Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2D. nóv. 1950 DAGUB 5 Þá telur flokksþingið nauðsynlegt, að gerðar verði ráðstaf- anir til þess að tryggja það enn betur en nú er, að læknar starfi í þeim héruðum landsins, sem erfiðast hefir reynzt að fá lækna í. III. Vinnumál. Flokksþingið telur brýna nauðsyn bera til að gérðar séu ráðstafanir til að koma í veg fyrir \innudeilur og langvar- andi vinnustöðvanir, er lama frámleiðsluna og skapa neyðar- ástand meðal almennings í landinu. Sérstaklega vill það leggja áherzlu á eltirfarandi meginatriði: 1. Kaup og kjör fari eftir útreikningi á sannvirði vinn- unnar á hverjum tíma. 2. Gerðir séu heildarsamningar milli landssamtaka verka- manna og atvinnurekerída til a. m. k. eins árs í senn. 3. Tryggt verði, að ekki komi til verkfalls eða verkbanns, nema sannað sé með leynilegri atkvæðagreiðslu, að meirihluti félagsmanna í hlutaðeigandi stéttarfélagi sé því fylgjándi. Flokksþingið skorar á samtiik launþega og sarntök atvinnu- rekenda að fallast á og lreita sér fyrir því, að skipuð verði kaup- lagsnelnd sérfróðra manna, sem aðilar gefi vald til að ákveða kaup og kjör, þegar þess er óskáð af þeim sameiginlega, enda starfi nefndin samkvæmt fyrirfram viðurkenndum megin- reglum um skiptingu brúttótekna af atvinnurekstri milli vinnu, stofnkostnaðar og rekstrarfjármagns. Flokksþingið vekur athygli á því, að athuganir, sem gerðar hafa t erið að tilhlutan Áiþýðúsambands íslands og Bandalags sta'rfsmanna ríkis og bæja, leiða í ljós, að einhliða kauphækk- unarstefna getur verið mjög varhugaverð fyrir launþegana sjálfa, þar sem kauphækkun ber ekki tilætlaðan árangur nema sérstök skilyrði séu fyrir hendi. Telur flokksþingið, að sam- tökum launþega beri fyrst og fremst að vinna að því, að kaup- máttur launanna verði sem rnestur, m. a. með því að hvetja launamenn til að taka þátt í starfi samvinnufélaganna og styðja það af fremsta megni. Húsnæðis- og byggingantál. Flokksþingið lítur svo á, að húsnæði sé ein af nauðsynleg- ustu frumþörfum hvers ntanns, og þess vegna beri þjóðfélag- inu að stuðla að því, að þessari þörf sé fullnægt svo sem bezt má verða á hverjuin tírna. Sökum hinna miklú fólksflutninga og hins öra vaxtar bæj- anna, hefir mikið jafnvægisleysí myndazt i húsnæðismálum. Gjaldeyrisöflun og fjárhag þjóðarinnar er nú þann veg komið, að erfitt mun reynast að bæta úr þessu ástandi á skömmum thna. Flokksþingið telur því nauðsynlegt, að Framsóknarflokk- urinn beiti sér fyrir ýmsum ráðstöfunum til þess, að sá gjald- éyrir og jiað fjármagn, sem til íbúðabygginga er varið, komi þjóðfélaginu að sem mestum notum, og að tryggð verði sem bezt nýting þess húsnæðis, sem til er í landinu. í þessu skyni bendir flokksþingið á eftirfarandi leiðir: 1. Byggingarsjóði Búnaðarbankans verði tryggt nægilegt fjármagn til þess að hann geti st'arfað lögum samkvæmt, og þannig unnið gegn flutningi fólks úr sveitum í bæina. 2. Fjármagn byggingarsjóða verkamannabústaða og sam- vinnubyggingarfélaga verði aukið eftir megni, s\o að hægt sé að veita sem hentugust lán til íbúðarhúsa. 3. Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans verði tryggt nokkurt fé til þess að gera tilraunir með nýjár og hagkvaémar byggingaraðferðir og stuðla að útbreiðslu þeirra. 