Dagur


Dagur - 21.02.1951, Qupperneq 9

Dagur - 21.02.1951, Qupperneq 9
Miðvikudaginn 21, febrúar 1951 D AGUK 9 dolíara viðbófarframlag frá Marshal l-stof nunirrni Hefur fengið alls 22,5 millj. dollara - tæknileg aðstoð við íslenzka atvinnuvegi aukin Framlög. Efnahagssamvinnustofnunin hef ur nýlega tilkynnt að íslandi hafi verið veitt frekari framlög til efnahagsaðstoðar er nema $ 700.000. Þar með nema framlög þau ,er ísland hefur fengið til vörukaupa í dollnrum frá 1. júlí sl. og til janúarloka samtals $ 200.000. Efnahagssamvinnustofn- unin hefur jafnframt tilkynnt ís- lenzku ríkisstjórninni að upp- hœð þessi verði öll veitt sem framlag án endurgjalds. Heildarupphæð sú er fsland hefur fengið í framlögum til efnahagsaðstoðar síðan Marshall- áætlunin tók til starfa 1948, nem- ur þar með samtals $ 18.500.000, sem samanstendur af $ 4.300.000 í lánum, $ 3.500.000 í skilorðs- bundnum framlögum (gegn út- flutningi á ísuðum fiski til Þýzkaiands) og S 10.700.000 í beinum óendurkræfum framlög- um. Auk þess hefur íslandi verið veitt óbeint $ 4.000.000 í gegnum greiðslubandalag Evrópu, svo sem áður hefur verið tilkynnt, og þar með hefur fsland fengið alls $ 22.500.000 í heildarframlögum síðan Marshalláætlunin byrjaði. Innkaupaheimildir. Af fjárveitingum þeim, er fs- landi hafa verið veittar í bein- um framlögum að upphæð 18.500.000 og sem mynda grund- völlinn fyrir beiðnum um ákveðnar innkaupaheimildir til kaupa á einstökum vörutegund- um og ýmiss konar þjónustu, var í árslok 1950 búið að gefa inn- kaupaheimildir fyrir. samtals $ 17.255.000. í nóvember- og desembermán- uði sl. samþykkti efnahagssam- vinnustofnunin innkaupaheim- ildir að upphæð samtals $ 1.570.000 og var öll þessi upphæð notuð til kaupa á tækjum og þjónustu í sambandi við hinar stóru virkjanir, sem nú eru í framkvæmd við Sog og Laxá og sunduiliðast þetta þannig: Sogsvirkjunin. Rafalar og hreyflar . . $ 222.000 Rafmagnstæki ........ $ 978.000 Tæknileg þjónusta . . $ 30.000 Laxárvirkjunin. Rafalar og hreyflar . . $ 99.000 Rafmagnstæki ........$ 164.000 Túrbínur ............$ 71.000 Tækniieg þjónusta .. $ 6.000 aðstoðar og tekið þátt í tæknileg- um rannsóknum á vegum efna- hagssamvinnustofnunarinnar, en sá þáttur í starfi stofnunarinnar miðar að því að auka tæknilega þjónustu og þekkingu í ýmsum atvinnugreinum meðlimalanda Marshalláætlunarinnar. Að því er ísland varðar hefur kynni- starfsemi þessi og rannsóknir verið framkvæmdar á vegum efnahagssamvinnustofnunarinnar samkvæmt beiðni íslenzku ríkis- stjórnarinnar og í lok sl. árs hafði stofnunin samþykkt fjárveiting- ar eil íslands í þessum tilgangi er nema samtals $ 51.600. Á sl. ári var t. d. unnið að at- hugunum er gætu miðað að end- urbótum í framleiðslu fiskafurða til útflutnings, en þessi athugun var framkvæmd af Cooley og samstarfsmönnum hans; einnig kom hingað til lands sérfræð- ingur frá stofnun í Chicago er nefnist Public Administration Service (PAS), til athugunar á starfskerfi ríkisins og Reykjavík- urbæjar. Unnið var að ýmsum öðrum framkvæmdum á sl. ári, er miða að tæknilegri aðstoð, en sem þá var ekki með öllu lokið. Má þar. nefna för dr. Þórðar Þorbjarn- arsonar til Bandaríkjanna til fiskirannsókna og athugana á frekari nýtingu fiskúrgangs, en dr. Þórður kom aftur heim úr þeirri för í sl. viku. Þá fór dr. Sigurður Pétursson til Banda- ríkjanna til frekari rannsókna líffræðilegs eðlis í sambandi við fiskafurðir. Mun hann dvelja enn um skeið vestra við rann- sóknir sínar. Þá er einnig enn- þá til athugunar beiðni um út- vegun á ýmsum rannsóknartækj- um, sem nota á til rannsókna í þágu íslenzkra atvinnuvega. Auk þess, sem að ofan