Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 24. maí 1950 D A G U K 5 - Ræll við bandarfsku sérlræðingana ÍÞRÓTTIR (Framhald af 1. síðu). lendingar væru númer eitt á markaðinum, en kæmu ekki á eftir Norðmönnum, Nýfundna- landsmönnum, Kanadamönnum og öðrum keppinautum. Eins og nú standa sakir, sagði Mr. Cooley, verður að segja eins og er, að íslenzka framleiðslan, sem á boðstólum er í Bandaríkj- unum, stendur að baki vöru Norðmanna og Nýfundnalands- manna. Það er húsmóðirin, sem gerir innkaupin. Það er hún, sem ræður því, hvort varan selzt eða ekki. Þegar húsmóðirin fer til matarkaupa á hina stóru ,,super- markets“, sem selja mikið af neyzluvarningi fólksins, tekur hún þann fiskpakkann, sem í hennar augum er fallegastur álit- um, hentugastur að stærð. Reyn- ist vörugæðin eins og vonir stóðu til, kaupir hún sams konar pakka næst er hún þarf á fiski að halda, Og hún vill gjarnan hafa nokkurt úrval. Það er misskilningur að halda, að bandarískar húsmæður vilji endilega fá í matinn sams konar fisk og íslenzkum hús- mæðrum þykir beztur. Þótt ís- lendingum þyki kax-fi allt að því óætur, þykir hann lostæti í Bandaríkjunum. Hraðfryst karfa flök, rétt meðfarin og pökkuð, eru auðseljanleg vara. Ysa, stein- bítur, lúða o. fl fisktegundir eiga vísan mai-kað og gott verð, ef rétt er að fai'ið. Og þannig mætti lengi telja. Hráefnið er fyrsta flokks. Mr. Cooley sér ótal möguleika fyrir íslendinga að koma fiskaf- urðum sínum í gott verð í Banda I'íkjunum, en til þess að svo megi verða þai-f verulega breytingu í fiskiðnaðinum hér að hans áliti. Hann leggur áherzlu á, að undir- staðan sé fyrir hendi, traust og örugg. Það er hráefnið. Bæði Mr. Cooley og Mr. Chiaccio leggja á það séi'staka áherzlu, að fiskur- inn, sem þeir hafa séð koma upp úr bátum og togurum hér við land, sé miklu fallegri og glæsi- legri vax-a en Nýfundnalands- menn, Kanadamenn og Banda- ríkjamenn di-aga að landi. Fisk- urinn er ferskur, er hann kemur að landi, feitur og bústinn. Þorsk urinn, sem Nýfundnalandsmenn hraðfrysta, er þunnur og magur, hér er hann þykkur og feitur, allt önnur vara segja þeir báðir. Eng- in þjóð í víðri veröld hefur aðra eins möguleika til þess að bjóða aðra eins vöru. En þá er það meðferðin í landi. Það er þai', sem skórinn kreppir. Allvíða Herbergi óskast strax í miðbænum. Afgr. vísar á. Lítið herbergi óskast sem næst miðbænum. Afgr. vísar á. skortir á, að hraðfi'ystihúsin séu búin eins góður tækjum og fi'ek- ast verður á kosið. Þau eru yfir- leitt smá og æði oft er húsakost- urinn ófullkominn. Sunnan lands t. d., eru stai-fandi mörg lítil hús í sömu verstöðinni. Ur þeim hús- um mætti gera eina fyrsta flokks hraðfrystistöð, segir Mr. Cooley, nýta bezta vélakostinn úr þeim öllum og skapa skilyi-ði til fyrsta flokks framleiðslu. Þá eru það vinnubi'ögðin. Þeir telja mjög æskilegt, að hægt sé að skapa meiri festu í þessum iðnaði,( þannig, að húsin starfi ekki að- eins hluta af árinu, heldur allt árið, og vinni þær fisktegundir, sem helzt veiðast á hverri árstíð. Með því móti mundi skapast miklu meii'i festa í vinnubrögð- unum, starfsfólkið mundi læi'a stöx-fin í stao þess sem nú er, að skipt er um starfsfólk að veru< legu leyti á