Dagur - 03.05.1951, Page 1

Dagur - 03.05.1951, Page 1
Akureynngar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. AGUE Fimmta síðan: Að norðan: Spjall um út- varpið og landsbyggðina. XXXIV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 3. maí 1951 18. tbl. Sumarið komið - sveitm kallar Mynam var teian aí kaupstaöarbörnum í sveit sl. sumar. Nú er runnið nýtt sumar, skólarnir eru senn á enda og sveitin kallar aftur á börnin. Það er heilsubrunnur — andlegur og líkamlegir — hverju barni að dvelja sumarlangt í sveit. ÁÍ[iingssmenn sifja á ráðstefnu í Reykjavik - falið að ufanríkismál séu á dagskrá í sl .viku var alþmgismönnum úr lýðræðisflokkmium stefnt til Reykjavíkur og hafa þeir setið þar á flokksfundum síðan og munu hafa átt viðræður við ráð- herrana . Engin opinber tilkynning hefur verið birt um fundi þessa eða málefni þau, sem á dagskrá eru, en talið er að á dagskrá séu ut- anríkis- og öryggismál íslands og hverjar ráðstafanir beri að gera til þess að tryggja öryggi lands- ins. Blað kommúnista hefur birt fregnir um að deildir úr Ev- rópuher Eisenhowers séu vænt anlegar hingað innan skamms, flugher og sjóher, fyrst 4000 manns en verði aukið upp í 29 þús. og bækistöðvar verði á nokkrum stöðum sunnanlands. Þessar fregnir kommúnista eru gripnar af götunni og hafa enga stoð í neinum opinberum heim- ildum og fráleitt mun Eisenhower eða íslenzk stjórnarvöld hafa trú- að kommúnistum fyrstum fyrir fyrirætlunum sínum í þessu efni. Hitt er aftur á móti augljóst, að aðstaða íslands er þannig í dag í ófriðvænlegum heimi, að líklegt er að Aílantshafsbandalagið telji þörf á að hér sé einhver viðbún- aður til að forða því að landið geti á einni nótf” orðið land- ræningjum að bráð og þannig mun mikill meirihluti þjóðarinn- ar líka líta á málið. En á meðan engar fregnir um slíkar aðgerðir berast frá ábyrgum heimildum ætti fólk ekki að gera fregnum kommúnistablaðanna hærra und- ir höfði en verðskuldað er. Vinnuskóli fyrir unglinga sfarfrækfur hér í sumar Geir G. Þormar látinn Síðastl. fimmtudag andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Geir G. Þormar myndskeri og kenn- ari hér í bæ, maður á bezta aldri, eftir skamma sjúkdóms- legu. Geir Þormar var kunnur borgari, ágætur listamaður og einkar vinsæll af öllum er til hans þekktu. Lík hans var flutt hingað með Heklu. Verður hann jarðsunginn á laugardag- inn kemur. 1. maí-liátíðahöld með svipuðu sniði og áður Hátíðahöldin hér í tilefni af 1 maí, fóru fram með svipuðu sniði og áður, með útifundi við verkalýðsbiisið, kröfugöngu og samkomum í samkomuhúsum. — Kröfugangan var fámennari en húast mátti við og var þar fátt um Alþýðuflokksforing'ja. Komm únistar voru aðalræðumenn dagsíns hér sem fyrr og hinn fiokkslegi ároður þeirra skyggði á hátíðisdag verkamanna nú sem ofcast áður. En hátíðahöldin fóru vel og pruðmtnnlega fram. 175 ára afmæli póst- þjónustunnar Póstmálastjórnin hefur gefið út ný frímerki í tilefni af 175 ára afmæli póstþjónustunnar á ís- landi. Eru þetta 2 og 3 kr. merki. Fást þau nú í póststofunni hér. Þar fást nú einnig „fyrsta dags umslög“ með þessum frímerkjum. él KEA hefur opnað sjálf- Starfað að ýmiss konar garðrækt undir leiðsögu kennara Nú um mánaðamótin. hóf Hótel KEA nýtt fyrirkomulag veitingasölu í Gildaskálanmn á neðstu hæð hótelsins, jafn- framt því sem aðalveitingasal- an flutti aftur upp í stóra sal- inn á 2. hæð. I Gildaskálanum verða ýmsar veitingar á hoð- stólum daglega frá kl. 8—8 með sjálfafgreiðslufyrirkomulagi. — Viðskiptainennirnir panta það, sem þeir girnast inn við af- greiðsluborðið, en framreiðslu- stúlkan afgreiðir það á bakka á borðinu, en viðskiptameonn- imir verða síðan sjálfir að bera bakkann að borðum sínum. — Með þessu fyrirkomulagi er unnt að selja veitingar ódýrar en ella og mun þetta fyrir- komulag auk þess vera einkar hagkvæmt fyrir fólk, sem þarf að flýta sér, er að vinna við útistörf, fyrir ferðamenn o. s. frv. Oll önnur veitingasala fer fram í aðaiveitingasal hótelsins með sama sniði og áðnr. Sýn- ishom af verðlagi í Gildaskál- anum: Kaffi kr. 2.00, hafra- grautur með mjólk kr. 3.00, skyr með mjólk kr. 3.00, skyr- hræra með mjólk kr. 3.00, franskbrauð með