Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 24. maí 1950
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Simi 166
Blaðið kemur út ú hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
JIS43S5S555S5S353355S3SS5SS5SSSSSSS53535S3SS3S5355S4
Togarakaupamálið í höndum
bæjarmanna
í ÞESSU BLAÐI er auglýstur hluthafafundur í
Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. til þess að ræða
hlutafjáraukningu í félaginu og kaup þriðja togar-
ans. í 'sl. viku afgreiddi bæjarstjórnin málið af
sinni hálfu. Hún ákvað að leggja fram helming
þess fjár, sem til kaupanna þarf, enda leggi Út-
gerðarfélagið fram hinn helminginn og verði eig-
andi togarans og sjái um rekstur hans eins og
hinna skipanna tveggja. Bæjarstjórnin hyggst afla
fjárins með niðurjöfnun á borgarana og lántöku
og vitaskuld kann svo að fara að afla verði alls
fjárins með niðurjöfnun. Menn gleyma því stund-
um, er þeir gera kröfur á hendur bæjarfélaginuum
þessar eða hinar aðgerðirnar, bæjarsjóður hefur
ekki nema eina handhæga leið til þess að afla fjár
til framkvæmda og það er að leggja hækkandi út-
svör og aukaútsvör á borgarana. Vill þá stundum
fara svo, að þeir sem hæst töluðu um fram-
kvæmdir, taka með minnstum gleðisvip á móti út-
svarsseðlinum. Enda þótt alltaf hljóti að orka tví-
mælis hvort bæjarfélög eigi að leggja fram fé í
áhætturekstur, meðan þau hafa ekki aðra trygg-
ingasjóði til að mæta áföllum en gjaldþol borgar-
anna, verður að viðurkennast að nauðsyn bar til
að afgreiða togarakaupamálið í einhverju því
formi, sem gert var á bæjarstjórnarfundinum í sl.
viku. Hér var um að ræða að halda opnum mögu-
leika bæjarins til þess að auka togaraútgerðina og
sæta þeim kjörum um kaup hinna nýju skipa, er
ríkið er að láta byggja, sem í boði verða þegar
á hólminn kemur. Hvernig þau mál ráðast endan-
lega, verður ekki séð nú, en ekki er ósennilegt að
ríkisheildin verði með einhverju móti að auðvelda
bæjarfélögum og útgerðarfyrirtækjum kjörin til
þess að gera bæjarfélögum og útgerðarfyrirtækj-
um mögulegt að eignast hin nýju skip og reka þau.
Virðist eðlilegt að Akureyri haldi opnum mögu-
leikum til þess að njóta slíkra aðgerða til jafns
við aðra, ef til kemur.
EN TOGARAKAUPAMÁLIÐ er nú í höndum
bæjarmanna sjálfra. Það er þeirra að ákveða,
hvort í þetta stóra fyrirtæki skuli ráðist eða ekki.
Bæjarstjórnin hefur ekki skorið úr um það. Hún
hefur sagt, að bæjarfélagið skuli leggja fram helm
ing fjár á móti Útgerðarfélaginu, og hún hefur til-
kynnt aukaniðurjöfnun til fjáröflunar. En það er
enn óvitað, hvort áhugi bæjarmanna fyrir málinu
er nægilega mikill til þess að gera framkvæmdir
mögulegar. Útgerðarfélagið þarf á 400—500 þús.
kr. að^halda nú innan tíðar til þess að geta lagt
fram nauðsynlegt fé til kaupanna að sínum hluta.
