Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 24.01.1951, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 24. janúar 1951 Flugvélar lentu 859 sinnum í Eyja- firði á s. I. ári Mikil nauðsyn að byggja nýjan flug- völl sunnan Akureyrar Á sl. ári lentu flugvélar 8591 sinnum hér á PolHnum og á Mel- gerðisflugvelli. Dró þó verkfall flugvirkja á sl. vori mjög úr flug- ferðum um tíma og hefði þessi tala áreiðanlega orðið miklu hærri, ef allt hefði verið með eðlilegum hætti. Árið 1949 voru lendingarnar samtals 1086. Þessar tölur sýna glöggt, hversu stór liður flugið er orðið í samgöngumálum bæjar og héraðs, og þegar veðurl. er einsog nú hefur verið um skeið,sjámenn og betur en ella, hvers virði flug- ferðirnar eru. Nú eru landleiðir allar tepptar, siglingar strjálar, en flugvélar koma hér hvern dag, sem veður leyfir, flytja póst og farþega og rjúfa einangrunina, sem bær og hérað annars væru í, til mikilla þæginda og hagræðis fyrir allan atvinnurekstur hér um slóðir og íbúana í heild. Nýr flugvöllur nauðsyn. Miklir erfiðleikar eru á því um þessar mundir að halda opinni öruggri leið á flugvöllinn á Mel- gerði, en lendingar á Pollinum eru löngum ómögulegar vegna ísa. Þar að auki er sú staðreynd, að Melgerðisflugvöllur er mjög lélegur orðinn, og verður ekki nothæfur til frambúðar nema með stórfelldri viðgerð, sem kosta mundi mikið fé. Er árlega hent tugum þúsunda til viðgerðar á vellinum, en þar er tjaldað til einnar nætur í senn, og ekki tryggð nein lausn á flugvallar- málinu í heild. Fyrir löngu er samkomulag um það í milli sér- fræðinga og flugmálastjórnarinn- ar að nýr flugvöllur fyrir Akur- eyri og héraðið sé hin mesta nauðsyn, og hafa rannsóknir leitt í Ijós að völlurinn muni vel settur í Eyjafj.árhólmum, hér sunnan við bæinn. Flugvallargerð þar er að vísu kostnaðarsöm, en vel framkvæmanleg að áliti sérfræð- inga. Mælingar hafa verið gerðar og allt til reiðu að liefja verkið nema það, að fé hefur enn ekki verið veitt til þess. Tvær milljónir til flugvallanna. Á fjárlögum yfirstandandi árs munu tvær milljónir króna ætl- aðar til flugvallanna. Nokkuð' er því fé mun ganga til að greiða skuldir flugvallanna í Vestmanna eyjum, Sauðárkróki og víðar, en annað til nýbygginga. Vafasamt er talið, að verkið hér muni haf- ið fyrr en fyrir liggja a. m. k. 500 þús. kr. til að vinna fyrir. Sú spurning vaknar því, hvort bæj- arfélagið geti ekki greitt fyrir því að verkið verði hafið með því að leggja fram eitthvert fé, sem lán, til bráðabirgða, eins og Vest- mannaeyjar og Sauðárkrókur munu hafa gert til þess að hrinda flugvallarmálum sínum af stað. Það hlýtur að vera kappsmál fyr- ir Akureyri að koma flugvallar- málinu áleiðis hið allra fyrsta, og virðist auðsætt, að bæjaryfir- völdin eigi að vinna að því eftir því sem unnt er. Er þess að vænta, að flugvallarmálið verði tekið til rækilegrar athugunar í bæjarstjórninni fyrir vorið, því að ef ekki sjást veruleg merki áhuga hér fyrir flugvallarmálinu er eins líklegt, að allt það fé, sem til flugvallanna verður varið á þessu ári, lendi annars staðar, og þannig tefjist framkvæmdirnar hér enn meira en orðið er. ar í Lauga- skóla Þrátt fyrir varúðarráðstanir