Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 24.05.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 24. maí 1950 Ferðafélagið hefur seff upp útsýnisskífu á Hamarkotsklöppum Skemmtileg dægradvöl fyrir bæjarmenn og ferðamenn Ferðafélag Akureyrar hefur nú sett upp útsýnisskífu nyrst og vestast á Hamarkotsklöppum, en klappimar eru nefndar eftir Ham- arkoti, sem var hjáleiga frá Stóra-Eyrarlandi að því Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins skýrir blaðinu frá. Er þessa býlis fyrst getið í ritum á 17. öld. Voru þá tvær hjáleigur frá Stóra-Eyrarlandi, Hamarkot og Barð. Ferðaskrifsfofan efnir fil hópferðar í Þjóðleikhúsið um hvítasunnuna Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi í dag Bærinn Hamarkot stóð þar sem húsið Staðarhóll er nú (vestur af Hamarstíg). Býlið fór í eyði 1915. Klappirnar norður frá bænum, og annar klappahryggur nokkru austar, hétu Hamarkotsklappir. En milli klappahryggjanna var mýrasund og mótekja í því, bæði norðarlega (vestur af húsinu nr. 43 við Brekkugötu) og einnig vestur af Hamarkotsbænum. Skífan. Nyrst á austari klapparhryggn- um stendur útsýnisskífan. Á hana eru letruð 18 bæjanöfn og 30 ör- nefni annarra staða, sem til sést frá fótstalli hennar. Er miðunar- tæki á skífunni og með stuðningi þess er hægt að þekkja alla þá 48 staði, sem nafngreindir eru. Einn- Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri laug- ardaginn 20. maí sl. Á þinginu mættu 26 félagar Umdæmisstúk- unnar og voru 15 af þeim kjörnir fulltrúar. Eiríkur Sigurðsson Umdæmistemplar gaf skýrslu um störf framkvæmdanefndar á liðnu ári og hag Reglunnar í umdæminu. Framkvæmdanefnd- in hafði haldið útbreiðslufundi síðastliðinn vetur á Skagaströnd, Dalvík og Akureyri. Auk þess hafði hún heimsótt barnastúkur í nágrenninu. Þá heimsótti Jón Hjartar, regluboði Stórstúkunn- ar, flestar stúkur í umdæminu og flutti erindi í skólum. Hann stofnaði stúkuna „Höfðaborg“ nr. 267 á Skagaströnd og telur hún nú 33 félaga. Æðsti templar stúk- unnar er Kristinn Ásgrímsson. — Þá var stofnuð barnastúkan „Leiðarstjarnan" nr. 136 með 58 félögum á Dalvík að tilhlutun framkvæmdanefndar. Gæzlumað ur hennar er Freyja Antonsdótt- ir. Stórgæzlumaður unglinga- starfs, Þóra Jónsdóttir, hefur einnig heimsótt allmargar barna- stúkur í umdæminu á liðnum vetri. Félagar í 6 undirstúkum eru nú 706 og var fremur dauft starf í flestum þeirra í vetur. Bjarni Halldórsson, umdæmis- gæzlumaður ungtemplara, gaf skýrslu um störf barnastúknanna í umdæminu. Eru nú starfandi í umdæminu 13 barnastúkur mað ig eru nöfn eyktanna, talið frá miðnætti. Ótta kl. 3, rismál kl. 6, dagmál kl. 9, hádegi kl. 12, mið- mundi kl. 13.30 miðdagur kl. 14, nón kl. 15, miðaftán kl. 18, mið- nætti kl. 24. Þá er á skífunni hnattstaða Akureyrar. Það var Árni Jóhannsson, fyrr- verandi formaður F. A., sem átti tillöguna að uppsetningu slíkrar útsýnisskífu, en Sigui'jón Rist gerði teikningu af henni og fékk hana gerða í Noregi. Síðan skífan var sett upp, hefir fjöldi fólks skoðað hana og glöggvað sig á örnefnunum hér nærlendis. Hefur þetta framtak Ferðafélagsins verulega þýðingu fyrir staðfræðikunnáttu bæjar- manna og er auk þess skemmti- leg dægradvöl fyrir ferðamenn. samtals 1573 félögum og var starf í mörgum þeirra mjög gott á síð- astliðnum vetri. í framkvæmdanefnd hlutu kosningu: U. Templar Eiríkur Sigurðsson, — U. kanzlari Hannes J. Magn- ússon. — U. Varatemplar