Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR \kureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. DAGUR er eina blaðið á land- inu, sem flytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifendur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. marz 1951 12. tbl. Frá frumsýningunni síðastliðið fimmtudagskvöld Edvard Sigurgeirsson tók þessa Ijósmynd af Ieiksviðinu hér sl. íimmtudagskvöld, er lokið var frumsýningu „Ókunna mannsins“ eftir Jerome K. Jcrome. Lítil stúlka er að færa leikstjóranum, Ágúst Kvaran, blómakörfu, en umhverfis hann á sviðinu eru leikendurnir. T. h. á myndinni er Guðmundur Gunnarsson, formað .ir Leikfélagsins. Annars staðar í blaðinu er rætt um sýninguna. Hafin framleiðsla vinnufaia í Fataverksmiðjunni Heklu hér á Ákureyr Þessi nýjasta verksmiðja SÍS er í örum vexti - silki iðnaður hafinn hér í bæ fyrir nokkru Nýjasta verksmiðja Sam-smiðjan 4386 stk. vinnuföt, en A bands ísl. samvinnufélaga erþessu ári verður framleiðslan marg- Verkfailsalda i vor mundi hafa háskalegar afleiðingar fyrir Stutt samtal við Bernharð Stefánsson, 1. þingm. Eyfirðinga, inn starf síðasta Alþingis og horfur í þjóðmálum rataverksmiðjan Hekla hér í bæ, sem nú er í örum vexti og hefur nýlega bætt við nýj- um framleiðslugreinum. Fyrir nokkru er hafiu þar vinnu- fatagerð í nýtízku vélum, og mun framleiðsla verksmiðjunnar mjög bæta úr vinnufataskortinum, sem ríkt hefur úti urn land að undan- förnu. Á sl. ári framleiddi verk- Akureyrar-kvöldvaka i útvarpinu f útvarpinu í kvöld er nýstár- legur dagskrárliður. Er það Ak- urey,~ar-kvöldvaka, tekin á hljómplötur hér fyrir nokkru. — Útvarpið á hér upptökutæki, en salur í Gcysishúsinu Lóni var sérstaklega innréttaður til þess að hægt væri að taka þar upp söng og hljófæraleik. Mun þetta h-afa tekizt allvel, og er vonandi vísir þess, að útvc-rp héða < heyrist oftar í dagskránni. Mundi það verða til fjölbreytni í útvarpinu og nokkur lyftistöng fyrir menningar- og félagsítí hér. Kvöldvakan í kvöld er holguð söng- og hljómlist. Áformað var að Dav"r Stefánsson skáld flytti erindi. e vegna veikinda gat ekki orðið úr því. Þarna koma fram kórar bæjarins, Geysir, Katiakór Akureyrar og Kantatan, frú Margrét Eiríksdóttir leikur á pí- anó, Lúðrasveitin leikui- og loks eru leikþættir. Fyrirhuguð er önnur kvöldvaka bráðlcga og verður hún bókmennta- og sögu- legs efnis, héðan úr Eyjafirði. földuð. Eru framleiddar allar al- gengustu tegundir vinnufatnaðar. Vinnufatagerðin er enn á byrj- unarstigi, en Hekla er áður lands- kunn sem stærsta og fullkomnasta prjónafataverksmiðja landsins. — Framleiddi verksmiðjan 19.775 stk. af alls konar prjónafatnaði á sl. ári á börn óg fullorna, og 33.719 pör sokka og leista. Verksmiðjan vinnur úr innlendu bandi frá Gefjun, og úr erlendu bandi, þegar það er l'á- anlegt. Með framleiðslu Hekhi hef- ur íslenzkur prjónafatnaður fengið á sig nýtt og fallegt útlit, og þykir hann í senn ntjög smekklegur og endingargóður. Hekla starfrækir einnig kvennær- fatadeild, en vegna efnisskorts gat hún ekki starfað nema lítinn hluta sl. árs. Framleiðslan var 6600 sett kvennærföt og náttkjólar. Starfsmenn eru nú 54 í I-leklu, en greidd vinnulaun á sl. ári voru rötklega 700 þúsund krónur. Fn starfsemin er í örum vexti, og horf- ur eru á þvi, að þetta fyrirtæki verði á næstu árurn þýðingarmikill atvinnuveitandi í bænum. A sl. ári tók til starfa hér í bæn- um fyrirtæki, sem nefnist Silkiiðn- aður S.Í.S. Er þar um að ræða al- gera nýjua.g í iðnaði hér á landi. Rayr.-igarn er flutt til landsins á spólum, ofinn úr því dúkur, sem er litaður, þveginn og pressaður á Gefjun. Er talsverður gjaldeyris- sparnaður að þessari framleiðslu, miðað við það, að kaupa dúkinn alunninn erlendis frá. Stjórnmálanámskeið fyrir unga Framsóknarmenn í ráði er að efna til stjórn- málanámskeiðs hér á vegum Félags ungra Framsóknar- manna, ef næg þátttaka fæst. — Ætlast er til þess að námskeiðið fyrir Akureyringa standi yfir vikuna 1.—8. apríl, en fyrir utan- bæjarmenn, frá 5.