Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 29. nóv. 1950 D A G U R 7 Hin nýja Ford-sfofnyn í Banda- ríkjunum verður fjársferkari en bæðá Carnegie- og Rockefelfer- sfofnanirnar Talin hafa 50 millj. dollara árstekjur Austur-þýzka þingið lifur út eins og SýðræðisSeg löggjafarsamkoma, en fiai segir allfaf já Ný flokkshremsmi væntanleg þrátt fyrir fullyrðingarnar um 99% kosningaþátttöku Ekki var talið líklegt, að mörg þau embætti væru til í veröld- inni, sem manni, er að undan- förnu hefur haft 4 milljarða doll- ara undir höndum á ári hverju, mundi þykja fengur í. Sama er það svo, að Paul G. Hoffman, sem sagði Iausu framkvæmda- stjórastarfinu við Marshallstofn- unina fyrir nokkru, hefur látið svo ummælt, að sér leiki hugur á að taka boði Fordfélagsins að gerast forseti hinnar nýju Ford- stofnunar, sem félagið hefur komið á fót og á að vinna að því að styrkja friðinn í mannheimi og bæta lífskjör mannsins, að því er segir í stofnskránni. Fyrir starfið á Hoffman að fá eina litla 100.000 dollara á ári. Sagt er, að eignir hinnar nýju stofnunar (Ford Foundation) séu rneiri en nokkurrar annarrar sambærilegrar stofnunar í Banda ríkjunum, og hafa þó stofnanir á borð við Rockefeller Foundation og Carnegie Foundatiori ekki verið taldir neinir öreigar. Ford- stofnunin er sögð eiga 90% af því hlutafé Fordfélagsins, sem ekki kemu fram til atkvæða. Enginn, utan innsta hrings félagsins, veit hvers virði hlutabréfin eru, en kunnugir segja að það muni vera nær 1 milljarð dollara að verð- gildi, en þeim 238.000 dollurum, sem bréfin eru skráð á í bókum félagsins. Tekjurnar eru leyndarmál. Fordfélagið hefur haldið því stranglega leyndu, hverjar eru hinar raunverulegu tekjur þess, og hyggja nú ýmsir gott til þess að reikna það út, er opinbert verður, hverjar tekjur hin nýja stofnun fær á ári hverju að sín- um hlut. Stofnunin má verja fé til fram- kvæmda, bæði af tekjum sínum og með því að skerða stofnféð. En stofnféð er þó ekki hægt að skerða í reyndinni með öðrum hætti en selja einhverjum úr Ford-fjölskyldunni hlutabréf í félaginu. í Detroit er talið að hluti stofnunarinnar af tekjum félagsins muni nema allt að 50.000.000 dollára á ári, meðan gengi félagsins er líkt því, sem nú er. Þetta gerir Ford-stofnun- ina tekjuhæstu og fjársterkustu stofnun sinnar tegundar í Bandaríkjunum, þar sem það hefur lengi verið í tízku, að auð- félög og auðmenn hafa lagt stórfé til slíkra stofnana, er bera nafn þeirra, og vinna að ýmsum mannúðar- og menningarmálum. Talið er að um 1000 slíkar stofn- anir séu nú starfandi þar í landi og eignir þeirra eru taldar nema a. m. k. 2 milljörðum dollara. Framlög þeirra til uppeldismála, vísindastarfsemi og mannúðar- mála nema um og yfir 100.000.000 dollara á ári. Carnegie og Rockefeller. Næst á eftir Ford að fjármagni kemur Carnegie-stofnunin. Hún er talin eiga 175.000.000 dollara og systurstofnanir hennar 100.000.000 dollara. Eignir Rockefeller-stofnunarinnar eru bókfærðar á 153.000.000 dollara, en raunverulegt verð þeirra er talið a. m. k. 226 millj. dollara. Síðan þessi stofnun hóf starf ár- ið 1913 hefur hún lagt fram 439 milljónir dollara til ýmiss konar vísinda- og menningarstai’fsemi. Fordstofnunin var sett á lagg- irnar árið 1936 af Edsel Ford, en henni óx ekki fiskur hrygg fyrr en eftir dauða gamla Fords. Með því að arfleiða stofnunina að meginhlutanum af hlutabréfum Fordfélagsins sá gamli maðurinn við því, að ríkið fengi ekki nema sáralítinn erfðaskatt af eignum hans, en hann gat numið allt að 77%. Var þá einnig hægt að forða því að nokkuð af hlutabréfum félagsins væri selt á frjálsum markaði, en til þessa hefur fjöl- skyldan haldið öllum hlutabréf- um í eigin hendi. Þannig var fyrir það girt, að utanaðkomandi öfl gætu náð tangarhaldi í félaginu. Starfssvið stofnunarinnar. Stofnunin hefur þegar lagt fram stórfé til sjúkrahúsá og annarra menningarmála, en