Dagur - 03.05.1951, Side 6

Dagur - 03.05.1951, Side 6
6 D AGUR Fimmtudaginn maí 1951 Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody 12. DAGUR. Orðsending til aimennings Að gefnu tilefni þykir ástæða til að taka fram eftir- farandi í sambandi við starfsemi verðgæzlunnar: 1. Þær vörur, sem fluttar eru inn fyrir bátagjaldeyri, eru ekki háðar verðlagsákvæðum. Allar aðrar vörur heyra enn undir verðlagseftirlitið. 2. Sérstök ástæða er til að benda neytendum á, að kynna sér rækilega hvaða vörur eru undanþegnar verðlagseftirlitinu skv. frílista bátaútvegsmanna. 3. Staðfesting lieildsöluverðs á allar innlendar fram- leiðsluvörur ber að fá hjá Verðlagsskrofstofu Fjár hagsráðs, nema sérstakar reglur gildi þar um. 4. Það eru vinsamleg tilmæli tli almennings, að láta skrifstofu minni tafarlaust í té upplýsingar, ef grun- ur leikur á, að verðlag einhverra vörutegunda sé óeðlilega hátt. Því aðeins getur orðið árangur af verðlagseftirlitinu, að náin samvinna almennings og verðgæzlunnar sé jafnan fyrir hendi. Reykjavík 21. apríl 1951. Verðgæzlustjórinn. Nýít bifreiðaverkstæði Ég undirritaður hefi opnað bifreiðaverkstæði á Gler- áreyrum og annast viðgerðir á bifreiðum, einkum jepp- um. Einnig dráttarvélum og öðrum landbúnaðarvélum. Fyrirliggjandi varahlutir í jeppa. Öll vinna framkvæmd af þaulvönnum mönnum. Lúðvík Jónsson. Sími heima 1392. Þættir eftir Hannes frá Hleiðargarði hestur, sem raun bar vitni um. (Framhald). skjótur Thompson gamli hafði verið að flytja mig heim kvöldið góða, og mér fannst því ráðlegast að hætta við svoleiðis áætlanir strax. Magaverkurinn, sem eg hafði, batnaði eftir nokkurn tíma, en hann kom aftur þegar eg steig af baki við pósthúsið. Konan á pósthúsinu sagði nér að eg mundi finna sýslumanmnn á kránni, rétt utan við virkishlið- ið. Fyrst fannst mér að þama væri næg ástæða fyrir mig til þess að halda heim án þess að gera frekari tilraun til að finna hann, því að það vissi eg vel, að mamma kærði sig ekkert um að eg kæmi inn á krá og bjórstofu. Eg sté því á bak aftur og sneri Fanny heim á leið. Eg þóttist fyrst viss um að mamma mundi segja, að þarna hefði eg breytt rétt, en eg reyndi að hugsa ekkert um, hvað pabbi mundi segja. Eg var alls ekki viss um að hann mundi ekki kalla þetta að hlaupast í brott frá lög- unum. Eg sneri því við og lét Fanny brokka heim á traðirnar við krána. Eg hafði talsverðan hjartslátt þegar eg opnaði dyrnar, og óhræddur var eg ekki, en líka dálítið stoltur af því að eiga er- indi inn á slíkan stað. Eg stað- næmdist rétt innan við dyrnar — það var hálfdimmt þarna inni og nokkrir karlar lágu upp við bjórstallinn og höfðu hátt. Afgreiðslumaðurinn kom auga á mig. „Hvað vilt þú hingað inn, strákur?" kallaði hann. Þegar eg sagði honum að eg þyrfti að tala við sýslumanninn, benti hann með þumalputanum á herbergið inn af og sagði: „Það er stóri karlinn." Sýslumaðurinn var að tala við einhvern náunga, svo að eg stillti mér upp að baki hans og beið þangað til hann var búinn. Þetta var einhver sá stærsti karl, sem eg hafði nokkru sinni séð. Höfuð- ið á mér náði ekki upp að skot- færabeltinu hans, og því lengur, sem eg beið, því stærri varð kökkurinn í hálsinum á mér. Eftir langa mæðu sneri hann sér að mér og sagði: „Hvað get eg gert fyrir þig, sonur?“ Eg þurfti að kyngja miklu munnvatni áður en eg gat komið upp nokkru orði, en svo sagði eg: „Eg braut lögin og pabbi sagði að eg ætti að fara og segja frá því.