Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 10

Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 10
10 D AGUR MiSvikudaginn 21. marz 1951 Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody « f w 7. DAGUR. (Framhald). Þegar eg kom heim frá kúa- smöluninni kvöld nokkurt, sá eg hvar lítill hestvagn stóð í húsa- garðinum okkar. Eg hafði séð hann í hálfrar mílu fjarlægð, og eg hottaði á hryssuna og hraðaði mér meira heim en pabbi kærði sig um að eg gerði. Eg sá engan úti við, svo að eg þeysti beint að hlöðunni. Við Fanneey höfðum okkar eigin aðferð við hlöðuna. Hún hélt rakleitt inn um opnar dyrnar, en eg lét mig renna aftur af henni á síðustu stundu. Eg var orðinn svo leikinn í þessu, að mér tókst að koma standandi niður án þess að hella niður dropa af mjólkinni, sem eg kom með á hverju kvöldi frá búgarði Aultlands. En eg varð að gæta mín vel að verða ekki of seinn í tíðinni. Þetta kvöld var eg svo niðursokkinn í að hugsa um, hvaða gestir væru komnir, að höfuðið á mér rakst með nokkru afli í dyrastafinn á hlöðunni um leið og Fanny renndi sér inn úr dyrunum. Eg hentist af baki og hef líklega rotast, því að það næsta, sem eg man, var að eg lá í mjúku heyi, en gamall, hrukk- óttur karl, með geysistóran, bargðamikinn hatt, var að stumra yfir mér. Það fyrsta, sem eg sagði var: „Hellti eg mjólkinni niður?“ Gamli maðurinn hló. „Nei, lagsi, þú gerðir það ekki ,ekki að neinu ráði. Léttfeti greip fötuna á lofti.“ Eg settist upp til þess að sjá, hver Léttfeti væri. Hann var gamall, hrukkóttur og skinhor- aður Indíáni. Andltið á honum var eins og epli, sem búið er að baka í ofni. Kolsvartir, óhreinir hárlokkar náðu niður á herðar honum, en á kollinum hafði hann gamlan, upplitaðan hatt. Hann var í bláum buxum, var á hvít- um Indíánaskóm, með rauðum perlum. Hann horfði á mig, en á andlitinu var engin svigbreyting. En svo heyrðist eitthvert ólund- arhljóð í honum og hann færði sig til og settist upp við hlöðu- vegginn. Þegar eg kom inn í bæ, til þess að þvo mér fyrir kvöldverðinn, sagði pabbi mér að gamli mað- urinn héti Mr. Thompson, og hann héldi því fram, að hann hefði sett tjald sitt hér á þessum stað, þegar hvítramannabyggð var hér engin, árið 1840. Léttfeti var Svartfóta-Indíáni og þeir bjuggu saman uppi í fjöllum. Þeir ætl- uðu að gista hjá okkur í nótt, og mamma sagði okkur, að það væri stranglega bannað að glápa á þá. En þegar hún sagði mér að kalla á þá til að börða, neitaði Léttfeti að yfirgefa hlöðuna. Mr. Thompson borðaði þannig, að eg taldi ólíklegt að hann hefði fengið ærlega máltíð mánuðum saman. Þegar allt var uppurið, þurrkaði hann sér um munninn með borðdúkshorninu. Svo byrj- aði hann að segja okkur frá því, er hann setti tjaldið sitt upp hér fyrir langa löngu. Mér þótti gam- an að heyra hann segja frá, en eg hafði áhyggjur af Idíánanum, sem beið úti í hlöðu, matarlays, og eg spurði pabba, hvort eg mætti ekki færa honum. Pabbi setti á disk fyrir hann og eg sent- ist af stað. Léttfeti hafði ekki fært sig um þumlung. Hann horfði enn í sömu átt, út yfir baunaakurinn, og þegar eg rétti honum diskinn, brosti hann, en ekki með vörun- um, heldur með augunum. Eg vildi ekki yfirgefa hann og eg kunni heldur ekki við að standa þar og horfa á hann, svo að eg settist hjá honum. Hann sagði ekki orð fyrr en diskurinn var ruddur, og eg sagði ekki orð heldur. Eitt sinn lagði hann hendina varlega á hnéð á mér, lyfti henni varlega og lét hana falla mjúklega á hnéð aftur og sagði svo: „Vinur.“ Lengra varð samtalið ekki. Eg hugsa eg hafi setið þar í klukkutíma, en þá stóð eg á fætur. Mér var orðið mjög hlýtt til Indíánans. Svo Viftist, sem Mr. Thomþson hefði þekkt hvern veiðimann, sem nokkru sinni lagði land undir fót vestur á bóginn. Hann var heill hafsjór af sögum, en sagan, sem mér þótti skemmtilegust var um bardaga við Svartfóta-Indí- ánana. Hann sagði mér, hvernig Indíánarnir hefðu kveikt í þurru sléttugrasinu í kringum vagnana, og að hann hefði verið eini hvíti maðurinn, sem hefði sloppið lif- andi úr þeim hildarleik. Ástæðan til þess að hann var ekki drepinn líka var sú, að hann dró Léttfeta undan dauðum hesti, rétt áður en eldurinn náði til hans. Léttfeti var sonur Indíánahöfðingjans og tveir hraustir Indíánar riðu í gegnum eldhafið til þess að bjarga þeim báðum. Hann sagði að þeir Léttfeti hefðu gengið und- ir jarðarmen og svarist í fóst- bræðralag upp frá þeirri stundu. „Léttfeti gamli, er sniðugasti hestamaður, sem þú munt nokkru sinni sjá,“ sagði Thompson. „Hann getur tekið að sé hest, sem er að níu tíundu hlutum dauður, og eftir viku er hesturinn farinn að dansa undir reiðmann- inum, eins og ljónfjörugur foli.