Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 9. mai 1951 Góður drengur genginn Kristján Pétursson, Húsavík Dagskrármál landbúnaðarins: Ný efni til ryðvarna á búvélum Hinn 13. apríl sl. ýtti hér sjó- maður úr vör, vatt upp segl og sigldi út á hafið ókunna. í dag er hér til moldar borinn í Húsavík Kristján Pétursson fyrr- um sjómaður. í dag fylgja Húsvíkingar einum mætasta samfylgdarmanni sínum síðasta áfangann, frá heimili hans Sæbergi, að gröfinni. Við fráfall Kristjáns er Húsa- vík einum góðum dreng fátæk- ari. Kristján fæddist á Núpum í Aðaldal 9. ágúst 1891. Foreldrar hans voru þau hjónin Helga Sig- urjónsdóttir og Pétur Stefánsson, sem þá bjuggu þar. Kristján ólst upp í foreldrahúsum til tvítugs- aldurs. Snemma varð hann að vinna hörðum höndum, því að systkinahópurinn var stór, en efnin lítil. Vinnan var hans skóli í lifinu, eins og flestra er til- heyrðu þeirri kynslóð, sem nú er að renna sitt jarðneska skeið á enda og kveður óðum. Kristján hlaut í þeim skóla viðurkenningu og hæstu einkunn. Við vinnuna þroskuðust strax og komu í.ljós, og að notum, hinir mörgu og góðu meðfæddu eigin- leikar hans, glaðlyndi, dugnaður, trúmennska og drengskapur. — Þetta voru svo sterkir þættir í lífi Ki'istjáns, að í hvert sinn sem við heyrðum góðs manns getið, þá minnumst við hans. Fyrir slíka menn er gamán að hafa lifað og fyrir slíka menn er gott að deyja. Minningin um mannkosta- manninn verður alltaf björt og fögur og bendir til betra lífs. Árið 1903 fluttist Kristján með foreldrum sínum hingað til Húsa- víkur, þá 12 ára gamall. Gerðist hann þá sjómaður og stundaði þá atvinnu fram á efri ár, bæði sem háseti eða landformáður. Síðustu árin var hann verkstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga við fisk- móttöku og fiskverkun. Ái'ið 1911 giftist Kristján eftir- lifandi konu sinni, Jóhönnu Númadóttur. Var sambúð þeirra öll á þann veg, að til fyrirmyndar Blöð. kommúnista og Alþýðu- flokksins klifa sífellt á því, að núverandi ríkisstjórn hafi skert kjör verkamanna. Á þeim grund- velli hefja þeir nú sín pólitísku verkföll, sem aldrei hafa verið rökstudd sem raunveruleg kjara- bót fyrir verkamenn. Þeir, sem vilja skilja, vita að full vísitala á laun hækkar ekki aðeins laun verkamanna, heldur einnig for- stjóra, skrifstofustjóra og hvað þeir nú allir heita. En vegna þess, að vísitala er greidd samkvæmt prósentum, verður hækkun á launum burgeisanna miklu meiri en verkamanna. Kommúnistar og kratar halda því fi'am, að skei'ðing kjaranna stafi einvöi'ðungu af gengisfell- ingunni. Þess vegna þui'fi nú ekki annað en að hækka krónuna á. ný til að lagfæra allt saman. Fróðlegt væri að athuga gengi undii'stöðuatvinnuveganna, ef slíkt væri gert. Ætli þau yrðu ekki færri skipin, sem gengju á veiðar eftir slíkar í'áðstafanir? vai'. Má segja að hjónaband þeirra hafi verið, frá fyi'sta til síðasta dags, eitt ástríkt tilhuga- líf. Blásnauð af veraldarauði, en rík af starfsþrótti og sjálfsbjarg- arvilja, stofnuðu þau sitt eigið heimili. Samhuga og samhent tóku ungu hjónin á öllum erfið- leikum, sem allsleysið hleður á veg þeiri-a, sem fara lítt búnir út í lífið. Og eftir tuttugu ára sam- búð höfðu þau sigrast á fátækt- inni, byggt sér húsið Sæberg, tryggt sér framtíðoröryggi, en þá með vinnulúnar hendui’. Það var fagurt fordæmi, sem þessi hjón gáfu samtíð sinni, og mætti það vera íhugunai'efni öll- um Húsvíkingum. Tvisvar í sambúð þeii’ra, Jó- hönnu og Kristjáns, varð gleðin að víkja fyrir sorginni. Þau horfðu á báðar rósirnar sínar