“ „Jæja, jæja,“ sagði hann. „Þetta þarfnast athugunar." Hann lyfti mér upp á bjórstallinn og spurði mig hvað eg hefði gert. Allir karlarnir á kránni söfnuðust nú saman í kringum okkur. Eg tók fasan-hanann upp úr pokán- um og sýndi þéim hann og ságði að eg hefði drepið hann, en ekki viljandi, heldur hefði hann lent í gildru, sem eg hefði egnt fyrir greifingja úti á sléttunni. Hann þreifaði og þuklaði allan hanann, sneri sér síðan að hinum körlun- um og sagði: „Svei mér þá, þann- ig hefur hann fengið hann. Eg hefði getað svarið, að karlinn faðir Jhan? hefði skotið hann og síðan sefit ,trákinn til þess að reyna að h.sna úr klípunni.“ Mér mislíkaði þetta stórlega og eg hrópaði svo hátt að heyrðist um alla krána: „Pabbi mundi aldrei reyna að komast úr neinni klípu á óheið- arlegan hátt.“ Allir ráku upp skellihlátur, en sýslumaðurinn klappaði á kollinn á mér og sagði: „Jæja, drengur minn, þú treystir föður þínum? Hvers vegna heldur þú að hann mundi ekki reyna að losa sig úr klípunni, ef hann sæti í henni?“ Eg sagði horium, hvað pabbi hefði sagt um fangelsiri, er væru full af fólki, sem hefði reynt að flýja frá ábyrgðinni og lögunum, og þá hló enginn. Sýslumaðurinn tróð hananum aftur í pokann og fékk mér. Hann sagði að lögin segðu, að maður mætti ekki s k j ó t a fasana, en hann myndi ekki til þess, að þar stæði nokkur hlutur um, að refsi- vert væri að fá hana í veiðigildru sem sett væri upp til að veiða greifingja, og það væri því bezt, að ég færi með hanann heim og segði mörnmu að steikja hann. Hann spurði mig síðan, hvort eg vildi fá mér hressingu og eg sagði honum þá, að mér þætti gott koníakk með sykri og heitu vatni, en það fengi eg aldrei heima, nema þegar eg væri í rúminu með kvef. Þeir hlógu mikið að þessu og einn þeirra hrópaði: „Blandaðu toddy fyrir strákinn, Tom.“ En sýslumaður- inn hristi höfuðið og sagði af- greiðslumanninum að hella rótar- bjór í glas. Eg vissi ekki hvort mamma mundi leyfa mér að drekka það, en sýslumaðurinn sagði að það væri alveg óhætt, og mér féll drykkurinn vel. Eg sló í Fanny og reið í loftinu heim og pabbi ávítaði mig ekki í það sinn, þótt hryssan svitnaði. Allir komu út að hlöðudyrunum þegar eg reið í hlað og eg sagði þeim allt, sem sýslumaðurinn hafði sagt, en eg sleppti að geta um bjórstallinn og rótar-bjórinn. Grace og Philip litu nærri því upp til mín eftir þessa sögulegu ferð, því að eg hdfði fengið að tala við „ekta“ sýslumann. En mammd tók fasan-hanann og sagði að sýslumaðurinn hlyti að vera vænzti maður og pabbi sagði, &ð hann muni heilsa upp á hann næst er hann kæmi til Logan- virkis. Eg var nærri því búinn að segja pabba, hvar bezt væri að leita að honum, en eg gætti mín á síðustu stundu. Þetta kvöld, þegar við vorum að mjólka kýrnar, sagði pabbi við mig, að eftir þessum degi skyldi eg alltaf muna. Hann sagði að það mundi vera gagnlegt fyrir mig, þegar eg væri orðinn eldri, að muna að maður greiddi ævinl. úr vandamálunum meðþvíaðhafa kjark til þess að taka djarflega i móti þeim, en hitt skapaði erfið- leika, að láta vandamálin taka hús á sér eða reyna að hlaupast í brott frá þeim. Mér þótti súkkulaði fjarska gott, en bezt þótti mér þó beiska súkkulaðið, sem mamma notaði stundum í kökur. Við höfðum aldrei fengið neitt sælgæti síðan við fluttum út á sléttuna, og kvöld eitt, er eg var að hjálpa pabba úti við, varð hugurinn fastur við dagdrauma og mig dreymdi um súkkulaðipakkana, sem höfðu komið með síðustu matvælasendingunni úr kaup- staðnum. Allt í einu datt mér nokkuð í hug: Ef eg nældi mér eina ræmu úr súkkulaðipakka, og játaði síðan brot mitt fyrir mömmu, áður en hún uppgötvaði hver hefði gert það, mundi eg sennilega ekki