—8. apríl. — Nánari upplýsingar geta menn fengið á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 93, 4. hæð, sírrii 1443. Þýzka blaðið „Der Kurier“, sem gefið mun út í Vestur-Ber- lín, flutti í sl. mánúði heilsíðu greiu um ísland og íslenzk mál- efni, með mörgum myndum. Auk almennra upplýsinga um land og þjóð og atvinnuhætti, er þar greint frá því, að stofnað sé í Reykjavík þýzk- íslenzkt fyrir- tæki með hvorki meira né minna en 10 milljón króna hlutafé, og heiti fyrirtækið Vulcan h.f. og sé ætlun þess að vinna alúminíum, járn og verðmæt efni í sambandi við sementsvinnslu hér á landi. Bernharð Stefánsson, 1. þin. Eyfirðinga og forseti Efri deildar Alþingis, kom heim af þinginu með Esju nú fyrir helgina. Dagur hefur átt stutt samtal við Bern- harð um störf síðasta Alþingis og horfurnar í þjóðmálunum. — Þetta þing var meira en mánuði styttra en þingið í fyrra, sagði Bernharð, en samt afkastaði það meira verki. Það afgreiddi fjárlög fyrir jol og þau fjárlög voru með tekjuafgangi og svo varlega áætluð að mínum dómi, að telja má líklegt að þau fái fyllilega staðizt. Þetta eru allt mikilsverð atriði, sem ekki hafa verið til staðar undanfarin ár. — Eftir að fj árlagaafgreiðslunni lauk, voru störf þingsins að mestu bundin við þýðingarmikil mál í sambandi við rekstur atvinnu- veganna og dýrtíðarmálin. Get eg ekki rakið þau í einstökum atrið- um hér, enda alþjóð kunnug. En það mun álit allra þeirra, sem nánust kynni hafa af horf- unum, að á mjög miklu velti að atvinnuvegirnir, sem nú er verið að reyna koma á eigin fætur á ný, Þýzkir bankar hliðhollir. í greininni er frá því skýrt, að iðnaður Vestur-Berlínar mundi afgreiða vélar til fyrirtækisins, ennfremur að Zentral-bankinn í Berlín sé hliðhollur fyrirtækinu, svo og utanríkiiíviðskiptadeild borgarstjórnarinnar og viðkom- andi ráðuneyti í þýzku sam- brindsst j órninni. Hér heima munu þessar fregnir vekja nokkra furðu. Ekki er neitt vitað um slíkt þýzk-íslenzkt fyrirtæki og hvergi hefur komið fram opinberlega að það sé stofn- að. Hver kannast við milljóna- félagið Vulcan h.f.? verði ekki lamaðir með verkföll- um eða kauphækkunum, sem þeir fá ekki risið undir. Ef horfið verður að því ráði með vordög- unum, er það hin háskalegasta stefna og getur vissulega haft al- l'ai'Iegar afleiðingar fyrir þjóðar- búskapinn í heild og efnahag hvers borgara. — Þær ráðstaf- anir, sem nú er búið að gera, voru ekki gerðar af neinni fordild — eða beinlínis af illvilja stjórn- arflokkanna, eins og stjórnarand- stæðingablöð virðast stundum telja — heldur af brýnni nauðsyn, sem allir skilja, er um þessi mál hugsa. Þeir, sem harðast gagn- rýna þessar ráðstafanir, eiga erf- itt með að benda á aðrar færar leiðir. Menn tala mikið um hátt verðlag á vöru. Satt er það, að verð er hátt, en þess er að gæta, að ýmsar vörur voru hér dýrar áð ur, keyptar fyrir hrognapeninga, gotupeninga og hvað þeiv nú allir hétu. Bátagjaldeyrisfyrirkomu- lagið er því engin nýjung í sjálfu sér. En aukið frjálsræði í verzl- uninni mun þykja fengur fyrir alla og mun fólk betur sjá það, er tímar líða. Málefni, er varða héraðið sér- staklega? — Af þeim er Laxárvirkjunin vitaskuld mest og voru virkjana- málin eitt helzta viðfangsefni Al- þingis, og merkasta, svo og áburðarverksmiðjumálið Þess er að vænta, að héraðið njóti góðs af hinni nýju virkjun og að unnt reynist að koma rafmagninu út um byggðina hið fyrsta eftir að ! virkjunarframkvæmdunum lýk- ur. Mörg fleiri mál varða að sjálf- sögðu héraoið, svo sem fjárveit- ingar til nýja spítalans, hafna og vega. Má í því sambandi geta þess, að það er von mín að veg- urinn austan Eyjáfjarðar verði fullgerður í ár að brúnni við Möðruvelli, með fjárveitingu, sem til þess er ætluð, og því fé, sem vegurinn á fyrir. Hvað líður togaramáli Dalvík- inga og Ólafsfirðinga? — Það var ekki útkljáð, er eg fór úr Reykjavík, en eg reyndi að hlynna að því af fremsta megni að bæirnir fengju togara og flutti mál þeirra við ríkisstjórnina. — Togaraútgerð gæti orðið atvinnu- (Framhald á 12. síðu). „Vulkan" - þýzk-íslenzkt íyrir- tæki nieð 10 milljón króna hlutaíé sagt stofnað Þýzkt blað segir banka og iðjnhölda Veslur- Berlínar vilja styðja fyrirtækið til alúminíum- járn- og efnavinnslu hér á íslandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.