fölna, og það á miðju vori. Tvær dætur þeii-ra, Rósa og Aðalbjörg, dóu á æskuskeiði. Eftir lifa þrír synir, Helgi, sjómaður í Húsavík, Númi, ski'ifstofurriaðui' í Reykja- vík og Stefán Pétur, íþrótta- kennari í Reykjavík. Kristján Pétursson var fæddur á bökkum Laxár Hún söng í eyru hans vögguljóðin og æsku- söngvana, hún vakti hjá þeim glaðlynda ungling sönghneigð og ást á ljóði og lagi, sem vai-aði líf hans út. Aldan, sem vaggaði bátnum hans svo l»ngi og bar æf- inlega heim til brúður og bai-na, syngui' nú g'rafarljóðin hans sunn an við kii'kjugai’ðinn. Með lífi sínu hér á jörðu, byggði þessi sjómaður sér vita, sem vísaði honum farsæla leið inn á hina tryggu höfn eilífðarinnar. Við þökkum þér. Kristjén, fyr- ir ógleymanlega samfylgd og samveru, og óskum þér til ham- ingju með heimkomuna. Og þeg- ar hinn gróandi vox'blær leikur um blómin á leiðinu þínu, þá flytur hann þér kveðju fi'á ást- mey þinni og böi’r.um. Vei-tu sæll, ágæti maður. Eðlilega hefði gengislækkunin haft verulegar kjacaskerðingar í för með sér, ef engar kauphækk- anir hefðu orðið. Síðan nýr vei'ð- lagsgrundvöllur var fundinn með löggjöfinni um gengisski'áningu, launabreytingar, stóreignaskatt o. fl. hefur vísitalan hækkað úr 100 upp í 135. Á sama tíma hefur kaup hækkað þannig, að það er nú greitt miðað við það, að vísi- talan væri 123. Mismunui'inn er 12. Það er því ljóst, að laun hafa hækkað í krónum um 23%, síðan krónan var lækkuð. En sam- kvæmt útreikningum, sem gerðir voru af Gylfa Þ. Gíslasyni og fleiri hagfróðum mönnum, gerir þessi kauphækkun talsvert ineira en að vega ’á móti þeim vei'ð- hækkunum, er gengislækkunin ein hefur haft í för með sér. Launþegar hafa fengið gengis- lækkunina meira en bætta að fullu. Konunúnistar valda erlendum verðhækkunum. Kommúnistaar hafa á undan- förnum árum afmáð nokkrar sjálfstæðar þjóðir. Þeir stóðu fyrir hinni hættulegu Berlínar- deilu, sem e. t. v. hefði getað valdið stríði. Síðar hófu þeir inn- í'ás í S.-Kói-eu og bei'jast nú við samtök Sameinuðu þjóðanna þar. Þeir hafa stillt svo hei-jum sínum í Evrópu, að hernaðai-fræðingar telja styi'jöld geta brotizt út þá og þegar. Þessar ofbeldisaðgerðir kommúnista hafa neytt hinar frjálsu lýðræðisþjóðir til þess að auka vígbúnað sinn. En það hef- ur stórhækkað vei'ðlag allra lífs- nauðsynja. Þetta bitnar nú á okkur íslendingum. Vei'kamenn og aðrir launamenn geta skrifað þessi 12% á í'eikning kommún- ista. Verðlag útflutningsvara. Ef tilsvarandi verðhækkun hefði orðið á útflutningsvörum okkar og innflutningsvörum, hefði mátt draga verulega eða alveg úr kjai-askerðingum, því að betri afkoma útflutningsfi'am- leiðslunnar hefði þá gert launa- hækkanir mögulegar. Slíku er því miður ekki til að dreifa. Flestar útflutningsvörur hafa lít- ið eða ekkert hækkað í verði. Almennar kauphækkanir ekki raunveruleg kjarabót. Það hefur áður verið rökstutt hér í blaðinu, að almennar kaup- hækkanir myndu aðeins auka launin á pappíinum. Krónurnar, sem verkamenn og aðrir laun- þegar bæru úr býtum, yrðu að vísu fleiri. En þá yrði jafnframt að fjölga krónunum, sem fást fyrir útflutningsvöruinar, ef at- vinnuvegirnir ættu ekki að stöðv- ast og jafnframt yrði að veita þeim atvinnugreinum, sem fram- leiða fyrir innlendan markað, hliðstæðar hækkanir. Utkoman yrði einvöi'ðungu aukin verð- bólga og fjárhagslegur glund- roði. — Sú stefna verður aldrei til blessunar fyrir land og lýð að ætla að mæta ei'lendum verð- hækkunum á nauðsynjavörum með hæri'a kaupgjaldi. Það er einungis um kjarabót að í’æða, ef