Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 21. marz 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími U6£ Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinr. kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F, Falsaðir reikningar I ALÞÝÐUBLAÐINU sl. sunnudag er að finna greinargerð Alþýðuflokksforustunnar um fyrir- huguð verkföll með vordögunum og réttlætingu þess að krefja atvinnuvegi landsins um hærra kaupgjald. Segir svo í greininni: „Verklýðssam- tökin óska þeirra ekki (þ. e. vinnustöðvana) og ríkisstjórninni er vafalaust innan handar að hafa þau áhrif á atvinnurekendasamtökin, ef hún að- eins vill, að verkalýðurinn fái fulla dýrtíðarupp- bót á kaupið án þess að til nokkurra vinnustöðv- ana komi.“ Hér er um athyglisverða yfirlýsingu að ræða. Þeir menn, sem nú hvetja til verkfalla og tilheyrandi framleiðslustöðvunar, virðast þeirr- ar skoðunar, að unnt sé að leysa kaupgjalds- og efnahagsvandamál heimilanna í landinu með einni bendingu frá ríkisstjórninni. Það, sem um er að ræða, að dómi þessa aðalmálgagns hinnar „misk- unnarlausu" stjórnarandstöðu, er aðeins það, hvort atvinnurekendur og ríkisvald „vilja“ hækka kaup alls almennings í landinu. Um getuna er ekki spurt og þá ekki heldur, hvort nokkur grund- völlur er fyrir slíkum aðgerðum. Þarna er á ljós- an hátt gripið á þessu vandamáli að hætti Alþýðu- flokksmanna. Kaupgjaldsmálin eru túlkuð þannig, að það sé fyrir áhugaleysi eða jafnvel illvilja at- vinnurekenda og valdhafa, að tregðast er við að mæta vaxandi dýrtíð að fullu. Þegar blöð þessa flokks skrifa um kaupgjaldsmálin, þykir þeim hentast að slíta þau úr samhengi við afkomu at- vinnuveganan og þjóðarbúskaparins í heild og gera þau að nokkurs konar kefli, sem atvifmurek- endur og launþegar henda í milli sín, og er þá svo að skilja, að það sé undir leikni og dugnaði aðila komið, hvor á þar síðast leik. Þannig er málið túlkað nú. Alíur galdurinn er, segir Alþýðublaðið, að ríkisstjórnin gefi atvinnurekendum bendingu um að samþykkja fulla vísitöluuppbót á kaup, þá er málið leyst og þá geta allir verið ánægðir! ÞAÐ ER EKKI glæsilegt til frásagnar, að þeir, sem telja sig aðalforsvarsmenn launþeganna, skuli leyfa sér að túlka kaupgjaldsvandamálin á þenn- an hátt. Það er hin mesta nauðsyn fyrir alla þjóð- félagsþegna að gera sér þess fulla grein, hvert órofasamband er í milli afkomu atvinnuveganna og útflutningsverzlunarinnar og þeirra eigin af- komu. Það er furðulegt ábyrgðarleysi að halda því fram, að það sé fyrir áhugaleysi eða illvilja, sem t. d. sjávarútvegurinn tregðast við að greiðá hærra kaup en nú er á hann lagt. Hag þessa atvinnu- reksturs var svo komið, að brýn nauðsyn þótti að gera sérstakar neyðarráðstafanir honum til við- reisnar. Þar var um að ræða tilflutning tekna frá öðrum atvinnugreinum til sjávarútvegsins, í gegn- um verzlunina. Þær ráðstafanir eru að vísu harð- lega gagnrýndar af Alþýðuflokksaiönnum, sem þó varast að benda á, hverjar aðrar leiðir hafi átt að fara. Þegar þeir eru spurðir að því, svara þeir því til, að það sé „ekki skylda" stjórnarandstöðunnar að benda á úrræði. „Úrræðin eiga valdhafarnir að finna,“ sagði blað flokksins