Dagur - 21.03.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 21. marz 1951
D AGUR
7
Stalin hefur fengið agentum sínum
efni tii að smíða áróðursvopn
Júgóslavar hafa skilgreint viðtal
Stalins í Pravda - þekkja aðferðirnar
af gamalli reynslu
Eins og kunnugt er af fréttum,
átti Stalín marskálkur viðtal við
blað sitt, „Prav-
da“ eigi alls fyr- i
ir löngu. Hafa
kommúnistablöð
um allar jarðir
hampað mj ög
þessu vjðtali, en
hvert orð, sem
fram gengur af
munni Stalíns,|
þykir hin mesta
speki í þcim herj
búðum.
Þetta Stalín-viðtal fyllti síður
Þjóðviljans daginn, sem forseti
Islands varð sjötugur. Afmælis
forsetans var getið með einum 10
•—12 línum, en Stalin lagði undir
sig heilar blaðsíður. Var útgang-
urinn á Þjóðviljanum þann dag
ágæt sýning á viðhorfi kommún-
ista til sinnar eigin þjóðar.
En þótt kommúnistablöð hafi
mjög hampað þessum vísdóms-
orðum Stalíns, eru Kominform-
kommúnistar ekki þeir einu, sem
hafa lesið þau með athygli. í
Júgóslafíu eru kommúnistar, sem
telja sig hafa hina réttu trú, en
segja kenningar Kominform örg-
ustu villutrú. Hinir júgóslafn-
esku díalektíkusar líta dálítið
öðrum augum á ummæli Stalíns
en kommúni$tar annarra landa.
Þeir segja viðtalið allt dulbúin
fyrirmæli til Kominform-agenta
víðs vegar um heim, hvernig þeir
eigi að haga áróðri sínum og
moldvörpustarfsemi í framtíð-
inni.
Hafa langa reynslu.
Skilgreining Júgóslafa á um-
mælum Stalíns er hin athyglis-
verðasta. Það er athugandi í því
sambandi, að j úgóslafnesku
kommúnistarnir tala af langri
reynslu og mikilli þekkingu á
þýðingu tilskipana frá Moskvu.
Sú var tíð, að þeir tóku fegins
hendi öllu slíku þaðan og töldu
Stalín óskeikulan. Skilgreiningu
þessara reyndu manna á síðustu
véfréttinni frá Moskvu er að
finna í tímaritinu „Review of
International Affairs“, sem gefið
er út í Belgrad með tilstyrk
stjórnarvaldanna. Þar er fyrst
bent á, að samtalið í Pravda hafi
komið fram rétt áður en stjórn
hinnar svonefndu „heimsfriðar-
hreyfingar“ kom saman til fundar
í Berlín og rétt í sama bili, sem
áróðursmenn kommúnista voru
að verða uppiskroppa með slag-
orð og fullyrðingar, sem nokkurt
hald var í, í sambandi við frið-
arást Sovétvaldhafanna.
Sérstaklega, segja Júgóslafar,
var Kominformáróðurinn í sam-
bandi við kjarnorkumálin, að
Skógar
verða skelþunnur og óaðgengi-
legur. Árásin í Kóreu, innrás kín-
verskra kommúnista í Tíbet, upp-
reisnin í Indó-Kína o. fl., gerði
það blátt áfram hlægilegt, að
segja við fólk, sem hafði undir
ritað „friðarávarpið“, að slík und-
irskrift og andmæli gegn kjarn-
orkusprengju, mundi tryggja
heimsfriðinn.
Höfðu ekki „bréf upp á það“.