útflutningsvörurnar hækka mei í'a í verði en innflutningur. Þetta eru einföld sannindi. Aukin afköst og framleiðsla hin eina sanna kjarabót. Eins og áður er sagt, er það kjarabót fyrir okkur, ef útflutn- ingsvörur okkar hækka á ei-lend- um mai-kaði. En við höfum engin ráð yfir þeim mörkuðum. Þess vegna höfum við slíkt ekki að neinu leyti í hendi okkar. Hitt er okkur sjálfrátt að auka afköstin og fi'amleiðsluna. Gi'annþjóðirn- ar, sem bai'izt hafa í bökkum eftir hörmungar styrjaldarinnar, skilja og notfæra sér þessa staðreynd. Þess vegna eru þær nú að rétta úr kútnum sem óðast. En komm- únistar og dindillinn þeii'ra, Al- þýðuflokkurinn, benda aðeins á krónufjölgunarleiðina. Þeir hafa ekkert séð og ekkert lært sein- ustu ái'in. Kommúnistar vita, að sú stefna er vísasti vegurinn til þeirrar upplausnar og öngþveitis, sem þeir telja vænlegast til fram- gangs fyrir stefnu sinni. Ryðið er tvímælalaust versti óvinur búvélanna. Hið árlega tjón af völdum ryðs skiptir milljónum. Búvélar vei'ða að vera úti nokkui'n hluta áx-sins vegna notkunar, þótt annan tíma ái's megi hafa þær inni. ef geymsla er fyrir hendi. Oft eru búvélar úti allt árið, ýmist vegna vöntunar á húsplássi eða af öðrum ástæðum. Jafnvel þótt vélar iéu inni ryðga þær meira og minna í öllum venjulegum, köldum geymslum. Yms í’áð eru þekkt, til að di'aga úr í'yðmyndun á búvélum. — í síðustu heimsstyrjöld var í'áðandi mönnum í styrjaldarmálum þetta fyllilega ljóst og var miklu fé varið til að í-annsaka, hvað hægt væri að gera til að draga úr áhrifum ryðmyndunar, sem talin var höfuðóvinur allra véla úr járni og stáli. Hernaðarvélar ui'ðu yfirleitt að vera úti árið um kring og því einlægt í’yðmyndun ofurseldar. Margar tilraunir voru gerðar með ryðvarnarmeð- öl og má telja að árangur hafi orðið mikill. í Ameríku og Eng- landi hafa hin nýju í’yðvarnar- meðöl þegar náð verulegri út- breiðslu og er það yfii’leitt skoð- un manna, sem notað hafa þessi lyf, að ending vélanna verði margföld og viðhald einnig mikið minna. Prófessor R. I. Sháwl við Uni- versity of Illinois í Ameríku hef- ur um nokkur ár í’eynt mikið af þessum ryðvai’narmeðulum og er það álit hans að mörg þeii’ra séu mjög hentug fyx’ir búvélar. * Orsakir ryðmyndunar. Til þess að járn og stál í’yðgi, þai-f vatn, loftraka eða sýru í þurru lofti er engin í-yðmyndun og heldur ekki í vatni, sem er laust við all- ar sýrur. Á verkfærum úr járni og stáli eru oft smá leifar af brenndu járni, sem myndast við logsuðu eða mikinn hita. Þótt málið sé yfir kemst fljótlega í’aki að þessum leifum og mynd- ast þá ryð, en ryð er efnafi'æði- lega séð (Fe(OH) ) ferrilutur — brúnleitt duft. Alþekkt er, að saltvatn orsakar meiri í-yðmynd- un en t. d. rigningavatn. Eru það hin uppleystu sölt í sjónum sem valda þessu. — Ef loftraki er minni en 50—60%, er talið að ryðmyndun sé mjög lítil, en hins vegar eru það tiltölulega fáir dagar úr ái’inu. sem hafa minni raka en 50%. Sé loftrakinn yfir 50—60% er talið að í’yðmyndun g.eti átt sér stað, þótt ekki sé um úi'komu að i-æða (raki 100%). Að veti’i til og köldum og úr- komusömum sumrum er lofti-ak- inn oft 80—90%, bæði úti og inni, í óupphituðum verkfærageymsl- um. Búvélar i’yðga því í öllum venjulegum verkfæi’ageymslum ef þau eru ói’yðvai’in, og hafa því kaldar geymslur mjög takmark- aða þýðingu hvað í’yðmynflun snertir. Málning. Allar nýjar vélar eru málaðar strax og smíði þeirra er lokið. Á löngum flutningum skrapast málningin af hér og þar, svo að járnið er óvai'ið eftir. Vél- ai'nar eru meii’a