Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Greiciíi blaðið s.Jlvíslega! Póstkröfur fyrir árgjaldi blaðs ins hafa verið sendar til ým- issa póststöðva. Munið að vitja þeirra! XXXm. árg. Akureyri, íniðvikudaginn 29. nóvember 1950 51. tbl. „Brosir þá Goðmundur kóngur!“ Hér sjást talsmenn austurs og vesturs á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í Lake Success og virðist fara vel á með þeim. Vishinsky, utanríkisráðherra Sovétstjórnarinnar t. v., Acheson, utanríkis- hcrra Bandaríkjanna t. h. En á fundum þingsins, er fulltrúar austurs og vesturs deila, fljúga hnútur um borð og orð eru ekki hógvær, enda þótt persónulegt sainkomulag fulltrúa virðist gott utan þingsalanna. Hjalteyrarverksmiðjan hefur brætt nær 9000 lestir af karfa 1 síðustu viku lönduðu fimm togarar karfa á Hjalteyri, samtals um 1500 lestum. Skipin voru Eg- ill rauði, Goðanes, Egill Skalla- grímsson, Askur og Hvalfell. Eru þau öll farin á veiðar aftur, en karfaveiðin gerizt nú tregari en var í sumar. Verið var að ljúka við bræðslu á þessu magni á mánudaginn. Hafði verksmiðjan á Hjalteyri þá alls tekið á móti nær 9000 lestum af karfa síðan í vor. Áður en tog- Norðmenn fram- leiða eggjalivítu- efni úr þorski í vísindafréttadálki stórblaðs- ins New York Times var frá þvi skýrt nú nýlega, að Norðmönn- um hefði nú tekizt að framleiða „gerfi-eggjahvítu“ (synthetic) úr þorski. Telur blaðið þetta meiHia framleiðslu og mikla möguleika henni tengda. Eitt pund af eggjahvítuefni úr fiski (protein) jafngildir 150 eggjahvítum úr hænueggjum. — jHreint fiskiprotein má nota til þéss að framleiða brauð, vefnað- arvörur, málningu, sápu, pappír o. fl. vörutegundir. Tvö norsk fyrirtæki starfa nú að framleiðslu eggjahvítunnar, segir blaðið, en hún er enn á tilraunastigi. Fyrir stríð munu ÞjóSvorjar hafa verið komnir á góðan rck- spöl með slíka framleiðslu. araverkfallið hófst hafði verk- smiðjan tekið á móti nær 3000 lestum og í sumar og haust um 6000 lestum. Lönduðu Norð- fjarðartogararnir og Seyðisfjarð- artogarinn afla á Hjalteyri í sumar og haust, og eftir að verk- fallið leystist, bættust Reykja- víkurtogarar í hópinn. Mikil atvinna. Geysileg atvinnuaukning hefur verið að karfavinnslunni fyrir Hjalteyringa og fólk úr nærliggj- andi sveitum. Þegar svo mikið berst að í einu, sem í sl. viku, hefur þurft að fá aðkomuverka- fólk, úr Arnarneshreppi, af Ár- skógsströnd og héðan frá Akur- eyri. Hefur þetta ár verið ágætt atvinnuár á Hjalteyri. Nú er búið að flytja út síldar- lýsi frá Hjalteyrarverksmiðjunni, og gert er ráð fyrir að allt karfa- mjölið og karfalýsið fari á er- lendan markað snemma í næsta mánuði. Samvinnunámskeið á vegum KEA Þessa dagana stendur yfir hér í bænum samvinnunámskeið á vegum KEA. Eru þátttakendur TÖsklega 20 talsins, úr ýmsum deildum félagsins, þar af nokkrar konur. Frú Anna Snorradóttir stýrir námskeiðinu, en ýmsir af starfsmönnum kaupfélagsins flytja erindi. Þá er og starf fé- lagsins kynnt með heimsóknum í deildir og verksmiðjur. ^■s#'#s#s#^s#>#s#s#s#s#s##»^#s#s#s#^>#'#s#s#'^#>^s#s#s#.<« II Enn skortir 150 ; þúsmid kr. til j togarakanpanna | !; Enn er ekki gengið frá tog- ; !; arakaupum Útgerðarfélags; !; Akureyringa, en málið er í; !; deiglunni og má búast við því '• j! að það verði endanlega af- ! '! greitt á næstunni. Togari sá,! !! sem til mála kemur að Út- ! gerðarfélagið kaupi, fer í! !; reynsluför nú um mánaða- ; !; mótin og mundi skipið vænt- !; anlega geta komið hingað fyrir !; jól, ef sainningar takast. !; í gær skorti enn 150 þúsund ;! krónur á að Útgerðarfélagið ;! hefði fengið þær 400 þús. kr. í ■! auknu hlutafé, sem þörf er á! !! til þess að félagið geti lagt 1; fram nauðsynlegt fé til kaup- ! !; anna. Er þess vænzt að þeir; !; bæjarbúar, sem þess eiga !; nokkurn kost, kaupi hlutabréf J; nú næstu daga. Bréfin eru ;! seld á skrifstofu félagsins alla ;! daga. Jönmdur og Sval- bakur á ísfisk- veiðum Togararnir Jörundur og Sval- bakur eru hættir karfaveiðum og farnir á ísfiskveiðar, en Kaldbak- ur er farinn á karfaveiðar. Er líklegt að þetta verði síðasta karfaveiðiför hans að