Dagur - 17.01.1951, Síða 2

Dagur - 17.01.1951, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 17. janúar 1951 Stóreignaskatturinn Dagskrármál landbúnaðarins: Árni lónsson tilraunast jóri skrifar ura landbúnaðarmál fyrir Dag Með þessu blaði liefst nýr þátt- ur í blaðinu, þar sem sérstaklega verður rætt um dagskrármál landbúnaðarins. Árni Jónsson til- raunastjóri í Gróðrarstöðinni hér á Akureyri hefur góðfúslega lof- að að annast þáttinn fyrir blaðið, og er hann höfundur greina, sem þátturinn flytur, nema annars sé getið. í hverju blaði verður fyrst um sinn vakið máls á einhverju sérstöku dagskrármáli. Með því að taka eitt ákveðið mál til um- ræðu í hverju blaði, er ætlunin að vekja athygli á því og reifa það lítillega, þ. e. a. s. hafa eins konar framsögu í málinu. Slík framsaga verður hvorki tæmandi fyrir efn- ið né vísmdalegs eðlis, enda gefur að skilja, að margt hlýtur að verða ósagt í lítilli blaðagrein. Leitast verður við að henda á eitt og annað, sem mætti verða til þess að upplýsa og skýra viðkom- andi mál, ennfremur að birta innlendar og erlendar fregnir um landbúnaðarmál, tilraunaniður- stöður o. fl. Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, mega gjam- an senda þessum þætti línu, en verða að hafa í huga að rúmið er mjög takmarkað. Að svo mæltu hefur hinn nýji þáttur — Dag- skrármál landbúnaðarins — göngu sína og væntir góðrar samvinnu við lesendur blaðsins. Gengisbreytingin kom þungt niður Það er þegar viðurkennt, að ríkissjóður nálgaðist hröðum skrefum gjaldþrot því lengur sem uppbótarleiðin var ríkjandi. Á þessum fjárlögum hefði þurft að afla hátt á annað hundrað millj. kr. til viðbótar, ef haldið hefði vefið áfram með niðurgreiðslur. Útgjöldin á fjárlögunum hefðu því numið hátt á fimmta hundrað millj. kr. Ollum er nú ljóst, þegar mark- aðshrun ársins, togaradeilan, ó- þurrkarnir og síldarleysi er haft í huga, að ríkissjóður hefði ekki þolað slík útgjöld. Engar venju- legar fjáröflunarleiðir hefðu nærri hrokkið . til. Ríkissjóður hefði því aldrei, nema með stór- felldum erlendum lántökum, get- að verðbætt afurðir að nokkru verulegu gagni. Við þetta bætt- ist svo, að Marshallhjálpin varir ekki til eilífðar og vænta mátti frekari verðhækkana á innflutn- ingsvörum okkar. Þess vegna lá ekki annað fyrir en að útgerðin og framleiðslan stöðvist með öllu. Aðrar leiðir en gengislækkunar- leiðin hafa ekki verið rökstuddar. Að vísu má vera, að sú leið sem farin var, nái ekki tilætluðum árangri. Þó hefur hún þegar kom- ið að því gagni, að framleiðslan gengur ennþá, þrátt fyrir stór óhöpp á árinu. Það var vitað fyrirfram, að þáðar gengislækkanirnar myndu koma þungt niður á almenningi, enda kom það á daginn. En þyngra hefði álagið orðið, ef framleiðslan hefði stöðvazt, því að hún er sá grundvöllur, sem efni og afkoma landsmanna byggist á. Stórqignaskatturinn hliðarráðstöfun Núverandi stjórnarstefna í inn- anríkismálum grundvallast að miklu leyti á löggjöfinni um gengisskráningu, launabreyting- ar, stóreignaskatt, framleiðslu- gjöld o. fl. Ásamt þeirri breyt- ingu á skattalögunum að lækka skatta af lágtekjum