og minna skell- óttar, þegar kaupandinn fær þær heim til sín. Er því venjulega þöi’f á því að bursta með stál- bursta skellurnar og mála með blýmenju, sem reynist einna bezt af þessum venjulegu máln- ingaefnum. En þrátt fyi’ir máln- ingu þessa, kemur ryðmyndun fyrr eða síðar l’ram, ef ekkert annað er notað til ryðvai’nar. Eitt þeiri-a x-yðvarnarefna, sem fi-am kom í Englandi á stríðsár- unum heitir „Jenolite“ og hefur reynzt mjög vel og notkun þess hefur stór aukizt eftir stríðið. — Það stöðvar ryðmyndun, eyðir ryði og myndar lag, sem mála má yíir án frekari hreinsunar. Jeno- lite má því nota til að hreinsa ryð af vélum undir málningu eða lökk. ★ í Svíþjóð hefui' verið notað efni, sem kallast „Dinitroplasta", framleitt af AB Tikamin, Eslöv, til að smyrja með fægða fleti, svo sem plógskera, diskaherfi o. fl. verkfæri og einnig verkfærahluta, þar sem málning er farin að detta af. Þá hafa olíufélögin í nágranna- löndum okkar á boðstólum ýms- ar ryðvarnarolíur, sem einnig hafa reynzt vel. Er bæði hægt að sprauta þeim með málninga- sprautum eða vökvasprautum og bera þær á með pensli. — Eg hef ekki oi'ðið var við að olíufélögin hér á landi hafi auglýst þessar ryðvai'narolíur né haft þær til sölu á sínum sölustöðum. Þó munu þau hafa flutt eitthvað lít— illega inn til eigin nota ásamt ryðvarnarefnum líkt Jenolite. — Má þetta furðu gegna, því að undanfarin ár hafa margar teg- undir af í-yðvai'narolíum verið á heimsmai'kaðinum. Olíuhring- arnir Shell, Esso og Vacuum Oil Company a. m. k. hafa hvei't um sig fleiri tegundir af í'yðvamar- olíum, sem seldar eru erlendis ásamt öði'um olíum. ★ Hvernig væri nú að einhverjir innflytjendur verðu nokkrum gjaldeyri í innflutning á ryð- vax-nai'efnum eins og Jenolite, Dinitroplasta eða öðrum hlið- stæðum efnuin og beztu tegund- um af ryðvarnarolíum einhverra olíufélaganna? — Það er engum blöðum um það að fletta að milljónir króna eyðast árlega af völdum i-yðs af veiðmætum bú- véla landsmanna. Auk alli-a bú- véla úr járni og stáli eru svo t. d. bifreiðar, sem ryðga mjög fljótt, þar sem megin hluti þeiri-a vei’ð- ur að sæta sömu meðferð og bú- vélai'. Mér dettur í hug, hvort ekki væi'i hægt að koma því svo.fyrir á stöðum, þar sem bifreiðar eru smui’ðar, að bifreiðaeigandi gæti einnig fengið bifreið sína spraut- aða með í’yðvarnarefnum eða olíum, eins og t d. hjólhlx’far, undii’vagninn, fjaði’ir, öxla og aðra hluta, er mest er hætta á að ryðgi. — Við höfum áreiðanlega ekki efni á því að sniðganga þessi ryðvamarefni, hvorki búvélacig- endur né bifreiðneigendur eða aðrir, er eiga tæki og vélar, sem ryð sækir á og eru ýmist geymd úti- eða þá í köldum geymslum. E. t. v. er hægt með þessum ryð- varnarefnum að smyrja eða spx-auta t. d. múgvél eða bifreið fyrir ca. 20—30 kr. og þessi tæki væru jjá algerlega einangruð eða svo til gegri ryði, hvoi’t sem þau væru inni eða úti. Eg hef ekki neinar upplýsingar um verð á þessum efnum, en hitt er víst, að dýr mega þau vera, svo að ekki svari kostnaði að nota þau, ef áhrif þeiri’a eru eins mikil og af er látið, því að hér er um að ræða milljónix’ króna í verðmæt- um, sem hægt væri að foi’ða frá eyðileggingu. Það ætti að vera skylda, að olíufélögin hafi ryð- varnarolíur, þar sem þau selja benzín og smurolíur, ef þau hafa einkaframleiðslu á þessum olíum. Þá þai-f jafnframt að kenna mönn um að nota þessi efni og hag- kvæmar aðferðir við notkun þeirra. — A. J. Helgi Kristjánsson. ERLENT VERÐLAG OG KJÖR ÍSLENDINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.