Til þess að afla þess fjár, þarf að auka hlutafé fé-
lagsins og það mál er á dagskrá hluthafafundarins,
sem haldinn verður á morgun. Þess er að vænta,
hluthafar félagsins, stórir og smáir, fjölmenni á
þennan fund. Framsóknin verður fyrsti mæli-
kvarðinn á áhuga bæjarmanna fyrir þessu máli,
þar næst undirtektir þeirra um að leggja fram
aukið hlutafé til félagsins. Að svo stöddu skal
engu spáð um hvernig þessu reiðir af, því að skoð-
anir munu skiptar um, hvort ráðlegt sé að kaupa
hin nýju, dýru skip, eins og nú horfir í markaðs-
og atvinnmálum landsmanna. Hitt dylzt þó engum,
að í þessu efni hefur Ak. enga
sérstöðu. Ef togarakaupin nýju
eiga rétt á sér á annað borð, eiga
þau það ekki síður hér. Það sann-
ar togaraútgerð sú, sem nú er
rekin héðan úr bænum. Það orð
er komið á þá útgerð, að hún hafi
verið sérlega vel og hagkvæmt
rekin, enda mun afkoma Akur-
eyrarskipanna betri en almennt
geiázt. Sú bábilja, að ekki sé
hægt að gera út togara frá Akur-
eyri, hefur verið kveðin niður
fyrir fullt og allt. Landsmenn sjá
nú, að Faxaflóahafnirnar eru
ekki betur fallnar til togaraút-
gerðar en ýmsar aðrar umhverfis
landið og hag þjóðarbúsins yrði
og vissulega ekki betur borgið
þótt öll hin nýju skip yrðu skráð
suður þar.
SUMUM BLÖÐUM hér í bæ
hefur verið gjarnt að ræða um
framfaraöfl og afturhald í sam-
bandi við þetta togarakaupamál.
Er nokkuð undarleg mælistika
lögð á þessi hugtök í þeim skrif-
um. Reynslan mun skera úr um
það á morgun, hversu djúpt
framfaraáhugi þessara skriffinna
ristir, er að því kemur að ein-
staklingar og> fyirrtæki þurfa að
leggja fram nýtt hlutafé til Út-
gerðarfélagsins. Það er vanda-
laust að rétta upp puttana á bæj-
arstjórnarfundi og samþykkja
þar að láta alla borgárana taka á
sig auknar byrðar. Slíkar handa-
uppréttingar eru næsta lítill
mælikvarði á umbótaáhuga
manna. Hitt verður lærdómsrík-
ara að sjá, hvort þeir, sem hæst
hafa galað um afturhald og fram-
faraöfl verða öðrum fremri að
skrá sig fyrir hlutafé. Hlutaféð er
hér afl þess, sem gera skal. Að-
eins með því að leggja fram fé,
geta bæjarmenn leyst þetta mál.
Það reynslupróf hefst á hluthafa-
fundinum á morgun.
FOKDREIFAR
Helgi Valtýsson skrifar blað-
inu:
„Reiðhestar og hestamenn eiga
það stundum til að „hlaupa upp“
og er það ekki talið að „fara á
kostum". Þykir þetta jafnan galli
á góðum grip.
Mér virðist því, að góðkunn-
ingi minn og sómadrengurinn Jó-
hannes Jónasson hefði átt að láta
sér nægja að lýsa yfir með hátíð-
legum alvörusvip, að: þar sem
hestamannafélagið Léttir hefir
„ráðið fyrir hestahirði mann, sem
er viðurkenrfdur ágætis hesta-
maður og hestahirðir af öllum,
sem til þekkja,“ þá geti lýsing H.
V. í „Degi“ 26. f. m. ekki átt við
neinn þessara hesta, — og látið
síðan eigendur óhreinu hestanna
svara fyrir sig sjálfa! — Þar með
hefði heiðri „Léttis“ og hreinlæti
átt að vera borgið í augum og
eyrum allr a— ókunnugra! Því að
þeir myndu óefað hafa tekið trú-
anlega hátíðlega yfirlýsingu
sjálfs ritara hestamannafélagsins
— engu síður en mannsins, sem
kallaði fram og sagðist ekki vera
heima, er eftir honum var spurt
— fyrst hann sagði það sjálfur!
En Akureyringum gæti svo
„Léttir“ boðið upp á að koma og
„skoða í kistuna sína“, þ. e. hina
glæsilegu litkvikmynd, sem fé-
lagið lét taka af „kattarslag“ sín-
um fyrir allmörgum árum. Þyrfti
þá eigi framar vitnanna við, þar
sem Hestamannafélagið Léttir
birtist þar í litklæðdri glæsi-
mennsku og hreinlæti, og væri
þar með „fleipur H. V.“ og ann-
arra slíkra kóna kveðið niður um
aldur og ævi!
