Dagur - 06.09.1950, Side 4

Dagur - 06.09.1950, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 6. september 1950 ;ýS$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$» DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími II66 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi cr 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Haustkauptíðin er að hverfa TIL SKAMMS TÍMA þótti það sjálfsagður sið- ur í bæ og sveit, að birgja heimilin upp af mat- föngum og öðrum vistum að haustinu. Haust- kauptíðin var þá einn mesti annatími verzlana. Kaupstaðabúar og bændur drógu að sér föng til vetrarins. Þótti þá enginn búnaður, sem ekki átti nægar vistir til margra mánaða. Þessi bú- mannsháttur hefur verið á undanhaldi nú um nokkurra ára skeið. Greiðar samgöngur í hin- um þéttbýlli sveitahéruðum hafa af eðlilegum á- stæðum dregið úr þörf bænda fyrir birgðasöfn- un. Menn panta nú vörur úr kaupstaðnum eftir hendinni. Með þeim hætti eiga menn fremur kost nýmetis en áður var, en að öðru leyti er vafa- samt að þetta. sé framför. Birgðir heimilanna eru mikils virði á óvissum tíma. Nú eru þær óvíða til. Nú hin síðari ár hefur birgðasöfnunn ekki átt sér stað, hvorki hjá verzlunum né heimilum. Ef samgöngur við útlönd teppast, þótt ekki væri nema nokkra mánuði, eða ísar lokuðu höfnum hér norðanlands, mundi skapast hér sannkallað neyðarástand. Innflutningsmálunum hefur verið hagað þannig, að sáralitlar birgðir nauðsynleg- asta varnings eru til í landinu. Birgðasöfnun heimilanna verður enn óverulegri þegar þess er gætt, að nú kaupa kaupstaðabúar miklu minna af innlendum matvælum til vetrarins í haust- kauptíðinni en áður var. Kjötið er keypt dag- lega í kjötbúðunum, einnig kartöflurnar o. s. frv. Af þessum breyttu búskaparháttum mikils fjölda kaupstaðarbúa leiðir svo aftur á móti, að verzl- anir, sem þessar vörur bjóða, eru í sífelldum vandræðum með geymslupláss, verða að ráðast í að byggja dýr geymsluhús og stofna til ýmiss konar aukakostnaðar af því að of lítið af vörun- um selzt, þegar í haustkauptíðinni. Hvernig stend- ur á þessu og hvað er hægt að gera til þess að örva menn til þess að kaupa hæfilegt magn inn- lendra vara til vetrarforða? ÞAÐ ER ALVEG VAFALAUST, að afskipti ríkisvaldsins af verðlagi landbúnaðarafurða, hafa haft veruleg áhrif til þess að draga úr viðskipt- unum á haustkauptíðinni. Glíma ríkisstjórna fyrr og síðar við vísitöluna hefur skapað mikla óvissu um öll verðlagsmál. A. m. k. tvisvar hafa neyt- endur í kaupstöðum rekið sig á þá staðreynd, að þegar sláturtíð hefur verið um það bil hálfnuð, hefur komið tilkynning frá ríkisvaldinu um nið- urgreiðslu á sláturafurðum. Utkoman hefur ver- ið sú, að þeir sem keyptu vörurnar fyrri hluta sláturtíðar hafa goldið hærra verð en hinir, sem síðar keyptu. Heildarútkoma af þessari ráðs- mennsku er sú, að kaupstaðabúar halda áð sér höndum og kaupa ekki vörurnar í haustkaup- tíðinni af ótta við að ráðstafanír ríkisvaldsins síðar komi þeim í koll og hafi af þeim þann á- vinning fyrir einstaklinginn, sem niðurgreiðsla á neyzluvörum hefur í för með sér. Sama er upp á teningnum með sölu kartaflna. Verðlag þess- arar vöru er í óvissu alveg fram undir