Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk MiSvikudaginn 7. ínarz 1951 Skógræktarfélag Akureyrar hefur verið stofnað Er deild í skógræktarsamtökum héraðsins Mánudaginu 26. £. m. var settur og haldinn stofnfundur Skóg- ræktarfélags Akureyrar í Rotary- sal Hótel K. E. A. — Formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir, setti fundinn og stjómaði honum. Fundarritari var Árni Bjamarson. Formaður skýrði frá, að skipu- lagsbreyting hefði verið gerð á Skógræktarfélagi Eyfirðinga, að hér eftir starfaði það sem sam- bandsfélag, eða í deildum, eftir hreppum og byggðalögum, og væri nú verið að stofna þessar deildir. Eftir ýtarlegt framsögu- erindi lagði hann fram frumvarp til laga fyrir Skógræktarfélag Akureyrar, sem síðan^var sam- þykkt óbreytt. Segir þar svo um tilgang félagsins: „Tilgangur félagsins er að efla trjárækt í bænum og nágrenni hans.“ Þá er það takmark félags- ins, „að vekja áhuga bæjarbúa á skógræktarmálum, og stuðla að því, að trjágróður setji sem mest- an og fegurstan svip á bæinn og umhverfi hans; friðuð verði stór svæði til skógræktar, og fjárhags- legur stuðningur veittur eftir getu félagsins. „Þá vill félagið að- stoða einstaklinga og félög með útvegun trjáplantna og gróður- setningu.“ Tilbúnir til sóknár með klukkustundar fyrirvara! Aðalmálgagn Kominform á íslandi, Þjóðviijinn, flutti hinn 8. febrúar s. 1. þýdda grein um Kóreustríðið, og er þar að finna þessa athyglisverðu um- inæli: „Vér megum ekki gleyma því, að það er einróma álit allra að Sovétríkin geti á nokkrum vikum rekið allan brezkan, franskan og amerísk- an, belgisk- hollenzkan og DANSK-NORSKAN herstyrk í Vestur-Evrópu í Atlantshaf. Samanlagður styrkur þessara þjóða nemur eins og stendur 12 herfylkjum, en Rússar, á- samt fylgiríkjum hafa á móti 175 herfylki í austri. Og þar af standa 52 herfylki. handan Saxelfar, TILBÚNAR AÐ SÆKJA FRAM MEÐ EINN- AR KLUKKUST. FYRIR- VARA.“ (leturbr. hér) Ummæli þessi þurfa ekki rkýringar við. Þau sýna vel heiiindin í „friðar“-skrafi kommúnista, og jafnframt hver lífsnauðsyn það er fyrir lýðræðisþjóðimar, að endur- vígbúast til þess að mæta konunúnistiskri árás. Útvegun skógræktarlands Mikill áhugi ríkti á fundinum fyrir aukinni skógrækt hér í bænum og nágrenni hans, og var í því sambandi bent á tvö höfuð- verkefni félagsins. í fyrsta lagi að tryggja nægilegt land til skóg- ræktar um ókomna framtíð og hefja öflugt útbreiðslu- og kynn- ingarstarf, til að vekja áhuga al- mennings á skógræktarhugsjón- inni. Mikil óánægja kom fram á fundinum vegna þess öryggis- leysis, sem ræktunarmenn eiga við að búa í sambandi við ágang búfjár, og voru menn sammála um, að á því yrði að ráða bót. Um 300 manns munu nú vera í Skógræktarfélagi Akureyrar, en öllum kom saman um, að fé- lagafjöldann yrði að auka að stór- um mun. Stjóm þessa nýja félags skipa: Form. Jakob Frímannsson, vara- formaður Sigurður O. Björnsson, gjaldkeri Marteinn Sigurðsson, ritarí Hannes J. Magnússon. Meðstjórnendur: Eiríkur Stef- ánsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Finnur Árnason. Endurskoðend- ur: Gunnar Thorarensen og Stef- án Árnason. Ármann Dalmanns- son er framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, og mun einnig vinna fyrir þessa deild eftir getu. Á sunnud. síðastl. birti hér upp, eftir langvarandi dimmviðri og hríðarveður, og var bjart og stillt veður þann dag allan hér um slóðir, en um nóttina brast á austan og siðan norðaustan stór- viðri með mikilli fannkomu. Frost var lítið. Geysaði stór hríð þessi allan mánudaginn og var veðrið eitt hið versta, sem komið hefur á vetrinum, og