Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Umræður um utanríkis- mál fyrir opnum tjöldum! Dagu Fimmta síðan: Mestu raforkuframkvæmd- ir á fslandi — greinargerð fyrir lánsútboði. úar 1951 Akurcyri, miðvikudaginn 24. janúar 1951 4. tbl. Barátta gegn drepsóttum í Kóreu Samcinuðu þjóðirnar liafa reynt að forða ]>ví að drepsóttir brytust út í Kóreu. Hafa sérstakar sveitir lijúkrunamtanna með hemum tif dæmls bólu- sctt almenning gegu bólusótt, kóleru, taugavciki og flciri sjúkdómum. unglinga í bænursi fara í vöxf Bifreiðarstjórar gabbaðir - foreldrar hvattir til aukins eftirlits með börnum og unglmgum Lögreglan skýrir blaðinu svo frá, að nokkur brögð hafi verið að því undaníarið, að hringt væri á lcigubiíreiðastöðvar og bifreið- ar gabbaðar út í bæ, en í flestum tilfellum hafi þetta komizt upp og liafi viðkomandi orðið að greiða fyrir bílferðirnar. Eru unglingar og aðrir, sem kynu að hafa iðju þessa að leik, alvarlega varaðir við að halda því áfram. Nú undanfarið hefur einnig verið allmikið um það, að börn og unglingar færu inn í íbúðir, oft- ast ólæstar, og tækju í heimildar- leysi peninga o. fl., jafnvel í all- stórum stíl. í sambandi við rann- sókn þessara mála hefur það oft komið í Ijós, að unglingarnir hafi tekið lykla úr hurðum og haft á brott með sér. Er fólk því varað við því, að skilja eftir ólæstar, mannlausar íbúðir og að skilja Gott heilsufar í hæíiíim - engin iuflúenza Héraðslæknirinn sagði blaðinu í gær, að heilsufar í bænum mætti telja gott, mislingatilfelli eru alls orðin þrjú, síðan um jól, kíghósti hefur ekki komið upp hér, og ekki heldvir inflúenza, svo að vitað séi Vægt hvef er all- útbreytt. eftir lykla í hurðum, þar sem enginn er nálægur. Einnig skýrði lögreglan frá því, að töluverðu af reiðhjólum hefði verið stolið hér í bænum í haust og vetur og að það hefði aðallega verið af völdum unglinga um og innan við fermingaraldur. í því sam bandi vill lögreglan sérstaklega biðja foreldra, ef þau verða þess áskynja, að börn þeirra séu með reiðhjól eða annan varning, sem eigði er vitað hvaðan sé, að gera henni aðvart eða koma mununum til hennar. Mislingar herja í Bárðardal Tveir bændur látnir - margir veikir Mislingar herja nú í Bárðardal og eru skæðir. Liggja margir veikir og þungt haldnir, en tveir menn eru látnir eftir skamma legu. Hermann Pálsson bóndi í Iíiíðskógum lézt úr veikinni nú fyrir skömmu. Hann var maður á bezta aldri, rúmlega fimmtugur, dugandi bóndi og vel metinn. Að- faranótt sunnudagsins lézt Jónas Baldursson í Lundarbreklcu úr veikinni, ungur efnismaður, kunnur utan héraðs og innan fyr- ir forustu í félagsmálum og rit- störf. Hans verður nánar getið í blaðinu síðar. Ræít um að útgerðarmenn fái 50% af gjaldeyri ,Harðbakur“ fékk Mlfermi í fyrstu Nýi togarinn „Harjðbakur" fór í fyrstu veiðiförina 4. janúar og kom hingað inn 20. þ. m. ineð fullfermi. Höfðu gæftir verið stirðar á miðunum. „Harðbakur" sigldi samdægurs til Bretlands með aflann og mun væntanlega selja á morgun. Fiskimjölsverksmiðjan bilaði. Lítið varð úr fiskimjölsvinnslu í þessari för, því að tætari fiski- mjölsverksmiðjunnar bilaði snemma í veiðiförinni og var ekkert fiskimjöl unnið eftir það. Fyrir dyrum stendur allveruleg breyting á fyrirkomulagi verk- smiðjunnar. Þykir það óhentugt eins og það er nú og ekki til frambúðar. Er verið að athuga hvernig verksmiðjunni verður haganlegast komið fyrir. Hefur útbúnaður skipsins að þessu leyti valdið nokkrum vonbrigðum hér. Malaða kaffið f rá Reykjavík kom á undau kaffi- skip imi Kaffiskipið Selfoss kom hér seint á laugardag, en losun hófst á mánudagsmorgun. Gott dæmi um það, hvernig siglingum þessa skips var hagað, er að kaffi það, sem það flutti frá útlöndum til Reykjavíkur snemma í mánuðin- um, var komið brennt og malað í vei-zlanir hér mörgum dögum áð- ur en skipið lagðist að hafnar- bakkanum hér og hóf að losa það kaffimagn, sem hér fer í land. Fyrir reykvískar kaffibrennslur og kaffisala mun þetta hafa reynzt haganlegt fyrirkomulag og opnað þeim nýja markaðsmögu- leika