Dagur - 22.12.1950, Síða 1

Dagur - 22.12.1950, Síða 1
Þetta er síðasta tbl. árgangs- ins. Dagur kemur næst út föstud. 5. janúar 1951. Dagur DAGUR sendir lesendum sínum nær og fjær beztu óskir um gleði- leg jól og farsælt ár! XXXIII. árg. Akureyri, föstudaginn 22. desember 1950 55. tbl. Barnaskólar byggðir fyrir 33 Ij. kr. frá 1947 Áæílaður byggingarkostnaður á næsta ári tæpar 6 millj. kr. Á« árabilinu 1947—50 hafa barnaskólar og skólastjórabú- staðir verið byggðir fyrir um 33 millj. kr. og áætlað er að á næsta ári þurfi enn að verja nær 6 millj. kr. í sam askyni. Hér fer á eftir útdráttur úr skýrslu fræðslumálaskrifstofunn „Arnarfell“ kom í gær með appelsínurnar M.s. Arnarfell kom hingað í gær með jólaappelsínurnar frá Spáni. Skipið hafði áður losað hluta farmsins í Reykjavík, en þangað kom það sl. mánudags- morgun. Afgangurinn af appel- sínufarminum fer hér á larid, sumt til verzlana í bænum, en annað í skip, sem flytja appelsín- urnar til hafna hér norðanlands. M.s. Pétur Jónsson lestar til Húsavíkur, M.s. Súlan til Skaga- fjarðar- og Húnaflóahafna og Stranda. Arnarfell flutti einnig salt frá Spáni og fer það á land hér, nema 350 lestir er skipið los- ar á Flateyri. Appelsínuskammt- urinn hjá KEA er 3 kg. á heimil- ismann. Nauðsynlegustu vefnaSðrvörur á frilisfa Reynt á þann íiátt að bæta úr mestu þörf heimilanna á þessum nauðsynja UR BÆ OG BYDÐÐ I. O. O. F. — 132122281A Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50.00 frá J. Ó. S. — Móttekið á afgreiðslu Dags. Nokkrir aðgöngumiðar að dansleik áramótaklúbbsins að Hótel KEA 31. des., eru til sölu hjá hótelstjóranum Leiðrétting. í greininni um Kristján S. Sigurðsson í síðasta blaði höfðu fallið niður nokkur orð. Á eftir orðunum: — Hann trúir á mátt guðstrúar til að bæta og fegra lífið — átti að koma: Þess vegna er hann mikill krist- indóms- og kirkiuvinur. Hann trúir á mátt samvinnu og sam- hjálpar til að gera lífið bjartara og fegurra — þess vegna o. s. frv. Gjafir til hjónanna í Þórshöfn. Frá Einari Kristjánssyni kr. 100.00. — Jón Þorvaldsson, Tré- stöðum, kr. 100.00. — N. N. kr. 50.00. — Áður birt kr. 765.00. — Alls móttefcið á aígreiðslu Dags kr. 1015.00. — Sent til Þórshafn- ar. Leiðrétting. í frásögn blaðsins af 75 ára afmæli Tryggva Jónas- sonar fiskimatsmanns. 13, des. sl., far hann nefndur fyrrv. yfir- fiskimatsmaður. Þetta er ckki ’ "tt. Tryggvi er og hefur verið fiskimatsmaður. ar um greiðsluþörf til skólabygg- inga 1951 og um byggingafram- kvæmdir hin síðustu ár: I. BARNASKÓLAR. A. I kaupstöðum: Byrjað hefur verið' á að byggja eða endurbæta 10 skólahús. Tvö öru ennþá í srníðum. Hin mega heita fullgerð, a. m. k. svo, að kennsla er hafin í þeim. Áfallinn kostnaður þessara bygginga var' 14.7 millj. kr. hinn 1. júlí sl. og áætlaður kostnaður 1951 rúmar 4 millj. kr. B. Utan kaupstaða: Byrjað hefur verið á byggingu 27 skólahúsa, en 3 endurbætt. 13 af þessum 27 húsum ei'u þegar fullgerð, og 11 að mestu leyti. — Starf er hafið í þeim öllum, þó ýmislegt sé enn ógert í síðari flokknum. 3 skólahús eru skemmra á veg komin. 