Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 7. marz 1951 Neikvæð gagnrýni stjórnar- andstöðunnar Sljórnarþátttaka Framsóknar- flokksins Fyrii' kosningar 1949 var það álit Framsóknarflokksins, að fram leiðslan væri raunverulega stöðv- uð og ríkissjóður gjaldþrota, nema breytt væri um fjármála- stefnu. Flokkurinn benti á sem úrræði, annað hvort niðurfærslu eða gengisbreytingu í samræmi við fall krónunnar, vegna fjár- málastefnu fyrri ára. Þessa stefnu birti Framsóknarflokkurinn í kosningaávarpi og blöðum flokksins. Það eru því hrein öfug- mæli, þegar því er haldið fram, að Framsóknarflokkurinn hafi breytt öðru vísi eftir kosningarn- ar, en hann lofaði. Það telst nú þjóðkunn stað- reynd, að Framsóknarflokkurinn marg reyndi að koma á sam- starfi við Alþýðuflokkinn, en þingflokkur hans samþykkti að taka ekki þátt í stjórn. Það leiddi til óhjákvæmilegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þar sem Framsóknarflokkurinn taldi það skyldu sína, að ef Alþýðuflokk- urinn brygðist, yrði að leita meirihlutafylgis við breytta fjár- rriálastefnu eftir öðrum leiðum. Fyrsta og helzta kosningaloforð Framsóknarflokksins var að vinna að heilbrigðari fjármála stefnu. Þetta hefir flokkurinn efnt, svo ekki verður á móti mælt. Hver er hin breytta fjármála- stefna? Með styrkja- og uppbótar- leiðinni hafði ríkissjóður safnað 175 millj. kr. skuldum árin 1947, 1948 og 1949. Ríkissjóður heimt- aði með góðu eða illu fé af Lahdsbankanum. Þetta leiddi til þess, að lánsfé bankans til fram- kvæmda stórminnkaði. En minni framkvæmdir orsaka einmitt at- vinnuleysi. Samfara þessu voru lagðir eins háir skattar á almenn- ing og unnt var. Verðbólgan óx alltaf, án þess að nokkur rök væri hægt að leiða að því, að hún stöðvaðist nokkurn tíma. Þjóð- inni var að blæða út fjárhagslega, vegna ósamræmis, sem orðið var milli verðlags hér og annars stað- ar. Stöðugt versnaði líka hlut- fallið milli framleiðslukostnaðar og afurðaverðs. Vöruskorturinn jókst og ýmsii' erfiðleikar í vax- andi mæli sýndu sig. Hin breytta fjármálastefna er aðallega fólgin í því að koma á auknu jafnvægi í þióðarbúskapn- um. IComa samræmi á milli þess peningamagns, sem er í umferð og framleiðsluverðmætis á hverjum tímá. Og leggja þannig grundvöll að aukinni framleiðslu og þar með bættum lífskjörum almenn- ings. Fyrsta skrefið, sem stígið hefur verið til aukinnar framleiðslu og aukins jafnvægis ei' gengislækk- un. Það er næsta auðskilið mál, að það hlýtur að örfa framleiðsl- una, að framleiðandinn fær nú kr. 45.70 í stað kr. 26:22 fyrir framleiðslu, sem selzt á erlend- um markaði fyrir eitt sterlings- pund og samsvarandi um dolíara og gengi annars gjaldeyris. Næsta skrefið var að gera ráð- stafanir til að bæta afkomu rík- issjóð í því augnamiði að rétta hallann á ríkisbúskapnum. Ár- angurinn er sá, að rekstraraf- gangur ríkissjóðs^ árið 1950 var 34 millj. króna og skuldir þær, sem ríkissjóður stendur straum af, lækkuðu um 13 millj. kr. Þess má vænta, að aukinn innflutn- ingur á árínu bæti afkomu ríkis- sjóðs þannig, að hann verði fær um að greiðá Landsbankanum skuldir, en það leiðir aftur til rýmkunar á lánastarfsemi bank- anná til aukinria framkvæmda og meii'i atvinnu. Samhliða þessum framkvæmd- um vai'ðandi ríkisfjárhaginn hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að draga nokkuð úr heildarfjár- festingu og færa hana til sam- ræmis við það, sem þjóðin legg- ur til hliðar af árlegum tekjum sínum, auk þess erlenda fjármagns, sem flyzt inn í landið. Fyrstu árangrar hinnar breyttu fjármalastefnu eru nú að koma í ljós. Kleift hefur orðið að losa um viðskiptahöftin og gera mögulegan nægilegan vöruinn- flutning og bæta þannig lífskjör almennings með bættum verzl- unarháttum. En vænta má að samíara umbótum á sviði fjár- hags- og viðskiptamála örfist og aukizt öll framleiðsla. Það liggur því ljóst fyrir, að hin breytta fjármálastefna hefur þegar skiljð verulegum árangri,. þrátt fvrir mörg og stór áföll á árinu 1950. Fjárhagur ríkissjóðs er góður, þrátt fýrir mjög lítinn innflutning og þar af leiðandi minni tolla og skatta. Gjaldeyrisafkoma lands- manna hefur stórbatnað, þótt togararnir hafi legið í höfn mán- uðum saman og síldveiðarnar brugðizt í sjöffiksinn í röð. Jafn- hliða hefur svo verið unnt að ráðast í nýjar stórframkvæmdir, þar sem eru virkjanirnar við Sog- ið og Laxá, stærstu og mestu framkvæmdir, sem þjóðin hefur ráðizt í til þessa. Auk þess er bygging áburðarverksmiðjunnar á öruggum grundvelli. Fjármálastefnan miðar mark- visst að því að tryggja rekstur undirstöðuatvinnuveganna, sem er grundvöllur efnalegi'ar af- komu þjóðarinnar. Nú er tækifærið til viðreisriar. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, gerði mjög glögglega grein fyrir fjármálastefnunni við eldhúsumræðurnar. — Iiugsandi mönnum hlýtur aö vera ljós sá þjóðarvoði, sem yfir vofði, þegar núvérandi ríkisstjórn tók við. Þrátt fyrir óhöpp er þó hægt að rökstyðja það, að sá grundvöllur, sem þegar hefur verið lagður, muni leiða til farsældar fyrir Ðagskrármál landbúnaðarins: UNDANRENNAN í STUTTU MÁLI NÝLEGA GENGU 1500 konur kröfugöngu um stræti Cairo-borgar — flestar stú- dcntar og háskólaborgarar. — Þetta var fyrsta kröfugangan, sem konur bcita sér fyrir í Egyptalandi. Krafan var: Burt með fjölkvænið, og við heimt- um kosningarctt fyrir konur. -k BREZK ÞRÝSTILOFTS sprengjuflugvél, af Canberra- gerð, flaug nýlega yfir Atl- antshafið á röskum 4 klst. — Vélin flýgur með 900 km. hraða á klst. För vélarinnar seinkaði um nokkra daga vegna bess, að á leið frá War- ton í Lancashirc til Aldergrove á Suður-Englandi, þar sem Atlantshafsflugið átti að hefj- ast, flaug vélin á máf. Höggið var sVo mikið, að máfurinn gekk í gegnum væng vélarinn- ar og tók nokkra daga að gera við skemmdimar. -K SONUR HINS fræga ítalska vcrklýðsforingja Giacomo Matteotti, sem Mussolini lét myrða árið 1924, hefur til skamms tíma stutt kommún- istaflokkinn, en hefur nú snú- ið við lionum bakinu. Gian- carlo Matteotti hcíur tilkynnt að hann styðji þá menn, sém hafa sagt sig úr flokknum vegna Rússadekursins. Mjög margir kunnir ftalir hafa sagt skilið við hirin erlenda of- beldisflokk nú upp á síðkastið. þjóðina, ef skynsamlega er haldið á málunum. Fjármálaráðherra lagði áherzlu á að verðbólgu- kaupgetan væri fölsk kaupgeta, en aukning framleiðslunnar á ölí- Gísli Kristjánsson, ritstj., ræðir um undanrennu og hagnýt- ingu hennar á heimilunum. — Notkun undanrennu færist mjög í vöxt á mjólkurfram- 'lfeiðslúsvaiðúriúm. Hjá Mjólk- ursamlagf- KEA