Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvíkudagimi 24. janúar 1951 D A G U R 5 og Laxár mesiu raforkuframkvæmdir á Islandi Stuðningur aÍMennings nauðsyn - Greinargerð fyrir lánsútboði Viðbótarvirkjanir Sogs og Lax- ár, sem nú eru að hefjast, eru mestu raforkuframkvæmdir, og um leið stsérstu mannvirki, sem ráðizt hefur verið í hér á landi. Þegar þessum virkjunum er lok- ið, þrefaldast raforkan frá báðum orkuverunum. Orka Laxárvirkj- unarinnar vex úr 4.000 kw. í 12.000 kw., og orka Sogsvirkjun- arinnar úr 15.000 kw. í 45.000 kw. Þessar framkvæmdir kosta að sjálfsögðu feikna mikið fé á ís- lenzkan mælikvarða. Er áætlað, að báðar virkjanirnar muni kosta um 202 milljónir króna, þar af Sogsvirkjunin 158 millj. og Lax- árvirkjunin 44 millj. kr. Kostnaðurinn við Sogsvirkjun- ina skiptist þannig, að innlendur kostnaður er 68 millj., kostnaður í Evrópugjaldeyri 28 millj. og kostnaður í Bandaríkjagjaldeyri 62 millj. kr. Kosnaður við Laxárvirkjunina skiptist þannig, að innlendur kostnaður er 22 millj., kostnaður í Evrópugjaldeyri 6 millj. og kostnaður í Bandaríkjagjaldeyri 16 millj. kr. Öflun fjár til framkvæmdanna. Þar sem ætlunin er að ljúka virkjunum eins fljótt og auðið er, veltur á miklu, að hægt verði að afla nú þegar meginhluta þess fjár, sem þarf til framkvæmd- anna. Efnahagssamvinnustjórnin í Washington hefui' sýnt góðan skilning á nauðsyn þessara fram- kvæmda. Hefur íslandi nú þegar verið veitt 2 millj. dollara lán til efniskaupa í Bandaríkjunum, og gert er ráð fyrir, að jafnvirði 45 millj. króna í dollurum verði veitt sem framlag án endurgjalds. Ætti því Bandaríkjagjaldeyririnn að vera tryggður, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Leitað hefur verið eftir láni hjá Alþjóðabankanum til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem greiða þarf í ýmsum Evrópu- gjaldeyri. Endanlegt svar er ekki enn komið frá bankanum, en góð- ar horfur munu vera á því, að þetta lán fáist. Eftir er þá að afla fjár til þess hluta kostnaðarins, sem greiða þarf í innlendum gjaldeyri. Inn- lendur kostnaður við báðar virkj- anirnar er áætlaður um 90 millj. kr., en þar að auki þarf að leggja í mótviðrissjóð gegn þeirri fjár- hæð, sem efnahagssamvinnu- stjórnin veitir án endurgjalds. Enda þótt ekki sé ólíklegt, að þetta fjáröflunarvandamál verði að einhverju leyti leyst í sam- bandi við mótvirðissjóðinn, er augljóst, að mikið skortir á, að tryggt sé nægilegt innlenf fjár- magn til framkvæmdanna. Á- kveðið hefir verið, að Akureyrar- kaupstaður leggi fram þrjár millj. króna til Laxárvirkjunarinnar og Reykjavíkui-bær 15 milljónir króna til Sogsvirkjunarinnar, en vandinn er þó ekki leystur til fulls með þeim framlögum. Leitað aðstoðar almennings Til þess að koma í veg fyrir það, að þessar mikilvægu fram- kvæmdir þurfi að stöðvast vegna skorts á innlendu fjármagni, hafa nú verið boðin út tvö innanríkis- lán vegna virkjananna, 18 millj. króna lán til Sogsvirkjunarinnar og fimm milljóna króna lán til Laxái'virkjunarinnar. — Er sala skuldabréfanna þegar hafin. Án efa virðist mörgum, sem verið sé að bera í bakkafullan lækinn að ætlast til þess, að þjóð- in kaupi nú í einu skuldabréf fyrir 23 milljónir króna. Aðilum þessara lánsútboða er það vel ljóst, að peningamarkaður er nú þröngur, en hér er mikið í húfi, og fjárhæðin heldur ekki svo ó- viðjafnanleg, þegar betur er að gáð. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir því, að þessar 23 milljónir króna séu sá herzlu- munur, sem ávant er, til þess að fengnar séu þær 202 milljónir króna, sem er hið áætlaða kostn- aðarverð þessara miklu raforku- framkvæmda. Mun öllum vera ljóst, hversu vel hefir til tekizt, ef hægt verður að ráðast í svo stórkostlegar framkvæmdir án þess að leggja nokkrar verulegar byrðir á þjóðina við öflun fjár til greiðslu stofnkostnaðar. Með samtökum má leysa vandann Engum mun blandast hugur um það, hversu mikilvægar þessar nýju virkjanir eru, fyrst og fremst fyrir þær 80- -90 þúsundir