Skora eg hér með á ritara
„Léttis“ að beita sér fyrir sýn-
ingu myndar þessarar opinber-
lega! Og sanni hún málstað hans,
sem víst má telja, skal eg við
sama tækifæri og á sama vett-
vangi biðja opinberlega fyrir-
gefningar á „fleipri mínu“ — og
hreinsa þannig allan hrossaskít
af Hestamannafélaginu Létti —
og Akureyrarbæ, þótt eg hefði
hvorugan þessara aðila í huga né
nefndi á nafn í smágrein minni í
„Degi“! — Tel eg þetta vel boðið
— og bíð nú kvikmyndarinnar —
með ugg og ótta!
MEÐ ÞESSUM athugasemd-
um ætti eiginlega að vera svarað
all-langri grein J. J. í „Degi“ 4.
þ. m. En þar sem allur fyrri hluti
hennar fjölyrðir mjög um margt
það, sem mér hvorki hafði til
hugar komið né sagt, verður ekki
hjá því komist. En það eru því
hans „draumar", en ekki mínir,
,,fleipur“ hans, en ekki mitt, er
hann ræðir um fóðrun hesta og
hirðingu hér í bæ, almennt og
yfirleitt, horaða reiðhesta o. fl.
En þá hef eg hvergi séð fremur
en hreinu hestana „Léttis“, — og
hljóta hvorir tveggja að vera vel
geymdir og vandlega í innsta bás
hesthúss „Létis“, — og þess
vegna hafði mér ekki dottið í hug
að minnast á þessi tvö sjaldgæfu
fyrirbrigði.
En Jóhannes minn góður: Mér
er spurn: Hver á þá óhreinu
reiðhestana, sem urðu mér að
yrkisefni fyrri hluta aprílmánað-
ar? — í undanfarin full 10 ór hef
eg árlega séð áþekk fyrirbrigði á
sama vettvangi og allvíðum, —
og í fyrsta skiptið, svo að mér
varð minniástætt: í litklæddum
kattarslag! — Og nú gat eg ekki
lengur þagað, er eg snemma vors
hafði séð milli 10 og 20 reiðhesta
af sama tagi á ferð og flugi um
götur bæjarins! — Og hvernig
getur Hestamannafélagið Léttir
horft upp á annað eins fyrirbæri
á sínum einka-vettvangi heilan
áratug, þar sem það óefað mun
af mörgum vera sett í eitthvert
samband við „Létti“ og varpa
með því skugga á hreinlæti og
hestmannlegt ágæti hins virðu-
lega Hestamannafélags! — Skyldi
ekki reynast hér sem oftar, að
glöggt er gestsaugað. Og fleiri
munu ganga um götur Akureyrar
með opin augu en H. V. — og
ósennilegt, að hann sé eini mað-
urinn, sem ekki gat lengur haldið
kjafti yfir ósómanum, sem hinir
virðast blindir fyrir!
Eg býst ekki við, að J. J. og
aðrir „Léttis“-menn þori að neita
því, að til sé á Akureyri og ná-
grenni „hið furðulega fyrirbæri11,
sem eg skýrði frá í smágrein
minni í „Degi“, því að ekki geta
þeir — almennt — verið svo
stjörnublindir, að þeir sjái ekki
né skilji, hvílíkur „sálarháski"
það er sæmd þeirra og hrossa-
mennsku allri að skjóta augum í
skjálg við „utanfélags-ósóma“
þessum, eða setja kíkinn fyrir
blinda augað — séu eigi bæði
jafnblind — og segjast ekkert sjá
né grilla!
Það var auðvitað hrapalleg
slysni, að mér skyldi ekki hlotn-
ast sú „hugdetta“ að spyrja
„Létti“ um leyfi til að skýra frá
því„ sem fyrir augun bar á al-
mannafæri! En því miður datt
mér hvorki „Léttir“ í hug né sá
eg hreinu hestana hans og vel-
(Framhald á 5. síðu).
My sa er til margra hluta
nytsamleg
Hvað er mysa?
Mörgum þykir mysa góð til drykkjar, og aðrir
nota hana til að geyma í henni súrmat af ýmsu tagi,
en ekki veit eg, hvort nokkur kona hér á landi
hefur nokkru sinni notað hana sem fægilög eða
þvottaefni.
