Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 29. nóv. 1950
D AGUR
9
Wwm bókamarkaðlnum
fyrir landritara.
LjúÖmeeli eftir Símon Dala-
skáld. Valið hefur Þorvaldur
Jakotísson, áður prestur í
Sauðlauksdal. Rímnafélagið.
Reykjavík 1950.
Símon Dalaskáld var merklegur
maður. Og.þó áleit þjóðin á samtíð
líans, að hann væri ómerkileg per-
sóna og aðeins bullari, Svo fávís-
legir, ósvífnir og tízku-skorðaðir
eru dómar þjóðarinnar oft um ein-
staklinga. Og réttlátur yfirdómur
fæst venjulega þá fyrst, er dé>mþoli
er dáinn. Svo varð um Símon. Að
visu var hann oft og víða velkom-
inn aufúsugestur á ýmsum góðtim
heimilum um allt ísland á liinum
mörgu og löngii bóksöluferðum og
kynnisferðum sínum um langt og
skrykkjótt æviskeið. Menn dáðust í
bili að þessu einstæða farandskáldi
og fróðleiksmanni, — þessum brag-
fima og afar-hraðkvæða óðarsmið,
er var svo fágætur um þennan þjóð-
lega hæfileik, að menn höfðu eng-
um slíkum kynnzt áður.
En hitt mátti þó, meira, þegar
Símon var horfinn úr bænunr og
sveitinni og hálfgleymdur, —- að
blöð þjóðarinnar eltu hann á rönd-
urn með lítilsvirðingu og aurkasti.
Og það voru éinmitt bókmennta-
menn þjóðarinnar, sem affluttu
Símon mest, — áhrifamennirnir á
andlega sviðinu, sem almenningur
trúði og treysti betur en alþýðu
mati og eigin dómgreind. Vel gefnu
og bóklesnu mennirnir út um sveit-
irnar, sem vildu teljast menntaðir,
liéngu svo á bókmenntamönnunum
eins og „flotholti“ og svifust þá
ekki að' leggjast á lítilmagnann,
hvað Símon snerti, en fylltu þann
flokk, er afneitaði liinum fjarandi
rímna- og kenninga-kveðskap og
siðasta fulltrúa hans. Hófu til skýj-
anna „hminljósadeiftursíur" hinna
nýrri skálda, en fordæmdu „bullið
úr honum Símorii".
Dómurinn féll þannig „á hærri
stöðum“, að Símon var talinn ann-
að hvort ekkert skáld eða þá leir-
skáld. Matthías; — hinn bjartsýni,
víðsýni og umburðarlyndi skáld-
andi, — var sá eini af bókmennta-
mönnum þjóðarinnar, sem viður-
kenndi á prenti, að „þrátt fyrir allt
fyndust þó gullkorn innanum lijá
Símoni". En fyrir þau orð fékk
liann óþverravísu hjá bezta alþýðu-
skáldinu, Bólu-Hjálmari.
En hvers vegna var þá Símon
merkilegur maður? — Af því að
dómurinn var hlutdrægur og um
leið ran'gur. Af Joví að Símon var
síðasti fulltrúi hinnar fyrri kveð-
skaparstefnu, — rímnalistarinnar,
og kvað að minnsta kosti eins vel,
þegar hann vandaði sig, og hver
hinna fyrri höfunda til jafnaðar á
þeim vettvangi. — Af {>ví að Símon
var skáld, þegar öllu er á botninn
hvolft.
Því að hvað er að vera skáld, ef
ekki það, að kunna að rnóta fagrar
eða smellnar liugsanir og kunna að
gera þær fleygar, — meðal annars
með listrænu og háttbundhu orð-
færi, og með því að fá þeim vængi
viðurkenndrar braglistar.
Á þessu hefur hið unga Rímnafé-
lag vort áttað sig, er það hefur nú
hafizt handa og stofnað til myndar-
legrar útgáfu, sem er fullgilt sýnis-
horn af ljóðum Símonar.
Þetta cr stór bók, alls 31 örk eða
536 blaðsíður. Hefst hún með for-
mála og inngangi um Ijóöagerð og
önnur bókmcnntaverk höfundarins
eftir Snæbjörn Jónsson — auk efnis-
yfirlits og heimildaskrár. Þá korna
úrvöl cða sýnishorn úr 14 prentuð-
um ljóðritum Símonar, eftir aldurs-
röð, og eru þau þessi:
1. Kjartans ríma (1871).
2. Smámunir I (1872).
3. Búarímur (1872).
4. Smámuiiir II (1872).
5. Geirarðsrímur (1884).
C. Kórmakur (1886).
7. Atlarímur (1889).
8. Ármannsríma (1891).