lands- rnanna, sem njóta raforkunnar frá þeim, en einnig fyrir þjóðina í heild, því að þessi stóru orku- ver munu skapa grundvöll fyrir margvíslegan iðnað og ann- an atvinnurekstur, sem þjóðin öll nýtur góðs af. Má í því sam- bandi minna á áburðarverk- smiðjuna, sem vonast er til, að brátt verði hægt að hefja fram- kvæmdir við, en ekki getur tek- ið til starfa, fyrr en virkjun Sogs- ins er lokið. Allir íbúar orku- veitusvæða Sogs og Laxár vita einnig af eigin reynd hversu brýn þörfin er á aukinni orku virkjan- anna. Þegar þess er gætt, hversu mik- il þjóðarnauðsyn er á því að koma þessum virkjunum upp og hversu tiltölulega lítinn hluta heildar- kostnaður virkjananna almenn- ingur er beðinn að lána, mun ekki þurfa að efa það, að þjóðin muni sameinast um að koma í veg fyrir það, að framkvæmdirnar þurfi að stöðvast af þessum sök- um. Verði almenn þátttaka í skuldabréfakaupunum, er hægur vandi að afla þessara 23 milljóna. Þótt aðeins sé reiknað með íbúum orkuveitasvæða Sogs og Laxár, nemur lánsfjárhæðin að meðal- tali ekki nema rúmum 1000 krón- um á hverja fimm manna fjöl- skyldu. Er þá ekki tekið tillit til þess, að iðnrekendur og margir aðrir atvinnurekendur, sem eiga afkomu fyrirtækja sinna að meira eða minna leyti tengda rafork- unni, munu án efa fúsir að leggja fram ríflegan skerf til þess að greiða fyrir því, að þessar virkj- anir komist sem fyrst upp. Hagkvæmt lán. Loks er svo þess að gæta, að hér er ekki beðið um neinn styrk heldur lán, sem eru mjög hag- kvæm fyrir lánveitendur. Má því vænta þess, að bæði ýmsir sjóðir og einnig þeir einstaklingar, sem laust fé eiga, sjái sér hag í því að ávaxta það í þessum nýju skulda- bréfum virkjananna. Eins og fram er tekið í útboðsauglýsingum lánanna eru vextir 6% á ári, og þriggja ára vextir, 18% af nafn- verði bréfanna, eru greiddir fyr- irfram. Eftir 4 ár verður svo byrjað að innleysa bréfin. Af hverju 300 króna bréfi fær kaup- andinn strax greiddar 54 krónur í vexti, af hverju 1000 króna bréfi hann greiddar 180 krónur, og af hverju 5000 króna bréfi fær kaupandi strax greidda 900 kr. vexti. Sala bréfanna. Þar sem ekki er fyrirfram hægt að gera sér grein fyrir því, eftir hverri bréfategund — 300, 1000 eða 5000 króna bréfum — verður mest eftirspum, hefur í sparnað- arskyni verið valin sú leið, aó gefa nú bráðabirgðakvittanir fyr- ir andvirði bréfanna, en afhenda bréfin síðar. Skuldabréfin eru til sölu í öllum bönkum og útibúum þeirra og einnig öllum sparisjóð- um og rafveituskrifstofum á orkusvæðum Sogs og Laxár, en gert er ráð fyrir, að aðalsala bréfanna verði á þeim svæðum. Þar sem þó má ætla, að marga utan þeirra svæða fýsi að kaupa bréfin, verða gerðar ráðstafanir til þess, að bréfin fáist einnig keypt í mörgum hinna stærri sparisjóða, þar sem ekki eru bankaútibú. Þar sem aðeins fáir dagar eru síðan undirbúningur lánsútboð- anna var hafinn er ekki víst, að kvittanaheftin séu nú þegar kom- in til allra umboðsmanna, en þau koma þá alveg næstu daga. Þess er fastlega vænzt, að fólk dragi ekki að kaupa bréfin, því að mjög nauðsynlegt er, að sölu þeirra verði lokið sem fyrst. Garðar Halldórs- són á Rifkelsstöð- um fimmtugur Hinn 30. des. ' síðastl. varð Garðar Halldórsson bóndi og oddviti á Rifkelsstöðum fimmtug- ur. Heimsóttu hann við það tæki- færi fjölmargir sveitungar hans og vinir. Garðar er af kunnum, eyfirzk- um bændum kominn í ættir fram. Virðist hann hafa hlotið í vöggu- gjöf marga beztu eiginleika þeirra. Má það lán teljast bænda- stétt landsins þegar slíkir atorku- menn sem Garðar er, gera land- búnað að lífsstarfi sínu. Hefur hann, ásamt Jónasi bróður sín- um, sem býr á hálfri jörðinni, gert Rifkelsstaði að myndarlegu stórbýli. Má með sanni segja, að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, sérstaklega þar sem engin sér- stök hlunnindi eru fyrir hendi. Garðar á Rifkelsstöðum hefur hins vegar sannað það, svo að ekki verður um deilt, — og má það vera gleðiefni og uppörfun öllum þeim er. landbúnáði uhna, — að