til þess að forðast mislingafaraldur þann, sem nú gengur um Þing- eyjársýslu, hefur veikin nú kom- ið upp í Laugaskóla, en þar er fjöldi manns móttækilegur fyrir veikina. Veldur þetta skólastarf inu öllu hinum mestu erfiðleik- um. Ekki munu þó margir hafa veikzt enn sem komið er. Yfirmaður kínverska hersins SKÁKKEPPNI. Hinn 19. janúar sl. kepptu Odd- eyringar gegn lnnbæingum og Érekkubúum. Skipt var um Brekkugötu. Leikar fóru nú þannig að þeir síðarnefndu unnu með TV2 vinning gegn 4V2. Tvær skákir fóru í bið. Færeyingar fiattu út sjávarafurðir fyrir 74.1 milljón króna á s. 1. ári Saltfiskur um 8af útflutningsverðmætinu Útflutningur Færeyinga á ár- inu 1950 nam 74,1 millj. danskra króna, eða sem svarar 180 millj. ísl. króna. Er þetta um 2 millj. kr. lægri upphæð en árið á und- an. Saltfiskur, blautur og þurrk- aður, var um 80% af útflutnings- verðmætinu, ísfiskframleiðslan minnkaði verulega, en hvalveiði jókst. Spánvei-jar voru stærsti kaupandi fisks af Færeyingum á sl. ári, keyptu 12000 tonn, ítalía 11900 tonn, Grikkland 4700 tonn, Portúgal 1900 tönn, Bretland 1300 tonn og Danmörk 2200 tonn. Mjólkurflutniugarair ganga nú Iiindrunarlaust - mjólkin flutt sjóveg frá Balvík Vegurinn i Höfðaliverfi opnaður í gær Chu Teh heitir yfirmaður alls herafla hins kommúnistíska Kína veldis, og undir hann heyra herir þeir, sem innrásina gerðu í Kór- eu, þótt hann sé þar ekki sjálfur til stjórnar. Pekingstjórnin hefur nú sent Sameinuðu þjóðunum nýja tillögu um lausn Kóreu- málsins og vill hún koma á sjö- velda ráðstefnu um Asíumál, alla erlenda heri burt úr Kóreu, sæti Kína hjá S. Þ. og yfirráð yfir Formósu. Þessi tillaga er nú til athugunar í Lake Success. Ekki hefur snjóað neitt teljandi þessa síðustu viku og má heita að sæmilegt akfæri sé um héraðið og ganga mjólkurflutningar hindrunarlaust. Færi er þó víða erfitt. Vegur- inn til Dalvíkur er þó ófær og er mjólkin flutt hingað sjóveg. f gær var unnið að því að opna veginn í Höfðahverfi og var búizt við að hann mundi fær allt að Laufási í dag. Munu þá mjólkurflutningar aftur hefjast reglulega úr Höfða- hverfi landleiðina. Fágætur sauðburður Hinn 21. þ. m. skeði það á Helgustöðum í Saurbæjarhreppi,- að gimbur á fyrsta ári bar full- aldra lambi. Lambið er hr-útúr á stærð við meðal tvílembing og vel sprækt. Mun það vera fátítt að gimbrar beri um þetta leyti árs. Gimbur þessi mun vera keypt hjá Eiríki Skaftasyni bónda á Stórahamri. Hafa komið fram skemmdir i karfafiökunum, sem send voru til Ámeríku ? Varasamt að frysta margra daga gamlan fislc Þrálátur orðrómur er uppi um það, að óvænlega horfi nú með hinn nýfundna karfamarkað í Bandaríkjunum og sé ástæðan sú, að verulegar skemmdir hafi komið fram í einhverju af því magni, sem búið er að senda á markaðinn. Ekki hefur blaðið getað fengið þessar fregnir staðfestar, en því miður eru miklar líkur til að þær séu á rökum reistar. i Of gamall fiskur. Ástæðan til skemmdanna er talin sú, að karfinn hafi verið orðinn of gamall er hann var tek- inn til flökunar. Eins og kunnugt er hafa sunnlenzk frystihús flak- að heila togarafarma, eftir margra daga útivist togaranna, og Kommúnistar héldu völdunum með 8 atkv. meirihluta