En Kominform-löndin og Kom-
inform-agentarnir vestan járn-
tjaldsins, gátu samt ekki breytt
um starfsaðferð. Þeir gátu það
ekki, segja Júgóslafar, — og
mega glöggt slíkt vita síðan þeir
voru sjálfir í hópi réttrúaðra, —
því að þeir höfðu ekki fengið
neitt „bréf upp á það“, að slíkt
væri heimilt. Þess vegna, segir í
greininni frá Belgrad, „voru full-
trúarnir á fundi „heimsfriðar
hreyfingarinnar“ í þeirri hættu,
að þurfa að endurtaka á þessum
fundi það, sem þeir voru búnir að
segja og predika í fyrra, án þess
að bæta nokkru nýju við. En þá
kom Stalín, og kastaði þessum
„bjarghring" til þeirra.“
Enn segir svo: „Viðtalið í
„Pravda“ er fullt af fyrirmælum
og gagnlegt til afnpta við samn-
ingu greina og ræðna, án þess að
þar sé étið upp aftur allt, sem áð-
ur var búið að segja og skrifa.
Þar er að finna hugvitssamlegan
leik með orð og hugtök, sem þýða
eitt þegar þeim er skellt á fjöld-
ann, en annað þegar þau eru les-
in í innsta hring agentanna, sem
hafa með höndum dreifingu áróð-
ursins.“ Síðan benda Júgóslafar
á nokkur ummæli Stalíns, sem
þeir segja, að áróðursmenn Kom-
inform muni sérstaklega nota og
hampa í tíma og ótíma.
Þrír punktar.
Þeir benda einkum á þrjú atn
iði. í fyrsta lagi verður að halda
því að fólkinu, að þjóð eins og
Rússar, sem starfar að uppbygg
ingu iðnaðar og stendur í mikl
um framkvæmdum, svo sem
byggingu orkuvera o. s. frv., geti
ekki samtímis aukið vígbúnað
sinn og herafla eða yfirleitt leyft
sér að hugsa um stríð. Þetta er
gagnleg ábending frá Stalin, og
kemur Kominform-agentunum
sjálfsagt vel. En Júgóslavar
benda á, að Hitler hafi staðið
ýmsum stórræðum heima fyrir á
sinni tíð, haft með höndum stór-
framkvæmdir í byggingámálum,
iðnaði o. s. frv. Kominform-
agentarnir segja að hin friðsam-
lega framleiðsla í Rússlandi sé
hlutfallslega miklu meiri en
Þýzkalandi fyrir 1939. Þeir vita
sem er, að enginn getur farið til
í Eyjafirði
og starf Skógræktar-
félagsins
Komin er út sérprentun úr
ársriti Skógræktarfélags fs-
lands 1951, myndskreyttur
bæklingur, 43 bls. í stóru
broti, og eru þar greinar Ár-
manns Dalmannssonar og
Steindórs Steindórssonar um
starf Skógræktarfél. Eyfírð-
inga í 20 ár og sögu eyfirzkra
skóga. Nýjir félagar Skóg-
ræktarfélagsins fá bæklinginn
ókeypis. Geta menn látið skrá
sig í félagið í Blómabúð KEA
og hjá forráðamönnum félags-
ins. í grein sinni rekur Ár-
mann Dalmannsson starf
Skógræktarfélagsins á 20 ára
starfstímabili og gerir grein
fyrir því, sem áunnizt hefur í
skógarreitum félagsins. Stein-
dór Steindórsson skrifar um
skóga í Eyjafirði að fornu og
nýju, rekur, hvar skógar hafi
verið til forna, hver örlög
þeirra hafi orðið og hvar sé
leifar að finna nú. Eru báðar
greinarnar hinar fróðlegustu.
Davíð Jónsson frá Kroppi,
fyrrverandi hreppstjóri
Leikfélagið. — Næsta sýning
„Ókunna mannsins" er á annan í
páskum. Sýning í kvöld fellur
niður vegna Akureyrarkvölds í
útvarpinu.
Nýja-Bíó hefur fengið söng-
leikinn La Traviata eftir Verdi,
til sýningar. Þetta er ítölsk mvnd
leikin og sungin af ítölskum
söngvurum. Þessi mynd hefur
hvarvetna hlotið góða dóma.
Rússlands til þess að komast að
hinu rétta. Þess vegna er óhætt
að taka munninn fullan.