gróðurmoldin og búféð gefa ennþá ríkúlega þegar rétt er á haldið. Þrátt fyrir búannir og árlegar stórframkvæmdir á Rifkelsstöð- um gefur Garðar sér tíma til að vinna fyrir sveit sína og hérað með margháttuðum, opipberum störfum, sem á hann hafa hlaðist. Er það mál manna, er til; þekkja, að þá séu málefni torsótt ef Garð- ar á Rifkelsstöðum gangi frá. Sagt hefur verið, og líklega með nokkrum sannindum, að óvenju- leg starfsorka og athafnaþrá sé mönnum ásköpuð. Hinu er ekki að neita, að Garðar hefur tamið sér óvenjulega reglusemi og ná- kvæmni í öllum stöi'fum, svo að orð ei' á gert. Á fimmtugsafmæli Garðars sýndu sveitungar hans honum mikinn sóma, svo sem vert var. En hann tók rausnarlega á móti gestunum í hinum myndarlegu húsakynnum á Rifkelsstöðum. Garðai’ er kvæntur Huldu Da- víðsdóttur frá Daðagerði, frænd- konu sinni, mikilhæfri húsfreyju. Eiga þau tvo syni uppkomna. Með viti og karlmennsku hefur Garðar á Rifkelsstöðum samein- að ýms forn búmannshyggindi hinu bezta í umbrota- og um- bótatímum síðustu áratuga. Má sannarlega óska honum til ham- ingju með árangurinn. E. D. Skjaldborgarbíó hefur frísýn- ingu fyrir Templara og gesti þriðjudaginn 30. jan. næstk. kl. 9. Sýnd verður kvikmyndin Frú Mike. — Brynjufélagar vitji að- göngumiða í Sjúkrasamlag Akur- eyrar, sími 1150, en ísafoldarfé- lagar í Bókabúð Axels Kristjáns- sonar. Skrifin um Olíufé- iagið ' Það hcfur vakið athygli manna, hversu viðbragðsfljót málgögn Sjálfstæðisflokksins voru að taka undir með Þjóðviljaniun, er það blað þóttist hafa fundið mikla sök hjá Olíufélaginu h.f., en það eru samvimiusamtökin, sem standa að því félagi. Þetta mál er í stuttu máli þannig vaxið, að konunúnistablaðið birti frásögn um að Olíufélagið hafi framið stórfellt verðlagsbrot, en upplýs- ir þó jafnframt að ekki mundi vera um Iögbrot að ræða! Verð- gæzlustjóri birtir síðan tilkynn- ingu, og segir mál þetta vera til athugunar, og muni skýrsla verða birt um það, er athuguninni sé lokið. Nú munu menn yfirleitt ekki hafa lagt meiri trúnað en svo á frásögn kommúnistablaðs- ins, að þeir hafi verið fúsir að bíða eftir skýrslu verðlagsyfir- valdanna áður en þeir feldu dóm um málið. En þetta er ekki við- horf Sjálfstæðisblaðanna. Þau hvetja til dómfellingar yfir Olíu- félaginu áður en skýrsla verð- lagsyfirvaldanna er birt og áður cn staðreyndir málsins eru þjóð- inni kunnar. Öðruvísi mér áður brá. Þegar aðstandendur Mbl.- manna voru bornir þungum sök- um í sambandi við fyrirkomulag saltfiskverzlunar, lét blað þeirra sér hægt, og þótt langt sé nú um- liðið síðan rannsókn þess máls hófst, hefur hláðið aldrci hvatt til þess að henni yrði hraðað og gögnin birt. Þannig mótast við- horf þessa blaðakosts af því, hver á í hlut, og fer siðapostulasvipur- inn illa slíku fóiki. * UM ÞETTA MÁL er annars það að scgja, að það er ástæða til vara fólk við að leggja trúnað á söguburð kommúnista um OIíu- félagið. Þeir hafa fyrr sýnt það, að þeir vilja vinna félaginu allí það ógagn er þeir megna. Má í því sambandi minna á skrifin um fé- lagið og forustumerin samvinnu- félaganna um það bil er félagið festi kaup á Hvalfjarðarstöðinni. Hugarfar kommúnista gagnvart félaginu hefur ekki breytzt síðan, og hlálegt er, þegar Mbl. grípur fegins hendi söguburð Þjóðvilj- ans og gerir hann að uppistöðu í árásargrcinum. — Andstæðingar samvinnustefnunar hafa dómfellt Olíufélagið áður en rannsókn hefur farið fram og rétt yfirvöld birt skýrslu sína. Augljóst er í livaða tilgangi slíkt er gert. Al- menningur í landinu mun fús að bíða átekta og vill kynna sér stað- reyndir málsins áður en hann fellir sinn dóm. Hvers vegna vilja kommúnistar og Mbl.-menn ekki gera slíkt hið sama Óttast þeir niðurstöður réttra yfirvalda? Dánardægur. Hinn 17. þ. m. lézt í Sjúkrahúsi Akureyrar frú Sig- ríður Baldvinsdóttir, forstjóri Pöntunarfélags verkalýðsins, mik ilhæf kona á bezta aldri. Hún verður jarðsungin frá Akureyr- arkirkju á morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.