hér nú á dögunum. Þeir neita því ekki, að „úrræða“ hafi verið þörf, því að ella hefði bátaflotinn stöðvast og stórfellt atvinnuleysi og skortur haldið innreið sína. En það átti ekki að gera þetta, heldur eitthvað annað, sem þeir fást þó ekki til að segja hvað er. Þetta viðhorf til atvinnuveganna, afkomu launþeganna og þjóðarbúskaparins, er full- korríléga ábyrgðarlaust. Það virð- ist stefna að því eina marki, að hafa allgóða aðstöðu „á „krossgöt um kosninganna“, sem formaður Alþýðuflokksins ræddi um í út- varpsumræðunum á dögunum. ALÞJÓÐA vinnumálastofnun | hefur nýlega birt skýrslu um verðhækkanir í ýmsum löndum síðustu mánuðina. Hún sýnir að verðlag hefur farið hækkandi í 26 löndum nú að undanförnu, sums staðar allmikið. Meðal þessara landa eru Bretland og Norður- löndin. Nú eru sumar þessara þjóða svo heppnar, að útflutn- ingsvörur þeirra hafa hækkað í verði. Þær hafa því, að öðru jöfnu, sæmilega aðstöðu til þess að bæta verðhækkanir með dýr- tíðaruppbót á laun. En þær hafa ekki gert það enn sem komið er. f mörgum þessum löndum sitja jafnaðarmenn við stjórn. Flestar þær vörur, sem íslendingar þurfa til reksturs atvinnuvega sinna, hafa hækkað í verði, en útflutn- ingsframleiðsla okkar hefur enn ekki hækkað, nema að mjög tak- mörkuðu leyti, þ. e. af sjávaraf- urðum aðeins síldar- og karfa- lýsi. Samt er krafizt fullra dýr- tíðaruppbóta á laun hér. Það er hverjum manni augljóst, sem nokkuð kærir sig um að vita um þessi mál, að hér er eng- inn grundvöllur fyrir slíkum uppbótum eins og sakir standa. Með því væri aðeins verið að falsa reikninga þjóðarbúskapar- ins. Verðhækkun erlendis meðan framleiðsluvörur okkar standa i sama stað er kjararýrnun, sem ekki verður bætt nema með auk- inni framleiðslu eða tilsvarandi verðhækkun á erlendum mark- aði. Þetta er staðreynd, sem eng- ir samningar verkamanna og at- vinnurekenda breyta. Hin fulla uppbót, sem Alþýðuflokkurinn krefst nú fyrir hönd launþeganna, getur eins og sakir standa ekki orðið annað en falskur ágóði með aukinni seðlaprentun og vaxandi dýrtíð, sem gleypir „kjarabótina" nær því strax, en skilur alla eftir verr á vegi stadda en þeir áður voru. Kjólasýning í Lóni Frk. Jóhanna Jóhannesdóttir saúmakennari sýnir kjóla til ágóða fyrir Dagheimilið Pámlholt. — Á morgun, þ. e. skírdag, verður opin sýning á kjólum og ýmsum öðrum fatnaði í Lóni. Það er frk. Jóhanna Jóhannesdóttir saumakennari, sem komið hefur þessari sýningu upp, og hefur hún ánafnað Dagheimilinu Pálmholti allan ágóða af sýningunni. í tilefni af þessu hitti eg frk. Jóhönnu að máli og spurði hana frétta af saumanámskeiðinu og hinni væntanlegu sýningu. Frk. Jóhanna hefur verið sísaumandi frá því að hún man eftir sér. Lærði hún fyrst af móður sinni, er fengizt hefur við saumaskap um langan aldur, en síðar að sníða í Kaupmannahöfn og kynnti sér þar þáverandi aðferðir við kjólasaum. Einkasauma- stofu rak hún um margra ára skeið, kenndi eitt ár við Húsmæðraskólann hér í bænum og annað ár á vegur Heimilisiðnaðarfélagsins. Síðan hefur hún haft námskeið fyrir konur í bænum, og er þetta fjórða árið, sem hún kennir í slíkum námsflokkum. Konur á öllum aldri sækja námskeiðin. FOKDREIFAR