hvei’ju starfstímabili Til þess að hægt sé að koma máh unum í þetta horf, þarf vita- skuld miklu fjölbreyttari fram- leiðslu en nú er, vinna ekki að- eins þorsk og ýsu, heldur kai'fa, lúðu, steinbít, skelfisk, humar, krabba, og jafnvel vatnafiska. — Fyrir allar þessar tegundir er mai'kaður og miklu fleiri. Eins og nú standa sakir moka sjómenn- irnir krabbanum í sjóinn, ekkert er gert til þess að veiða humar, en þó mun gnægð af honum við landið, skelfiskur er ekkert nýttur, karfi þykir ekki manna- matur á íslandi og ekki sumar hinar tegundirnar heldur eins og t. d. smokkfiskur. En íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, hvort þessi eða hinn fiskur- inn sé góður til átu eða ekki, svo lengi, sem þeir ætla ekki að boi'ða hann sjálfir. Aðalatriðið er að öðrum þjóðum þyki hann góður til átu og vilji boi-ga gott verð fyrir hann. Betri hagnýting vinnuaflsins. Hinum bandarísku sérfræðing- um þykir skorta verulega á það að vinnuaflið sé hagnýtt á hag- kvæman hátt og að íslendingar meðhöndli fiskinn ævinlega eins og hann á skilið, þ. e. sem dýx'mæt fæðutegund. Hvenær mundi ykk- ur detta í hug, að vaða á stígvél- um innan um kjötskrokka? En ekki þykir tiltökumál, þótt menn ösli innan um fiskhrúgur eða fleygi fiski á óhrein vinnugólf. Þessu viðhox-fi þarf að bi’eyta. Það mundi auka vöruvöndunina og vörugæðin. Mr. Cooley þóttist hafa orðið þess var, að íslending- ar bæru takmarkaða virðingu fyrir baki vei'kamannsins. Hvers vegna fleygið þið fiskinum alltaf á gólf vinnuplássins og látið vei'kamennina bogra við að sækja hann þangað til hausunar og inn- anúrtektar, þegar augljóst er, að verkið mundi miklu léttara með því að láta fiskinn í upphafi á vinnuborð? Og hi'einlætið mundi miklu meii'a með því móti. Mjög víða er hagnýtingu vinnuafls og véla , ábótavant. Vinnan er stór liður framleiðslukostnaðar og það veltur á miklu fyrir framleiðend- ur að halda framleiðslukostnað- inum í horfi. Með bættu skipulagi er víða hægt að bæta afköstin og gera framteiðslukostnaðinn hóflegan. Þi'jú aukaskref, sem verkamaður við vinnu, þai'f að stíga á klukku- stund, verða orðnar mílur að ári liðnu, og slíkt kostar peninga. Níu krónur af hverjum tíu frá sjávarútveginum. Útflutningsskýrslur íslands frá síðustu árum sýna, að rösklega 90% af útflutningsvei'ðmæti landsmanna kom frá sjávarútveg- inum. Þótt sjávarútvegurinn eigi vafalaust mikla og glæsilega fi'amtíð fyrir sér, dylst það samt ekki, að það er hættulegt fyx’ir þjóðina að vera svo háð einni at- vinnugrein. Telja hinir banda- rísku séi-fræðingar því mikils um vex't, að áhei-zla sé lögð á aukna fjölbreytni atvinnulífsins, og þeir virðast þeirrar skoðunar, að ís- land hefði mai-ga og mikla mögu- leika upp á að bjóða. Mr. Cooley sagði t. d., að hann hefði víða far- ið, en sjaldan séð meii'i náttúru- fegui'ð en hér. ísland væri að sín- um dómi ákjósanlegt land fyi'ir skemmtifei'ðamenn. Þar væru faldir möguleikar til verulegrar gjaldeyrisöflunar. í annan stað kvaðst hann hafa sannfrétt, að ýmis efni væru hér til í stórum stíl, sem hagnýta mætti til iðnað- ar, svo sem ágætur leir til leir- vörugerðar, einkum nú, er horf- ur væru á því að raforka til iðn- aðar mundi vei’ða nægileg innan