Það er til tvenns konar mysa. í fyrsta lagi er um
að ræða hina svonefndu skyrmysu, sem er affalls-
afurð skyrsins. Þessi mysa er nær eingöngu notuð
til þess að geyma í súrmat eða súrsá í mat. í öðru
lagi er um að ræða affall frá osti, ostamysu, sem
gerður er úr mysuostur og notuð er til fóðurs, að-
allega handa svínum. í báðum þessum mysutegund-
um er mjólkursýra og töluvert af sykur- og stein-
efnum. Þetta á þó aðallega við um ostamysuna, sem
er miklu verðmætari sökum þess að hún inniheld-
ur meira af þessum efnum, heldur en hin.
Mysa í stað fægilögs.
Einhverjum kann að finnast það furðu einkenni-
legt, að tala um mysu og fægilög í sömu andránni,
en það er alls ekki eins fráleitt og það lítur út
fyrir í fyrstu. Til sveita í Danmörku er það algeng
venja, að mysan sé notuð í stað fægilögs, og það var
dönsk kona, er kenndi mér. Mysan er notuð á þann
hátt, að munir þeir, sem fægja á (eir og kopar) eru
lagðir í mysu-bað og látið fljóta vel yfir þá. Þannig
eru þeir látnir liggja í bleyti yfir nótt eða ámóta
langan tíma. Að því loknu eru hlutirnir teknir upp
úr baðinu, skolað af þeim með heitu vatni, þurrk-
aðir vel og gljáfægðir með hreinum klút og dag-
blaðapappir síðast. Mjólkursýran í mysunni hefur
hreinsandi áhrif á málminn og öskubakkarnir, eða
hvað annað af eir- og koparmunum, sem þannig er
farið með, verður skínandi fagurt, eins og eftir
bezta fægilög. Gæta ber þess, að leggja ekki í bleyti
í þvottabölum eða ílátum úr svipuðum málmteg-
undum, því að mysan vinnur á málminum, þegar
hún stendur svona lengi. Bezt er að nota tré- eða
glerílát, eða ílát, sem eru með sterkri húð.
Mysa sem þvottaefni.
Annað kenndi þessi góða kona mér, og það var að
nota mysu til að þvo úr viðkvæmar flíkur, sérstak-
lega þær, sem hætt er við að haldi ekki lit sínum
við venjulegan þvott. Notaðir eru 2/3 hlutar
mysu og 1/3 hluti heitt vatn, sem er blandað saman.
Blandan á að vera vel volg, og er hin óhreina flík
lögð í hana og látin liggja þar nokkra stund. Það
fer nokkuð eftir því, hve óhrein flíkin hefur verið,
hve lengi hún er höfð i mysunni, eða frá 15 mín. til
1 klst. Flíkin er ekki núin, en í þess stað gutlað með
hana fram og aftur og hún kreist. Að lokum er hún
skoluð úr hreinu og heitu vatni. Ullarflíkur eru
einnig þvegnar á þennan hátt og yfirleitt allt, sem
er viðkvæmt og þolir illa sápuþvott.
Skyrmysa á boðstólum.
Mysa sú, sem hægt er að kaupa í mjólkursam-
lögum, er einvörðungu skyrmysa. Ostamysan er,
eins og áður var sagt, notuð til ostagerðar og til
fóðurs, og því ekki seld, en skyrmysan er á boð-
stólum, eins og hver vill hafa. Báðar mysutegund-
irnar munu góðar til þess, sem hér hefur verið rætt
um, þótt ostamysan sé verðmætari sökum þess,
hve mikið er af sykur- og steinefnum í henni.
Mjólkursamlagsstjórinn hér, Jónas Kristjánsson,
sem stundaði nám í Danmörku, og dvaldi þar lengi,
segir, að hann hafi einnig vitað til þess þar í landg
að notaðar væru súrar áfir til þess að fægja upp úr.
Þegar fægilögur er illfáanlegur, eins og nú, getur
verið gott að grípa til mysunnar, og eg sendi því
þetta húsráð dönsku sveitakvennanna áleiðis til
þeirra, sem vilja reyna það. P.
Kvennadálkur dags óskar lesendum sínum góðrar
og gleðilegrar hvítasunnuhátíðar.