4 héruð hafa fengið styrk til kaupa á skólabílum. Áfallinn kostnaður við þessar framkvæmdir var 1. júlí 1950 16.5 millj. kr., en áætl- aður kostnaður 1951 um 1.7 millj. kr. C. Skólastjórabústaðir: Síðan 1947 hafa verið byggðir 11 skólastjórabústaðir, 10 eru þegar fullgerðif, einn í smíðum. Áfallinn kostnaðui 1. júlí 1950 kr. 1.6. millj., en áætlaður kostn- aður 1951 kr. 119 þúsund. Samanlagður áfallinn kostnað- ur A+B + C 1947—1950 32.9 millj. kr., en áætlaður kostnaður sömu liða 1951 tæpar 6 millj. kr. II. GAGNFRÆÐASKÓLAR. A. í kaupstöðum; Byggt hefur verið nýtt gagn- fræðaskólahús í Reykjavík og bætt við húsin á Akureyri og fsa- firði. í Vestmannaeyjum er nýtt hús í smíðum. Áfallinn kostnað- ur þessara húsa 1. júlí 1950 er 7.7 millj. kr., en áætlaður kostnaður 1951 410 þús. kr. B. í sveitum: Nýtt skólahús hefur verið reist að Skógum undir Eyjafjöllum. Því er ekki enn lokið, þótt kennsla sé hafin þar fyrir ári síð- an. Bætt hefur verið við skóla- húsið að Eiðum og smíðahús reist við Laugaskóla. Nýtt skólahús er í smíðum að Laugarvatni. Nokk- ur hluti þess tekinn í notkun á þessu hausti. Fransk-íslenzka | verzlunarfélagið i uppvíst um stófelld i verðlagsbrot Verðgæzlustjórinn hefur í fréttatilkynningu skýrt frá því að upp hafi komizt um stór- fellt verðlagsbrot hjá heild- sölufyrirtæki í > Reykjavík. — Flutti það inn mikið af gluggatjaldaefni, skilaði verð- lagsyfirvöldunum f ölsuðum j! reikningi, sem varan var verð- ; lögð efiir og var verðið kr. < 46.50 metrinn I stað kr. 13.30. Þar að auki voru strangarnir; rifnir eftir endilöngu og hvor helmingur seldur fullu verði. Með þessum aðferðum ætlaði heildsölufyrirtæki þetta að græða 90 þús. kr. á þessari einu sendingu. I fréttatil- kynningu verðgæzlustjóra er ekki getið um nafn heildsölu- fyrirtækis þessa, og má það merkileg linkind kallast, en sunnanblöðin segja fyrirtækið vera Fransk-íslenzka verzlun- arfélagið. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er skráður Ei- ríkur Sigurbergsson. vorum Samkvæmt ákvörðun, sem rík- Aðrar vörur á frílista. isstjórnin tók á fundi sínum 16.1 Áður hafa kornvörur og sykur þ. m., má fastlega vænta þess, að l verið á frílista, og hafa bankarnir bætt verði í náinni framtíð úr mesta vefnaðarvöruskorti heim- ilanna. : Vefnaðarvörur - á frílista. Þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar er á þá lund, að nokkrar vefnaðarvörur og saumavörur verði settar á frílista eða inn- flutningur á þeim gefinn frjáls. Vörur þessar eru hvítt léreft, flónel hvítt og misiitt, tvisttau, tvinni, nálar, tölur, smellur og rennilásar. Með því að gefa innflutning þessara vara frjálsan, ætti að vera tryggt, að nóg verði flutt inn af þeim vefnaðarvörum, sem heimilin vanhagar nú mest um. Afli „Svalbaks“ og „Kaldbaks“ í sumar Togarar útgerðarfélags Akur- eyringa h. f., Kaldbakur og Sval- bakur, stunduðu, sem kunnugt er, veiða»- í sumar, til upplags í Krossanes, og var afli þeirra sem hér segir: Kaldbakur, tímabilið 26. apríl til 6. desember, 7822 lestir, þar af til vinnslu 7522 lestir. Svalbakur, tímabilið 19. apríl til 18. nóvember 7058 lestir, þar af til vinnslu 6867 lestir. í þessu heildaraflamagni er ekki meðtal- inn