kústar lítrinn 15 aurri, eri 6 kg., þar í 1 fóður- einingu, og verður því að telja haria mjög ódýrt fóður, þar serri fóðureiriingin kostal' 9fl aura, en í fóðúrblondu kostar fóður- einingin úm 2.00 krónur. Gísli Kristjánsson hefur orð- ið. Á, J. ] - '•*. |ÍF.i ý? •* | , , ÞEIR SEM minnast snjóavetr- anna á árunum 1910—2Ö verða verla hissa þó að „ofan gefi snjó á snjó“ enn um stund, því að langt er enn til sumarmála. f þá daga korriu aðalsnjóalög síðari hluta vetrar. En ýmsum mun finnast, að nú sé nógur snjór kom inn og ekki sízt þeim, sem byggja afkomu sína á því, að dagleg framleiðsla búanna komizt á markaðinn. En þetta getur orðið erfiðleik- um bundið og með öllu ómögu- legt, úr vissum sveitum, ef það sem eftir er vetrar og svo vorið, verður með einkennum vetranna 1910, 1916 og 1920, svo að nokkur dæmi séu nefnd. í þá daga var mjólkurframleiðsla heimilanna ekki nærri svo mikil, sem nú, enda var þá auðveldara að full- nægja þörfum neytenda í bæjun- um, bæirnir voru þá svo fá- mennir. Torvelt hefur reynzt og ófært getur orðið að koma mjólkinni á markaoinn. En hvað á þá við hana að gera? Á sveitaheimilunum er fátt fóllc og vafasami hvort það getur bætt við sig því mikla starfi, sem er að skilja mjólk úr mÖrgum kúm ög strokka rjómann. Þar við bætist sá arinmarki, að skilvindur eru sums staðar alls ekki til eða þá svo litlar, að mjög er seinlegt að skilja í þeim mikið mjólkurmagn. Ennþá verri munu ástæður heimilanna vei-a með tilliti til þess að gera smjör úr rjómanum. Þegar um verulegt magn er að ræða, þarf til þess vélknúða strokka og þeir munu næsta fá- gætir. En þó getur farið svo, að þessum kóstum verði að sæta, ef veturinn verðúr „snjóavetur“ fram á ýprdaga. Það má auðsætt vera, að tak- mörk éru fyrir því, hve mikið má leggja í kostnað til þess að brjót- ast með mjólkina á vinnzlustað. Hins vegar er á það að líta, að smjörekla er í landinu og vel til- búið heimasmjör hlýtur að hafa vísan markað. Aukinn flutningskostnaður á mai'kaðsstaðinn kemur fyrst og fremst niður á undanrennu, en sannleikurinn er sá, að það verð, sem fyrir hana fæst í öðrum iðn- aðarvörum en skyri, má ekki lakara vera. Vegna verðmætisins er það kostur en ekki galli, að hafa und- anrennuna heima og nota hana til fóðurs. En öll mál hafa ýmsar hliðar og einnig þetta. Það, að koma mjólkinni ekki frá sér, er að því leyti gott, að þá er undan- rennan heima, en því aðeins er hægt að telja þetta kost, að unnt sé á auðveldan hátt að búa til smjör og koma því í verð. Hagnýting undanrenmmnar um sviðum, væri lykill hinnar raunverulegu kaupgetu. Hann lagði og áherzlu á það, að nú væri tækifæri til Viðreisnar og því mætti ekki glata. Hlutverk og háttsemi stjórriarandstöðunnar. Það er öllum ljóst, að margt má firina að þeim aðgerðum, sem gerðar hafa verið í viðleitninni við að bjarga fjárhag þjóðarinnar. Það var fyrirfram vitað, að geng- islækkunin þýddi byrðar á al- þjóð. Eri hvað erú þær byrðar borið sárrían við stöðvun atvinnu- veganna, atvinnuleysi og neyð, sem annars hefði fyrr eða seinna haldið innreið á íslandi? Stjórnarandstaðan verður að hafa hugfastan samanburð á nú- verandi ástandi og því, sem ann- ars hefði orðið, ef ekki hefði ver- ið breytt um fjármálastefnu. — Þessu gleymir hin konunglega