sinni. Hörmulegt slys á Þórshöfn í fyrrinótt varð húsbruni á Þórshöfn. Magnaðist eldurinn með svo skjótum hætti, að ekki varð unnt að bjarga öllum úr húsinu og brann þar inni 4 ára telpa, dóttir Indriða Guðmunds- sonar á Þórshöfn. Húsið brann til kaldra kola og innanstokksmun- ir allir. Er harmur sár og mikið eignatjón kveðið að hjónum þeim, er þarna eiga hlut að máli. Bátur ferst við Sauðanes Á laugardaginn strandaði vél- báturinn Þormóður rammi frá Siglufirði við Sauðanes, vestan Siglufjarðar. Björgunarsveit frá Siglufirði bjargaði mönnunum 4 talsins á sunnudaginn. Veður var mjög slæmt og var ferð björgun- arsveitarinnar hin erfiðasta. — Þykir björgunin hafa tekizt giftusamlega. Freðfiskframleiðslan hefur mjög dregizt saman, en saitf iskfram- leiðslan vaxið Saia á fiskafurðum gengur nú greiðíega Hinn 1. þ. m. var framleiðsla landsmanna á frosnum fiski 1/3 minni en á sama tíma í fyrra, en aftur á móti hefur saltfiskfram- leiðslan aukizt stórkostlega. Framleiðslan á freðfiskinum skiptist þannig: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 583.000 kassar (923.000 kassar í fyrra), S. í. S. 78.000 kassar, (81.000 lcassar í fyrra). Aðrir aðilar 18.000 kassar (35.000 kassar í fyrra). Samtals 1. nóv. sl. 679.000 kassar, en í fyrra 1039.000 kassar. Athyglis- vert er í þessu sambandi, að framleiðsla hraðfrystihúsa kaup- félaganna, sem S. í. S. hefur söluumboð fyrir, hefur nær ekk- ert gengið saman á þessu ári. Greiður útflutningur. Frosni fiskurinn er nú fluttur viðstöðulaust úr landi, eftir því, sem skiprúm leyfir. Dettifoss er nýfarinn til Ameríku með 30.000 kassa, Foldin hefur verið að ferma flatfisk til Bretlands, um 20.000 ks.GoðafossogVatnajökull ferma í byrjun næsta mánaðar. Tæpar 2000 lestir eru samt óseld- ar enn af þessa árs framleiðslu. Mikil saltfiskframleiðsla. Hinn 15. þ. m. höfðu verið framleiddar 49.000 lestir af salt- fiski á öllu landinu, og er það bæði togarafiskur og bátafiskur. Á sama tíma í fyrra nam heildar- framleiðslan 18.000 lestum, og er hér því um mjög mikla aukningu að ræða. En með nóvember- komu tók af að mestu saltfisk- verkun og bættust aðeins 100 lestir við fyrstu 15 daga mánað- arins og var það framleitt hér norðanlands og norðaustanlands. Undanfarið hefur verið unnið að því að lesta þurrfisk og blautfisk í spánskt skip og þunnildi í norskt skip, sem fer til ítalíu. Katla er nýfarin til Portúgal með fiskfarm, en Arnarfell flutti saltfiskfarm til Grikklands fyrir skömmu og er nú á heimleið. Veiddi fyrir tvær og hálfa milljón króna á 32 dögum Togarinn Bjarni Ólafsson frá Akranesi hefur aflað karfa að verðmæti 2V2 millj. króna á 32 dögum, en þessi togari varð fyrstur á veiðar eftir að togara- verkfallið leystist. Hlutur háseta varð um 4000 krónur. Karfinn var nær allur flakaður og fryst- ur. Vinnlaun í landi nema hundr- uðum þúsunda króna. Menn geta gert það að gamni sínu að reikna út hvað þessi togari liefði aflað fyrir á 129 dögum, og sent Al- þýðufl.forustunni reikninginn. Þriðja Sambandsskipinu hleypf af stokkunum í Svíþjóð T) Hinn 23. þ. m. var hleypt stokkunum í Oscarshamn í Sví- þjóð þriðja skipi Sambands ísl. samvinnufélaga. Skírði frú Linnéa Johansson, kona Albin Johansson, aðalforstjóra KF, sænska samvinnusambandsins, skipið og hlaut það nafnið „Jök- ulfell“. Skipið er 1000 tonn dw., og er frystiskip, búið nýtízku frysti- útbúnaði, og á að halda 20 stiga frosti. Rúmmál skipsins er ca. 60.000 cbf., ganghraði er 13 míl- ur. Skipið verður væntanlega af- hent Sambandinu á fyrri hluta næsta árs. Þetta nýja skiþ Sambandsins er einkum miðað við þarfir hinna smærri hafna kringum landið. Hin stærri millilandaskip geta ekki lagst þar að bryggju, og var óleyst úr þeirri þörf að koma framleiðsluvörum, svo sem fiski og kjöti, með hagkvæmu móti á markaðsstaði. Nú hefur Sam- bandið greitt úr þessu með þess- um skipakaupum og mun verða mikið hagræði að því fyrir hér- uðin og sú bættaaðstaða,semfæst með komu þessa skips, verða til þess að örva framleiðsluna. Jökulfell“ er 1000 smálesta frystiskip af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.