afli Svalbaks í síðustu veiði- ferð er hann seldi í Bretlandi á dögunum og skýrt var frá í síðasta tbl. Fyrirlestur um Island Skv. frásögn Parísarútgáfu New York Herald Tribune nú nýlega, flutti M. Roger Vercel erindi um „ísland nútímans og ísland Lotis“ í Palais de Chaillot í París, fyrir marga áheyrendur. ísland Lotis er sú lýsing á landi og þjóð, er fram kom í frægri skáldsögu Pierre Loti á öldinni sem leið, en saga hans, sem mörgum er kunn, gerðist að verulegu leyti hér við land. fullnægt beiðnum um yfirfærzl- ur, er þeim hafa borizt vegna þessara vara. Gjaldeyrisafkoman betri. Frílistavörurnar hafa nú verið auknar vegna þess, að gjaldeyr- isafkoman út á við hefur heldur farið batnandi seinustu mánuð- ina. Vonir eru til þess, að bráð- lega verði hægt að bæta við fíeiri vörum á frílista, ef útflutningsat- vinnuvegimir verða ekki fyrir truflunum af völdum verkfalla og aflabrögð bregðast ekki. — Ef togaraverkfallið hefði ekki orðið jafn langvinnt, mundi hafa verið hægt fyrir nokkru að auka veru- lega innflutning á frílistavörum og fjölga þeim. Bretar undrandi yfir ísmolum, er falla af himni á Suður-Englandi Rætt um að þeir komi frá „fljúgandi diskum“ Brezka flugmálaráðuneytið skýrði svo frá 30. nóv. sl., að það hefði engar skýringar á reiðum höndum um eðli ísmola, sem hafa i'aliið af himni yfir Suður-Eng- land að undanförnu. Flugmála- ráðherrann, Arthur Henderson, sagði þingmönnum neðri mál- stofunnar að veðurfræðingar telji öruggt, að hér sé ekki um að ræða óvenjulegt hagl. Einn slíkur ísmoli, sex þuml- ungar í þvermál, féll í gegnum asbestþak í Wandsworth, með gífurlegum krafti, og skildi eftir tveggja feta stórt gat í þakinu. Henderson sagði, að veðurfræð- ingar, sem hefðu skoðað ísmol- ann, teldu að hann hefði myndast utan á sléttum og flötum grunni. Ráðherrann sagði, að möguleiki væri að molinn hefði myndast ut- an á flugvél, en hins vegar eru sérfræðingar ekki á þeirri skoð- un. Svipaðir ísmolar, sumir allt að 14 ensk pund á þyngd, féllu I Devon hinn 9. nóv. Einn slíkur klumpur drap kind úti á engi. Henderson sagði, að veðurfræð- ingarnir teldu, að hita- og lofts- lagsskilyrði hefðu ekki verið slík þennan dag, að slíkir klumpar hefðu getað myndast eins og snjór og hagl, og þyrfti að skýra tilkomu þeirra með öðrum hætti. Rannsókn, sem flugherinn lét gera, sýndi, að engar flugvélar hersins voru á þessum slóðum á þessum tíma og sérfræðingar í flugmálum hafa talið útilokað, að slíkir ísmolar geti myndast utan á farþegaflugvélum, því að þær eru útbúnar með sérstökum „de- icing“ útbúnaði, sem varnar því að svo mikil ísing myndist utan á þeim. Eftir er þá ein skýring, en flugmálaráðuneytið hefur látið blöðin um að birta hana, og er ekki aðili að henni. Hún er sú, að ísklumpar þessir hafi myndast utan á hinum dularfullu „fljúg- andi diskum“, sem enginn kann að skýra, en sést hafa í mörgum löndum. »»' Snæfell“ flytur kol heiin M.s. Snæfell hefur að undan- förnu losað saltfisk í Aberdeen og Hull og lestar þar kol til flutn- ings heim. Skipið er ekki vænt- anlegt hingað fyrr en eftir jól.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.