vetur. Fyrstu uppskerunni er haldið í óeðlilega háu verði, svo háu, að hún gengur ekki út. Almenn- ingur veit ekki, hvenær haustverðskráningin kemur og bíður þess og birgir sig ekki upp. Kartöflugeymslur eru fáar og smáar víðast hvar á markaðsstöðum. Þegar, er uppskera hefst, skap- ast geymsluvandræði nær alls staðar og af þeim tilkostnaður, sem kemur fram- leiðendum í koll. Það er mikil nauðsyn að skapa meiri festu í þessum afurðasölumálum öllum, og stuðla að því, að heimilin eign- ist birgðir innlendra matvæla að haustinu. Það dregur úr kostnaði, auðveldar geymslu og er auk þess nokkur trygging fyrir þjóðfélagið í heild, ef óvænt tíðindi skyldi bera að höndum. SAMTÖK FRAMLEIÐENDA þyrftu að gefa þessu máli gaum, Það er tjón fyrir þá og fyrir neyt- endur, að hin langvarandi óvissa skuli ríkja í verðlagsmálum land- búnaðarafurða. Þessi óvissa tor- veldar viðskipti og eykur kostn- að. Það þarf að hætta þeim sið, að geyma ákvarðanir í þessum verðlagsmálum alveg fram á síð- ustu stund heldur skapa festu í þeim það snemma, að kaupstaða- búar geti gengið að því þegar er uppskera og slátrun hefjast, að birgja sig upp með þau matvæli, sem jafnan hefur verið siður að kaupa til vetrarins. Það er til hags fyrir bæði neytendur og fram- leiðendur að örva viðskipi á haust kauptíðinni. Opinber afskipti hafa torveldað þessi viðskipti á liðnum árum, og horfur eru á því, að svo verði enn. Þegar eru fyr- irsjáanleg vandræði að geyma kartöflur á flestum markaðsstöð- um, en engin merki sjást enn að haustverðlag þeirra verði ákveðið svo að sala til heimilanna í kaup- stöðum geti hafist í stórum stíl. S ásiður, að geyma ákvarðanir í verðlagsmálum fram á haust- kauptíð ,er til tjóns fyrir alla aðila. FOKDREIFAR Skógurinn í heiðinni ÞEGAR MENN AKA yfir Vaðla- heiði nú á þessu sumri, blasir við þeim sýn, sem er nýstárleg. í heiðarbrekkunni hér gegnt bæn- um, er risinn vísir að fögrum skógi. Þarna sést árangurinn af starfi Skógræktarfélags Eyfirð- inga og þeirra manna, sem hafa lagt meira af mörkum til skóg- ræktarmálanna en falleg orð og góðan hug. Hvort tveggja er að vísu gott, en lyftir ekki þungu hlassi. Eg hef oft skrifað um þessi mál hér í þessum dálkum. Eg skal ekki gera neina tilraun til þess að meta hvort það hefur orðið að gagni eða ekki, og ég er manna fúsastur til að viður- kenna, að slíkar hugleiðingar ná skammt. Það er starfið, sem unnið er, sem gildir. Sem betur fer, höfum við átt marga menn, sem hafa ekki aðeins talað um skógræktarmál, heldur líka starfað að þeim. Þeir eru ekki margir, en verk þeirra bera á- vöxt, fegurri og glæsilegri en verk flestra annarra. Eg held að Akureyringar geri sér það ekki ljóst, hvers virði það er þeim og þessu bæjarfélagi, að hafist var handa um skógræktina hér hand- an við pollinn. Menn hugsa sem svo, að laufskógur hérna megin í hlíðinni sé fagur draumur, en ólíklegur til að rætast. Þannig munu flestir hafa hugsað á liðn- um árum. En það gerist erfitt fyrir þá nú, að halda í þennan hugsanaþráð. Því að skógurinn teygir sig nú upp úr heiðinni. Hann er þegar orðinn augnayndi vegfarenda um Vaðlaheiðarveg og það er ekki nema tímaspurs- mál þangað til hann verður orð- inn augnayndi