greinir, átti ísland fulltrúa í tveimur sendinefndum frá Evrópu, er fóru í kynnisferðir til Bandaríkjanna á vegum efnahagssamvinnu- bandalags Evrdópu (OEEC). — Onnur nefndin fór til þess að kynna sér frystiiðnað í Banda- ríkjunum og var Gísli Hemianns- son verkfræðingur, starfsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, fulltrúi íslands í þeirri nefnd. Hin nefndin fór til þess að kynna sér upplýsingaþjónustu og fræðslustarfsemi fyrir bænd- ur og átti Einar Ej'fells, verk- fræðingur, starfsmaður hjá Bún- aðarfélagi íslands, sæti í þeirri nefnd fyrir hönd íslands. Tæknileg aðstoð við íslenzka atvinnuvegi. Svo sem áður hefur verið til- kynnt befur Island notið ýmis- legrar tæknilegrar þjónustu og Á þessu ári eru áætlaðar ýms- ar aðrar framkvæmdir, tækni- legs eðlis, í þágu íslenzkra at- vinnuvega, og er nú unnið að frekari undirbúningi þeirra. GOLF Golfklúbbur Akureyrar hefur útvegað herbergi til inniæfinga í golfi á Hótel Norðurland, og er það nú tilbúið til afnota. Þátt- takendur innriti sig hjá gjaldkefa klúbbsins, Sigtryggi Júlíussyni, rakarameistara, og greiði um leið þátttökugjaldið, sem hefur verið ákveðið 50 kr. fyrir tímabilið til 1. maí eða þar um bil. Hver þátt- takandi fær til umráða hálftíma á dag, og er ráðlegt fyrir þá, sem þurfa starfa sinna vegna að kom- ast að á ákveðnum tíma, að inn- rita sig strax. Þá verður byrjend- um og öðrum, er þess óska, séð fyrir tilsögn og kennslu, og gefur gjaldkerinn allar nánari upplýs- ingar þar að lútandi. Ráðstöfun þessi bætir í svipinn mjög úr brýnni þörf klúbbsmeð- limanna á betri starfsskilyrðum. Undanfarin ár hefur sem sé að- staða til golfiðkana hér í bæ ver- ið mjög erfið vegna veðráttu- farsins, þar sem golfvöllurinn hefur oftast aðeins verið leikhæf- ur 4—5 mánuði ár hvert, og golf- leikararnir ef til vill el^ki komnir í fulla æfingu fyrr en langt var liðið á sumarið. Til samanburðar má geta þess ,að meðlimir Golf- klúbbs Reykjavíkur og Vest- mannaeyja hafa á þessu tímabili jafnaðarlega getað iðkað golf að heita má allan ársins hring. — Komu afleiðingar þessa aðstöðu- munar meðal annars greinilega í ljós á síðasta íslandsmóti, og til að jafna hann er það alveg óhjá- kvæmilegt að Golfklúbbur Ak- ureyrar haldi uppi inniæfingum meiri hluta vetrarins. Séu inni- æfingar stundaðar af vandvirkni, er gagrisemi þeirra, hvað því við- víkur, að ná leikni í golfi, sízt minni en samleiks á golfvellin- um, því að oft vill þá kappgirnin bera vandvirknina ofurliði. Hér í bæ munu vera allmargir, sem ætla sér að taka upp golf, en það farizt fyrir, og meðal annars vegna þess, að byrjunartilsögn var ekki fáanleg. Skal hinum sömu bent á, að nú er tilvalið að tækifæri til að byrja. Hentugt húsnæði og byrjunartilsögn standa til boða, og síðast en ekki sízt: golfvöllurinn verður fyrir- sjáanlega óleikhæfur næstu mán- uðina, svo að ekkert verður til að glepja nemendur meðan þeir eru að tileinka sér undirstöðuatriðin. Para Promin 97 V 2 A karlmanns-armbandsúr tap- aðist á Hótel KEA laugar- daginn 17. þ. m. — Finn- andi vinsamlegast beðinn að skila því á afgreiðslu Dags. Eldri-dansa-klúbbur heldur dansleik að Lóni næstkonfandi laugardag, 24. þ. m. Hefst kl. 10 e. h. STJÓRNIN. Stofnfundur skógrækt- arfélagsdeildar fyrir Akureyri ákveð- inn n. k. mánudag Stjórn Skógræktarfél. Eyf. hef- ur ákveðið að gangast fyrir stofn- un sérstakrar deildar fyrir Akur- eyri og verður stofnfundurinn mánud. 