í öðru lagi verður því haldið
fram, að SameinuðU þjóðirnar séu
að splimdrast vegna þess að þær
séu ekki lengur samtök þjóða,
er njóta sömu rettinda. Bent
verður á að Dominíkanska lýð-
veldið (með 2 millj. íbúa) og
önnur smáríki, hafi sama rétt og
t. d. Indland og Kína. Þetta er
mikilvægt áróðursatriði, í viðbót
við það, sem fyrir var, að það
séu ,amerískir stríðsæsingamenn*
sem stjórni Sameinuðu þjóðun-
um. Júgóslavar telja að með
þessu sé verið að undirbúa jarð-
veginn og réttlæta fyrirfram, að
Rússar segi sig úr Sameinuðu
þjóðimum.
í þriðja lagi sagði Stalin að
stríð væri ekki óhjákvæmilegt,
en mundi verða það, ef stríðs-
æsingamönnunum tækist að villa
fólki sýn með lygum sínum. Þetta
þýðir það, segja Júgóslavar, að
„friðarhreyfingin“ er um það bil
að endurfæðast. Má búast við
auknum „friðar“-áróðri, sem
þeim, er var undanfari árásarinn-
ar á Kóreu. Með þessari aðgerð á
að rugla almenningsálitið og und
irbúa vopnaðar árásir kommún
ista sem víðast, og að lokum land-
vinningastyrjöld kommúnista í
stórum stíl, en það, segja Júgó-
slavar, er takmark Stalinistanna
og að því stefna þeir alla daga.
Vinir og samferðamenrt eru stöð-
ugt að hverfá viir landamærin
miklu. Það er lögmál lífsins, sem
cnginn fær við gert. Þö setur oss
hljóða við hverja slíka helfregn, og
svo fór mér, er ég frétti, að mirin
gamli, góði vinur, Davíð á Kroppi.
hefði látizt 27. f. m. Má þó segja
að lát lians kæmi ekki með öllu á
óvart, því að mér Var.vel kunnugt
um það, að hann. var alvarlega
heilsubilaður hin siðari ár og að
hán’n bjóst sjálfur við því að eiga
skammt eftir ófifað.
Davíð var fulira 78 ára að aldri,
er hánn lézt. Fæddur að Litla
Hamri í Eyjafirði 12. sept. 1872
soiiur Jóns Davíðssönár, bónda þar
síðar í Reykluisum, og konu lians
Rósu Pálsdóttuy, hreppstjóra
Tjörnum.
Davíð fór ungur að aldri
Möðruvallaskölann óg var þar
annari veturj en gat ekki lokið
ti sökum lasleika. Ekki mun
það þó liaía liindrað hann neitt á
lífsleiðinni, því að störf hans síðar
og frámkoma <>11 bar vqtt , um
menritaðan íhann, ög' þurfti ekkert
prófvottorð til að sanna j>að.
Árið 1895 kvæntist Davíð Sigur-
línu Jónasdóttur frá Stóra-Hantri
Reistu þau sama ár bú að Kroppi
Eyjafirði og bjuggu þar rniklu
myndarbúi þar til íyrir fáum árum
Dayíð bætti jörð sína mikið, bæði
að liúsum og ræktun og var bú-
höldur góður.