stjórnarandstaða. Um kommún- ista er þetta eðlilegt. Af þeim hef- ur enginn búizt við neinu. Öðru máli gegnir hins vegar um Al- þýðuflokkinn. Gegn betri vitund staglast hann á því, að hægt hefði verið að halda áfrarri styrkja- og uppbótarleiðinni. Gegn betri vit- und hvétui' flokkurinn tiÍ al- mennra kauphækkana vitandi vits, að það þýðir ekkert annað en hærra verðlag á lífsnauðsynjum. Nægir í því sambandi að benda á niðurstöðu nefndarinnar, sem AI- þýðusamband íslánds og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja skipaði til að athuga um áhrif (Framhald á 7. síðu). UNDANRENNAN er afbragðs fóður eins og hún er gildisauðugt næringarefni fyrir mannanna börn. Sérstaklega ber að leggja áherzlu á, að hún er gott fóður handa mjólkandi kúm, kálfum og hænsnum. Það skal játað, að það er bund- ið nokkurri fyrirhöfn að fóðra með undanrennu. ílátin, sem hún er geymd í og gefin skepnunum, þurfa að vera vel hrein, svo að ekki myndist í þeim óheillavæn- legur gerlagróður, sem gæti gert mjólkina saknæmt fóður ef van- ræksla væri um hreinsun ílát- anna. Það er allmikil vinna að annast hreingerningar þessar og svo hreinlæti í því húsi, þar sem mjólkin er geymd Ýmsir segja, að ómögulegt sé að fá kýrnar til að drekka mjólk. Mikið er hæft í þessu, en það gerir óvaninn. Kýrnar eru vana- fastar og einatt vandætnar, og þá á mjólk sem annað fóður. Og það, að kálfamir hafa aðeins fengið mjólk skamman tíma, í uppvext- inum, gerir það að verkum, að þeir gleyma mjólkurdrykkju. — Hámjólka kúm ætti að gefa und- anrennu. Það mundi tryggja steinefnajafnvægið og efla hreysti þeirra. Um kálfa og annað ungviði, er það að segja, að undanrenna er ágætt fóður handa þeim. Kálfum má gefa það magn, sem nú er á kraftfóðri og litið til þess, sem raunverulega fæst fyrir undan- rennuna til vinnzlu, þá er það bóndanum ekkfert óhagræði að nota undanrennuna handa kálf- unum, jafnvel þegar hann getur komið mjólkinni til mjólkurbús- ins með góðu móti Almennt er fjöldi hænsna tak- markaður á bæjum, en á það er að líta, að ef svo horfir framveg- is, sem verið hefur, að undan- rennan verði lítils virði til iðnað- ar, af því að magn hennar er svo mikið, þá er það engin fjarstæða að hugsa sér, að breyta nokkru magni undanrfennu í egg. Erlend- ar tilraunir hafa sýnt, að hænan getur drukkið’ allt að 150 gr. af undanrennu á dag, en betur borgar hún undanrennuna ef hún fær aðeins um 80—100 gr. á dag. Viðhorfið er þetta nú, og getur orðið marga aðra vetur, að þar sem skilyi'ði eru annars góð til mjólkurframleiðslu reynist tor- velt að koma mjólkinni á markað vissa tíma árs. Þá er ekkert vafa- mál, að réttmætt er að senda enga undanrennu að heiman, en nota hana heldur til fóðurs. En þá er auðvitað jafnframt sjálfsagt að hafa úrræði til þess að vinna smjör úr fitunni. En auk þess geta komið tímar. jafnvel um hásumar, sem ástæða er til þess að gei-a sér grein fyrir, hvort verðmæti undanrennunnar verð- ur meira við að flytja hana heim frá samlaginu og nota til fóðurs, eða láta gera úr henni einhverjar iðnaðarvörur til sölu innan lands eða utan. Fermingarkjóll til sölu. Afgr. vísar á. 2-3 lierbergi og ELDHÚS óskast til leigu nú þegar eða í vor. Upplýsingar í síma 1468.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.