Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 7, marz 1951 D A G U R 7 Hugmyndasamkepfini Að tilhlutun Mjólkursamlags .K. E. A. á Akureyri er hér- með boðað til hugmyndasamkeppni um: I. Gerð á girðingahliðum við heimreiðir að sveitabæjum. Hliðin skulu vera traustbyggð og þannig að þau raskist ekki, rúmgóð til umferðar, smekkleg útlits og séu gerð úr 4> varanlegu efni. II. Gerð á geymslustÖðlum (brúsapöllum), sem byggðir eru meðfram akvegum um sveitir og nota skal til að sétja á mjólkurbrúsa og aðra hluti, seni fluttir eru með vörubílum milli framleiðenda og mjólkurstöðvar eða vcrzlunarstaðar. Géymslustöðlar þessir skulu vera gerðir þægilegir að- leggs fyrir bíla og hentugir til afnota fyrir búendur og bílstjóra. Stærð stöðlanna skal miðuð við ólíkar þarfir á hverjum stað. Þar skal vera pláss fyrir mjólkurbrúsa ásamt geymslu fyrir böggla og póst. Stöðlarnir skulu gerðir úr varanlegu efni og vera smekklegir útlits. — Æskilegt er að á stöðli eða á heimreiðarhliði sé ætlað pláss, þar sem nafni viðkoinandi bæjar yrði auðveldlega og smekklega fyrir komið. Þeir, sem taka vilja þátt í þessari samkeppni, sendi tillögur sínar í pósthólf 1, Akureyri, fyrir 1. maí næstk. um bæði þessi ý atriði, annað hvort saman eða hvort í sínu lagi og skal fylgja skýr teikning í mælikvarða 1:10. — I. verðlaun fyrir beztu hugmyndir utn gerð þessara mann- virkja HVERS UM SIG, greiðist með kr. 2.000 — og ÍI. verð- laun með kr. 500 — allt eftir áliti þar til skipaðrar dómnefnd- ar, enda séu teikningarnar og hugmyndirnar frjálSar til áfnota og eignar beim, er verðlaunin greiðir. Allar nánari upplýsingar um þetta efni vcita undirritaðir. Akureyri, 17. febrúar 1951. ÓLAFUR JÓNSSON, búnaðarráðunautur. JÓNAS KRISTJANSSON, samlagsstjóri. ★ *★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* AuqIýsíS í „DEGI / f ÚR BÆ OG BYGGÐ HOLLENZK julienne-súpa (blönduð grænmetissúpa) Kr. 1.90 pr. pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Enskt sardínumaiíik er ágætt og ódýrt álegg. Kr. 2.45 glasið. Kaiipfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. NÝJAR VÖRUR: Bankabygg Kr. 3.40 pr. kg. Grænar baunir Kr. 2.90 pr. kg. Kaupfélag Eyfirðinga • Nýlenduvörudeild - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). formagentunum hér, að hafa ekki vald á boga sínum og spenna hann ekki of hátt, en stundum gæta menn sín ekki í ákafanum að rægjá háungann. En hvað sem öllum stjórnmálaágreiningi líður, mun flestum íslendingum þykja miður farið, að uppvíst skuli hafa orðið að svo þýlýnd grey séu til í landi hér, að þáu láti hafa síg til þess að svivirða þjóðfána vin- veittrar þjóðar, í lítilsigldri von um að verknaðurinn verði færð- ur á tekjuhlið þess bókhalds, sem kommúnistaflokkar halda um sálarástand meðlima sinna. Fúnu slöngúrnar — söguburður Braga BRAGI SIGURJÓNSSON bæj- arfulltrúi skýrði fi-á því í blaði sínu fyrir nokkru, að í ljós hefði komið við slökkvistarfið við Glerárstöðina, að slöngur þær, sem slökkviliðið hafði meðferðis og nota átti, hafði verið fúnar og grotnað sundur í höndum slökkviliðsmanna. Saga þessi hef- ur síðan verið birt í Morgunblað- inu, í endurbættri útgáfu. — Slökkviliðsstjóri hefur skýrt blaðinu frá því, að saga þessi sé uppspuni frá rótum og geti hver sem vill sannfæra sig um það með því að skoða slöngur þær, sem í notkun voru, og segist hann fús að sýna þær. Slökkviliðsstjóri lýsti undrun sinni yfir því, að einn bæjarfulltrúanna skyldi leggja hönd að því verki að