Dagur


Dagur - 24.11.1950, Qupperneq 8

Dagur - 24.11.1950, Qupperneq 8
8 Baguk Föstudaginn 24. nóvember 1950 Myndin er frá fundarsalnum að Hótel Borg í Reykjavík s. 1. föstudag. Fundarstjórinn, Jörundur Brynjólfsson alþm. í ræðustól. Fulltrúarnir rúmuðust ekki í „gyllta salnum“ á hótelinu og voru öll hliðarherbergi full. Þetta er fjölmennasta flokksþing Framsóknarmanna. - Sfjórnmálðyfirlýsing og stjórnarskrármálið Þjóðverjar nota víxilstraum við fiskveiðar sínar í Horðursjó Þessi veiðiaðferð er bönnuð i Norður- sjávarsamningnum - gremja fiski- manna á Norðurlöndum mikil Kaupmannahöfn í nóv. Framhald af 1. síðu. Hann vill vekja athygli almenn- ings á því, að peningatekjur, sem ekki byggjast á framleiðslu raun- verulegra verðmæta, eru falskar og koma engum að gagni, en miða að því að auka verðbólguna í landinu, og að eina ráðið til að bæta lífskjör þjóðarinnar í heild er að auka þau verðmæti, sem þjóðin eignast með vinnu sinni. Jafnframt telur hann nauðsyn- legt, að þjóðin geri sér grein fyrir þeirri almennu lífskjararýrnun, sem fram hlýtur að koma hverju sinni, ef nauðsynleg störf falla niður um lengri eða skemmri tíma. En af þessum ástæðum tel- ur hann aðkallandi, að fundin verði varanleg úrræði til að ltoma í veg fyrir atvinnuleysi og stöðvun vinnu vegna kaupdeilna, og að þjóðin öll, og þó einkum hin uppvaxandi kynslóð leggi stund á að auka þekkingu sína og skilning á lögmálum atvinnulífs og fjármála í nútíma þjóðfélagi. IV. Framsóknarflokkurinn telur að vinna beri gegn því af alefli, að „Geysir“ syngur í kvöld Karlakórinn Geysir heldur söngskemmtun í Nýja-Bíó næstk. föstudagskvöld. Er þetta í fyrsta skipti á vetrinum, sem kórinn lætur til sín heyra. Söngskráin verður að þessu sinni að mestu leyti hin sama og kórinn flutti á sl. vori, en þá vannst ekki tími til að halda nema eina söngskemmt- um vegna landsm. karlakóranna í Reykjavík og undirbúnings undir Noregsför, sem kórinn hafði fyrirhugað, en varð að hætta við sökum þess, að honum var synjað um gjaldeyrisleyfi. Einsöngvarar verða að þessu sinni Hermann Stefánsson og Kiistinn Þorsteinsson, undiileik annast Árni Ingimundarson. Hinn góðkunni söngstjóri, Ingimundur Árnason, hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans, en á þessum vetri er kórinn 28 ára. efnahagur landsmanna verði svo misjafn, að þjóðin skiptist í auð- menn og öreiga, þar sem slíkt ástand truflar þroska þjóðarinnar og getur haft í för með sér stétt- arbaráttu, sem stofnar öryggi landsmsmna í hættu. Flokkurinn er þess vegna mótfallinn því, að umráð yfir framleiðslutækjum landsins og viðskiptum safnist á hendur fárra einstaklinga. Einnig er hann því andvígur, að ríkis- rekstur verði aukinn frá því sem nú er, nema sérstakar ástsðður séu fyrir hendi. Hann telur æski- legt, að verzlun landsmanna komist yfirleitt í hendur sam- vinnufélaga og sömuleiðis meg- inættir þeirrar starfsemi, er að því miðar að gera afurðir undir- stöðuatvinnuveganna markaðs- hæfar. Annan atvinnqrekstur tel- ur hann rétt að hafa í höndum einstaklinga, samvinnufélaga eða bæjar- og sveitarfélaga eftir því sem ástæður leyfa, eða bezt hent- ar hverju sinni. V. Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að heimilið sé sú stofnun í þjóðfé’laginu, sem mest áhrif hef- ur á þroska þjóðarinnar og fram- tíð. Hann leggur því áherzlu á, að heimilunum séu sköpuð sem bezt skilyrði og jöfnust um land allt. Hann telur mikils um vert, að heilbrigt jafnvægi skapist í bú- setu landsmanna og hættulegt, að meginhluti þjóðarinnar safnist saman í einum eða fáum stórbæj- um. VI. Framsóknarflokkurinn leggur sem fyrr ríka áherzlu á, að staðið sé fast á verði um lýðræðið í landinu og stjórnarfarslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. en unnið gegn erlendri ásælni og áróðri. Hann telur sér skylt að berjast gegn hvers konar öfgastefnum, sem vilja kollvarpa núverandi þjóð- skipulagi með ofbeldi og bylting- um. Hann lýstir sig eindregið fylgjandi samtökum þjóða til varðveizlu friðar og öryggis í heiminum, en telur eðlilegt að nánust samvinna sé við þær þjóðir, sem vilja efla lýðræðið og viðurkenna rétt smáþjóðanna. Stjórnarskrármálið Níunda flokksþing Framsókn- armanna leggur á það áherzlu, að hraðað sé setningu nýrrar stjórn- arskrár. Telur flokksþingið, að hina nýju stjórnarskrá eigi að byggja á eftirtöldum grundvall- aratriðum: 1. Framkvæmlarvald og löggjaf- arvald verði aðskilið meira en nú er, og skipi þjóðkjörinn for- seti stjórn ríkisins, hafi Al- þingi eigi myndað stjórn mán- uði eftir að ríkisstjórn hefur verið veitt lausn. 2. Allir þingmenn verði kjör- dæmakosnir. Kjördæmaskip- unin taki eðlilegt tillit til sér- stöðu dreifbýlisins. 3. Skipun æðsta dómstóls þjóðar- innar verði ákveðin í stjórnar- skránni. 4. Héruðin njóti meiri sjálfstjórn ar en nú er. Sérstaða þeirra verði ákveðin í stjórnarskránni. Níunda flokksþing Framsókn- armanna skorar á Alþingi að gera þá breytingu á gildandi stjórnar- skrá, að ný stjórnarskrá skuli samþykkt á sérstöku stjórnlaga- þingi og síðan borin undir þjóð- aratkvæði. Flokksþingið telur eðlilegt, að kosið verði í einmenningskjör- dæmum til stjórnlagaþingsins. Til tíðinda heftir nú dregið á kærleiksheimili Ríkisútvarpsins í Reykjavík. Skrifstofustjóri út- varpsráðs* Helgi Hjörvar, hefur í blaðagreinum og í bæklingi bor- ið Jónas Þorbergsson útvarps- stjóra þungunt sökum, m. a. að hafa dregið sér fé útvarpsins, þegið mútur o. s. frv., Útvarps- stjóri hefur aftur á móti lýst því í hréfi til menntamálaráðherra, að Helgi Iljörvar hafi haldið uppi „ofsóknartilburðum“ gegn sér í 18 ár, og baðst útvarpsstjóri þess, að rannsókn væri látin fara fram Útlit er fyrir að fiskveiðar í Vestúrhafinu og Norðursjó verði minni í ár en nokkru sinni fyrr, og ekki farið dult með að aðal- ástæðan sé offiski og ránfiski eftirstríðsáranna. Þetta mál allt hefur vakið aukna athygli nú upp á síðkastið vegna þeirrar ákvörð- unar vesturþýzkra stjórnarvalda að stöðva fyrirvaralaust allan innflutning á dönskunt fiski. Ástæðan til þessarar ákvörðun- ar ekki alveg ljós, en gefið hefur verið í skyn að gjaldeyris- vandræðf og hið almenna fjár- hagsástand valdi. En það fer samt ekki hjá því að menn hug- leiði aðrar ástæður, og þá fyrst og fremst þá, að Þjóðverjar hafa nú eftir stríðið haft tækifæri til þess að útbúa fiskiskip sín með þeim hætti, að þeim hefur nú tekizt að afla mest alls þess fisks, sem þeir þurfa. Það er löngu kunnugt að fiskistofninn í Vest- urhafi og Norðursjó er í hættu f rá útrýmingarfiskveiðum, ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana til að vernda ungfisk- inn. Þar ofan á bætist það, að nú er vitað að Þjóðverjar lama fisk- inn með því að nota rafmagns- straum við veiðar sínar. Fleiri þúsund volta straumur. Vitað er, að þýzk fiskiskip, sem sækja á þessi mið, hafa víxl- straumsmótora, sem framleiða fleiri þúsund volt, og er það nægilegur styrkleiki til þess að lama fiskinn á margra sjómílna svæði. Slíkar aðferðir eru bann- aðar í Norðursjávarsamþykkt- inni, sem Þjóðverjar hafa bara ekki gerzt aðilar að og láta sér í vegna ásakana Hjörvars, og kvaðst fús að víkja úr embætti meðan á rannsókn stæði. Hefur menntamálaráðherra nú ákveðið að láta slíka rannsókn fara fram og hefur dómsmálaráðuneytið falið Vald. Stefánss. sakadómara að framkvæma hana. Jafnframt voru þeii' báðir, Helgi Hjörvar og Jónas Þorbergsson, látnir víkja frá störfum á meðan, en Sigurði Þórðarsyni, skrifstofustjóra út- varpsins falið að gegna embætti útvarpsstjóra á meðan. léttu rúmi liggja, þótt rafmagns- veiðar þeiria eyðileggi rauð- sprettuseyði þau, sem Danir hafa með miklum kostriaði sleppt í Norðursjó í sumar. Eru nú uppi háværár raddir um að Þjpðverjar verði að gerast aðilar að Norður- sjávarsamþykktinni, svo að unnt reynist að stöðva þetta óheyrilega ránfiski, sem getur gert óbætan- legt tjón á næstunni. Miklar fiskveiðar Þjóðverja. 1. október veiddu Þjóðverjar mikið fiskmagn í Norðursjó, Bar- entshafi og á íslandsmiðum. f höfnunum Kiel, Bremerhaven, Cuxhaven og Hamborg var land- að 48.575.397 kg. af fiski, sem seldist fyrir 17.535.074 D.mörk. Leiðrétting í frásögn Dags 8. þ. m. um sjó- tjón ó m.s. Sæfinni á leið til Bretlands, var svo til orða tekið, að skipið hefði brotnað á báðum hliðum og lúukarmur losnað. Komið hefði alvarlegur leki að skipinu. Skipið er nú komið heim fyrir nokkru og hefur blaðið fengið upplýst, að fyrrgreind frá- sögn er ekki alls kostar rátt. — Ekkert brotnaði á skipinu. \ LÖGGÆZLUMENN af Akra nesi fundu nýlega allmikið af smyglvarningi í bifreið, er þeir stöðvuðu í Hrútafirði. — Var bifreiðin á leið til Borð- eyrar og virðist hafa verið í söluferð til Norðurlands með varninginn. Það var trúnaðar- ntaður verðgæzlustjóra á Blönduósi, sem varð til þess að upplýsa smyglmál þetta. Hvernig er fjárstjóm útvarpsins. Þessi mál öll hafa vakið mikla athygli og eru mikið rædd manna á meðal um land allt. Skrif þau, sem þegar hafa birzt um málið, fyrir utan fyrrnefnd skrif Helga Hjörvar, þ. á. m. greinargerð frá „tónlistardeild“ útvarpsins, sem birtist í dagblaði í höfuðstaðnum á dögunum, gefa tilefni til þess að menn óski að fá nánari upp- lýsingar um fjármálastjórn út- varpsins í heild og starfsmanna- hald. Er þess að vænta, að rann- sókn sú, sem nú fer fram, leiði í ljós hið sanna í málum þessura öllum og að niðurstöður hennaf veiti ýmis konar upplýsingar um starfshætti stofnunar þessar, sem almenningi voru ókunnar með öllu áður en skrif þessi hófust, og vill nú gjarnan fá nánari upp- lýsingar um. Dagur mun reyna að fylgjast með þessu máli og birta helztu upplýsingar, sem fram kunna að koma, er tækifæri gefst. I Miklar viðsjár í Ríkisútvarpinu Skrifstofiistjóri útvarpsráðs og út- varpsstjórinn deila hart

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.