Jónína Steinþórsdóttir. — U. Ritari Jón J. Þorsteinsson. — U. Gjaldkeri Ólafur Daníelsson. — U. Gæzlu- maður ungt. Bjarni Halldórsson. — U. Gæzlumaður löggjafarstarfs Jón Kristinsson. — U. fræðslum. Kristján S. Sigurðsson. — U. Kapellán Stefán Ág. Kristjáns- son. — U. fregnr. Guðmundur Mikaelsson. — Fyrrv. U. Templ- ar Jóhann Þorvaldsson. Mælt var með Brynleifi Tobi- assyni sem umboðsmanni Stór- templars. Fulltrúar á Stórstúku- þing voru kosnir: Eiríkur Sig- urðsson og Jón J. Þorsteinsson. Á þinginu voru mjög fjörugar umræður um framtíðarstarf Reglunnar og eflingu bindindis- starfsemi. Það vakti almenna ánægju, að Stórstúkan gengst fyrir námskeiði fyrir templara að Jaðri í sumar. í umræðunum kom fram áhugi fyrir norðlenzku bindindismannamóti á næsta sumri. Einnig var rætt um fjórð- ungsmót ungtemplara. Á þinginu ríkti mikill áhugi fyrir framgangi Reglunnar og efling bindindis- málsins. Skátar á verði við álftarhreiðrið! í fyrrinótt vöktu skátar við álftarhreiðrið við andapollinn til þess að forða því, að rottur eyði- legðu þau tvö egg, sem óskemmd eru í hreiðrinu og álftin liggur á. Hafa rotturnar þegar grandað nokkrum eggjum. Munu þær hafa grafið sér göng undir hreiðr- ið og þannig komist að eggjunum. Með þessari vörzlu hyggjast skát- arnir tryggja það, að álftin geti ungað út og er framtak þeirra lofsvert. Vísitalan nýja 105 stig Nýja vísitalan var birt nú um helgina og er 105 stig, miðað við 100 stig er gengisfellingarlögin tóku gildi. í lögunum er svo ákveðið, að kauþ skuli hækka eða lækka ef vísitalan sýnir minnst 5 stiga breytingu í mánuði. „Uppstigning“ sýnd 10 sinnum við ágæta aðsókn Á sunnudagskvöldið var síðasta sýning Leinkfélags Akureyrar á „Uppstigningu" eftir Sigurð Nor- dal. Var þá lokið 10 sýningum á leikritinu. Frumsýning var 29. apríl. Leikurinn hefur hlotið mjög góðar undirtektir og aðsókn. Ráðgert hafði verið að hafa skóla sýningar, að því er leikstjórinn, Ágúst Kvaran, sagði blaðinu í stuttu viðtali í gær, en vegna þess hve áliðið er orðið og próf standa yfir, var horfið frá því ráði að þessu sinni. Hins vegar er ætlun- in að hafa nokkrar sýningar á leiknum í haust. Minningarkeppni Gunnars Hallgríms- sonar Minningarkeppni (golf) um Gunnar Hallgrímss, hefst2. íhvíta sunnu kl. 9 árdegis. Þátttakendur mæti kl. 8,45. Keppnin er 72. holu höggakeppni með forgjöf. Skorað er á alla meðl. golfklúbbsins, er það geta, að taka þátt í keppn- inni, sem að þessu sinni hefst á ártíð Gunnars, og heiðra með því minningu hins fallna félaga. U. M. S. E. K. A. Dansleikur ■verður í Samkomuhúsinu að Hrafnagili á annan livíta- sunnudag kl. 9. Hljömsveit leikur. Aðgangur kr. 15.00. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til hópferðar í Þjóðleikhúsið um hvítasunnuhelgina. Farið verður héðan frá Akureyri lagardaginn fyrir hvítasunnu 27. þ .m. kl. 1 e. h. og haldið til Reykjavíkur. Á sunnudaginn og mánudaginn verður farið á Þingvöll og út á. Keflavíkurflugvöll ef veður leyf- ir. — Á mánudagskvöldið verður „ís- landsklukkan" eftir Halldór Kilj- an Laxness sýnd, en enn er ekki Hinar árlegu kappreiðar Hesta- mannafélagsins Léttir fdru fram á skeiðvelli félagsins við Eyja- fjarðará sunnudaginn 21. maí kl. 2 e. h. 23 hestar voru skráðir til móts- ins 5 í folahlaupi, 250 metra sprettfæri. 