Dagur - 21.02.1951, Síða 7
Miðvikudaginn 21. febrúar 1951
D A G U R
1
Ohugnanlegur stríðsundirbúningur rússnesku
Er ætlimin a3 ráðast á lúgóslafíu
á komandi vori?
Samvinnustefnan á vaxandi
fylgi að fagna í BancSaríkjunum
Nýjar bandarískar skýrslur
sýna, að um 60% af bændum
landsins eru tengdir einu eða
fleiri samvinnufélögum og hefur
láttttaka bænda í samvinnufé-
lagsskapnum. hcldur betur en
tvöfaldast á sl, 20 árum.
Samvinnufélög bænda annast
innkaup rekstrarvöru til bú-
anna og selja framleiðsluvörur
Deirra og skila bændum sann-
virði.
Skýrslur þessar sýna, að um
10.000 slík samvinnufélög eru
starfandi í Bandaríkjunum og að
meðlimatala þeirra er um 6.400.-
000, en verzlunarvelta þeirra á sl.
ári var um.10 milljarðar dollara.
Þá hafa bændur v'íða stofnað
með sér samvinnutryggingar og
voru 1850 slík félög starfandi um
síðastliðin áramót.
Yfirleitt er svo að sjá af fregn-
um þessum, sem hið gullna með-
alhóf samvinnustefnunnar eigi
vaxandi fylgi að fagna meðal
hinna almennu borgara vestan
hafs.
Eldsvoði á Svalbarðs-
eyri
Aðfaranótt sl. föstudags brann
til grunna lítið íbúðarhús á Sval-
barðseyri, eign Einars Jóhannes-
sonar verkamanns þar. Engu var
bjargað af innanstokssmunum og
munu þeir hafa verið óvátryggð-
ir. Enginn hafði búið í húsinu um
skeið, með því að eigandinn var
á sjúkrahúsinu hér, en á fimmtu-
daginn var undirbúið að flytja í
húsið og var það hitað upp, en
um nóttina brann það, sem fyrr
segir. Húsið var einlyft, byggt úr
timbri.
ÚR BÆNUM:
Foglasýiiiiigm í Barnaskólanum
er skemtileg og lærdómsrík
Gagnleg starfsemi Dýraverndunarfélags
Amerísku blaðamennirnir Joseph
og Stewart Alsop rita að jafnaði
í stórblaðið New York Herald
Tribune og ræða þar ýmis þau
mál, sem efst eru á baugi í al-
þjóðastjómmálum hverju sinni.
Um s. 1. mánaðarmót birtu þeir
tvær greinar um ástandið í al-
þjóðamálunum og líkindin fyrir
því, að styrjöld brjótist út. 1
greinum þessum koma fram
ýmsar nýstárlegar upplýsingar og
sjónarmið og verður hér á eftir
og í næsta blaði rakið efni þess-
ara greina í aðalatriðum:
Á síðustu sex mánuðum hafa
.einvaldarnir í Kreml hljóðlátlega
gert ýmsar ráðstafanir, sem á ytra
borði líta út eins og undirbúning-
ur að árás á Vestur-Evrópu í
vor eða sumar. Þetta er í reynd-
inni þungamiðja ástandsins í al-
þjóðamálunum í dag og yfir-
skyggir í rauninni hinar daglegu
fréttir. Það er kominn tími til —
fyrir löngu kominn tími til —
að skoða nánar, hvað mennirnir
í Kreml hafa gert, og reyna að
ráða þá gátu, hvað það muni
þýða.
Á meðal margra breytinga á
stjórnmálasviðinu í Evrópu, er
sú hættulegust, sem orðið hefur
við landamæri Júgóslavíu. Fyrir
sex mánuðum var enginn efi á
því, að her Títós — 400.000 menn
■— mundi sigra sameinaða heri
leppríkjanna rússnesku, Ung-
verjalands, Búlgaríu og Rúmen-
íu, ef þessi leppríki réðust á
Júgóslava. En í dag er málið
ekki lengur þannig vaxið.