Úrslit í kosningu stjórnar og trúnaðarráðs V erkamannaf élags Akureyrarkaupstaðar urðu þau, að kommúnistar héldu völdunum með 8 atkvæða meirihluta. Er það langminnsti meirihluti, sem þeir hafa nokkru sinni haft. Listi þeirra fékk 177 atkv., en listi lýðræðissinna 169 atkv. 13 seðlar I voru auðir og ógildir. Á kjörskrá ' voru 416, en 369 kusu. þótti ýmsum, sem við fiskverk- un fást, þegar óráðlega að farið. í þessu sambandi má minna á, að þær tilraunir, sem gerðar voru hér nyrðra, til að flaka karfa og frysta fyrir Ameríkumarkað voru bundnar við nýjan fisk, þ. e. þann fisk, sem togararnir veiddu síðast í hverjum túr og var á þilfari við hingaðkomuna. Reyndist þessi fiskur og ágætlegá er á markaðinn kom ,eins og áð- ur er greint frá hér í blaðinu. Alvarlegt mál. Ef þessar fregnir reynast rétt- ar, er hér um alvarlegt mál að ræða. Ekki aðeins vegna þess tjóns, sem útflytjendur verða fyr- ir. Hitt er þyngra á metunum, að þetta hlýtur að draga dilk á eftir sér fyrir framtíðina og spilla mjög áliti þessarar vöru vestan hafs. í gær var suðaustan stormur og frostlaust. Hefur snjór sjatnað talsvert í frostleysunum undan- farna daga, en haglaust er þó enn víðast hvar. Dalvíkingar Iiafa sóU nin einii tögara Mikill áhugi er fyrir því í Dal- vík, að einn hinna nýju togara verði gerður þaðan út. — Var nýlega haldinn borgarafundur um málið, og þar samþykkt að sækja um einn hinna nýju togara til ríkisstjórnarinnar, og kosin frámkvæmdanefnd til þess að vinna að framgangi málsins. í henni éiga sæti: Tryggvi Jónsson, frystihússtjóri, foiTnaður, Páll Friðfinnsson, útgerðarmaður, Björgvin Jónsson ,skipstjóri, Lár- us Frímannsson, formaður verk- lýðsfélagsins, Sigtýr Sigurðsson, formaður bíltstjórafélagsins, Jón Stefánsson, trésmíðameistari, og Jónmundur Zóphoníasson, bóndi. Hlutafélagsfyrirkomulag er fyr- ii'hugað. Þegar er hafin söfnun hlutafjárloforða, og hefur gengið greiðlega. Nokkur vafi er þó tal- inn leika á því að Dalvíkingar geti fengið togarann, þótt fé sé fyrir hendi. Liggja þegar fyrir margar umsóknir um nýju tog- arana. Þremur hefur þegar verið ráðstafað, til Akureyrar, Hafnar- fjarðar og Patreksfjarðar, og af þeim 7, sem eftir eru, mun Rvík ætla sér 5. Mikil Iiarðindi iim Þiiigeyjarþing Mikil harðindi eru í Þingeyj- arsýslu, - og -telja menn að ekki hafi komið eins langvinnur harð- indakafli sl. þrjátíu ár. 1 Norð- ursýslunni hefur fé staðið á gjöf fullan mánuð. Snjór er mikill og jafnfallinn. Samgöngur á landi eru mjög erfiðar, því að vegir eru ófærir með öllu. Hefur reynzt erfitt að koma fóðurbæti til bænda frá Kópaskeri. Sigvaldi Þorsteinsson kaupmaður látinn Síðastl. föstudag andaðist ai heimili sínu í Ordrup í Danmöi'I Sigvaldi E. S. Þorsteinsson, kaup- maður, 77 ára að aldri. Sigvald Þorsteinsson dvaldi mestan hlutí ævinnar hér á Akureyri og ral hér verzlun um langan aldur sem kunnugt er. Líkami han: verður brendur og askan verðui síðan flutt hingað til Akureyrar til greftrunar. íbúð, tvö til þrjú herbcrgi og eld- hús, óskast til leigu nú þeg- ar eða í vor. GEIR S. BJÖRNSSON. Símar: 1945 og 1370. Snjókeðjur teknar upp í dag. Bílasalan h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.