mjöri kr. kr. 1.00, mjólkurglas kr. 1.00, vínarbrauð kr. 1.00, kaffi með kökum kr. 5.00, vínarpylsa með brauði og sinnepi kr. 2.50. Á tímabilinu 12—1 og 7—8 má fá þama heita rétti þannig: súpa kr. 2.00, heitur róttur kr. 7.00, kaffi kr. 1.00 eða máltíð- ina fyrir kr. 10.00. Vinnuskólanefnd bæjarins gengst fyrir því að starfrækja vinnuskóla hér í sumar og hefur nefndin sent blaðinu eftirfarandi greinargerð um niálið. Hér er hreyft eftirtektarverðu máli og líklega er þarna hafizt handa um verk, sem meiri gaumur verður gefinn að í framtíðinni en verið hefur til þessa. Nefndin segir svo í greinargerð sinni: Áð öllu forfallalausu mun Vinnuskóli Akureyrar hef jast um mánaðamótin maí og júní. Skól- inn mun mest fást við garðrækt, en þó einnig snúa sér að öðrnm hentugum viðfangsefnum, þegar þess er kostur. Á síðastliðnu hausti fékk skól- inn ca. 6 ha. lands til umráða sunnan við Miðhúsaklappir sog umhverfis skíðaskála Barnaskól- ans. Landið var að mestu vélunn- ið í fyrrahaust og framræsla bá hafin. Skólinn hefur nú útvegað sér það, sem til vmnunnar þarf af verkfærum og útsæði. Björg- vin Jörgensson, kennari, veitir skólanum forstöðu. Að þessu sinni mun skólinn aðeins geta tekið við 25 til 30 börnum á aldr- inum 12 og 13 ára (aldurinn mið- ast. við áramót). Skólinn starfar í 3 til 4 mánuði, en börnin fá viku sumarfrí í samráði við kennar- ann. Vinnutilhögun verður í aðal- atriðum þannig: 1. Kartöflur verða settar niður í 2 ha. lands, en rófur og gulræt- ur í 1.5 ha., og vinna börnin sam- eiginlega að þessu. Uppskeru úr þessum görðum fær vinnuskól- inn, og gengur andvirði hennar upp í kostnað við skólahaldið. 2. Hálfum ha. lands verður skipt milli barnanna, þannig, að hver nemandi fær ákveðinn reit er hann ræktar í eftir vild, og sér um að öllu leyti undir umsjá kennarans. Skólinn leggur nem- andanum til verkfæri og áburð, en hann greiðir sjálfur útsæði og annan kostnað, ef einhver verð- ur, enda á hann sjálfur uppsker- una úr sínum reit. 3. Vinnuskólinn mun hafa sér- stakan reit, þar sem nemendum gefst kostur á að fylgjast með tilraunum, sem gerðar verða með áburð og útsæði. 4. Onnur vinna en garðavinna, -sem til kann að falla. Þrjár krónur um tímanu. Skólinn er jafnt fyrir stúlkur sem drengi. Vinnutími barnanna verður allt að 0 stundum á dag, og verður hver vinnustund, sem unnin er í þágu vinnuskólans, greidd með 3.00 kr. Skólinn tek- ur aðeins við þeim börnum, er hugsa sér að taka þátt í störfum hans allt tímabilið. Þeir, sem hafa hug ó því að koma börnum sínum í vinnuskólann, geta snúið sér til Tryggva Þorsteinssonar, kennara, Munkaþverárstræti 5, sími 1281 eða til Finns Árnasonar, garðyrkjuráðunauts, Hafnar- stræti, sími 1241, og fengið hjá þeim nánari upplýsingar. Um- sóknir um skólavist þurfa að ber- ast fyrir 14. maí 1951. Farfuglarnir eru að koma Kristján Geirmundsson sagði blaðinu í gær, að farfuglarnir væru nú sem óðast að koma, þrátt fyrir kuldalegt viðmót landsins. Fyrra sunnudag voru lóurnar komnar — en fáar — stelkar, þúfutittlingar og skógar- þrestir — mikið af þeim síðast- nefndu, ennfremur voru gæsirn- ar komnar fyrir alllöngu, svo og nokkrar andategundir. Kristján á fastlega von á kríunni í dag! „Kaldbakur“ með saltfiskfarm Kaldbakur kom af veiðum í gærmorgun með saltfisk, sem settur verður á land hér. Auk þess nokkuð af úrgangi, sem landað var í Krossanesi til vinnslu. Jörundur losar í Ólafs- firði, til vinnslu á frystihúsum þar og í salt, Svalbakur og Harðbakur eru á veiðum í salt. Skíðalyfta sett upp hér ofan við bæinn Nokkrir áhugamenn hér liafa látið gera skíðalyftu, sem ætl- unin er að taka í notkun í dag í Landsmótsbrekkunni hér of- an við bæinn. Lyftan er tilfær- anleg og mun ætlunin að flytja hana í milli hentugra skíða- brekkna eftir því sem færð leyfir. Með þessari framkvæmd er sköpuð mun bctri aðstaða en áður var hér til skíðaiðkana, og sérstaklega mun lyftan verða vinsæl af þeim, sem ekki eru sérfræðingar í listinni eða eru af léttasta skeiði. Munu margir leggja leið sína hér upp eftir í dag og næstu daga til þess að reyna þetta nýja tæki og njóta sólar og útiveru á skíðum í fögru mnhverfi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.