9. Hávarðarrímtir (1891).
10. Stúfur (1892).
11. SÍghvatur (1905).
12. Hallfreður (1909).
13. Hrafnsrímur (f911).
14. Irigéilfsrímur (1912).
Síðast í bókinni eru Áður ópreni-
uð ljóð á 12 síðum, og enníremur
birtast í þessu riti tvö minningar-
kváði um Símon Dalaskáld eftir
skáldin, Matthías Jochumsson og
Jón Magriússon.
Auk þess flytur þessi útgáfa þrjár
myndir af höfundinum frá ýmsum
límum ævi hans, og er góður fengur
að þeim.
Sr. Þorvaldur Jakobsson emerit-
prestur (frá Sauðlauksdal, f. 1860),
hefur tfnnazt um úrval og útgáfu
Ijóðanna og rriun hafa leyst það
verk mæta-vel af liendi, þótt ekki
liafi verið vandalaust. Ber frágang-
ur útgáfunnar ótvíræðan vott um,
að ólóppinn er sá aldurhnigni
klerktir i kenningamáli íslenzkunn-
ar.
Ég er ekki við því búinn að dæma
1 jóðagerð Símonar Dalaskálds frem-
ur en gert hefur verið hér að fram-
an. En tilfæra vil ég tólf erindi úr
safninu, nálega af handahófi, er
mér virðast bera höfundi sínum
glöggt vitni sem góðum ljóðasmið.
Og heldur vildi ég þau kveðið hafa
en miðlungserindi ýrnsra þeirra höf-
unda, er öðlast nú skáldlaun með
Islendingum:
Aronsrima er öll vel kvéðiri. Þetta
er eitt erindið þar:
Vaskir fundust virðar þar;
vopn f mundum grenja;
titrar unclir lilfa mar;
aldan dundi benja. (Bls. 55.)
—o—
Gylla náir grund og hól,
geislum stráir hlýjum,
fögttr bráins sala sól,
sveipuð gráum skýjum.
(Bls. 87- Símon sá Steinunni Jóns-
dóttur frá Mælifclli, unga og fagra,
við Stafnsrétt, og hafði hún yfir sér
grátt og fíngert sjal eða slæðu. —
Siign Sigíúsar Halldórs frá Höfn-
um.)
—o—
Klerkur glaður vera vann,
vizkuhraður, fróður;
fjölda kvað af kvæðum hann,
kennifaðir góður. (Bls. 174.)
—o—
Lítil kinda eignin er,
— um það mynclast bögur —
tvö þér lynda læt ég mér
lömbin yndisfögur.
(Bls. 191. — Höf. kvað þessa vísu
á 12. ári).
—o—
Nær þú gyllir haf og hauður,
himin fagran dreginn á,
gulur, heiðblár, grænn og rauður,
glaður strax ég segi þá:
Millum Guðs og manna friður
mætur sé á himni og jörð.
Þér sé, hæstur hnatta smiður,
heiður, lof og þakkargjiirð.
(Bls. 247. — Úr kvæði um friðar-
bogann..).
—o—
Skafti treysti skæður sér
skylmast braridi svara.
Féll með hreysti fleina grér
(Bls. 262. — Kosningavísa).
—o—
Guðrún íðil-glöð og frjáls
grennir kvíða, ung og fríð,
ljénnar blíð með bjartan háls
brúða prýði í Sléttuhlið.
(Bls. 265).
—o—
Ljúf við drótt, um land og mar
lánið hljóttu sanna,
fáguð gnóttum fegurðar,
Friðriks dóttir Anna. (Bls. 265).
—o—
Vantrú býr oss voða hér
vart með rýrum krafti,
því lnin dýrið afgrunns er,
eitri spýr úr kjafti. — (Bls. 268).
—o—
Kýs minn lengi hugur hratt:
hér á vengi fanna,
að sem fengi ílesta glatt
fríða drengi og svanna.
(Bls. 277).
—o—
Firnum háð er starfið strítt;
stend ég fári kvalinn;
þyrnum stráð er gatarf grýtt
gegnum táradalinn.
—o—
Linda sunna ljúf, hjá þér
Ijóðin runnu upp úr mér;
þín þá brunnu brúna gler,
bros á mtinni léku sér.