verða flengdur fyrir tiltækið fremur en fyrir ferðalagið til þeirra Léttfeta og Thompsons gamla. Hafði ekki pabbi einmitt sagt, að maður ætti að ganga til móts við vandamálin en ekki reyna að flýja frá þeim? Eg beið þangað til mamma fór að gefa hænsnunum, en þá sagði eg pabba að eg ætlaði heim að fá mér vatn að drekka. Eg heyrði að mamma kom inn rétt í sama bili og eg var að munda hnífinn til að skera sneið af súkkulaðistykk- inu Eg varð að lauma ræmunni undir skyrtuna mína í flýti. Áður en eg fór aftur til pabba, faldi eg feng minn úti í hlöðu. Allan þennan dag forðaðist eg að horfa framan í pabba. í hvert sinn sem hann ávarpaði mig, hrökk eg við. Hann spurði mig, hvað gengi að mér, en eg sagði að það væri ekkert sérstakt. En eg vissi að hann trúði mér ekki, því að eg var eins og opin bók í aug- um hans. En nú langaði mig ekk- ert í súkkulaði framar. Mig lang- aði bara til þess að lauma því aftur á sinn stað án þess að nokk- ur yrði var við. (Framhald). Dúnhelt léreft Lakaléreft Damask, 2 teg. Tvisttau Flónel, einl. Léreft, misl., fl. teg. ÁSBYRGI H.F. Munið ódýru Ásbyrgi h. f. (Framhald). niður kinnar henní. — Lengi voru þeir félagar á leiðinni, þótt stutt væri. Er þeir komu í Saur- bæ, stakk Ólafur skjóna inn í hesthús til hrossa. er þar voru fyrir. Síðan gekk hann á þingið. Er hann hafði lokið erindum sín- um þar, tók hann skjóna og steig á bak. En þá gerðist undrið mikla. Hjörtur var orðinn að umskipt- ingi. Ólafur var varla kominn í hnakkinn, er skjóni tók sprettinn, og þaut sem fugl flygi ofan göt- una frá Saurbæ og niður á þjóð- veginn. Þar beygði hann heim á leið og hélt sömu rokunni, og fór nú alltaf á fínustu bg fegurstu vekurð. Skjóni hélt sprettinum látlaust eftir veginum, þar til hann kom á hlaðið í Hleiðargarði, en um það lá hann á þeim árum, Dálítil hæð er norðan við túnið, og vildi svo til, að móðir min var úti stödd, er þeim félögum skaut upp á hæð- ina. Þekkti hún þegar hverjir þar voru á ferð, en ekki ætlaði hún að trúa sínum eigi naugum. — Er á hlaðið kom stanzaði skjóni. Sté Ólafur af baki, og gekk til dóttur sinnar, heilsaði henni og sagði: „Nú skal eg hafa hestakaupin, dóttir góð.“ Móðir mín svaraði brosandi: „Nei, pabbi minn. Eg held að bezt sé, að hvort okkar eigi sitt.“ „Þá skal svo vera,“ sagði Ólafur, „og njóttu vel og lengi.“ Eftir þetta varð Hjörtur ágætis Varð hann kunnur um allan Eyjafjörð og víðar. Margir ágirnt- ust hann, og sýslumenn, faktorar, prestar og aðrir „heldri menn“ sóttust eftir honum og buðu fyrir hann mikið fé, en móðir mín gaf hann aldrei falan, þótt sjóðirnir væru oft gildir og girnilegir, er hampað var frammi fyrir henni. — Margir hagyrðingar sveitar- innar kváðu um skjóna. Sumt af því er nú gleymt, annað lifir enn á vörum eldra fólksins í firðinum, en verður ekki hér til tínt. — Ólafur afi minn, móðir mín og Jón Ólafsson bróðir hennar, riðu einn sunnudag til Miklagarðs- kirkju. Átti Jón reiðhest, gráan að lit, sem hann kallaði Fálka, og reið honum nú. Um þá ferð var þetta kveðið: Leit eg hvar um ljónamarinn þeytti, á Snarfara Ólafur. Allra var hann fimastur. Hans við síðu hægri prýði meður. Reiðar fríðan fjörgar són, Fálka sínum renndi Jón. Jafnffamt þeim á jórageim Sigríður, stjörnu rýnar ströndin björt, stýrði sínum góða Hjört. Velti maður fyrir sér atburði þeim, sem hér hefur frá sagt, verður ekki hjá því komizt, að sú spurning kafi upp í huga manns: Hvað gerðist í hesthúsinu í Saurbæ? Hvernig mátti það verða, að skjóni varð þessi um— (Framhald).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.