miðar stór- eignaskatturinn a'ð því að dreifa ■byrðunum hlutfallslega niður eftir efnum. Að vísu mun hann í stöku tilfellum koma óréttlát- lega niður, en þó er hann leiðrétt- ing á þeirri þróun, að einstakling- ar hafi safnað óverðskulduðum stórgróða. Skatturinn nemur um 52 millj. króna og er lang róttæk- asta skattlagning, sem gerð hefir verið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Hann er lagður á al- gjörlega óháður venjulegum skattgreiðslum skattgreiðenda. Tilhögun álagningar Af eignum einstaklinga eru fyrstu 300 þús. kr. skattfrjálsar. Nemi eign 300 þús. kr. til 500 þús. kr. reiknast 10% af því, sem er umfram 300 þús. kr. Af 500 þús. kr. til 1 millj. kr. reiknast 20 þús. kr. af 500 þús. kr. og 15% af afgangi. Af 1 millj. til 1V2 millj. kr. reiknast 95 þús. kr. af 1 millj. kr. og 20% af áfgangi. Af iy2 millj. kr. reiknast 195 þús. kr. og 25% af afgangi. Greiðslutilhögun Skatturinn skal greiðast í síð- asta lagi sex mánuðum eftir að skattupphæð var til kynnt gjald- enda. Nú er skattur hærri en tvö þúsund krónur og er gjaldanda þá heimilt að greiða allt að 90% af því, sem þar er fram yfir, með skuldabréfum, er hann gefur út. Andvirði bréfanna greiðist með jöfnum afborgunum á eigi lengri tíma en tuttugu árum, með 4% ársvöxtum. Trygging fyrir greiðslu Sumir efast :um, ;að skattur þessi verði nokkurn tíma að fullu greiddur. Til tryggingar greiðslu hans (skuldabréfanna) skal rík- issjóður fá veðrétt í hinum skatt- lögðu eignum, og er eign aðeins veðhæf fyrir fjárhæð, er sam- svarar matverði hennar til skatts- ins. Hagnýting skattsins. Stóreignaskatturinn nemur 52 millj. kr. og verður ráðstafað á þessa leið: 1. 5 mjllj. kr, rennur til afla- tryggingasjóðs. Skulu þær tekn- ar af óskiptu og greiðast af því fé, sem fyrst verðui' innheimt. Það leikur ekki á tveim tungum, hver lyftistöng það er sjávarút- veginum, að aflað sé fjár í þenn- an sjóð. 2. 10 millj. kr. skal varið til þess áð bæta verðfall, sem orðið hefur á sparifé einstaklinga (þ. e. einstakra manna). Með sparifé er þá átt við fé, sem lagt hefur verið til ávöxtunár á banka, sparisjóði, innlánadeildir Sam- vinnufélaga o. s. frv. Skilyrði fyr- ii því, að spariféð verði verðbætt er, að inristæðan hafi verið talin fram til skatts og staðið óslitið frá árslokum 1941 til júníloka ’46 til ávöxtunar í láns- eða við- skiptastofnunum. 3. 18.5 millj. verður varið til að greiða lausaskuldir ríkissjóðs, sem miklar eru fyrir. 4. 9.25 millj. kr. falla í bygg- ingarsjóð eftir löggjöfinni um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum. Sjóðurinn veitir lán til endurbygginga íbúð- arhúsa á sveitabýlum og í byggðahverfum. Ennfremur til bygginga íbúðai'húsa og penings- húsa á nýbýlum, sem reist eru á ræktuðu landi, við skiptingu jarða eða landi, sem er sérlega vel fall- ið til ræktunar og byggðar. 5. 