skamms. Og svo mætti lengi telja. Fallegt í Eyjafirði. Þessum góðu gestum þótti fal- legt um að litast hér í Eyjafirði, og þeim leizt vel á þau fyrirtæki, sem þeir skoðuðu, þótt þeir bentu á sitt hvað, sem þeir töldu að bet- ur mætti fara. En allar þær á- bendingar voru gex-ðar af góðum hug og með þeirri ósk, að með þeim hætti gætu fyrirtækin not- azt betur og oi'ðið til meii-i upp- lyftingar fyrir athafnalífið og fólkið, sem hér býr. Mr. Cooley og félagar hans eru nú um það bil að hvex-fa af landi burt. Þess er að vænta, að for- ustumenn sjávarútvegsins taki til rækilegi’ar athugunar þau atriði, sem hann mun einkum leggja á- herzlu á í skýrslu sinni. Oruggur mai'kaður fyrir fiskafurðir í auð- ugasta landi heims, Bandaríkjun- um, ætti að vera keppikefli lands- manna á næstu árum. Til þess þarf verulegt átak hér heima fyr- ir í aukinni vöruvöndun, aukinni fjölbreytni framleiðslunnar, betri hagnýtingu vinnuaflsins, en það þarf líka nýtt átak vestur á mark- aðinum sjálfum, mikið starf ti, þess að koma íslenzkum fiskaf- urðum í efsta sess. Til þess þarf sennilega að taka upp annað og betra skipulag á söluaðferðum og gera útflutninginn fi'jálsari en nú er, en það er önnur saga og verð- ur ekki rædd hér. Hraðkeppni í knattspyrnu var háð á Þórsvellinum s. 1. miðvikudagskvöld. Þrjú félög tóku þátt í keppninni: Þór, K.A. og í. M. A. Þór hafði ennþá heppnina með sér í útdi'ætti. Fyi'st skyldu K.A. og 1. M. A. keppa og það félag sem sigraði átti svo að leika úr- slitaleikinn við Þór. Hálfleikur var 20 mín.- í öllum leikjunum. K. A. — í. M. A. 3 :1. Á fyi'stu mínútum fékk Í.M.A. gullvægt tækifæri til að skora, en þó tókst að koma knettinum yfir markið. En fljótlega hóf K.A. sókn, sem endaði í netinu, eftir þrumuskot frá Júlíusi. Litlu seinna jafnaði Í.M. A. Virtist sól- in hafa blindað markmann K.A., svo að hann sá ekki knötlinn, sem rann fremur hægt í markið. Fyrri hálfleikur endaði 1 : 1. Seinni hálfleikinn átti K. A. að mestu. Leikmenn í. M. A. voru mun ójafnari og þrekminni. Hálfleikinn vann K. A. 2 : 0. Þór : K .A. 2 : 0. Eftir fyrri leikinn fengu K. A,- menn 10 mín. til að hvíla sig, en síðan byrjaði seinni leikurinn, Þessi leikur var mun betri en sá JFyrri. Örlaði oft á samspili. Þó voru háu og löngu boltarnir allt of mai'gir; Einnig bar allmik- ið á því, að leikmenn höfðu ekki fullt vald á knettinum. Bendir það til fremur lítillar æfingar hjá knattspyrnumönnum almennt. Þór virtist hafa yfirhöndina og fengu þeir nokkur tækifæri við mai'k. Hins vegar komst mark Þórs aldrei í neina hættu þenna hálfleik. Þegar nokkuð var liðið af leik skoi-aði Jóh. Egilsson með snöggu og laglegu skoti í neðra hornið. Endaði hálfleikur 1: 0 Þór í vil. Seinni hálfleikur var jafnai'i, enda hafði nú K. A. undan sól og vindi að sækja. Vörn Þórs vh’tist mjög föst fyi-ir og örugg. Eftir vel skipulagt upphlaup var skorað annað mark fyrir Þór og endaði leikurinn þannig. Þessi fyrsta knattspyi'nukeppni sumarsins sýnir, að mai'gir góð- ir knattspyrnumenn eru hér í bænum. Séi'staklega munu mai'g- ir ungir piltar vera efnilegir. Má vænta góðra leikja í sumar. Völl- urinn var ekki beti'i en það, að hann háði góði'i knattmeðferð og þyrfti hann að vera betur valtað- ur. Dómari var Jakob Gíslason og dæmdi hann báta leikina vel. Handknattleiksráð í. B. A. sá um mótið. Frjálsíþróttamót K. A. hefur staðið yfir undanfarna daga. Árangrar mega teljast mjög sæmilegir svo snemma sumars. Nýr félagi, Haraldur Jóhannsson, hefur vakið athygli fyrir góða árangra og fjölhæfni. Helztu úr- slit: 100 m. hlaup: 1. Haraldur Jó- hannsson 11,7 sek., meðvindur. 