Stóraukiim herafli leppríkjanna
Skömmu eftir að Kóreustríðið
hófst, hófst aukning herja
leppríkjanna í Evrópu. Árgang-
urinn 1927, sem átti að losna úr
herþjónustu í sumar, er enn í
herbúðum. Úrval hefur verið
kallað til vopna úr varaliðinu.
Með þessum hætti hefur her-
styrkur leppríkjanna verið auk-
inn um meira en 50%, og mun
nú vera samtals um 600.000 menn
en það er sú tala, sem Tító mars-
kálkur hefur nefnt í þessu sam-
bandi. Á sama tíma hefur Sovét-
stjórnin sent leppríkjunum mikl-
ar birgðir skriðdreka, fallbyssna
og annarra hergagna, ásamt skot-
færum, og þannig hafa Rússar
bætt úr mesta ágalla hernaðar-
getu leppríkjanna, en hann var
skortur á hergögnum. Þar við
bætist, að enda þótt Rússar hafi
ekki aukið mannafla ungversku,
rúmensku og búlgörsku herjanna,
enn sem komið er, hafa þeir auk-
ið verulega við eigin herstyrk í
Karpato-Ukrainu. Þetta nýja
rússneska hérað liggur vestan
Karpatafj allanna. Vélahersveitir,
sem réðust vestur yfir Pannon-
ian-sléttuna, frá Karpato-Ukra-
inu, mundu komast til Belgrad,
höfuðborgar Júgóslavíu, á fáum
dögum. .
Á ytra borðinu virðist hér
vera um að ræða undirbúning
til þess að ráðast á Júgóslavíu
af leppríkjunum, sem næst henm
liggja, ásamt með hluttöku rúss-
neska hersins ef þurfa þætti.
Þannig lítur Tító marskálkur a.
m. k. á málið. Þetta er ástæðan
fyrir því, að hann leggur nú meg-
ináherzlu á að vera tilbúinn að
mæta árás í apríl eða maí. Skoð-
un Títós verður sennilegri þegar
athugaðar eru ráðstafanir, sem
Rússar hafa gert í Austur-Þýzka-
landi, Póllandi og Tékkóslvakíu.
25 herfylki í Austur-Þýzkalandi
í þessum síðast töldu löndum,
er herstyrkur sá, sem Rússar
gætu fært til með stuttum fyrir-
vara, svipaðar og fyrr, en þess
ber þó að gæta, að eftirlit með
pólitískum trúnaði pólska og
tékkneska hersins hefur mjög
verið hert .síðustu 12 mánuðina.
Enn eru 25 herdeildir rússneskar
í Austur-Þýzkalandi og 10 her-
deildir í Póllandi, og flestar eru
búnar vélahergögnum. í þessum
löndum er um að ræða aðgerðir
til þess að unnt sé að færa þenn-
an her til með litlum fyrirvara,
og aðeins þarna er her, sem er
miklu sterkari en nokkur herafli,
sem Vesturveldin geta boðið út á
sama tíma.
Allt fram á síðasta sumar, end-
urtóku fáfróðir menn þá fullyrð-
ingu hver eftir öðrum, að rúss-
neski herinn gæti lagt undir sig
alla Vestur-Evrópu á nokkrum
vikum. i
Stórir, nýtízku herir, þurfa
flutningatæki og eftir styrjöldina
rifu Rússar upp og sendu heim
sem herfang mikið af járnbraut-
arteinunum í hinu nýja austur-
evrópska yfirráðasvæði. Á með-
an viðgerð á þessum járnbraut-
um var ekki lokið, gat V.-Evrópa
verið nokkuð örugg. Nú er svo
komið, að viðgerðarstarfið, sem
hófst á sl. ári, hefur verið stór-
aukið. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur fjölspori verið
komið upp á brautinni frá Berlín
til Frankfurt-an-Oder, og tví-
spori frá Frankíurt-an-Oder til
Ngarlye, en þar hefst hið rúss-
neska járnbrautarspor, sem er
öðruvísi en notað er í Evrópu. Þá
er og verið að Ijúka við Auto-
bahnann frá Berlín til Warsjá,
Hitler byrjaði á honum, en Ro-
kossovsky marskálkur lætur
ljúka við hann.