9.25 millj. kr. skiptast milli þeirra aðila, sem veitt er opinber aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Tveir þriðju hlutar þessa fjúr, eða 6.16 millj. kr. verður varið til að bæta úr húsnæðisþörf verka manna og annarra þeirra íbúa kaupstaða og kauptúna, sem hafa ekki tekjur né eiga eignir yfir ákveðið hámark. Einn þriðja hluta, eða 3.09 millj. kr. skal verja til aðstoðar sveitar- í STUTTU MÁLI KAUPMANNAHAFNAR- BLOÐIN nú um miðjan mán- uðinn segja dýrtíð fara mjög vaxandi í Danmörk um þess- ar mundir og telja útlitið fyrir Dani skuggalegt á fjármála- sviðinu. Síðasta heildsölu- vísitala, sem birí hefur verið — desembervísitalan, — var 10 stigum hærri en nóvember- vísitalan, og hefur hækkað um 70 stig síðan í sept. 1949, er gengi d. krónunnar var fellt gagnvart dollar. -K FRANSKA STJÓRNIN hcf- ur nú loksins ákveðiö að víkja Madame Joliot-Curie frá störfum í atómrannsóknar- nefndinni frönsku. Áður hafði manni hennar, prófessor Joli- ot-Curie verið vikið frá sams konar störfum. Ástæðan er Rússadýrkun hjónanna, og undirgefni við hina erlendu ofbcldisstefnu. M DR. IIJALMAR SCHACHT sem var fjármálaráðherra Hitlers, er nú kominn til Abyssiníu og er fjármála- ráðunautur keisarans Haile Selassie. -K MIKLAR UMRÆÐUR fara nú fram í Danmörk um kjör stúdenta. Er því haklið fram, að fátækir stúdentar eigi nú erOðara uppdráttar í Kaup- mannahöfn en fyrir 80 árum. -K KOMMUNIST AFORIN G J - AR Norðurlanda hafa nú að undanförnu allir horfið um tíma austur fyrir jámtjald.. — Þannig var t. d. Aksel Larsen hinn danski nýlega í Moskvu. Þessar fregnir skýra fjarvist- ir Brynjólfs Bjarnasonar á Alþingi, en hann dvelur nú erlcndis í dulartullum erinda- gjörðum. -K TEKJUR danska landbún- aðarins jukust um 25% ú ár- inu 1950, urðu samtals um 2.425 millj. króna, eða 465 millj. hærri en árið 1949. -K EISENHOWER er kominn til Evrópu, scm yfirmaður herafla Atlantshafsríkjanna og heimsækir meginlandsríki þessa dagana. f gær flaug hann frá London til Ussabon, fer þaðan til Rómar. Lucky Strike, Chester- field og Camel Komnar eru til landsins nokkr- birgðir af Lucky Strike — Camel og Chesterfield sígarettum og munu væntanlegar hingað með Heklu næst. Þetta eru, sem kunnugt er, amerískar sígarettur, og mjög eftirsóttar. En ekki verður dýrðin gefin — kr. 9.40 pakkinn! — Ódýrai'i sígarettu- tegundirnar munu fást eftir sem áður. félögum til íbúðarbygginga handa fólki, sem býr í heilsuspillandi íbúðum, svo sem bröggum, úti- húsum, háaloftum. kjöllurum o. s. frv. T. Á. INNAN SKAMMS verða allir fjarins ráðandi til bæja og sveita að gera skattaskýrslu en hún er þannig úr garði gerð, eins og kunn- ugt er, aö niðurstöðutölur hennar eiga að sýna á hvernig grundvelli efnahagur hlutaðeigandi framtelj- anda er, nú um áramótin. Með því að gera samanburð á skattaskýrslum frá árinu áður, á ennfremur að vera hægt að sjá hvort efnahagur hefur lratnað eða versn- að. Hjá mörgum er [jetta eina reikn- ingsuppgjör ársins. Skattaskýrslan og sér i lagi landbúnaðarskýrslan getur gefið bændum verulegar upp- lýsingar um fjárhagsafkqmu þeirra, ef skýrslan er samvizkusamlega gerð. Hins vegar er skattaskýrslan að mörgu leýti langt frá því að geta talist nægileg til þess að leiða iill atriði búskaparins í Ijós. Til þess þarf nieira reikningshald og ára- mótauppgjiir. Má í því sambapdi benda á að kostnaður við heiinilis- hald er að mestu utan við