“ Mér varð erfitt um svefn, þeg- ar eg var háttaður í skemmunni. Thompson átti að sofa í herberg- inu hjá mér. Hann kom rétt eftir að eg var háttaður. Eg spurði hann, hvort eg ætti að fara út og kalla á Léttfeta að koma að hátta, en hann svaraði því til, að Indí- áninn svæfi aldrei undir þaki, „og hann vill miklu heldur sofa þar sem hann er.“ Þegar pabbi vaknaði um morg- uninn, voru Indíáninn og Thomp son allir á burt. Kvöld nokkurt, nokkrum vik- um síðar, varð gamli hesturinn okkar, hann Bill, allt í einu fár- veikur. Pabbi horfði mæðulega á hann, og sagði: „Það er líklega úti um hann.“ Eg ákvað þá á stundinni, að fara í býti morguninn eftir að sækja Léttfeta gamla til þess að láta hann lækna Bill. í dögun fór eg á fætur og sett- ist út í hlöðu, þar sem Indíáninn hafði setið kvöldið, sem hann og Thompson gamli höfðu dvalið hjá okkur. Þaðan sá eg bezt til fjallanna. Eg gat lokað augunum og séð nákvæmlega, hvar Létt- feti hafði bent mér að kofinn þeirra væri. Klukkan um sex lagði eg af stað á Fanny. Frá hús- inu okkar að sjá, voru fjöllin all- nærri, rætumar virtust vera rétt fyrir handan hæðina hinum meg- in við engið hans Fred Aultland, en þegar eg kom á hæðarbrúnina sá eg, að margar hæðir voru enn í milli mín og fjallsrótanna. Dá- lítil hræðsla greip mig, og mér var um stund næst skapi að snúa við. Hverju sinni, sem Fanny kom upp á hæðarbrún, var önnur hæð framundan og fjallið virtist ekki hóti nær en fyrr. En eg hélt áfram. Sólin var farin að lækka á lofti þegar eg kom á síðasta hæðar- dragið og eg sá fjallaskarðið framundan. En nú leizt mér ekki á blikuna. Brúnir skarðsins voru snarbrattar, og allt var það mjög óárennilegt eins langt og augað eygði. Eg var rétt kominn að því að snúa við, en eg vissi að það mundi komið myrkur löngu áður en eg næði heim, og þá mundi eg ekki rata í myrkrinu. Eg barði því fótastokkinn í ákafa, og hélt áfram. (Framhald). Litla kolaeldavél og notaðan pvottapott vil ég kaupa. Kristinn Jónsson, Möðrufelli. Þriggja ára naut, af ágætiskyni í báðar ættir, er til sölu í Möðrufelli. Kristinn Jónsson. ÍBÚÐ Þriggja herbergja íbúð ósk- ast í. vor. Afgr. vísar á. Herbergi óskast nú þegar, sem næst miðbænum. Afgr. vísar á. ÍÞRÓTTIR fþróttafélagið Þór. Innanfélagsmát í stökki fyrir drengi, í þrem aldursflokkum, fór fram á Lallatúni sl. sunnu- dag. Keppendur voru 35. Urslitin urðu sem hér segir: 12—14 ára. 1. Viðar Pétursson 521 stig. 2. Grétar Óskarsson 501 stig. 3. Svanbjörn Sigurðsson 491 stig. 4. Haukur Hauksson 471 stig. 10—12 áar. 1. Gísli B. Hjartarson 531 stig. 2. Jóhannes Sigurjónsson 321 st. 3. Tómas Eyþórsson 238 stig. 4. Guðm. Frímannsson 230 stig. 10 ára og yngri. 1. Sigurjón K. Vignir 126 stig. 2. Héðinn Þorsteinsson 121 stig. 3. ívar Sigmundsson 119 stig. 4. Hallgrímur Jónsson 116 stig. Margir efnilegir drengir komu þarna frain og má nefna Gísla B. Hjartarson, er stökk 15 metra, sem var bezta stökk mótsins. Skíðadeild Þórs K^<$x$>^<$X$^>3x$x$X$>3>^>^<3X^X$X$<£<S>^>^<^m^X$x^xSx$<$>^<S>3>^<$>^XsX^<$<£3><3* Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 4. flokks hefst 27. þ. m. Verður að vera lokið 9. apríl. Munið að endurnýja. Bókaverlun Axels Kristjánssonar XJx$>3>3x$x$xSx$x^<$xSxSx§x^<$x$<$^xS>3k$x$^x$x$>^x$x$>3>3x$x$x$x$>3m$x$x$x$x$x$><Sx$>4x$xSxSi L Nýkomnar baðmullarvörur svo sem sœngmveraejni, Sirz, tvisttau, morgun- ;! kjólaefni, o. m. fl. ....... ^ Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. Frá Vöruhappdrættinu Endurnýjun til 2. flokks er hafin. verður 5. apríl. Gleymið ekki að endurnýja! Dregið Bókabúð Rikku. í'############################################################### Kaupið páskablómin í Blómabúð KEA. Kolakaupendur, athugið! Vegna vanskila á lánuðum kolapokum frá kolaverzl- unum vorum, sjáum vér oss tilneydda að færa pokana viðkomandi mönnum til skiddar, verði þeim eigi skilað fyrir 15. apríl n. k. Frá og með laugardeginum 24. þ. m. munum vér hafa kolapoka til sölu, en ekki til lána. Kolaverzlun Sverris Ragnars. Kolaverzlun Kaupfélags Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.