Torfærum rutt úr vegi.
Byggingu flugvalla og stækk-
un þeirra, til þess að taka þrýsti-
loftsflugvélar, hefur mjög verið
hraðað og hefur þvingunarvinnu-
afl verið notað til þess í stórum
stíl. Og þó er það enn ótalið, sem
er óhugnanlegast af þessu öllu: í
Austur-Þýzkalandi er verið að
koma upp miklum birgðastöðv-
um. Þar er safnað benzíni, skot-
færum og öðrum birgðum. Allar
þessar aðgerðir gefa til kýnna
ákveðna stefnu, en enginn á
Vesturlöndum veit með vissu,
hvort þetta boðar árás á Vestur-
Evrópu með vorinu.
En það verður að horfast í
augu við þann sannleika, að verið
er að ryðja úr vegi*öllum hugs-
anlegum torfærum. Undirbúning
urinn í Tékkóslóvakíu, Austur-
Þýzkalandi og Póllandi er ekki
stórvægilegur. Gæti verið til þess
að vex-a tilbúinn ef. .. . En und-
irbúningurinn á landamærum
Júgóslafíu er miklu meiri og lík-
legri til þess að vera gerður í
fullri alvöru. Þetta ástand þarfn-
ast nánari skýringa og mun nán-
ar að því vikið í næstu grein.
(Lauslega þýtt).
Séra Friðrik J. Rafnar
bárust góðar gjafir
á sextugsafinælmu
Það kom greinilega í ljós hinn
14. febr. s. 1., á sextugsafmæli
séra Friðriks J. Rafnar vígslu-
biskups, hvílíkum vinsældum
hann á að fagna. — Hátíðablær
var yfir Akureyri þennan dag. —
Um morguninn voru fánar
dregnir að hún á opinberum
byggingum og víðar í bænum .
Um miðjan dag var gestkvæmt
á heimili vígslubiskubshjónanna.
Voru þar m. a. mættir prestar úr
nágrenni Akureyrar. Færðu þeir
séra Friðrik gjöf frá norðlenzkum
prestum, málverk eftir Svein
Þórarinsson. Séra Sigurður Stef-
ánsson á Möðruvöllum afhenti
gjöfina með ræðu fyrir liönd
prestanna. — Kvenfélag Akur-
eyrarkirkju gaf honum útvarps-
tæki. Lögmannshlíðarsöfnuður
litaða ljósmynd af Hóladómkirkju
eftir Eðvard Sigurgeirsson og
Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju
mynd af Akureyrarkirkju, einn-
ig eftir Eðvard.
Um kvöldið gekkst sóknar-
nefnd Akureyrarkirkju fyrir
samsæti að Hótel KEA til heið-
urs vígslubiskupinum og konu
hans, frú Ásdísi Rafnar. — Var
þar samankomið margt manna. —
Veizlustjóri var Jakob Frímanns-
son forstjóri, og flutti hann ræðu
fyrir minni séra Friðriks, þar
sem hann þakkaði honum fyrir
frábæra samvinnu við sóknar-
nefnd og langt og mikið starf fyr-
ir Akureyrarsöfnuð bæði fyrr og
síðar.
Forseti bæjarstjórnar, Þor-
steinn M. Jónsson, skólastjóri,
talaði af hálfu bæjarstjórnar og
þakkaði margvísleg störf hans í
þágu bæjarins. — Séra Pétur Sig-
urgeirssson mælti fyrir minni frú
Ásdísar. — Þá flutti séra Friðrik
J. Rafnar ræðu og þakkaði bæj-
(Framhald á 11. síðu).
