Dagur - 03.05.1951, Page 2

Dagur - 03.05.1951, Page 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 3. maí 1951 Orygg* Viðsjár miklar eru nú um gjör- vallan heim. Það verður að teljast tvísýnt, hvort friðaröflin'og hinar frjálsu þjóðir heims standast of- beldisárásir og friðrof einræðis- ins, sem nú kemur fram í tvö- földum styrkleika, miðað við ein- ræði Hitlers. Það er allra veðra von og þegar barizt heiftarlega. Enginn getur nú sagt um það með nokkurri vissu, hvort Kóreu- styrjöldin, brennipunktur heims- viðburðanna, breiðist út. Þess vegna er full ástæða til, að við íslendingar gerum okkur ein- hverja grein fyrir okkar eigin aðstöðu. Við erum ekki lengur afskekktir og óbultir, vegna heimsdeilumálanna. Við höfum skyndilega færst inn á vettvang alþjóðamála. Hinn alþjóðlegi kommúnismi ógnar friðinum. Það er sorgleg staðreynd, að Sovét-Rússland, sem var eitt af frumstofnríkjum Sameinuðu þjóðanna, skuli nú styrkja árás- araðila austur í Kóreu í baráttu gegn Sameinuðu þjóðunum. Framkoma öll og liáttsemi þessa stórveldis á sviði alþjóðamála hefur nú fyllilega opnað augun á ráðamönnum hinna frjálsu þjóða, þannig að þær hafa hafið skipu- legar aðgerðir í þeim tilgangi að hindra árás á þær sjálfar, árás sem óumflýjanlega myndi leiða til nýrrar ægilegrar heimsstyrj- aldar. Varnarvarzlan er bezta vömin. Þegar ófriður hefur brotizt út, er ekki annað fyrir hendi en að sigra, því að hlutskipti hins sigraða ófriðaraðila er ekki eftir- sóknarvert. En allir, sem hafa lif- að eina eða tvær heimsstyrjaldir, munu af fremsta megni stuðl'a að því að koma í veg fyrir stríð. Það er þessi stefna, sem er ríkjandi meðal hinna frjálsu lýðræðis- ríkja. Og nú er svo komið, að erfit er að standa hjá. En hvernig er háttað aðstöðu og öryggi ís- lands? Norður-Atlantshafssamningur- inn. 30. marz 1949 samþykkti Al- þingi íslendinga þingsályktun, þar sem ríkisstjórninni var falið að, gerast stofnaðili fyirr íslands hönd, að samningi Norður-Atl- antshafsríkjanna. Og 24. ágúst 1949 gekk hann í gildi. • Tvíþættur tilgangur. Varnarvarzlan er merkasti þáttur þessa sáttmála. Aðilar hans lýsa að nýju yfir tryggð sinni við markmið og meginregl- ur sáttmála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa í friði við ' allar þjóðir. Þeir eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, ' sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, einstakl- ingsfrelsis, lögum og rétti. Þeir ákváðu því með sáttmála þessum að taka höndum saman um sam- eiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis. íslands Aðilarnir takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sam- einuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkja deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsam- legan hátt, þannig að alþjóðafriði, öryggi og réttlæti sé eigi stofnað í hættu, og að beita ekki hótun- um né valdi í milliríkjaskiptum á nokkurn þann hátt, sem ósam- rýmanlegur er markmiðum Sam- eihuðu þjóðanna. í því skyni að ná betur mark- miðum samnings þessa, munu að- ilarnir hver um sig og í samein- ingu, með stöðugum og virkum eigin átökum og gagnkvæmri að- stoð, varðveita og efla möguleika hvers um sig og allra í senn til þess að standast vopnaða árás. Efnahagssamvinnan er annar merkur þáttur þessa. sáttmála. Aðilar hans munu gera sér far um að komast hjá árekstrum í efnahagslegum milliríkjavið- skiptum sínum og hvetja til efna- hagssamvinnu sín á milli. Fyrirvari og sérstaða íslands. Eins og öllum er kunnugt hafa íslendingar mikla sgrstöðu, sem aðili ,Norð ur - Atlantshaf ssáttmál - aSs. Þeir hafa engan her og litla sem enga möguleika, á _því að koma upp her. Þeir eru fáir og smáir, miðað við önnur þátttöku- ríki. Þess vegna var sá fyrirvari