bæjarmanna hérna megin Pollsins. Menn geta verið öruggir um að, að frístund- irnar, sem þeir verja til skógar- starfs, gufa ekki upp í himin- hvolfið og verða að engu, eins og svo margar aðrar. Eftir nokkur ár sér skógræktarmaðurinn á- rangur af starfi sínu og sá árang- ur veitir honum margföld laun fyrir erfiði sitt. Sá árangur, sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur náð hér í Vaðlaheiðinni, ætti að vera hvatning til allra borgara þessa bæjar að gerast virkir liðs- menn í þeirri fylkingu, sem er að reyna að klæða landið. Þessi árangur ætti líka að verða til þess að glæða áhuga uppalenda, skólamanna og annarra, sem um málefni æskumannanna fjalla, fyrir skógræktarstarfi. Það er alveg vafalaust, að sá skóli er ekki til í þessu landi, að hann hafi ekki efni á því að nemendur hans verji nokkrum dagsverkum til skóggræðslu. Sú námsgrein er heldur ekki til að hún megi ekki við því, að nemendur verji nokkr- um hluta af áætluðum kennslu- tíma til jafn þjóðnýts starfs. Það er furðulegt, að enda þótt löngu sé sannað, hverjum árangri má ná með skóggræðslustarfi, skuli skólar landsins ekki fyrir löngu, af sjálfsdáðum, hafa tekið að sér að græða landspildur. Þeir hafa vinnuaflið og þeir hafa ótal möguleika til þess að safna því fé, sem til þarf, með frjálsum samskotum, með skemmtistarfi og með því að leita til einstakl- inga og stofnana, sem gjarna vilja styðja þetta mál, en hafa ekki tækifæri til þess að gera það með vinnu. Athugaleysi skóla- manna fyrir skógrækt er eitt átakanlegasta dæmið um þann menningardoða, sem langskóla- námið, við núverandi kringum- stæður, setur í mannfólkið. Skógræktarfélagið er fámennt. Það er raunalegur vottur um skilningsleysi manna á þessum viðfangsefnum, að Skógræktar- félag Eyfirðinga skuli enn í dag vera fámennt félag og fátækt. Eðlilegt væri, að það væri í senn fjölmennt og ríkt. Félagið er fá- tækt af því að því stendur fá- mennur hópur áhugamanna, sem sér verkefni blasa við hvarvetna og hefur hug á að taka þau til úrlausnar hraðar en fjárhagur- inn leyfir. Ef almennur áhugi væri fyrir skógrækt, og menn, sem ekki vilja Ieggja af mörkum persónulegt starf til þess að gera landið fegurra og betra, er við skilum því til barna okkar, en það var, er við tókum við því, vildu þó leggja það á sig að ger- ast skógræktarfélagar, og greiða árgjöld sín til starfseminnar, væri í merkum áfanga náð. Þá mundu samtök almennings skapa það fjármagn, sem þarf, til þess að lyfta meira en smáhlössum. En þessu er ekki þannig farið. Allt of mörg lesum við um skógrækt og sjáum árangurinn af starfinu, en hugsum sem svo, að við get- um ekkert til málanna lagt. Mikill misskilningur. Þetta er hinn stóri misskiln- ingur. Aðeins með því að vera félagi í skógræktarfélaginu, leggjum við hönd á plóginn. Við gerumst þá líka þátttakendur í því starfi, að vernda skógarleyf- ar og þann gróður, sem fórn- fúst starf margra hefur kómið á legg. Og þennan verndaráhuga skortir víða, jafnvel þar sem sízt skyldi. Skógræktarstjórnin sagði (Framh. á 5. síðu.) Örlítið um hausttízkuna Við konurnar höfum alltaf gaman af að fylgjast með því nýjasta í heimi tízkunnar, DÓtt okkur falli ekki ævinlega allt sem bezt, sem