með nýrri stofnskrá, sem gefin var út á þessu ári, var henni fengið nýtt starfssvið. Er henni ætlað að styi'kja hvers konar starfsemi, er stuðlar að bættri sambúð þjóð- anna og aukinni menningu mannsins og bættum lífskjörum hans. Ei' hér orðinn mikill mun- ur á síðan gamli Henry Ford ætl- aði að bjarga heimsfriðinum með „friðarskipi" sínu í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. í stofn- skránni segir, að undirrót ófriðar sé „fátækt og sjúkleiki, sú óvild, sem sprettui' af mismunandi lífs- kjörum og öryggisleysi í efna- hagsmálum og árekstrar kyn- þátta.“ Stofnunin hefur þegar ákveðið að leggja fram 3 millj. dollara til nokkurra amerískra háskóla til rannsókna á ýmsum þáttum í mannlegum samskipt- um. Með því að fá Paul G. Hoff- man fyrir forseta, þykir hún hafa vaxið að áliti og enda þótt enginn geri ráð fyrir að fjármagn henn- ar, þótt mikið sé, leysi vandamál mannkynsins, hefur ákvörðun félagsins um starfsemi stofnunar Aðalmálgagn kommúnistastjórn- arinnar í Austur-Þýzkalandi hef- ur nýlega sakað ýmsa af héraðs- stjórum flokksins um sviksam- legt framferði í nýafstöðnum kosningum þar í landi og segir blaðið að óhjákvæmilegt sé að hreinsa til í flokknum og útiloka alla, sem gangi með „sýktan“ hugsunarhátt. Blöð á Vesturlöndum voru fljót að gi'ípa tækifærið og benda á, að þessi tilkynning varpi nokkru ljósi á þær fullyrðingar komm- únista, að frambjóðendur þeirra hafi hlotið fylgi 99% kjósenda í kosningum þeim, sem háðar voru í haust. Ef 99% af þjóðinni hefðu fylgt hinni kommúnistísku sam- fylkingu, hefði vissulega ekki verið ástæða til þessarar tilkynn- ingar, sem lét þess jafnframt get- ið, að margir af trúnaðarmönnum kommúnista hefðu ekki staðist í'eynslupróf kosninganna. Er og vitað, að kosningar þessar voru ekkert nema hinn herfilegasti skrípaleikur og að andspyrna gegn miðaldakúguninni í Aust- ur-Þýzkalandi er mikil, þrátt fyrir grimmilegar ofsóknir gegn öllum þeim, sem ekki skríða fyrir einvaldsherrum kommúnista og játa hina sönnu Moskvutrú. Þingið, sem alltaf segir já. Nú miðjan nóvember kom þing það, sem kommúnistar létu „kjósa“, saman til fyrsta fundar í Austur-Berlín. Vestrænir blaðamenn hafa fylgst með störf- um þingsins þessa fyrstú daga og þeim finnst það minna óþægilega á annað „þing“, sem líka var haldið í Berlín, rétt fyrir heims- styrjöldina síðari. Einn þeirra, Russel Hill, lýsir þinginu þannig í grein í Parísarútgáfu Herald Tribune 16. nóvember: Á meðan Bundestag, eða þing Vesturþýzka sambandsríkisins háði mikilvægar umræður um þáttöku Þjóðverja í varnarkerfi Evrópu, í Bonn, kom Volks- kammer, eða þing Austurþýzka lýðveldisins svokallaða saman til fyrsta fundar síns í Austur-Ber- lín, og þar gaf að líta tvær ólíkar samkundur. Þetta var í fyrsta sinn frá stofn- um hins austurþýzka lýðveldis, í okt. 1949, sem þing er kallar sig kjörið af þjóðinni, kemur saman þar í landi. Heilt ár fór til þess að undirbúa kosningarnar og á þess- um tíma voru „borgaralegu“ þessarar vakið athygli og þykir ýmsum féið betur komið í menningar- og vísindastarfsemi af þessu tagi en í lófa örfárra fjölskyldumeðlims, sem gátu ráðstafað því að vild og geðþótta. flokkarnir kúgaðir til þess að ganga til samfylkingar og til kosninganna undir sameinuðu, „þjóðlegu“ prógrammi, undir leiðsögu kommúnista. Fyrir ári samþykktu þessir flokkar að taka þátt í ríkisstjórn kommúnista, enda var þeim þá lofað því að kosningar skyldu háðar þar sem flokkar þeirra fengju að keppa við kommúnista um kjörfylgið. En margt breytist á heilu ári og síðan hafa leiðtogarnir verið svo siðaðir, að engin ytri merki and- stöðu eru sjáanleg. Á fimm ára tímabili, frá stríðslokum og til þessa dags, hafa austur þýzku flokkarnir gengið í gegnum a. m. k. fimm „hreinsanir“ með þeim afleiðingum, að flestir eða allir þeirra, sem fram á voru í upp- hafi, ertu nú horfnir af sjónar- sviðinu, en