða rita sögur. Og í raun og veru væri eðlilegt að þessir menn flyttu miklu oftar skáldskap sinn á mannamótum í bænum en verið hefur. Þarna mátti heyra snilld- arkvæði, sem ekki eru kunn, og er það meira en það, sem lista- mannaþingið gerði, er það bauð þjóðinni upp á, að hlusta á upp- lestra úr prentuðum ritum, sem menn voru búnir að lesa áður og áttu í bókahillum heima. Það er lítið lokkandi við það. En annars var dagskrá kvölds- ins of löng og hefði mátt vera í tvær listamannavökur, ef við hefði Verið bætt túlkun nokkurra tónverka, eftir tónskáld bæjarins. En hugmyndin að þessari kvöldskemmtun var svo snjöll, að ástæða er til að efna til svipaðrar skemmtunar aftur, og hún hefur þó að minnsta kosti minnt okkur á, að við eigum skáld og rithðf- unda í þessum bæ. E. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.