Dagur - 24.11.1950, Síða 1
Póstkröfur fyrir árgjaldi blaðs
ins hafa verið sendar til ým-
issa póststöðva. Munið að
viija þeirra!
XXXIU. órg.
Akureyri, föstudaginn 24. nóvember 1950
50. tbl.
Efri mynd: Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í
ræðustól. Flutti hann skörulegt og skemmtilegt erindi um starf
flokksins og stjórnmálaviðhorfið. — Neðri mynd: Dagskrámefnd
flokksþingsins að störfum að Hó tel Borg: Talið frá vinstri: Guð-
brandur Magnússon, Sigtryggur Klemenzson og Vilhjálmur Árnas.
Ríkisstjórnin veitir leyfi til kaupa
á endurvarpsstöð á Akureyri
Stöðin þegar pöntuð hjá Marconifélaginu
í London
Útvarpsstjóri skýrði blaðinu
frá því á mánudagiún, að hann
hefði þá um daginn gengið frá
því að panta hina fyrirhuguðu
endurvarpsstöð, sem setja ó upp
hér í bænum.
Hefði ríkisstjórnin þá fyrir
skömmu afgreitt málið á þann
hátt, að mæla með því að nauð-
synleg leyfi yrðu veitt til kaup-
anna, en eins og áður er frá skýrt
hér í blaðinu, vísaði Fjárhagsráð
málinu til ríkisstjórnarinnar á sl.
vori og kvaðst ekki mundi veita
leyfi nema ríkisstjórnin mælti
með því, vegna hins erfiða gjald-
eyrisástands.
Hagkvæm kjör hjá Marconi-
félaginu.
Maiconifélagið í London hafði
boðið útvarpinu góð kjör. Kaup-
verð stöðvarinnar, sem er um
14.500 sterlingspund, á að greiðast
á 4 árum, en vextir verða 3%.
Stöð þessi er 5 kw. og mun hún
gjörbreyta aðstöðu manna hér
um slóðir til að hlýða á Ríkisút-
varpið og útiloka þær leiðu trufl-
anir frá Lulea-stöðinni í Svíþjóð,
sem útvarpshlustendur hér um
slóðir verða nú að þola. í annan
stað er koma þessarar stöðvar
fyrsta skrefið til þess að unnt sé
að hefja útvarp héðan og fella
inn í heildardagskrá útvarpsins.
Er þess og að vænta, að sú hlið
málsins verði athuguð, því að
slík starfsemi hér mundi mikils-
verður liður til uppörvunar fyrir
allt félags- óg menningarlíf, og
að auki Vferði til þess að auka
fjölbreytni í heildardagskrá Rík-
isútvarpsins.
Stöðin væntanlega sett ofan
við bæ.
Líklegt er að hin fyrirhugaða
stöð komizt upp á næsta ári. Mun
hún væntanlega verða sett ofan
við bæinn. Hefur útvarpið þegar
fengið vilyrði bæjarstjórnar fyr-
ir lóðir undir nauðsyn-
sóknar-
i lyrraaag
Flokksþingið gerði markverðar álykt-
um mikilvægustu dagskfármál
Níunda flokksþing Framsóknarmanna var sett að Hótel Borg í
Reykjavík sl. föstudag og lauk þinginu á miðvikudagskvöld, með
skilnaðarhófi þingfulltrúa. Þetta er fjölmennasta flokksþing, sem
Framsóknarmenn hafa haldið. Sóttu þingið um 400 fulltrúar og gest-
ir hvaðanæfa af landinu. Er nú mikill þróttur í öllu starfi flokksins
og hafa mörg flokksfélögin eflzt mjög síðan síðasta flokksþing var
haldið. Er einkum ábcrandi, hversu flokksstarfsemi ungra Fram-
sóknarmanna hefur eflzt. Áttu félög ungra manna nú marga fulltrúa.
Útgerðarfélagið
ákveður togara-
kaupiu
Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa h.f. samþykkti nú fyrir
nokkrum dögum að taka tilboði
rikisstjórnarinnar um að kaupa
einn af hinum nýju togurum frá
Bretlandi, með smávægilegri
breytingu þó á tilboðinu, sem
ekki er gert ráð fyrir að verði til
fyrirstöðu.
Vitaskuld er þetta tilboð þvi
skilyrði háð, að félaginu takist að
hafa fé handbært til kaupanna.
Það mál stóð þannig í gær, að
verulega skorti á að félagið hefði
fengið þær 400 þús. kr. í auknu
hlutafé, sem það þarf á að halda
og heldur hlutafjársöfnuninni
áfram. Er þess fastlega vænzt að
þeir bæjarmenn, sem nokkur tök
hafa á því að kaupa hlutabréf,
geri það nú þegar. Skrifstofa fé-
lagsins tekur á móti hlutafjár-
framlögum alla daga.
Nýja skipið í desember.
Fyrsta skipið, sem tilbúið
verður af þeim 10, sem í smíðum
eru, fer reynsluför nú um helg-
ina, en hið næsta um mánaða-
mótin, og er þess vænzt, að Út-
gerðarfélagið fái það skip, ef
kaupin takast. Ætti það þá að
geta komið til landsins fyrir eða
um jól. Ákveðið er að Sæmund-
ur Auðunss-on, skipstjóri á Kald-
bak, verði skipstjóri á hinu nýja
skipi, en ekki er ráðið, hver tek-
ur við Kaldbak, ef þessar ráða-
gerðir ná fram að ganga.
f STUTTU MÁLI
22. ÞING Alþýðusambands
íslands stendur yfir í Reykja-
vík þessa dagara. Þingið sitja
280 fulltrúar frá 139 sam-
bandsfélögum. Lýðræðissinn-
ar eru í miklum meirihluta á
þinginu, hafa 176 fulltrúa.