4. Byggjendum í bæjum og kauptúnum verði veitt aðstoð hliðstæð þeirri, er Teiknistofa landbúnaðarins á að veita byggjendum í sveitum. 5. Afnumið verði það fyrirkomulag, sem nú tíðkast, að þóknun verktaka miðist við ákveðinn. hundraðshluta af kostn- aðarverði bygginga. 6. Sett verði skýr lagáákvæði um gagnkvæmar skyldur og réttindi leigusala og leigutaka húsnæðis. 7. Meðan húsnæðisskortur ríkir, verði reynt að draga úr honum með húsnæðisskömmtun í einhverri mynd, eftir því sem bezt hentar á hverjum stað. 8. Stuðlað verði að því, að framkvæmt sé leigumat á leigu- húsnæði í kaupstöðum landsins á grundvelli þeirra húsa- leigulaga, sem nú eru í gildi. 9. III. kafli laga nr. 44, frá 1946, um opinberá aðstoð við byggingar íbúðarbúsa í kaupstöðum og kauptúnum, verði látinn koma til framkvæmda eins fljótt og fært þykir. V. Póstsamgöngur. 9. flokksjiing Framsóknarflokksins skorar á þingmenn og ráðherra flokksins að beita áhrifúm sínum til Jress að póst- ferðir verði hvergi sjaldnar en að póstur komi einu sinni í viku, þ\ í að fyrii komulag Jrað, sem nú er, að póstur komi ekki nema á hálfsmánaðar fresti, er algjörlega óviðundandi. VI. Tryggingamál. 9. flokksjiing Framsóiknarflokksins skorar á þingmenn fíokksins að athuga gaúmgæfilega, hvort eigl sé tímabært að breýta löggjöfinni um brunatryggingar íbúðarhúsa á þann \eg að leyfa fleiri aðiluin en nú að annast slíkar tryggingar. Gíæsífeg barnaskólsbygging vígð í Hofsós Vatnsveita til þorpsins fullgerð fyrir nokkru Vígsla nýs barnaskóla á Hofs- ósi fór fram 29. okt. sl. að við- stöddu fjölmenni. Prófasturinn, sr. Guðbrandur Björnsson, flutti messu í skólanum, en á eftir tal- aði oddviti hreppsins, Kristján Hallsson kaupfélagsstjóri, og af- henti skólanefnd húsið til afnota. Þá talaði skólastjórinn, Garðar Jónsson, og því næstnámstjórinn, sem þarna var mættur fyrir hönd fræðslumálastjórnarinnar. Skólahald á Hofsós var orðið mjög örðugt vegna húsleysis. Gamla húsið, sem á sinni tíð var gott, brann í fyrra, en var að vísu orðið gjörsamlega óhæft, enda ekki kennt í því seinustu veturna, heldur leigt hús, sem á sumrin var notað fyrir gistihús, en var óhentugt mjög til skóla- halds. Þess vegna hefur um all- langt skeið verið mjög ofarlega á baugi að koma upp sæmilegu skólahúsi, og réðst hinn litli hreppur í það strax og hann var orðinn sjálfstætt sveitarfélag, en það varð hann 1949. Vann form. skólanefndar, sr. Guðbrandur, mjög að skólamálinu, og svo tók hin nýja hreppsnefnd fram- kvæmdina að sér, og fyrir frá- bæran dugnað oddvitans og fórn- fýsi hreppsbúa, er nú nokkur hluti byggingarinnar risinn og tekinn til afnota, en byggingin öll er hugsuð í áförigum, jafn- skjótt og þarfirnar kalla, en þetta sem. nú er gert mun duga all- lengi, að því er séð verður. Þessi hluti byggingarinnar er mikil þorpsprýði, fullgerður og vel frágengið að öllu leyti. Húsið er 22,6 metrar á lengd og 9,9 m. á breidd, tvílyft og breiðir gang- ar á báðum hæðum. Á neðri hæð eru tveir inngangar, kennslustofa fyrir 30 börn, hreinlætisherbergi fyrir börnin, sitt fyrir hvort kyn, geymslur og miðstöðvarherbergi. Á efri hæð eru 2 kennslustofur, sem hsegt er að gera að einum sal, áhaldaherbergi, kennarastofa og hreinlætisherbergi. Og allt er húsið mjög bjart og vistlegt. Það stendur á fallegum stað, ofarlega í þorpinu, og verður stór og falleg grund í.kringum það. Og gott er til.