í staðinn komnir menn, sem enginn vissi deili á. Heildarútkoman varð svo vitan- lega sú, að þégar þingið var kos- ið, voru fulltrúarnir allir annað tveggja flokksbundnir komm- únistar eða menn, sem kommún- istar höfðu samþykkt að væru í kjöri og þessir menn eru síðan sagðir hafa fengið umboð sitt frá 99% þjóðar, sem ekki átti ann- arra kosta völ. Þegar þessi for- saga er athuguð, þarf enginn að undrast þótt þetta þing sam- þykki umyrða- og mótatkvæða- laust allt, sem fyrh' það er lagt. Volkskammér — Reichstag. Vestrænir blaðamenn, sem sáu þingið að starfi, minntust þess að vísu að það kallaði sig Volks- kammer, en þeir mundu þá glögt að eitt sinn sat annað „þing“ í Berlín og það hét Reichstag. — Hermann Göring stjórnaði þeirri samkomu, er hún var einna lík- ust núverandi Volkskammer. Á þingi Hitlers voru menn yfirleitt í einkerinisbúningum nazista- flokksins, á þingi kommúnista ber ekki eins mikið á einkennis- búningum, en að öðru leyti virð- ist margt líkt með skyldum. Fyrsti fundurinn var jafnframt formleg vígsla þingsins og var í sjálfu sér ekkert athugavert við það þótt umræður væru þá eng- ar. Flokksforustan hafði ákveðið fyrirfram, hverjir skyldu vera embættismenn þingsins. Slíkt gæti raunar einnig gerzt á vest- rænum lýðræðisþingum, enda þótt samsteypur flokka innibindi þar naumast öll pólitísk blæ- brigði þannig, að engin hjáróma rödd heyrist. En Alþýðuþingið gerði annað, sem ekkert vestrænt lýðræðisþing hefði gert og hvergi gæti gerzt nema handan járn- tjaldsins. Það samþykkti í einu hljóði og án allra umræðna til- lögu um hvaða stjórnardeildir skyldu stofnsettar og heimild til handa ríkisstjórninni til þess að setja á laggirnar ríkisfram- kvæmdaráð með lauslega ákveðnu, en mjög víðtæku valdi, ennfremur var umræðulaust sam þykkt heimild til handa ríkis- stjórninni til þess að útnefna ótiltekna tölu embættismanna, sem einnig hafa mikið en þó óljóst vald í efnahagsmálum landsins. Nazistar sýndu það 1933, hvernig eitt löggjafarþing getur, með því að samþykkja rúmgóð „heimildarlög", afsalað sér öllu sínu eigin valdi. Það, sem gerðist í Volkskammer var að vísu dálítið annars eðlis. Þetta þing hafði aldrei neitt vald til að byrja með. Þingið aðeins sýningargluggi. Á stjórnarárum Hitlers glataði Ríkisþingið þýzka gjörsamlega þýðingu sinni og gildi. Þetta virðist ætla að verða örlög hins svokallaða alþýðuþings. Ef nú, eins og gert er ráð fyrir, hátt- settur kommúnisti verður gerður að formanni ríkisframkvæmda- ráðsins, mun stofnun sú, er hann veitir forstöðu, verða miklu áhrifameiri en þau ráðuneyti, sem eiga að fjalla um efnahags- mál. Allar ákvarðanir, sem nokkru máli skipta — ef þær á annað borð verða teknar í Þýzka landi — verða teknar af flokks- stjórn kommúnista. Þingið mun síðan leggja blessun sína á þær, en ráðuneytunum verður falin hin tæknilega framkvæmd. Þetta þing heldur upp á ýmis formsatriði og siði lýðræðisþinga Vesturlanda. Þingforsetinn leitar t. d. alltaf mótatkvæða, er tillög- ur eru bornar upp, en það eru bara aldrei nein mótatkvæði. — Einum sið Vesturlandaþjóða hef- ur þó þegar verið varpað fyrir borð, sem sé þeim, að áheyrend- ur á þingpöllum skuli ekki blanda sér í umræður eða störf þingsins. Þegar þingforsetinn hrópaði: „Lengi lifi leiðtogi heimsfriðarhreyfingarinnar, Jos- ef Vissarionovich Stalin!“ risu allir þingmenn úr sætum sínum og ákölluðu foringjann samfleytt í nokkrar mínútur. Áheyrendur á pöllunum tóku hraustlega und- ix með þingheimi, en þarna brást þó einingin að nokkru leyti: Or- fáir vestrænir blaðamenn, sem staddir voru þarna, sátu kyrrir, og létu foringjann ekki lifa með hinum, en vissulega var þeim innanbrjósts eins og manni, sem gleymir að taka ofan í kirkju sinni! Fimdizt liefur: Barnasleði og sjállblekung- ur (merktur). — Upplýsing- ar í Barnaskólanum. Sími 1149.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.