200 metra hlaup: 1. Haraldur Jóhannsson 24,7 sek., meðv. 400 m. hlaup: Hreiðar Jónsson 58,6 sek. Langstökk: 1. Haraldur Jó- hannsson 5,94 m. Þrístökk: 1. Hai'aldur Jóhanns- son 13,16 m., jafnt meti. Stöng: Jón Steinbei-gsson 2,83 m. Kringlukast: 1. Hai-aldur Jó- hannsson 32,75 m. Spjóthkast: Agnar Tómasson 49,10 m. Kúluvai-p: Guðm. Örn Ái-nason 10,65 m. Fimmtai'þraut, drengja: 1. Hi-eiðar Jónsson 1874 stig. Kúluvarp kvenna: 1. Anna Sveinbjarnai'dóttir 9,25 m. Nýtt íslandsmet, en kúlan reyndist of létt. Langstökk kvenna: 1. Ásdís Kai'lsdóttir 4,18 m. - Fokdreifar (Framhald af 4 .síðu). hirtu á umræddum vettvangi! En nú hefur vinur J. J. bætt úr þessari „forsóman“ minni og sagt allt það, sem eg hvorki sá né hugsaði, og „svo ekki meir um það“! — En síðan krefst hann þess, að eg auglýsi þennan eina hrossahirðumann, sem kunningi minn einn kvaðst þekkja hér í bæ. Að vísu var eg ekki svo for- vitinn, að eg spyrði: „Hver er maðurinn?“ en af grein J. J. í „Degi“ er augljóst, að þetta hlýt- ur að vera hinn stórágæti hrossa- hii'ðir „Léttis"! Virðist mér því, að hestamannafél. megi vel við una, er farið hefur verið svo lof- samlegum orðum um fulltrúa þess og trúnaðarmanna! Enda er það að vei'ðleikum: — Setjum svo að þessi mæti mann hirði 30 —40 hesta fyrir „Létti“ — og fer a. m. k. ein klukkustund í dag- lega hirðu hvers reiðhest, svo að sæmilegt sé, — verður þá öllum skiljanlegt, að „drjúgur verður síðasti áfangi“ hrossahirðis „Létt is“ í skammdeginu! — Er því slíkum afrekum aldrei um of á lofti haldið! AÐ LOKUM aðeins þetta: Það vill svo furðulega til, J. J. vinur, að eg hefi raunverulega komið harla nærri hestahirðingu sjálf- ur, en þó í enn nánari kynni við pi'ýðishii'ðingu, sem ungur landi lærði erlendis, er hann daglega varð að kemba, bui'sta og nudda tvo púlshesta húsbónda síns á aði-a klukkustund á hverjum moi'gni, áður en hann fór út með þá til vinnu í vetrarkuldanum. Enda gljáðu þeir þá og glóðu eins og „Léttis“-gæðingur um hásum- ar, er móðir náttúra hefur tekið að sér hestahii'ðinguna! — En hér heima virðast þið hestamennirnir almennt ekki gera greinanmm á eldi reiðhesta og hirðingu! — Þar liggur ykkar „hundur grafinn", að því er virðist í oi'ði og vei'ki, og læt eg svo útrætt um það atriði máls! Ef hið virðulega Hestamanna- félag „Léttix-“, sem eg á ekkei't sökótt við, lætur sér nægja þessa gi'einai'gerð mína, heiti eg því að loka mínum kjafti um mál þetta. En eg vona innilega, að „Léttir“ sjálfur hafi af umræðum þessum fengið þann ginklofa, að hann loki ekki sínum, fyrr en allir óhreinir reiðhestar eru hreinsaðir úr götum Akureyrar á öllum tímum árs! Hefir þá „Léttir“ unnið þarft verk og þakkarvert, og H. V. ekki steytt kjaft til einskis. Og komið þið nú með kvik- myndina!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.