26. þ. m. að Hótel KEA og hefst kl. 8.30 e. h. Þetta er í beinu framhaldi af þeirri skipulagsbreytingu, sem gerð var á aðalfundi Skógræktar- fél. Eyf. 28. f. m. og er í aðalatrið- um sú, að félagið verður hér eftir sambandsfélag fyrir smærri deildir í héraðinu, og aðalfundir þess verða skipaðir fulltrúum frá deildunum í stað ársfél. og ævi- fél. eins og verið hefur. Þes ser vænzt, að allir meðlimir Skógræktarfélagsins, búsettir á Akureyri, verði áfram meðlimir félagsins gegnum Akureyrar- deildina. Á stofnfundinum á mánud. geta þeir fengið ýtarlegri upplýsingar og komið á framfæri sínum tillögum um framtíðar- starfsemina. Þeir, sem ekki hafa verið í Skógræktarfél. Eyf., en vilja gerast meðlimir deildarinn- ar, ættu einnig að, mæta á fund- inum eða gefa sig fram í síma 1464 og láta skrá sig sem stofn- endur deildarinnar. Gert hefur verið uppkast að lögum fyrir deildina í samræmi við lög ann- arra skógræktarfélagsdeilda í landinu. Einn hreppur í Þingeyjarsýslu kaupir Laxárbréí i fyrir 50 þúsund krónur Sparisjóður í einum hreppi S,- Þingeyjarsýslu hefur tilkynnt að hann hafi selt Laxárskuldabréf fyi'ir 50 þús. kr. Er hér vel að verið af litlum hreppi. arinnar ákveðin Á bæjarstjóinarfundi í gær var samþykkt að hefja endur- byggingu Glerái-stöðvarinnar nú þegar og hraða framkvæmdum eftir föngum. Á fundi rafveitu- stjórnar 19. þ. m. gaf rafveitu- stjóri eftirfarandi yfirlit um brunann og skemmdimar: Vatns aflsvél er óskemmd, en mótor lít- ið skemmdur, ein rafvélin lítið skemmd, en tvær mikið, annar rafbúnaður yfirleitt eyðilagður. Váti’yggingarupphæð 163 þús. kr. og bætur fyrir skemmdir vex’ða eftir mati 133 þús. kr., og er gei’t ráð fyrir að endurnýjunarkostn- aður nemi svipaðri upphæð, segir í skýrslunni, og má um það segja, að það eru bjartsýnismenn, sem stýra rafveitumálum bæjarins. Endurbyggin^ Glerárstöðvar Nauðsynlegt að panta trjáplöntur sem fyrst Skógræktarfélag Eyfirðinga aug- lýsir á öðrum stað hér í blaðinu að pantanir á trjáplöntum þurfi að berast sem fyrst til félagsins. Dagur hefur fengið þær upp- lýsingar að vei’ð á ti’jáplöntum í vor muni vei’ða mjög svipað og síðast liðið vor. Töluvert plöntumagn mun koma á mark- aðinn, einkum af skógarfuru og birki. Lítið magn vei’ður þó af sumum tegundum garðplantna. í Ársriti Skógræktarfélags ís- iands 1949 eru leiðbeiningar um gróðursetningu tx-jáplantna, fræ- sáningu o. fl. eftir Hákon Bjarna- son og Einar G. Sæmundsen. Mxm framhald á leiðbeiningum þeirra birtast í Ársritinu 1950, sem nú er að koma út. Rit þessi verða fáanleg hjá Skógræktarfélagi Ey- firðinga. Iðnaðarmannafélag c Akureyrar kýs tvo heiðursfélaga Iðnaðarmannafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Á þess- um fundi var samþykkt að kjósa tvo iðnaðarmenn bæjarins heið- ursfélaga, þá Kristján S. Sigurðs- son, trésmið, Brekkugötu 5 B, og Eggert St. Melstað trésmíðam. og slökkviliðsstjói’a, Bjarmastíg 2. Á þessum fundi var birt for- setastaðfesting á skipulagsbréfi Utlánasjóðs iðnaðarmanna, en hann var stofnaður með 10 þús. kr. gjöf frá Axel Schiöth bakai’a- meistara, til minningar um Hin- rik P. F. Schiöth. Á fundinum flutti skólastjóri Iðnskólans, Jóhann Frímann, skýrslu um rekstur skólans á s. 1. ári. í skólanefnd voru kjörnir: Indriði Helgason, rafvii’kjameist- ari, Gaston Ásmundsson, bygg- ingameistari, og Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri. Stjórn Iðnaðai’mannafélags Ak- ureyrar skipa þessir menn: Vig- fús Friðriksson, formaður, Guð- mundur Magnússon, ritari, og Jón Hallur Sigux’björnsson, gjald- keri. Rafmagnseldavél til sölu. Afgr. vísar á, Fegrunarfélagið Sunnudaginn 23. þ. m. heldur Fegrunarfélagið aðal- fund sinn að Túngötu 2. kl. 4 e, h. Dagskrá samkvæmt félags- lögunum. Auk þess eru mörg hauðsynjamál á dagskrá. Félagar eru beðnir að mæta stundvíslega og fjölmenna. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.