skatta- skýrslu. Nú er ekki meiningin að gera skattaskýrsluna að aðalumræðuefni, heldur fjárhagsáætlun fyrir árið 1951. Eins og við höfum heyrt í fréít- um í bliiðum og útvarpi og síðar séð í stjórnartíðindum, hefur Al- þingi lokið við að gera fjárhags- áætlun fyrir þjóðarbúskapinn fyr- ir árið 1951, sem sggt: Fjárliigin voru samþykkt rétt fyrir jól. Þótti þetta auka á virðingu Alþingis, því undanfarin ár liefur gengið frem- iir erfiðlega að fá fjárlög samþykkt á réttum tírna og hafa ýmis atriði verið tilfærð því til réttlætingar. Ýmsar stofnanir og félög, sem ein- hverja drift hafa, gera um eða fljót- lega eftir áramótin, fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og cr það yfirleitt föst venja. Hvort bændur gcra fjárhagsáætl- un almennt. veit ég ekki með vissu. Vafalaust gera einhverjir jiað, en sennilega þykir mér að ffeiri láti það undir höíuö leggjast. NÚ VIL EG gcra uppkast af fjárhagsáætlun, um leið og cg hvet bæiidur til þess að gera áætlun fyr- ir hið nýbyrjaða ár. Þetta forxn kref- ur ckki neina bókhaldsþekkingar og ætti því að vera jat'n auðyelt fyrir alla. Helztu liðir mættii vera þessir: T e k j u r : 1. SauÖfé a. Kjöt b. UII og aðrar afurðir 2. Kýr . a. Mjólk b. ICjöt 3. Hross 4. Hœnsni 5. Garðuvkt 6. Aðrar tekjur G j ö 1 d : 1. Vinnulaun (aðkeypt vinna) 2. He.imilishald (jnatvara, hrein- lætisvara o. fl.) 3. Tilbúinn áburður 4. Sáðvörur 5. Tóðurbœtir 6. Rekstur bifreiðar, dráttaryélar e.ða aitnara véla 7. Viðhalcl og viðgerðir á húsum. og jiirð 8. Shattar og opinber gjöhl 9. Ytnis útgjöld, (kol, rafmágn) 10. Til ráðstöfúnar. Eg hejd að undir þessa liði, sem hér eru tilfærðir, megi færa flestar búgrejnar bænda, enda aiiðvelt að bæta við nýjum liðum eða fækka, eftir því sem við á. EG SÉ EKKI ástæðu til að skýra livern eiilstakan lið, því þeir skýra sig sjálfir. Þessir liðir eru fyrst og fremst miðaðir við rekstur búsins. Sé hins yegar um stærri eða minni framkvæmdir að ræða, t. d. bygg- ingu fjóss, kartöflugeymslu, vot- heyshlöðu, íbúðarhúss cða aðrar framkvæmdir s. s. jarðrækt, koma þær að sjálfsögðtt einnig fram í þessari áætlun og þá undir 10. lið. sem maitti þá sundurliða eftir því sem við á. Til þess að áætlun þessi geti verjð á góðum grundvelli byggð, þarf hver og einn að gera sér grein fyrir tekjum og gjöldum s. 1. árs. Því nákvæmara reiknings- liald, seni hvcr einstakur bóndi hefur, því iiruggar er liægt að gera fjárhagsáætlún. En þótt engir reikn- ingar né annað uppgjör sé til fyrir s. 1. ár, nema reikningar frá verzl- unum og þá skattaskýrslum, má saint scm áður scmja áætlun, sem gæti þá orðið betri igesta ár og þannig kæmist reksturinn smátt og smátt í það horf, að búskapurinn verði rekinn eítir fyrirfrain gerðri áætlun. Eg lít svo á að þctta atriði að gera áætlun fyrjr búskapinn t. d. ári fyrirfram sé mjiig þýðingar- mikið. Með því gelst færi á að athuga fjárhagsgetu, framkvæxndir vcrða skipulagðar í tíma og minni hætta á aö mciin „lifi uin efni fram“ eins og það er orðað. Þar sent bú- menning er á traustum grundvelli (Framhald á bls. 7).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.