Skraddaraþankar í leikhúsinu. Bæjarmaður, sem kallar sig bai'a Jón, skrifar blaðinu. „EG BRA MÉR í leikhúsið í gærkveldi. Ekki fyrir það, að það sé venja mín að koma þar, þó eitthvað sé um að vera, heldur af því að mér datt í hug, að gaman væri að sjá gamla Gúttó eftir þá breytingu, sem gerð hefur verið á því og staðið yfir í allan vetur. Eg brá mér því í beti'i fötin mín og rölti sem leiðin liggur, þó ill- fært væri um göturnar vegna fannarinnar, sem Ásgeir hefur ekki unnist tími til að moka nú síðustu vikui-nar. Það vakti at- hygli mína, hvað margir fólksbíl- ar voru að þvælast um göturnar og datt mér í hug, hvort Akur- eyringar væru vii’kilega oi’ðnir svo latii', að þeir nentu ekki að gangan þennan spöl í leikhúsið. Þegar eg kom í forstofuna var allmargt fólk þar fyrir, og þegar eg gáði betur að, sá eg að kon- urnar voi-u í dragsíðum kjólum og karlmennii'nir líka allmai-gir í kjólum. Nú það er þá svona, hugsaði eg. Bæjarbúar eru bara of fínir til þess að ganga í leik- húsið. Eg fór nú að spyrjast fyrir um aðgöngumiða, hvar þeir væru fáanlegir. Allir uppseldir fyrir möi'gum vikum, sagði einhver. Jæja, hugsaði eg, það er þá bezt fyrir mig að hypja mig fyrst svona er, en rétt í því keraur ein- hver maður til dyravarðarins og segist hafa einn miða afgangs, ef einhver kynni að vilja nota hann, og af því að eg stóð nærri dyrun- um varð eg fyrstur til að nota tækifærið, og á þessari tilviljun smáug eg inn. Þegar inn úr dyr- unum kom, sá eg bara rautt fyrir augunum, þá fálmaði eg mig áfram og komst inn í salinn, er þetta gamla Gúttó, hugsaði eg, nýtt blóð, rautt fortjald, allt út- saumað, nýir stólar, allir skinn- fóðraðir, nýtt gólf hallandi, nýr ljósaútbúnaður og ljósin auðvit- að „dempuð" og „rómantísk“, dreglar á göngum eins og í Þjóð- leikhúsinu, og svo annað tjald aftan við sætin, líklega til þess að Gestur trufli ekki leikhúsgestina eftir að hann hefur hleypt þeim inn í sætin, hugsaði eg. Ungur maður vísar mér á sætið mitt, það var ágætum stað og sást vel yfir allt húsið, annai's leit eg svo á að sama væri hvar setið væri, alls staðar myndi jafngott að vera. ÞAÐ VAR HLÝTT og notalegt í húsinu, enginn trekkur eins og áður var meðan gluggarnir voru á salnum, ekkert brak í bekkjun- um og algerð þögn, þótt fólkið væi'i í óða önn að koma sér fyrir. Eg hagi-æddi mér nú í sætinu og hugsaði sem svo, að vel gæti svo farið að eg blundaði einhverja stund, ef ekki yrði mjög mikill hávaði á leiksviðinu. Þegar hæfi- lega var orðið fx-amorðið sté for- seti bæjai-stjói'nar upp á ræðu- pallinn og sagði sögu hússins, lýsti breytingum á því fyrr og nú, þakkaði fyrir hönd bæjarins, þeim, sem að því hefðu unnið og óskaði bæjarbúum góðrar skemmtunar og fróðleiks í þess- um sal, bæði nú og í framtíðinni. Honum sagðist vel að vanda og fékk glymjandi lófaklapp að launum. Þessu næst voru dx'egin fi-am nokkur hljóðfæri og leikið á þau sjálfsagt af mikilli list. Ojá, ekki ætlar nú að verða svefnsamt, hugsaði eg og geisp- aði. Að þessu loknu byrjaði leikur- inn, Ókunni maðurinn minnir mig hann hcti. Eg treysti mér ekki að dæma um það, hvernig hann hefur gengið, en eg tel alveg víst, að það hafi verið í