út- breiða óhróður um slökkvilið bæjárins, og taldi hann rétt, að athugað yrði sérstaklega, af hvaða tilefni þessari lygasögu hafi ver- ið komið á framfæri. - Neikvæð gagnrýni stjórnarandstöðunnar (Framhald af 2. síðu). gengislækkunarinnar á kjör launþega. Varaði nefndin einmitt við þeirri leið. Nei, það er erfitt að skilja hrunadans Alþýðuflokks ins með kommúnistum. Stjórnar- andstaðan telur núverandi stefnu ranga, en gerir þó alls enga til- raun til að benda á aðra betri stefnu. Hvaða íslendingur styður slíkt vonleysi? Hvernig ætli brezkur almenn- ingur brygðist við, ef stjórnar- andstaðan þar í landi gengi til kosninga með enga stefnu í vandamálum þjóðarinnar? Eða hvað segir Alþýðuflokkurinn um vinnubrögð danskra jafnaðar- manna? Þeir láta sér ekki nægja að telja stefnu stjórnarinnar ranga og punktum og basta. Nei, þvert á móti leggja þeir fram til— lögur, svo að þjóðin geti dæmt um, hvor stefnan sé líklegri til að leysa vandann. Það er ábyrg, já- kvæð stjórnarandstaða. Gagnrýni íslenzku stjórnarandstöðunnar er hins vegar neikvæð. Það sönnuðu eldhúsumræðurnar rækilega. Atvinna Reglusamur og röskur mað- ur óskast á gott sveitaheim- ili við Eyjafjörð. Gæti einn- ig komið til greina atvinna fyrir barnlaus hjón. Afgr. vísar á. Vil kaupa vel meðfarinn barnavagn. Július Oddsson. Sími 1971. Barnavagn til sölu í Þingvallastrccti 44. Lister DIESEL-RAFSTÖÐ, 12^4 kw., 220 volt, í fyrsta flokks standi, til sölu. Upplýsingar gefur Sigurður Helgason, Rafveitu Akureyrar. Ung barnlaus hjón óska eftir að fá leigt 1—2 herbergi og eldhús nú þeg- ar eða frá 14. maí. — Þeir, sem vildu sinna þessu, gjöri svo vel að gera aðvart í síma 1237. Stúlka óskast til að gæta barns, hálfan daginn. A.fgr. vísar á. I. O. O. F. 13239814 — II. Messað í Akure.vrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e .h. — P. S. Föstuguðsþjónusta er í kapell- unni í kvöld kl. 8.30 e. h. — Fólk er vinsamlega beðið um að hafa með sér Passíusáimana. — P. S. Æskulýðsfélag Akurcyrar- kirkju. —Mið- deild, fundur n. k. sunnudags- kvöld kl. 8.30. Sóleyjar. Brúðkaup. — Þann 2. marz sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ragnheiður Oddsdóttir og Ingvar Guðmundsson stýrimað- ur. — Heimili brúðhjónanna er að Þórunnarstræti 118. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstk. mánudag, 12. marz, kl. 8.30 e. h. — Ðagskrá: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga o. fl. Útför Jóns Þorlákssonar bók- bindara, Munkaþverárstræti 6, fór fram sl. laugardag. Tilkynn- ing um jarðarförina barst blaðinu sl. þriðjudag, og átti hún að birt- ast í miðvikudagsblaðinu, en fyr- ir mistök á afgréiðslunni varð ekki úr því. Eru aðstandendur beðnir velvirðingar á þessum mjög leiðu mistökum. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá E. M. — Kr. 50 frá Rúnu. „Ánægjulegt er að sjá, hversu vel Akureyringar hafa málað kirkju sína að innan,“ segir biskupinn, Sigurgeir Sigurðs- son í grein í Kirkjublaðinu 26. f. m. „Er hún nú án efa, með sínum fögru Iiturn og ljósum, cin allra fegursta kirkja lands- ins “ í grein biskups er m. a. sagt frá vísitazíuferðum til Laufásskirkju og Svalbarðs- kirkju á Svalbhrðsströnd á sl. ári og gréint frá undirbúningi þejiú,.seúi hafíiin er til.að reisa nýja kirkju á Svalbarði. Hefur hélzt komið til mála að rcisa hana á svoncfndum kirkjuhóli, nokkru sunnar en kirkjan nú stendur. Þá greinir biskup frá viðræðum hér á Akureyri við Jóhannes Bjarnason, fyrrum hreppstjóra í Flatey, sem nú er búsettur hér í bæ, háaldraður. Hefur Jóhannes mikinn áhuga fyrir því að kirkja verði byggð í Flátey. Hefur mörgum þótt gott að heita á Flateyjarkirkju í mannraunúm. