Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 24. janúar 1951
D A G U R
7
SIGURÐUR RINGSTED í Sigtúni
UR BÆ OG BYGGÐ
„Að heilsast og kveðjast hér
um fáa daga,
að hryggjast og gleðjast, það
er lífsins saga.“
Oft finnst manni ótrúlega
skammt milli lífs og dauða. í dag
hittast tveir vinir og gleðjast, —
á morgun stendur annar yfir and-
vana líki hins.
Ekki grunaði mig, er Sigurður
Ringsted kvaddi mig, 30. nóvem-
ber s. 1. með sínu hlýja handtaki,
brosmildur og spaugandi, að hann
myndi fáum klukkustundum síð-
ar verða liðið lík. — En þann-
ig verður ætíð óráðin gátan um
lífið og dauðann, og líklega er
það ein mesta gæfa mannanna.
l'.g ætla mér ekki þá dul að
skrifa eftirmæli um Sigurð Ring-
sted. Til þess er ég enginn maður,
en mig langar að leggja lítið blað
við leiði horfins vinar og heiðurs- I
manns.
Hér starfaði með okkur óvenju
fjölhæfur og heilsteyptur maður,
drenglyndur, traustur og trúr og
hvers manns hugljúfi. Allir sem
til þekktu minnast hins hógværa
glaðlyndis og spaugs hans, sem
hreif bæði unga og gamla. Alls
staðar þar sem Sigurður kom var
gleði og fjör fallega og prúðmann-
lega fram sett.
Sigurður var formaður á bát-
um og stýrimaður um margra ára
skeið, og aflamaður og sjómaður
ágætur, enda skorti ekki áræði,
athygli né hagsýni. Mun hann oft
hafa komizt í krappan dans við
Ægi, en jafnan bar hann sigur
úr bítum. Hef ég aldrei heyrt, að
hlekkzt hafi á bát eða skipi, sem
hann stjórnaði.
Sigurður var sela- og hnýsu-
skytta með afbrigðum svo víða
fór orð af, enda þótti ungum
mönnum fýsilegt að fá skiprúm
hjá honum á hinum svo kölluðu
selatúrum, hér á árum áður. Var
þá oft björgulegt í bát, þegar
komið var heim.
Sjómannslífið var Sigurði í blóð
borið, — að þreyta fang við Ægi
og sigra, með sívökulu auga og
styrkri hönd, það var hans yndi,
og þó aldurinn færðist yfir og
líkamsþrekið farið að bila, var
hann samt hinn sterki og trausti,
sem allir báru traust til.
Sigurður eignaðist hina ágæt-
ustu konu, Guðríði Gunnarsdótt-
ur, systur hinna alkunnu Höfða-
bræðra yngri. Heimili þeirra var
rómað fyrir gestrisni, menningar-
og myndarbrag. Þau eignuðust
myndai'leg og mannvænleg börn,
en elzta son sínn, Guðmund,
misstu þau uppkominn. Var þeim
mikill harmur að sjá á bak hin-
um unga og efnilega manni, sem
lífið virtist brosa við, því Guð-
mundur sálugi var hvers manns
hugljúfi, framsækinn og dugleg-
ur.
Sigurður og Guðríður voru
hluttakendur í útgerð þeirri er
þeir Höfðabræður ráku, ásamt
venzlafólki sínu frá Kljáströnd.
Var þá björgulegt um að litast
á þessum slóðum, og mikið at-
hafnalíf, þar sem margt fólk
hafði atvinnu sína. Við Höfða-
stekk var þá talið ágætasta báta-
lægi. En smám saman dróst út-
gerðin saman. Athafnamennirn-
ir voru kallaðir til annarrar veru,
hinum megin við tjaldið, eða
fluttu burtu, en Fnjóská fyllti
smátt og smátt hina góðu höfn á
Höfðastekk, með framburði sín-
um, svo nú eru orðin sandrif, og
grynningar þar sem áður var fært
allstórum bátum. Útgerðin hélt
þó áfram éPn um skeið á Kljá-
strönd, þó sandrifið stækkaði ár
frá ári. Voru það einkum tveir
mótorbátar sem haldið var út
þaðan eftir að útgerðin lagðist
niður á Höfðastekk og áttu þeir
mágar Sigurður og Ólafur Gunn-
arsson annan. En að lokum voru
bátarnir seldir, húsin rifin en
náttúruöflin halda áfram að afmá
öll merki um athafnir fólksins á
þessum stöðum. En alltaf héldu
þeir mágar, Sigurður og Ólafur,
tryggð við Ströndina sína, og
bjuggu í gamla Sigtúni ásamt
fjölskyldum sínum. Hefir líklega
verið fábreytilegt á stundum nú
á síðari árum eftir að börnin voru
farin að heiman, en því ánægju-
legra, þegar þau komu heim, er
þau áttu frí frá störfum eða skól-
um, því alltaf halda þau tryggð
við gamla æskuheimilið.