Svo mætti lengi telja, — en líka
stórgölluð erindi, — og er Símon
ekki einn skálda um þau.
Snæbjörn Jónsson, stórvirkasta
rímnaskáldið, sem nú er uppi, hef-
ur, sem áður, sagt margt spaklegt
og sjálfstætt lntgsað um Símon, og
vil ég að lokum tilfæra hér riokkur
orð hans lir inngangi þessa rits:
„Heil (>ld er liðin, síðan Símon
Dalaskáld hóf að yrkja, en allt til
þessarar stundar liefur hann ekki
mætt fyrir öðrum dómi en sam-
tíðarinnar — og guðs. Bækur ltans,
þar sem skráð var svarið við spurn-
ingunni um það, hvað hann hefði
unnið dfottins veröld til þarfa, voru
ekki fyrir hendi. Þær voru horfnar,
svo að seinni tíðin hafði engin
skilríki til þess að geta kveðið upji
tirskurð. Með þessari bók, sem 1111
hefur göngu sína éit í veröldina, er
lionum íoks stefnt fyrir nýjan clóm-
stól, — dómstól framtíðarinnar. Hér
verður engu um það sjráð, hvernig
lionum muni farnast þar. „Lítt
sjáum afttir, en ekki fram“. En eitt
er það, sem ekki þarf spádómsgáfu
til að segja: Honum er ekki stefnt
einum, heldur með horium þeirri
grein íslenzkra bókmennta, sem, á-
samt Passiusálrnunum,vermdi okkar
litlu og lirjáðu þjóð bezt og lengst
á þeim hörmungar-öldum, er lnin
var allra mest ylsins þurfi. Svo að
ef Símon Dalaskáld á að dæmast til
útlegðar á Helgrindum ævarandi
þagnar, þá fer hann þangað með
miklu föruneyti." — (Bls. xliii).
Snæbjörn Jémsson og Rímnafé-
lagið liafa nú séð fyrir því, að Sím-
on liggur ekki lengur óbættur hjá
garði, — og eiga þiikk skilda fyrir
— allrar alþýðu á íslandi.
H. f. Leiftur hefur jirentað þessa
bók og leyst það vel af hendi.
Símon Dalaskáld mun af láum
samtíðarmönnum sínum hafa verið
talinn frumlegt skájd. Þó kveður
hann öðruvísi en allir aðrir.
19. nóv. 1950.
Konráð Vilhjálmsson.
Sveinn Auðunn Sveinsson:
Leiðin lá til Vesturheims.
Skáldsaga frá Bandaríkj-
unum. Keilisútgáfan. Rvík
1950.
Ný skáldsaga. Nýr höfundur.
Nýtt bókaforlag. —• Víst er all-
mikið nýjabragð að þessu öllu
saman, en hitt er þó miklu
merkari nýjung og nýstárlegri í
hvívetna, að með sögu þessari
hafa íslenzkar bókmenntir eign-
azt skáldsögu, sem er þess' vel
makleg, að eftir henni sé tekið,
og nýtt söguskáld, sem vissulega
virðist líklegur til mikilla af-
reka, ef hann heldur svo fram
stefnunni sem upphafið lofar. —
Enginn byrjandabragur eða við-
vaningsháttur er á vinnubrögð-
um þessa höfundar, heldur
stekkur hann að kalla fullskap-
aður og með alvæpni inn í bók-
menntaheiminn, eins og Pallas
Aþena forðum úr höfði föður
síns, Seifs ægiskjalda. Frásögnin
er breið, samfelld, hógværleg, en
þó víða magni þrungin. Stíll höf-
undar er þjálfaður og viðfelldinn
og fellur vel að efninu. Víst má
sjá þess óræk merki, að Sveinn
Auðunn hefur lært bæði margt
og mikið af öðrum höfundum,
bæði innlendum og útlendum,
samtíðarmönnum og eldri skáld-
um. En sízt er þetta sagt honum
til lasts, heldur miklu fremur hið
gagnstæða, því að hann eltir eng-
an þessara lærifeðra í blindri
hlýðni né skilyrðislausri uppgjöf
síns eigin persónuleika. Ekki
fellur hann heldur í þá freistni
að reyna að slá sjálfan sig til
riddara einhverrar nýrrar reglu
frumlegleikans og andlegheit-
anna með sífelldum tilraunum til
,,nýrra“ og „frumlegra“ stíl-
bragða, sem enda tíðast í ömur-
legum óskapnaði, smekkleysum
og hvers konar öfuguggahætti,
svo sem eldri höfundar hafa tíð-
um reynt og ný dæmi sanna, þar
á meðal ný skáldsaga íslenzk, þar
sem þaulvanur og mikilvirkur
höfundur sleppir sjálfum sér al-
veg í ráðlauSa eftiröpun tveggja
eldri og mikilhæfai-i skálda og
tekur, þegar verst gegnir, lök-
ustu stílkækina og fáránlegustu
stílbrögðin helzt eftir báðum.