þar er á boðstólum. Það er annars ein- kennilegt, hve fljótar við erum að tileinka okkur eitt og annað úr þeim furðulega heimi, og hve smekkur okkar virðist breytast með tízkunni. Ég minnist þess t. d., hve ljót mér pótti nýja tízkan hér um árið, þegar allt síkkaði, og ég var ekki ein um það. Mörgum konum fannst hin nýja sídd svo ljót, að þær sóru og sárt við lögðu, að þær myndu aldrei klæðast slíkum fatnaði. En hver varð raun- in? Áður en við höfðum áttað okkur á því, vorum við farnar að ganga í síðari fötum, og allt í einu fundust okkur stuttir kjólar og stuttar kápur óþolandi og ósmekklegar. Tízk- an virðist því töluvert máttug, hvort sem við viljum kannast við það eða ekki. Háfur og jaJckar. Mér hafa nýlega borizt nokkur erlend tízku- blöð, og lesendum kennadálksins til gamans ætla ég að minnast á eitt og annað, sem mér fannst áberandi á nokkrum sviðum kven- klæðnaðarins, og þá aðallega það, sem mér þótti skemmtilegt og hagkvæmt. Stuttjákkar eru mjög í tízku, bæði með víðu og þröngu baki. Sumir eru með hálf- löngum ermum {‘i/4 lengdar), með stórum uppslögum, og eru háir hanzkar notaðir við slíkar ermar. Vetrarjakkarnir eru með stó- um skinnkrögum, og sumir hafa skinn á erm- um. Slíka stuttjakka ætti að vera tiltölulega auðvelt að gera úr gömlum kápum, og mætti nota það, sem neðan af kemur, í uppslög og kraga. Jakkarnir eru notaðir við allavega pils og kjóla, og eru því mjög hagkvæmir. Annað fyrirbæri mjög áberandi eru húfur í stað hatta. Að sjálfsögðu er mikið um hatta af ýmsum gerðum, en húfur virðast vera mjög vinsælar. Hér er um að ræða bæði venjulegar „alpahúfur“ og ýmsar aðrar gerðir, bæði úr flók^, flaueli, rússkinni o. fl. þess háttar. Húf- urnar eru einfaldar í sniði og fara vel við hið stutta og slétta hár, sem ennþá virðist vera í algleymingi. Laghend kona getur áreið- anlega saumað sér sjálf húfur til þess að nota daglega. Með því sparar hún margar krónur og er þar að auki „hámóðins“ í höfuðbúnaði. Köflótt efni og fellingar. Köflótt efni hafa alltaf annað slagið stung- ið upp kollinum, en áraskipti hafa verið á vin- sældum þeirra, eins og öðru. Nú virðast þau í algleymingi og í allt notuð. Svo var að minnsta kosti að sjá í einu blaðanna, en þar voru bæði kjólar og kápur köflóttar, blússur og pils, treflar og húfur og mikið af köflótt- um jökkum. En köflóttu efnin eru alltaf not- uð með einlitum efnum, og þannig fara þau bezt. í fyrrnefndu blaði voru næstum allar tízkumyndir eitthvað köfló.ttar, en venju- lega voru ekki nema ein eða tvær flíkur þann- ig á sömu konunni, og þá úr sama efni, en ein- litt með úr lit, sem fór vel við. Þá má nefna fellingar og „pliseringar“ á pilsum og einnig á herðaslögum á kjólum, en nokkuð virðist vera af þeim. Uppslög á kjólermum, hvort sem þær eru stuttar eða langar, eru mikið notuð, en kragar sýnast mér af öllum gerð- um, allt frá háum, kínverskum og niður í sjalkraga og víða kraga, sem ná út af öxum. » Nýjar gerðir nylonsokka. Ég frétti nýlega eftir konu, sem var að koma heim úr ferð frá Sviss, að nýjasta gerð nylonsokka þar í landi væri þannig gerð, að sjalkraga og víða kraga, sem ná út af öxlum. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.