þess að vita, aö með dugnaði og hyggindum hefur reyhZt kleift að koma húsinu upp fyrir lægra verð en margir bjuggust við, en talið er að teningsmetrinn muni kosta um kr. 320.00. En eigi að síður er það mikið fyrir fámennt þorp, enda hafa gjaldendur látið til skólans síðastliðin 2 ár 1/3 af öllum tekjum hreppsins. Og þó ber ekki að gleyma því, að jafn- framt þessu hefur hreppurinn á þessum árum náð því langþráða marki, að leiða vatnsveitu ofan úr fjalli um þorpið. Það, sem þetta litla þorp hefur gert með samhug og samheldni, er til fyrirmyndar, og margbless- ist þeim framtakssemin. — Sn. S. Tilboð óskast í ljó$asamstæðu, 12i/£ kw., ca. 18 hk. Víxilstraumur. — Einnig í mjaltavélábenzín- mótor. Upplýsingar í síma Skjald- arvík. Verzlunarmann og x\fgreiðslustúlku Vantar nú þegar. Afgr. vísar á. Kvenkjólar Úrval fyrirliggjándi og væntanlegt. Verzlunm Ásbyrgi Skipagötu 2 Jpplýsingar óskast um fiogaveika sjiiklinga Frá Geðverndarfélagi íslands hefur blaðinu borizt eftirfarandi: „Um flogaveika (,,krampa“) hér á landi eru aðeins til litlar upplýsingar. Líkur eru þó fyrir að tala þessara sjúklinga skipti nokkrum hundruðum. Sjúkdómur þessi birtist í all- mörgum myndum og er einkum vægustu tilfellunum oft ekki nægur gaumur gefinn, einkum regar krampaköstin eru strjál, eða um er að ræða smámeðvit- unamissi, minnisleysisaugnablik, skapbrigði eða þokuvitund, sem fara oft undan eða eftir kramp- anum eða koma í staðinn fyrir hann. Oll þessi „vægari“ tilfelli munu algengari en hin þyngri, óar sem um er að ræða krampa og meðvitundarmissi. Vægu til- fellin skipta samt oft meginmáli fyrir starfshæfni sjúklingsins og geta jafnvel verið stórhættuleg fyrir hann sjálfan og aðra. Þyngstu tilíellin eru þannig, að sjúklingarnir þurfa á langvarandi sjúkrahússvist að halda. Ekki er völ á neinum sjúkra- húss- eða heimilisplássum fyrir þá flogaveiku, sem á þeim þyrftu að halda, og takmörkuð aðstoð, sem hægt hefur verið að veita öðrum flogaveikum. Geðverndarfélag íslands vill taka tií athugunar, hvort ekki muni unnt að aðstoða þessa sjúklinga og aðstanendur þeirra meir en verið hefur, og beinir því þeim vinsamlegu tilmælum til sjúklinga þessara og aðstandenda þeirra, að senda ritara Geð- verndarfélags íslands, frk. Guð- ríði Jónsdóttur, Kleppi, eftirfar- andi upplýsingar fyrir 1. des. næstkomandi: Nafn (eða a. m. k. kyn og upp- hafsstafi skírnarnafns og föður). Fæðingardag og ár. Heimili. Hvernig íýsir veikin sér? Örorka — ef um hana er að ræða. Hver er læknir yðar sern stendur? Samþykkið þér að hann gefi félagsstjórninni nánari upplýs- ingar, ef þeirra virðist þurfa? Er aðbúð sjúklingsins fullnægj- andi sem stendur?“ Jólagjafir lianda börnum Alls koriar húsaýr, fugl- ar, stríplingar og fleira úr óbrjótanlegu plástic. Hljóða, Jiégar Jrau eru kreyst. Söluturninn . ' Hamarsstíg og i. Verzlunin Ásbyrgi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.