hafa þó mörg ill veður gengið hér yfir. Þegar upp stytti varð ljóst, að allar bifreiðasamgöngur um hér- aðið höfðu enn stöðvast vegna fannkomunnar og komu engir bílar í bæinn á mánudaginn og heldur ekki í gær, en brotist var hingað með mjólk úr Arnarness- hreppi á mánudaginn, og þótti hraustlega gert. Fór ýta fyrir sleðalest og dró hana. Var ráð- gert að koma mjólk til bæjarins með þessum hætti úr Arnarness- hreppi í dag. Nokkrir bændur úr nágrenninu komu með mjólk á sleðum í gær, og mjólk, barst af Svalbarðs- strönd sjóleiðis. Von mun á mjólkurbát frá Dalvík í dag og Egill Þórláksson kenn- ari heiðraður Egill Þórláksson kennari átti 65 ára afmæli í gær og af því til- efni komu nemendúr gagnfræða- skólans og kennaralið, kennarar og skólastjórar Menntaskólans, Barnaskólans og Kvennaskólans, saman í hátíðasal Gagnfræða- skólans og var afmælisbarnið heiðrað þar með ræðum og gjöf- um. Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri flutti aðalræðuna fyrir minni afmælisbarnsins, en auk hans töluðu Brynjólfur Sveins- son, formáður fræðsluráðs, Hann- es J. Magnússon skólastj., frú Helga Kristjánsdóttir skólastjóri og Snorri Sigfússon námsstjóri, en Egill þakkaði með ræðu. Klukkan 3 í gær var Agli Þor- lákssyni haldið samsæti í Gagn- fræðaskólanum. Samkoma þessi sýndi glöggt það álit og þær vin- sældir, sem Egill Þórláksson á meðal nemenda sinna og sam- kennara. „SVALBAKUR“ náði ágætri sölu í Bretlandi í gær. Togarinn Svalbakur fékk ágætt verð fyrir afla sinn í Grimsby í gærmorgun. Seldi 3.859 kit fyrir fyrir 11.651 sterlingspund og er það hæsta salan nú um nokkurt skeið. Ógæftir við Noreg munu valda því að minna fiskmagn hef- ur borizt til Bretlands síðustu daga en var um skeið og þess vegna hefui' markaðurinn batnað. Harðbakur er á veiðum, Kald- bakur er hér og mun ætlunin að veiði í salt. Jörundur er á veið- mun næg mjólk því berast hing- að til neyzlu, en samgöngutrufl- anir þessar skapa bændum víðs vegar um héraðið hina mestu erf- iðleika. Hér innan bæjar hefur enn bætt á snjóalögin og má heita illfært venjulegum bifreiðum um bæinn. Var snjóhefill bæjai'ins í gangi í gær og bætti það nokkuð úr skák, en annars var ofanhríð allan dag- inn. Mesti snjór síðan 1916? Snjóalög þau, sem nú þekja landið hér um slóðir, munu þau mestu, sem komið hafa hér um langan aldur. Telja sumir, að slíkum snjó hafi ekki kyngt hér niður síðan 1916, eða jafnvel síð- an 1901. Snjórinn veldur geysi- legum erfiðleikum einkum fyrir bændur, auk þess sem haglaust er með öllu og alll fé á fóðrum síðan snemma í vetur. Feikna hvassviðri í Húsavík. í Húsavík var geysilegt bylja- veður í gær og fuku járnplötur af húsum, en aðrar skemmdir er ekki vita ðum. Mjög miklir sam- gönguerfiðleikar í Þingeyjarsýslu. um. Enn hafa bifreiðasamgöngur um héraðið stöðvazt vegna snjóa Aftaka norðaustaii stórhríð á mánudaginn Dýraverndunarfélagið beitir sér fyrir sefningu dýraverndunarlaga Vill koma upp náttúrugripasafni á Akureyri Dýraverndunarfélag Akureyr- ar hélt aðalfund sinn 4. marz sl. — í upphafi fundar minntist for- maður dýravinarins Jóns heitins Baldvinssonar, I.undargötu 4, sem lézt 10. júlí sl., og risu fund- armenn úr sætum í virðingar- og þakklætisskyni við hinn látna. Samkvæmt ársskýrslu, er for- maður lagði fram, hefur félagið látið dýraverndunarmál til sín taka á ýmsa nhátt. — Skal hér getið um nokkur atriði. Samkvæmt ósk félagsins hafa blöð bæjarins minnt á nauðsyn þess að gefa smáíuglunum, auk þess keypti félagið nokkuð af fuglafóðri og afhenti það bömum til dreifingar. Að tilhlutun félags- ins var villidúfum fækkað