Dýravcrndiinarfélag Akureyr-
ar er ungur félagsskapur og hef-
ur ekki borið mikið á honum í
bæjarlífinu til þessa. Félagið hef-
ur eigi að síður unnið margt
gagnlögt fyrir málleysingjana og
stuðlað að því að hvetja áhuga
og tilfinningu bæjarmanna fyrir
fegurð og nytsemi dýralífsins
umhverfis þá. Þessi vetur hefur
verið harður og stundum hefur
verið þröngt í búi hjá fuglunum,
en bæjarmenn hafa líka verið
iðnir við að gefa þeim og munu
hvatningar Dýraverndunalfé-
lagsins eiga sinn þátt í því. í
rauninni er það undantekning ef
maður rekst á einstakling, sem
ekki er ? eðli sínu dýravinur, en
hitt er algengara, að þarfir dýr-
anna gleymast í önn dagsins. Fé-
lagsskapur áhugamanna getur
því haft mikil áhrif með því að
minna fólk á skyldur þess við
lífið umhverfis það.
Nú hcfur Dýravcrndunarfélag-
ið ráðizt í að framkvæma mark-
verða nýjun hér um slóðir með
því að halda fjölbreytta og
skemmi’ilega sýningu á íslenzk-
um fuglum, og nokkrum öðrum
dýrategundum í samkomusal
Barnaskólans. Sýningin var opn-
uð s. 1. laugardag og flutti for-
maður félagsins, séra Pétur Sig-
urgeirsson, ræðu við það tæki-
færi og skýrði aðdraganda máls-
ins. Sýningin verður opin þessa
viku og fram á næstkomandi
sunnudag. Þarna getur að líta
rösklega 100 fuglategundir, og
hefur Kristján Geirmundsson
séð um uppsetningu sýningar-
innar (hann mun líka hafa upp-
stoppað alla fuglana), Elísabet
Geirmundsdóttir málað smekk-
lega bakgrunna fyrir fuglana, og
Jón Sigurjónsson séð um tréverk
og annan undirbúning við að
koma sýningarmununum fyrir.
Hér er um að ræða merkilegt
fuglasafn, enda er það árangur-
inn af margra ára söfnunarstarfi
góðkunns borgara hér, Jakobs
Karlssonar, og mun stærsta og
vandaðasta safn sinnar tegundar
í einstaklingseigu hér á landi.
Auk þess er þarna gott eggjasafn.
Þarna getur að líta flesta þá
fugla, sem algéngastir eru, auk
nokkurra erlendra gesta, sem
flækst hafa hingað norður til
þess að bera beinin hér. Þarna
eru flestar andategundirnar, sem
hingað sækja, og er fróðlegt að
virða þær fyrir sér og munu
fæstir leikmenn kunna skil á
þeim öllum, þá eru þarna uglurn-
ar, sem hér hafa nú numið land
og gerst æ algengari, grænlenzki
hvítfálkinn og sjálfur örninn,
allra fugla tígulegastur, auk mik-
ils fjölda annarra tegunda, þ. á.
m. hinir skrautlegu sumargestir
okkar, sem ýmist sækja hingað
árlega eða koma hér við endrum
og eins, og síðast en ekki sizt er
þarna snilldarlega gerð eftirlík-
ing geirfugls (útdauður 1844) og
mun Kristján Geirmundsson hafa
fjallað þar um.
Sýning þessi hefur verið vel
sótt það sem af er. Blaðið vill
sérstaklega benda á, að þarna er
gott tækifæri fyrir foreldra að
hvetja áhuga barna sinna fyrir
náttúrunni og hinu frjálsa lífi.
Það er ómetanleg ánægja að því
að vita hvaða fugl það er, sem
skýst undan fótum manns úti í
mónum að sumarlagi, eða kafar í
sefinu eða við árbakkann. Það
er margt ómerkilegra frístunda-
áhugamálið í þessu landi en það,
að þekkja fuglana, sem hingað
sækja og hlynna að þeim. Sýning
Dýraverndunarfélagsins getur e.
t. v. orðið til þess að fá einhverj-
um áhuga fyrir því, og er það vel
farið. Hafi félagið og allir, sem
lagt hafa málinu lið, beztu þ ikk
fyrir sýninguna.