bezta lagi, því að Kvai-an hefur aldi'ei sett á svið nema ágæta leiki er mér sagt. í HLÉINU eftir annan þátt risu allflestir úr sætum sínum til að fá sér hressingu hjá Söru. Eg staulaðist líka á fætur, en dró mig þó heldur í hlé, því að bæði þekkti eg fátt af þessu fólki og svo datt mér í hug, að sumum þætti kannske ekki mikil pi'ýði að mér í grámórauðu fötunum innan um alla kjólana og smok- ingana, sem þarna voru. Eg tók mér stöðu innan við dyi'nar, framan við rauða tjaldið, sem Gefjun fi-amleiddi, og máske gaf, þaðan hafði eg gott útsýni, en var þó ekki fyrir neinum. Þá heyi'i cg að einhverjir eru að tala sam- an innan við tjaldið, eg fer svona í'étt hinsegin að leggja við hlust- (Framhald á 11. síðu). „Aðsóknin að námskeiðunum hefur aldi'ei verið meiri en í vetur,“ segir Jóhanna, „og hef eg nú ný- lokið fimrnta námskeiðinu frá því i október í haust. Hvert.námskeið hefur staðið um mánaðartíma, og hafa konui'nar mætt ýmist 4 sinnum í viku eða 2- var, þegar eg hef orðið að tvískipta hóp, vegna fjöldans.11 Hverjar sækja þessi námskeið og hvað er imnið? „Eg hef haft konur á öllum aldri á námskeiðun- um, eða frá 14—65 ára. Saumaður er alls konar kvenfatnaður, mest kjólar, einnig mikið af öllum algengum bai'nafatnaði, og mjög mikið hefur verið gert af því að breyta gömlum fötum og sauma upp úr gömlu. Hefur þetta komið sér vel, séi’staklega fyrir margar mæður, er hafa þannig getað saumað á börn sín, og hefur þetta mælzt ákaflega vel fyrir. Það er algengt, að konui’, sem duglegar ei-u og vinna vel heima, ljúki 10 flikum á hverju nám- skeiði. Annars gefst nú bæjarbúum kostur á að sjá sýnishorn af því, sem konur hafa unnið á xxám- skeiðunum í vetur.“ Tízkan hefur eitthvað fyrir alla. Geturðu ekki sagt okkur eitthvað um tízkuna, spyr eg frk. Jóhönnu að lokum. „Ef maður í'ennir augunu myfir tízkublöðin, fer ekki hjá því, að manni finnist þar vei'a eitthvað fyrir alla, svo „rúm“ er tízkan, ef eg má svo að orði kveða. Það er bæði þröngt og vítt, slétt og í’ykkt og þar fram eftir götunum. Allur vandinn er að kunna að vinza úr og velja það, sem hæfir og klæðir hvert vaxtarlag og hverja einstaka konu. Annars vil ég minna á það í sambandi við kennslu mina á nám- skeiðunum, að hér er fyrst og fremst um hagnýtt fyi-irtæki að ræða, en ekki neina tízkuverksmiðju, þótt reynt sé eftir megni að hafa flíkui’nar smekk- legar og við hæfi hvei’s og eins.“ Jóhanna segist að lokum vilja leggja áherzlu á það, að málefnið, sem styi’kja eigi með sýningu þessai'i-------„ef einhver kemur,“ bætir hún við brosandi----------sé miklu mikilvægara en allir heimsins kjólar. ----o---- Eg þakka Jóhönnu fyri rabbið. Hagnýt sauma- kennsla fyrir konur er þjóðþrifamál, og mai'gfalt mun notagildi slíks fyrir húsfreyjur á við ýmislegt annað, sem tíma er eytt í. Enda hefur reynslan orð- ið sú af námskeiðum þessum, að margar kvennanna hafa komið aftur og aftur. Bæjarkonur munu eflaust fjölmenna á sýning- una bæði til þess að sjá fallega kjóla, smekkleg bai-naföt og ýmsan annan fatnað og ekki síður til þess að styrkja gott málefni, þ. e. sumardvöl yngstu boi'gai’anna í Pálmholti. A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.