all- verulega. Hestamannafélagið og dýraverndunarfélagið serídu bæj- arráði bréf, þar sem var farið fram á nauðsynlegar endurbætur á hesthúsinu „Caroline Rest“, og voru þær endurbætur gerðar í sambandi við atburð, sem skeði 16. febr. sl., var óskað eftir því við bæjarfógeta, að lögreglu- þjónum yrði séi'staklega kennt að aflífa skepnur. Og einnig ritaði það Hestamannafélaginu „Létti“ og benti á, að „kattaslags"- skemmtanirnar væru athuga- verðar frá sjónarmiði dýravernd- unar, einkum ef reiðmennirnir væru ölvaðir. F uglasýningin. Laugardaginn 17. febr. opnaði félagið dýrasýningu í Barnaskól- anum. Var hún opin til 4. marz sl. — Jakob Karlsson, forstjóri, lánaði flesta sýningarmunina, en Kristján Geirmundsson sá um uppsetninguna. —Allt að fjögur þúsund manns sóttu sýninguna. Laugardaginn 24. febr. hafði fé- lagið útbreiðslu- og skemmti- kvöld í kapellu Akureyrarkirkju. — Börn og fullorðnir önnuðust dagskrárliði. Nauðsyn dýraverndunarlaga. — Nátúrugripasafn. Á fundinum flutti Guðbrandur Hlíðar dýralæknir erindi um dýravernd, og leiddi m. a. athygli að því, að engin sérstök dýra- verndunarlög væru til hér á landi. — Samþykkt var, að félag- ið beitti sér fyrir því, að frum- varp til slíkra laga yrði lagt fyrir næsta Alþingi. Þá var einnig samþykkt að óska þess, að bæj- arstjórn Akureyrar tæki til at- hugunar möguleika á því að koma upp almennu náttúrugripa- safni í bænum. ■4 Kosningar. Formaður, séra Pétur Sigur- geirsson, baðst undan endur- kosningu og var í hans stað kos- inn Eiríkur Stefánsson kenriari. Aðrir í stjórn eru: Guðbrandur Hlíðar, dýralæknir, gjaldkeri, Árni Guðmundsson, læknir, rit- ari, og meðstjórnendur Hannes J. Magnússon, skólastjóri, og séra Pétur Sigurgeirsson. — Varafor- maður er Sigtryggur Þorsteins- son. Á aðalfundinum voru sam- þykktir 46 nýir félagar, og hefur félagið þar með nálægt tvöfaldað félagatölu sína. Lítill drengur drukknaði s. 1. sunnudag Síðdegis á sunnudaginn varð það hörmulega slys hér í bænum, að 4 ára drengur, Ámi Kristján Sveinsson, di’ukknaði er hann féll niður um ís ásamt félaga sínum vestan við flugplanið á Oddeyri. ísspöng var þarna við landið, en ísinn ekki mannheldur. Tveir litl- ir drengir höfðu farið út á ísinn á sleða, og um 50 m. frá landi brast ísinn. Vegfarendur í Strandgötu komu fljótt til hjálpar og óðu fram til drengjanna og tókst að ná þeim báðum fljótlega, en ann- ar var þá örendur, og báru lífg- unartilraunir ekki árangur. Að- staða til björgunarinnar var erfið, því að brjóta þurfti ísinn og tæp- lega stætt vatn, þar sem dreng- irnir voru í vökinni. Hinn dreng- inn, Braga Axfjörð, 5 ára, mun ekki hafa sakað. Litli drengurinn, sem drukknaði, var sonur Sveins Kristjánssonar afgreiðslumanns í Kjötbúð KEA og konu hans, Úndínu Árnadóttur. „Ókuimi maður- 0 innu - frumsýning væntanlega í næstu viku Leikfélag Akureyrar hefur í vetur æft sjónleikinn Ókunni maðurinn eftir brezka skáldið Jerome K. Jerome og er Ágúst Kvaran leikstjóri. Leikurinn var að mestu tilbúinn til sýninga fyr- ir jól, að því er leikstjórinn skýrði blaðinu frá í gær, en vegna þess að viðgerð á húsinu stóð yfir, varð að fresta sýningum, og hef- ur þeim nú verið frestað a. m. k. tvisvar vegna þess hve viðgerð- inni hefur seinkað. Átti að sýna leikinn um sl. mánaðamót, og síðan var ákveðið að hafa frum- sýningu næstk. laugardagskvöld, en úr því getur heldur ekki orðið, því að húsið er ekki tilbúið. Er nú gert ráð fyrir að frumsýningin verði fimmtudaginn 15. marz n.k. Þessar tafir allar hafa orðið til mikilla óþæginda fyrir Leik- félagið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.