10 í 300 metra sprett- færi, 8 í 350 metra sprettfæri. Margir þessara gæðinga hafa ekki komið hér fram fyrr, aðrir hafa getið sér hér góðan orð- stír áður, svo sem Bóatýr, Þytur, Neisti og fleiri. Átta hestanna eru upprunnir í Húnavatnssýslu, átta í Skaga- fjarðarsýslu, sex í Eyjafjarðar- sýslu og einn úr Borgarfjarðar- sýslu. Einn mætti ekki til leiks. Urslit urðu sem hér segir: í 250 metra hlaupi sigruðu Brúnn Stefáns Sigurðssonar og Sörli Vilhelms Jensens á sama tíma, 20,6 sek., og skiptu þeir I. og II. verðlaunum á milli sín, Þór fékk II. verðlaun, tími hans 21,1 sek. í 350 metra hlaupi sigraði Logi Helga Jónssonar á 25,2 sek. og fékk H. verðlaun, náði ekki áskildum hraða til I. verðlauna. Ríkið innir af hendi vangreitt framlag til sjúkrahússins Á sínum tíma notfærði þáv. fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jós- efsson, sér heimild Alþingis til þess að skera niður fjárveitingar skv. fjárlögum 1948, þ. á. m. til sjúkrahúss Akureyrar, og nam niðui’skurðurinn 100 þús. kr. til sjúkrahússins ,eða 35% af fram- lagi ríkisins skv. fjárlögum. Fjár- málaráðherra sá, er við tók af honum, Björn Ólafsson, fékkst ekki til þess að greiða þessa upp- hæð. Hinn 16. þ. m. íét núverandi fjármálaráðherra, Eysteinn Jóns- son, leiðrétta þetta og greiða sjúkrahúsinu 100 þús. kr., og þar með ljúka framlagi því fyrir 1948, sem ríkinu bar að inna af hendi skv. fjárlögum. ákveðið, hvort einhver sýning verður í Þjóðleikhúsinu á hvíta- sunnudag. Farið verður síðan heim á þriðjudaginn, en ekki er fullá- kveðið hvenær, sennilega um há- degi. Fargjald alla leiðina kr. 235.00. Hér er um mjög ódýra fei'ð að ræða. Heimsókn í Þjóðleikhúsið er ógleymanleg, og því fé, sem til þess fei', betur varið en til flestra annarra skemmtana. Stígandi Jóns Árnasonar hlaut III. verðlaun. Gráni Kristjáns Jónssonai' hlaut flokksverðlaun. í 350 metra hlaupi sigraði Þytur Jóhanns og Svavars Kon- ráðssona á 27,5 sek., I. verðl., Hrani Stefáns Steinþórssonar fékk II. verðlaun, tími hans var 27,8 sek., og III. verðlaun hlaut Bóatýr Gunnbjörns Arnljótsson- ar á 28,3 sek. Veður var hið bezta og fjöldi áhorfenda. Annars fóru kapp- reiðarnar vel fram og völlurinn var sæmilega góður, en þrátt fyrir það var tími hestanna tæp- ast eins góður og við hefði mátt búast, eftir aðstöðu og áður feng- inni reynslu. Sækja þarf áburðar- pantanir fyrir helgi KEA hefur beðið blaðið að koma þeim skilaboðum til bænda, að þeir verði að hafa vitjað áburð- arúthlutunar sinnar fyrir næstk. helgi. Eftir þann tíma vei'ður tekin upp ný úthlutun á því magni, sem þá kann að verða eft- ir. Með Fjallfossi nú eftir helg- ina kom kalíið loksins og stend- ur afhending þess nú yfir. Norðanmenn ljúka prófi við Sjómanna- skóíann Nýlega er lokið prófum við Sjó- mannaskólann og Vélskólann í Reykjavík. Meðal þeirra, sem út- skrifuðust úr farmannadeild Sjó- mannaskólans, var Ríkharð Jóns- son, Lögbergsg. 3 hér í bæ, og lauk hann hæstu prófi, aðaleink- unn 7.47, sem er mjög há I. eink. Ui' fiskimannadeildinni útskrif- uðust m. a. Ámi M. Ingólfsson, Hríseyjarg. 8, og Vilhelm Þor- stémsson, Hrísey, báðir með I. eink., en úr rafmagnsdeild norð- anmennirnir Ásgrímur Tryggvas., í-afvirki, Laugabóli, S.-Þing., og Invi Hjörleifss., rafvirki, Ak., báðir með góðri I. einkunn. Áhugi ríkjandi fyrir norðlenzku bindindismannamóti í sumar Frá vorþingi Umdæmisstúkunnar 23 gæðingar reyndir á kappreiðum „Léttis“ síðastliðinn sunnudag Tími þeirra tæpast eins góður og vonir stóðu til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.