Ekki gefst hér tóm til að rekja
efni hinnar nýju skáldsogu að
nokkru ráði. Nafn hennar —
Leiðin lá til Vesturheims — gef-
ur raunar fullgóða hugmynd um
atburðarásina, að svo miklu leyti,
sem hægt er að lýsa henni í ör-
fáum orðum: Ungur, íslenzkur
kennari, sem hefur þó þegar
hlotið sinn ríflega skerf lífs-
reynslu og andlegra mannrauna,
fer af landi burt og hefur náms-
dvöl í bandarískum háskóla. Þar
og annars staðar vestan hafs
kynnist hann nýju fólki, nýju
umhverfi, nýjum ástum, og nýrri
lífsreynslu. Þessi" atburðarás
virðist raunar engan veginn sér-
lega stórfelld né nýstárleg, en
hún er vel og trúlega rakin, og
persónurnar allflestar standa
lesandanum ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum að lestrinum lokn-
um, og eru manngerðirnar þó
margar og allólíkar, og höfundin-
um tekst að draga furðulega
margt minnisstætt og frásagnar-
vert inn í þetta tiltölulega þrönga
og afmarkaða sjónarsvið.
Með þessu er auðvitað engan
veginn sagt, að ekkert megi með
réttu að sögu þessari finna, eða
mér falli hún að öllu leyti svo
vel í geð, sem allrabezt yrði á
kosið. Samtöl persónanna þykja
mér t. d. full fróðleg á stundum
og heimspekileg til þess að orka
trúlega á mig, en annars staðav
fræðir höfundurinn lesandann
helzt til um of um menn og mál-
efni yfirleitt og amerísk þjóðlífs-
einkenni sér í lagi — án meðal-
göngu sögupersónanna eða með
tilstyrk atburðanan einna. Þá
orka hin beinu ávörp úr sálar-
djúpi Álfs til sjálfs hans, í ann-
arri persónu, framandlega á mig,
ófullgerðu bréfin og pistlar Pét-
urs Dervals, og þó fremur það,
hvernig þessi innskot eru felld
inn í frásögnina í heild, heldur
en sjálft innihald þeirra. Fleira
mætti til tína í þessa áttina, en
skal þó látið hjá líða að sinni,
enda líklegast, að aðrir kynni að
kalla það kost, sem’ mér sýnist
löstur, og fróðlega verður naum-
ast um slíka hluti deilt. En það
kalla eg vafalaust, að saga þessi
sé í heild stórum betri og athygl-
isverðari en flest önnur frum-
smíði á þessu sviði, sem birzt
hefur á íslenzku um langt skeið.
J. Fr.
Nýjar Norðra-bækur
Norðri sendir frá sér þessa
dagana þessar bækur: Maður og
mold, skáldsaga eftir Sóleyju í
Hlíð. Höfundarheiti þetta er
gerfinafn, en höf. er húsfreyja í
einhverri afskekktustu sveit
landsins. Þetta er íslenzk sveita-
saga, sem líkleg er til að vekja
athygli.
f faðmi sveitanna, endurminn-
ingar Sigui-jóns Gíslasonar,
skráðar af Elinborgu Lárusdóttur
skáldkonu. Er þetta sextánda bók
Elinborgar. Þessi bók er ævisaga
bónda, skemmtileg og fróðleg í
senn.
Þá er komin út ný Beverly
Gray bók, og heitir hún Beverly
Gray vinnur nýja sigra. Þetta er
framhald telpusagnanna um Be-
verly Gray.
Orgel
til sölu.
Afgr. vísar á.
Tapazt hafa
4 herrabindi. — Vinsaml.
skilist í Hafnarstræti 23.
Hundur tapaðist,
svartur, með. hvítan díl á
bringu og grá hár á neðra
skolti. — Gegnir nafninu
KOBBI.
Björn Jóhannsson,
Syðra-Laugalandi.