fyrir vöru sína, en aðrir landsmenn sjá ekki hagræðið af svona vöruflutningafyrirkomu- lagi íi'emur en af sumum þeim öðrum ráðstöfunum, sem Eim- skip gerir nú í siglingamálunum gpgnvart landsbyggðinni. Dálítill afli í Eyia- firði Nokkrir trillubátar róa frá ver- stöðvunum hér við fjörðinn og afla síémilega hér innfjarðar. — Talsvert af aflanum er smáýsa. Líklegt að leyfður verði frjáls inn- flutningur nokknrra vörotegimda fyrir þennan gjaldeyri Líklcgt var talið í Reykjavík í gær, að í dag eða á morgun mundi verða birt samkomulag ríkisstjórnarinnar og útgerðar- manna um rekstursgrundvöll bátaflotans á komandi vertíð. Aðalvertíð syðra er enn ekki hafin, þótt komið sé þetta fram í janúar, og hafa útvegsmenn víða beðið þessara samninga og hald- ið að sér höndum, en annars staðar hafa bátar þegar hafið róðra og hefur afli víðast hvar verið ágætur. Frjáls gjaldeyrir. í gær hafði ekkei't verið birt op- inberlega um samkomulag það, sem í vændum er, en almennt var talið að hér væri um að ræða að láta útgerðarmenn fá til ráð- stöfunar 50% af þeim gjaldeyri, er bátarnir afla, og yi'ði leyfður frjáls innflutningur á nokkrum vörutegundum fyrir þennan- gjaldeyri. Talið var að fiskverðið mundi verða 95 aurar til sjó- manna og kr. 1.07 til útgerðar- manna. Krafa útvegsmanna var upphaflega kr. 1.30 fyrir kg. Vörur, sem ekki koma inn í vísitöluna. í sambandi við frjálsan inn- flutning vörutegunda fyrir þann gjaldeyri, sem útvegsmenn fá til ráðstöfunar, hefur verið rætt um þessar vörutegundir m. a.: pappír, annan en blaðapappír, bifreiða- og vélavarhl., bifreiðar, fatnað o. fl. Yfirleitt mun hér vera um vöruflokka að ræða, sem ekki koma inn í vísitölugrundvöllinn. Allt eru þetta lausafregnir, því að engin opinber tilkynning hafði verið birt um þessi mál síðdegis í gær, en fréttamaður blaðsins í Reykjavík taldi samt góðar.heim- ildir fyrir því, að samkomulagið grundvallaðist á þessum atriðum í stórum dráttum. Mun þjóðin væntanlega fá að heyra þennan boðskap nú alveg á næstunni. Góður afli. Á meðan innbyrðis ósamkomu- lag hefur varnað því að bátaflot- inn hæfi róðra af kappi á vetrar- vertíðinni, virðist þorskurinn hafa gengið á miðin í rikum mæli, því að þar sem róðrar eru hafnir, hefur afli verið góður. Nokkrir bátar róa nú frá Reykjavík, Grindavík, Snæfellsneshöfnum og frá Austfjarðahöfnum. Afli hefur verið ágætur, allt að 20 lestir í róðri hjá Austfjarðabátunum, en eitthvað minna annars staðar. Er útlitið talið heldur gott. Staðfestingar beðið. Meðan ekki liggja fyrir stað- festar fregnir um lausn vanda- máls bátaflotans, verður ekki gerð nein tilraun til þess að meta þá aðferð, sem um getur í lausa- fregnum þeim, sem hér eru birt- ar. En augljóst var hverjum manni, að ekki kom til mála að ríkisvaldið færi aftur inn á ábyrgðar- og styrkjabrautina. — Var löngu ljóst, að málið yrði ekki leyst nema í einhverju sam- bandi við gjaldeyrisöflun og sölu. Munu fregnir þær, sem hér hafa verið ræddar, því naumast koma landsmönnum mjög á óvart. Norski skíðakenn- arinn kominn til bæjarins Norski skíðakennarinn, Jo- hannes Tenman, kom til Akur- eyrar sl. sunnudag og hefur haf- ið kennslu. Skíðakennsla Ten- mans verður tvíþætt, annai's veg- ar skíðagöngukennsla fyrir byrj- endur og þá, sem lengra eru komnir og hins vegar liður í þjálfun íslenzkra skíðagöngu- manna og könnun á getu þeirra vegna væntanlegrar þátttöku í vetrar-Olympíuleikjunum í Osló 1952. f þeirri þjálfun, sem aðal- lega fer fram á Akureyri, taka þátt flestir af beztu skíðagöngu- mönnum landsins, en eftir þeim árangri, sem næst í vetur, verð- ur mikið farið við val ísl. kepp- enda á vetrarleikana í Osló í fehr. 1952. Frá Akureyri fer Tenman til Mývatnssveitar, Siglufjarðar og ísafjarðar. SKÁKÞING NORÐLENDINGA hefst eins og áður var auglýst föstudaginn 26. þ. m. Þátttakend- (ir gefi sig fram við stjórn Skák- félags Akureyrar fyrir þann dag. Ennfremur er í ráði að tefla sím- skák við Olafsfjörð og Dalvík á næstunni ef samband næst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.