Þarna lifðu og störfuðu tvær
fjölskyldur sem ein, og börn
beggja eins og einn systkinahóp-
ur — fagur vottur um heilsteypt
og traust sálarlíf og mun Sigurð-
ur vissulega hafa átt sinn þátt
þar um.
Starf Sigurðar var víðar en á
sjónum. í fjöldamörg ár gegndi
hann ábyrgðarmiklu starfi fyrir
sveit sína sem gjaldkeri Spari-
sjóðs Höfðhverfinga. Starf þetta
rækti hann af sérstakri trú og
skyldurækni, og átti þó við erfið
skilyrði að búa, nú á síðari ár-
um, þar sem Sparisjóðurinn var
fjarri heimili hans, og því erfiða
leið að fara í vetrarhörkum og
hríð. En tryggðin við starfið yfir-
steig alla erfiðleika, því ekki voru
launin freistandi, enda var Sig-
urður einn þeirra manna, sem
vinna af trú en ekki vegna pen-
inga.
Og svo kemur hinzta gangan í
þágu skyldunnar. Aldurhniginn
maður leggur frá heimili sínu í
ljótu útliti, um hávetur og vondu
færi til að gegna skyldustarfinu.
Og þegar starfinu er lokið, get-
ur enginn aftrað honum frá að
fara heim aftur, þrátt fyrir það
þótt þá sé komið eitt þeirra verstu
veðra, sem íslenzkur vetur hefir
uppá að bjóða. Nei, heim skal
halda — heim í gamla Sigtún þar
sem hann fann hamingjuna við
hlið elskulegrar konu og barna.
Enginn veit baráttu hins reynda
og prúða manns við veðurofsann.
Líklega hefur dauðinn komið allt
í einu eins og mildur og góður vin
ur; þegar þrekið, sem aldrei bliaði
áður, var þrotið. — Lítinn spöl
frá góða gamla heimilinu finna
leitarmenn hann örendan. Var
hann þá sýnilega á réttri leið, er
kraftarnir þrutu. Á sinni síðustu
göngu hélt hann stefnunni heim.
Við, sem eftir lifum, þökkum
NYKOMIÐ!
Soyabaunir
Heilhveiti
Flórsykur
Kaffi, óbrennt
Kartöflumjöl
Púðursykur,
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvdrudeildin
og útibú.
Harðiiskur,
barinn, ópakkaður,
ávallt fyrirliggjandi.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Súpujurtir
nýkomnar.
Kjötbúð KEA
Húfur
Enskar húfur
Skíðahúfur
Skinnhúfur
Vefnaðarvörudeild
Undirföt
Náttkiólar
Nærföt
Vefnaðarvörudeild
— Stjórnarstefnan og
vöruskorturinn. . . .
(Framhald af 2. síðu).
En það er ekki nægilegt að auka
sparnað á rekstri þjóðarbúsins,
þótt það sé nauðsynlegt, ekki sízt
vegna fordæmis fyrir alþjóð,
einnig verður almenningur að
taka höndum saman um sparnað,
til þess að eyða vöruskorti.
Þá er hin hlið málsins, að auka
1
hvers konar afköst, bæði til að
fullnægja inlendum markaði, sem
er beinn gjaldeyrissparnaður, og
til að selja meiri verðmæti úr
landi til að auka heinar gjaldeyr-
istekjur. Það er leiðin til að þola
afnám Marshallhjálpaiinnar, án
þess að algjör vöruskortur haldi
innreið sína.
störfin hans — þökkum fyrir góð-
an dreng og biðjum þess að ljós
minninganna megi lýsa og fegra
ófarna ævidaga eiginkonu hans,
þar til þau aftur hittast á æðra
lífssviði.
Sveitungi
Frá Sjúkrahúsi Akureyrar. — I
Fyrirspurnum um líðan sjúklinga
er svarað í síma 1031 kl. 10—111
árd. og 7—7.30 síðd.
Fíladelfía. Samkomur verða
haldnar í Verzlunarmannahús-
inu, Gránufélagsgötu 9 (neðri
hæo). sunnudaga kl. 8.30 e. h.:
Almenn samkoma. — Fimmtu-
daga kl. 8.30 e. h.: Almenn sam-
koma. Allir velkomnir. — Og
sunnudagakóli hvern sunnudag
kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Jó-
hanna Pálmadóttir, skrifstofu-
stúlka S. A., og Matthías Einars-
son á togaranum Svalbak.
Brúðkaup. Þann 19. jan. síðastl.
voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Heiður Jóhannesdóttir og
Áki Sigurðsson, bílaviðgerðar-
maður. — Brúðkaupið fór fram
á heimili þeirra, Ægisgötu 8, Ak-
ureyri.
Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl.