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1 og almenn samköma kl. 5 á sunnudögum. Hvers vilt þú spyrja um biblí- una eða kristindóminn? , Spurn- ingum svarað næstk. laugardags- kvöld á æskulýðssamkomunni kl. 8.30 að Sjónarhæð. Æskilegast, að spurningar berist fyrir laugar- dag. Sæmundur G. Jóhannesson. Þórsfélagar! Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 8.30 í íþrótta- húsinu. Félagar! Fjölmennið! Fíladelfía. Samkomur verða haldnar í Verzlunarmannahús- inu, Gránufélagsgötu 9 (neðri hæð), sunnudaga kl. 8.30 e. h.: Almenn samkomá. — Fimmtu- daga kl. 8.30 e. h.: Almenn sam- koma. Allir velkömnir. — Og sunnudagakóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. Skógræktarfélag Tjarnargerðis hefur félagsvist og dans að Hótel Norðurlandi föstudaginn 9. marz kl. 8.30 e. h. Góð veYðlaun veitt. Félagskonur fjölmennið.— Spila- nefndin. Rossolimo, franski skákmeist- arinn, dvaldi h£r fram á laugar- dagskvöld. Auk fjölskákarinnar, sém greint var frá í síðasta blaði, tefldi hann klukkuskák við 10 skákmenn í sl. viku, og hlaut 514 vinning. Á laugardaginn tefldi hann fjölskák við 25 skákmenn, vann 13, gerði 8 jafntefli og tapaði 4 skákum. Heimsókn Rossolimos hefur orðið til þess að örva skák- áhuga hér um slöðir. Akureyringar! — Munið eftir fuglunum í vetrarhörkunum. Frá Kvenfélaginu Hlíf. Gjafir í barnaheimilissjóðinn. — A. M., Reykjavík, kr. 100 00. — Ónefnd- ur kr. 50.00. — J. F. kr. 50.Ö0. — G. B. kr. 10.00, Akureyri. — Gömul bankabók, afhent af Guð- nýju Björnsdóttur, kr. 326.27. — Kærar þakkir. Stjórnin. Guðbrandur Hlíðar dýralæknir er á förum til útlanda nú um miðjan mánuðinn, en starfi hans hér á meðan gegnir Guðmundur Andrésson dýralæknir. Guðmund ur býr á sama stað og Guðbrand- ur og hefur sama síma. Skógræktarfélag Tjarnargerðis hefur vinnufund í Lóni þriðjud. 13. marz kl. 8.30 e. h. Félagskonur, fjölmennið og takið með ykkur kaffi. — Nefndin. Þorrablót héldu hreppsbúar í Öngulsstaðahreppi síðastliðinn laugardag í Húsamæðraskólanum að Laugalandi. — Þar sátu 150 manns að borðum í einu í vefj- arsal skólans án þ) engsla. Salur- inn var skreyttur og ríkulega á borð borið. Enda höfðu kennarar og námsmeyjar tekið að sér þessa þætti blótsins. — Baldur bóhdi á Ytri-Tjörnum setti hófið með stuttri ræðu. Aðalræðuna flutti séra Benjamín Kristjánsson. Fjallaði hún um átrúnað bæði fornan og nýjan og var í senn fróðleg og skemmtileg. Stefán á Svalbarði mælti fyrir minni kvenna og rifjaði upp gömul æv- intýr við óskiptan hlátur áheyr- enda. Baldur Eiríksson las frum- ort kvæði. Björn á Laugalanudi las og upp kvæði. sem honum hafði borizt. Kvæði þessi, sem voru gamansöm áð efni og hag- lega gerð, sönnuðu, að eliki eru hagyrðingar með öllu útdauðir í Eyjafirði. Bolli Sigtryggss. minnt- ist atvika frá tímum sauðskinns- skónna. Vinsælir söngvarar frá Akureyri, þeir Jóhann Konráðs- son og Sverfir Pálsson, sungu með undirleik Áskels Jónssonar. Árni Ásbjarnarson sleit borð- haldinu með ræðu Þá var dans stiginn af fjöri fram eftir nóttu. íbúð Ung hjón, barnlaus, óska eftir 2—3 herbergja íbúð í vor. Upplýsingar gefur Þórður Sveinsson. Sími 1600 og 1955. Herbergi, með aðgang að eldhúsi, til leigu. Afgr. vísar á. Kven-armbandsúr fundið. Upplýsingar í Lundarg. 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.