Davíð á lvroppi vár hinn mesti
íhugamaður um alménn mál, þau
er til umbóta horfðu. í stjórnmál-
um fylgdi hann Franlsóknarllokkn-
um eindregið að máluin og í lélags-
málum var hann saiinur samviunu-
ntaðiir. Var hann frám á elliár ó-
trauður liðsmaður Framsóktiar-
flokksins og samvinuustefnunnar,
og varði skoðanir sínar í jieim efn-
um með festu og eiiiurð, en þó
jalnan af jjcirri prúðmennsku, sem
honum var svo eiginleg. Eins og títt
er um áhugasama hæfileikamenn,
hlóðust sncirima á hann ,maggyís-
leg trúnaðarstörf. —■ Þann.ig varð
hann hreppstjóri í Hrafnagils-
hreppi árið 1904, aðeins rúnjlega
jirítugur að aldri, og gegndi J>ví
staríi fram á elliár. Hreppsneíndar-
maður var liann og lengi. Þá var
hann í mörg ár formáður Búnaðar-
félags sveitar sinnar. Formaður
fastéignanefndár Eyjatjarðarsýslu
varð hann árið 1928 og santa ár
ýslunefndarmaður. í sýslunefnd-
i beitti hann sér mjög fyrir
stofnun húsmæðraskólans á Lauga-
indi og vann manna mest að J>ví
máli. Varð liann og formaður
skólanefndar Laugalandsskólans
>egar við stofnun hans, árið 1937,
>g gegndi því starfi meðan líf og
kraftar entust. Öll J>essi störf rækti
hann með skörungsskap og trú-
mennsku, enda naut hann, sem
verðugt var, trausts og vinsælda
samstarfsmanna sinna og almenn-
íngs. Ekki eru hér talin öll opin-
ber störf, sem Davíð gegndi um
ævina, en J>etta nægir þó til að
sýna, að um alveg óvenjulega fjöl-
>ætt og merkilegt ævistarf er hér
að ræða.
Sigurlína kona Davíðs andaðist
fyrir um það bil 5 árum, eftir erf-
iða vanheilsu. Börn þeirra hjóna á
lífi eru: Ragnar, hreppstjóri á
Grund, Rósa, gift Gísla Árnasyni á
Selfossi, og Jón, bílstjóri á Akur-
eyri.
Ekki man ég, hvenær ég sá Davíð
Kroppi í fyrsta skipti, en fyrstu
veruleg kynni mín af lionunt hóf-
ust sumarið 1906. Ég var ]>á 17 ára
unglingur. Eg gisti }>á á Kroppi
ásamt foreldrum mínum og bróður.
Við komum eftir háttatíma og án
J>ess að gera boð á undan okkur og
vöktum upp“, sem ekki var ótítt
á sveitaheimilum í J>á daga. Feng-
um við liinar ágætustu viðtökur.
Er mér enn minnisstætt, hvað mér
geðjaðist vel að liinum unga bónda
á Kroppi. Prúður og kurteis var
hann' svo að af bar og svo glaður
og skemmtilegur, að ég hafði fvrr
hitt hans líka í }>ví el'ni. Síðar urðu
kynni okkar Davíðs mikil og marg-
vísleg, en alltaf var hann hinn
sami; samá elskulega, glaðværa
prúðmennið, sem ég hatði dáðzt að
í æsku og dáði jafnan síðan. Og er
árin liðu og kynnin urðu meiri,
varð ég ]>ess var, að hann átti
líka ríkar og djúpar tilfinningar og
hjartahlýju. Hann var skáldmæltur
vel og kastaði stundum fram
smellnum lausavísum um dægur-
málin og það sem broslegt var, en
hann gat líka sungið sorgarljóð og
trúarljóð. Hann var bjartsýnn trú-
maður að lífsskoðun.
Eftir að Sigurlíná kona Davíðs
rndaðist, dvaldist hann lengst a£
hjá Ragnari syni sínum á Grund.
Var heilsu hans mjög tekið að
linigna hin síðustu ár, en ]>að virt-
ist hann lítt láta á sig fá, og síðast
er ég sá hann, var bjartsýnin og
glaðværðin hin sama og jafnan
áður.
Með Davíð á Kroppi er til mold-
ar hniginn gagnmerkur maður og
einn af forystumönnum Eyfirðinga
um nærfellt liálfrar aldar skeið, og
verður sæti lians vandskipað.
Ég veit, að virðing og hlýhugur
fjölda manna, nær og fjær, fylgir
honum yfir landamærin.
Ég kveð liann með einlægri J>i>kk
fyrir margvíslegt samstarf og elsku-
Iega viðkynningu frá því fyrsta.
Bernh. Stefánsson.