gerður af hálfu Islands við undir- ritun sáttmálans, að aðstaða þess væri þannig, að ekki væri unnt að veita aðra aðstoð en á borð við þá, sem veitt var í seinustu styrjöld með hersetu erlends setuliðs í landinu. Á friðartímum komi slíkt eigi til. Með aðild að Atlantshafssátt- málanum hafa íslendingar skipað sér í sveit hinna frjálsu lýðræðis- þjóða. Vopnuð árás á ísland jafn- gildir árás á England, Frakk- land, Bandaríki Norður-Amer- íku og aðra samningsaðila. Ef slík vopnuð árás verður gerð á eitthvert þátttökuríki, munu þau í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar varnar, sem viðurkenndur er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða þann aðila, sem ráðizt er á. Eng- inn vafi er á því, að hefði Þýzka- land vitað það, þegar innrásin var gerð í Danmörk og Noreg í seinasta stríði, að það hefði þýtt þátttöku Bandaríkja Norður- Ameríku, hefði verið hikað við þær aðgerðir. Hvað er að gerast í öryggismálum þjóðarinnar? Margir eru þeirrar skoðunar, að algert varnarleysi landsins kunni að vera viðsjárvert á slík- um róstutímum og nú eru. Sein- ustu dagar og atburðir hafa fæit mönnum heim sanninn um, að stórkostleg átök fara nú fram í heiminum um stefnur og starfs- aðferðir. Það er því vissulega von, að alþjóð Vilj i vita og fylgj- ast með því, ef unnt er, hvað sé að gerast í öryggismálum lands og þjóðar. Norskt blað hefur það eftir umboðsmanni Hvals h.f. í Nor- egi, að hið íslenzka hvalveiði- félag hafi nú sett „hina fjpra hvalveiðibáta sína, Whale I— IV undir íslenzkt flagg“. Blað í Sandefjord í Noregi hefur flutt fregn um að Hvalur h. f. muni ekki ætla að ráða Norð- menn til veiðanna, en hinn norski umboðsmaður félagsins segir í þessu bíaðaviðtali, að þetta muni ranghermt, og muni a. m. k. skytturnar verða nörskar framvegis, en annars muni Hvalur h.f. sjálfsagt vilja nota íslenzkan vinnukraft, eft- ir því sem við verður komið. • eru b b' Höfum fyrirliggjandi: GRÆNAR RAUNIR, lieilar og liálfar, í dósurn, pökkum og lausri vigt. GULAR BAUNIR, heilar og O hálfar, í pökkum og lausri vigt. SOYJABAUNIR, í lausri vigt. MARROW BEANS í pk. BABY LIMA BEANS í pk. LENTILS, í pökkum. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlend uvöru deildi n og útihú. Segldúkur Nr. 6, 7 og 8 Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. vantar til að keyra mjólkurbíl úr fremri hluta Saurbæjarhrepps, frá 1. júní n. k. til 1. júní 1952. Tilboðuin sé skilað til stjórnar Mjólkurflutn- ingafélags Saurbæjarhrepps fyrir 14. maí n. k. Flutninganefndin. Nýjar fegundir af kvenskóm! I STUTTU MALI Einn bæjarfulltrúum í bæn- um Truman í Texasfylki í Bandaríkjunum, hefur flutt tillögu um að breyta nafni bæjarins í Mac Arthur. Moskvuútvarpið sagði frá því nú fyrir nokkrum dögum, að Rússar hefðu lokið síðustu 5 ára áætlun sinni, og sé iðn- aðarframleiðsla landsins nú orðin 73% meiri en hún 1940. f tilkynningu þessari var staðfest, að mikið af þunga- iðnaði landsins sé nú staðsett í Síbiríu, Transkákasíu og Mið- asíu. Vinnubuxur Verð írá kr. 78.00 Kaupfélag Eyfirðinga, Vefnaðarvörudeild. Nokkur herbergi til leigu frá 15. maí í Hafn arstræti 100 (Gullfoss). Upplýsingar gefur Þorsteinn M. Jónsson. Mótorhjól til sölu. — Til sýnis í kvöld og annað kvöld. Upplýsingar í síma 1638, mill 8 og 9 e. h. Bátavél Ný Universal, 4 cylindra bátavél, 16—24 hestöfl, ti siilu. Allir kvenskórnir, sem á myndinni sjást, eru nýjar tegundir, sem verksmiðjan er nýlega byrjuð að vinna. Iðunnar kvenskór eru smekklegustu, sterk- ustu en þó ódýrustu kvenskórnir, sein nú eru til sölu á íslenzkum markaði. Gangið í Iðunnar-skóm — það er trygging fyrir vellíðan. Skiimaverksmiðjan ÍÐUNN — Skógerðin. —

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.