- og almenn samkomá kl. 5 á
sunnudagum. Allir velkomnir.
Æskulýðssamkoma, sem ungt
fólk annast, verður að Sjónarhæð
n.k. laugardagskvöld kl. 8.30. —
Öllu ungu fólki hjartanlega boðið
að heyra vitnisburðinn um Krist.
Látinn er að Stóru-Hámundar-
stöðum á Árskógsströnd Davíð
Sigurðsson fyrrum hreppstjóri, á
79. aldursári. Hann andáðist 21.
þ. m.
Látin er hér í bæ frú Fríðrika
F r iðriksdóttir verzl unarst j óri,
eftir langvarandi ■ vanheilsu. Frú
Friðrika var ötull og hagsýnn
verzlunarstjóri og vel látin af öll-
um, er henni kynntust.
Fimmtugur varð sl. sunnudag
Jónas Thordarsen bókari hjá
KEA.
Sjötugur varð sl. mánudag
Benedikt Steingrímsson, hafnar-
vörður.
Látinn er hér í bænum Stein-
dór Jóhannesson, járnsmiður,
Strandgötu 51, kunnur borgari og
mikils metinn iðnaðarmaður. —
Hann verður jarðsunginn næstk.
laugardag.
Vinningar í happdrætti Guð-
spekifélags íslands, er dregið var
í 20. des. 1950. — 1. 4104. — 2.
1148. — 3. 3547. — 4. 3648. — 5.
400. — 6. 122. — 7. 3654. — 8. 265.
— 9. 782. — 10. 1071. — 11. 503, —
12. 1930. — 13. 1943. — 14. 4549
I. O. G. T. — Stúkan ísafold-
Fjallkonan heldur fund næstk.
mánudagskvöld, 29. jan., kl. 8.30
síðd. — Fundarefni: Inntaka
nýrra félaga. — Skýrslur emb-
ættismanna. — Vígsla embætits-
manna. — Ymis mál. — Til
skemmtunar: Þættir úr bæjarlíf-
inu, samfelld dagskrá o. fl. Nán-
ar auglýst á götunum. Félagar,
vanrækið ekki að koma á fund-
inn. Nýir félagar alltaf velkomn-
ir.
I. O. O. F. — Rbst. 2 Au.
99124314 —.
Messað kl. 2 e. li. í Glerárþorpi
og kl. 5 e. h. í Akureyrarkirkju.
Dagur Biblíufélagsins. — (P. S.).
Sunnudaga-
skóli Akur-
eyrarkirkju
er á sunnu-
daginn kemur
kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í
kapellunni, 7—13 ára börn í
kirkjunni. — Bekkjarstjórar,
mætið kl. 10. — Munið efíir að fá
bibl íumy ndabækurnar.
Æskulýðsfélag
nC) Akureyrar-
kirkju. — Mið-
deild, f undur n.
k. sunnud., 28.
janúar, kl. 8.30
e. h. — Lyngbúar.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10
fi'á ónefndum.
tÁrshátíð félagsins
vei'ður nð Hótel KEA
laugai'daginn 27. janú-
ar n.k. kl. 8.30 e. h. —
Áskriftai'listi liggur
frammi í Bókaverzlun Axels
Kristjánssonar h.f. til föstudags
26. janúar.
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr.
100.00 frá J. Á. og kr. 25.00 frá
sjómanni. Þakkir Á. R.
Zíon. Samkomur næstu viku.
Sunnudaginn kl. 10.30 f. h.:
Sunnudagaskóli. KI. 2 e. h.:
Drengjafundur (eldri deild). Kl.
5.30 e. h.: Drengjafundur (yngfi
deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn
samkoma. — Þi'iðjud. kl. 5.30 e.
h.: Fundur fyrir telpur 7—13 ára.
— Miðvikudag kl. 8.30 e. h.:
Biblíulestui'. — Fimmtudag kl.
8.30 e. h.: Fundur fyrir ungar
stúlkui'.
MÓÐIR, KONA, MEYJA.
(Fx-amhald af 4. síðu).
og hugtökum viðskiptalífsins um
kaup og sölu.
Rétt verður að teljast að leyfa
börnunum að taka að sér fyrir
peninga þau verk í heimilinu, sem
annars hefði þurft að kaupa utan
að komandi vmnuafl til að
vinna.“
Höfundur nefnir síðan nokkur
verkefni og segir síðan, að jafn-
framt því, sem við greiðum barn-
inu fyrir unnið vei'k, vei'ðum við
að krefjast sömu nákvæmni og
stundvísi af því og áður var ki'af-
izt fyrir sömu greiðslu. „Að
greiða barni minna en öðrum
fyrir sömu afköst, er lítilfjörleg
gróðatilraun.“
Foreldrar! Skrifið kvennadálk-
inum um reynslu ykkar í þessum
efnum.