-K
SAMNINGAR hafa tekizt
með Sjómannafél. Akureyrar
og togaraútgerðinni hér um
kaup og kjör á ísfisk- og salt-
fiskveiðum. Samþykktu sjó-
menn fyrri sáttatillögu nú
óbreytta, með 29 atkv. gegn 3.
legar byggingar — Útvarps-
hlustendur hér um slóðir fagna
því að mál þetta er þannig komið
á rekspöl. Hefur útvarpsstjórinn
lagt kapp á að koma málinu í
höfn og notið til þess stuðnings
góðra manna, m. a. þingmanns
kaupstaðarins. Þá hafa og blöðin
hér stutt málið og bæjarstjórnin.
Fyrsta fundardaginn flutti Her-
mann Jónasson, formaður flokks-
ins, ýtarlegt erindi um störf
flokksins frá síðasta flokksþingi
og stjórnmálaviðhorfið í dag og
fóru síðan fram fjörugar umræð-
ur um það. Kom þar glöggt fram,
að forustumenn flokksins njóta
mikils trausts og að flokkurinn er
nú samhentari og sterkari en
nokkru sinni fyrr. Á laugardag-
inn flutti svo Eysteinn Jónsson,
ritari flokksins, erindi um flokks-
starfið og þann dag voru umræð-
ur um það. Síðdegis á laugardag
hófust nefndastörf og störfuðu
nefndir þann dag og sunnudag-
inn, en á mánudag hófust um-
ræður um nefndarálit og lauk
þeim á miðvikudag. — Margar
markverðar ályktanir um lands-
mál voru gerðar á þinginu og var
stefna flokksins mörkuð um
næstu framtíð. Má í því sambandi
nefna, að flokkurinn lýsti afstöðu
til stjórnarskrármálsins. Hér fara
á eftir stjórnmálayfirlýsingar
flokksþingsins og ályktun í
stjórnarskrármálinu. Frá öðrum
ályktunum verður síðar gyeint í
blaðinu.
Almenn yfirlýsing um
stjórnmálastefnu
F ramsóknarf lokksins
i.
Framsóknarflokkurinn lítur svo
á, að andlegt og efnahagslegt
frelsi og bróðurleg samvinna ein-
staklinganna sé meginskilyrði
fyrir eðlilegum þroska þeirra og
undirstaða lýðræðisins í landinu.
Hann vill því efla þá stjórnar-
háttu og styrkja þá hagþróun og
þau rekstrarkerfi, sem að þessu
miða.
Samkvæmt starfi sínu og stefnu
er hann flokkur frjálslyndra fé-
lagshyggjumanna, sem meta gildi
framleiðslunnar og styðja vilja
hvers konar framfarir í menningu
og lífskjörum þjóðarinnar.
Nú, sem fyrr, vekur hann sér-
staka athygli á þjóðfélagslegri
nauðsyn þess, að leggja því fólki
lið í lífsbaráttunni, sem innir af
hendi það hlutverk, að byggja
landið sem víðast og nytja gæði
lands og sjávar og helga þannig
þann rétt, sem landnámsmenn
unnu til handa þjóðinni í önd-
verðu.
II.
Framsóknarflokkurinn vill, að
sem flestir landsmenn séu beinir
þátttakendur í framleiðslustarf-
inu, og að þeim, sem það stunda,
sé tryggt sannvirði vinnu sinnar,
enda séu kjör þeirra svo góð, að
þau störf verði eftirsóknarverð.
Flokknum er ljóst, að vinnandi
fólk, bæði í sveit og við sjó, hafi
sameiginlegra hagsmuna að gæta
og leggur áherzlu á vinsamlegt
samstarf og gagnkvæman skiln-
ing þessara aðila.
III.
Framsóknarflokkurinn telur, að
þjóðfélaginu beri að vinna að því,
að lífskjör landsmanna verði sem
jöfnust og komið verði í veg fyrir
óhóflega eyðslu á hvaða sviði
sem er, enda lítur hann svo á, að
óhófleg notkun fjármuna, hvort
sem eytt er af eigin fé eða opin-
beru, sé eitt af helztu meinum
þjóðfélagsins, og gefi tilefni til
réttmætrar óánægju hjá þeim,
sem gætilega fara með fjármuni.
Telur flokkurinn lausn þessa
vandamáls undir því komna' að
þjóðinni takizt að auka vinnuaf-
köst sín og framleiðslu og koma
við almennum sparnaði. Hann
leggur áherzlu á nauðsyn þess, að
allt vinnufært fólk hafi með
höndum nytsöm störf og þá sér-
staklega, að ekki skorti vinnuafl
til framleiðslustarfa. Hann telur
óhjákvæmilegt, að öll þjóðin geri
sér grein fyrir því, að ekki er
hægt að tryggja einstaklingunum
betri lífskjör en þjóðartekjurnar
í raunverulegum verðmætum
leyfa á hverjum tíma, og það er
því sameiginlegt hagsmunamál
allra, að þær verði sern mestar.
(Framhald á 8. síðu.)