Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 9. maí 1951 Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody ^s^s=<s»ís^s^s 13. DAGUR. (Framhald). Eg huggaði sjálfan mig með því, að eg hefði í rauninni ekki stolið heilli ræmu af súkkulaði- stykkinu, því að ef mamma hefði ékki komið inn í þeim svifum, hefði eg bara tekið svolítið brot. Og ef eg setti ræmuna aftur á sama stað, hefði eg í rauninni ekkert rangt aðhafst. Þar næst datt mér í hug, að ef eg fengi mér hníf, og skæri þunna sneið af ræmunni, og setti afganginn á sinn stað, mundi mamma líklega ekki taka eftir því. Tunglið óð í skýjum þetta kvöld, og þegar eg gægðist út undan gluggatjöldunum sá eg að pabbi hafði slökkt á lampanum. En snaraði mér í samfestinginn mirin utan yfir náttfötin og læddist út í húsagarðinn. Eg náði í öxina úr eldiviðarskúrnum. Hún var vel brýnd og mér virtist augljóst, að það mætti ná með henni ræmu af súkkulaðinu án þess að nokkurt fa’- sæist. Það var þreifandi myrkur í skemmunni, en úti var tungl- bjart, .svo að lesa mátti á bók. Eg fann. súkkulaðiræmuna og lagði hana á eldiviðarstallinn og var að hefja öxina upp til þess að höggva, er pabbi stóð yfir mér og sagði: „Strákur!" Eg varð orðlaus, en eg greip súkkulaðiræmuna og tróð henni inn á'mig. Pabbi greip mig upp á öxlunum og hélt þannig á mér yfir að eldiviðarhlaðanum. Eg hefði aldrei getað ímyndað mér að nokkur maður gæti flengt svona harkalega eins og hann gerði í þetta sinn og notaði til þess spýtu úr hlaðanum. Mér fannst vera að kvikna í endanum á mér við hvert högg. En samt ~voru það orðin, sem hann sagði, sem særðu mig meira en höggin: „Sonur! Eg veit betur en þú heldur, að þú hefur hjálpað vel til vinna fyrir fjölskyldunni, og ef þú hefðir beðið mig eða mömmu, mundum við hafa gefið þér súkkulaðið orðalaust. En nú, ef þú vilt heldur fá aurana þína sjálfur til þess að kaupa það, sem þú girnist, þá er það í lagi af okkar hálfu.“ Aldrei fyrr hafði eg vitað hve mjög mig langaði til að leggja mína aura með aurum pabba til þess að halda uppi heimilinu. Alla tíð síðan eg kom heim með fyrstu 25 centin, sem eg fékk í kaup hjá frú Corcoran, hafði mér fundist að eg ætti eitthvað í öll- um þeim nýju hlutum, sem bú- >j - -. ■» ■ • - • inu og heimilinu bættist. Mér fannst við í félagi vera að starfa að því að verða sjálfstæðir og eg væri að verða fullorðinn, eri lík- lega hef eg samt bara verið barn, því að eg gróf andlitið í fötum pabba og grátbað hann að lofa mínum aurum að vera með hans. Pabbi virtist eiga erfitt um mál, en loks sagði hann, að hann kærði sig ekkert um að hafa brögðóttan og óáreiðanlegan fé- laga í búskapnum, en ef eg vildi vera hreinskilinn og heiðarlegur, þá þekkti hann engan mann, sem hann heldur vildi hafa sem félaga en mig. Eg gat ekki að því gért, að grát setti að mér aftur og það var ekki af því að mig verkjaði svo mjög í endann, heldur bara af því að mér þótti svo vænt um hann. Eg lofaði honum þVí að fara aldrei á bak við hann aftur. Við gengum hlið við hlið heim að húsinu. Við skemmudyrnar tók hann í hönd mína og sagði: „Góða nótt, félagi!“ Þegar eg sofnaði fann eg enn til þess með gleði að mig verkj- aði í höndina, þar sem hann hafði þrýst hana. (Farmhald). TANNKREM TVÆR TEGUNDIR Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvórucleildin og útibú. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glödclu mig með gjöjum, heillaskeytum og lieimsóknum i tilefni af 50 ára afmceli mínu. Snorri Hannesson, Hleiðargarði. UPPBOÐ verður haldið að Syðri-Bægisá 25. maí n. k. Selt verður: Ýmis jarðabótaáhöld, heyyinnu- vélar. Enn fremur ýmislegt af þörfum hlut- um bæði utan liúss og innan. — Uppboðið Jiefst kl. 11 f. h. Snorri Þórðarson. i. SÖLUSKATTUR Þ>eir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt tímabilsins 1. janúar til 31. marz 1951, á- minnast, að hafa lokið greiðslu fyrir 15. þ. m., svo eigi þurfi að koma til lokunar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 7. maí 1951. 1 Kjöt- og nýlenduvörubúð opnum vér í Ránargötu 10 á morgun (fimmtudag) Áherzla lögð á að hafa þar jafnan á boðstólum allar þær kjöttegundir, sem kjötbúðin selur. Oddeyringar! Lítið inn í nýju búðina á Ránargötu 10 og beinið við- skiptum yðar þangað. Kaupfélag Eyfirðinga »<HS<H5<HS<HS<HS<BS<HS<HSiS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HÍ<HS<HSÍHS<HS<HSÍHS<HS<H3i' Pantið í tírna í hátíðamatinn! Kjötbúð og útibúið, Ránargötu 10. CHS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<(KHStt<HS<HS) Þættir eftir Hannes frá Hleiðargarði (Niðurlag). skiptingur? Fólk á þeim tíma ræddi mikið um þetta. Hesta- mennimir veltu vöngum og lögðu höfuð sitt í bleyti, en gátu ekki leyst gátuna. Eg held nú samt, að gátan sé auðráðin, að minnsta kosti trúi eg því, að þarna hafi tár og bænir móður minnar verið að verki. Eins og ætla má um hest eins og Hjörtur var, komst hann í mörg ævintýri um dagana. — Langar mig til að segja frá einu þeirra, áður en eg lýk máli mínu. Það var eitt sinn að sumri til, að foreldrar mínir voru stödd í Akureyrarkaupstað og voru að búast til heimferðar. Var þetta í, Innbænum hjá húsum gömlu verzlananna þar. Margt fólk var þarna og fjöldi hrossa. Stórt og mikið herskip lá á Pollinum, og sáu þau að bátur kom frá því og lagðist við bryggju. Maður steig úr bátnum upp á bryggjuna og gekk upp til fólksins og hross- anna. Var hann í glæstum ein- kennisbúningi og allur gulli drif- inn. Gekk hann á milli hrossanna og athugaði þau. Allt í einu kom hann auga á Hjört, sem faðir minn ætlaði að fara að leggja á söðul móður minnar. Skoðaði hann skjóna í krók og kring, og tók svo að buldra eitthvað, sem þau skildu ekki. Þó þóttust þau skilja það, að hann vildi fá að koma á bak honum. Ekki vildi móðir mín það, og sagði að slys gæti af hlotist. — Allt í einu, og áður en þau gátu hindrað það, smeygði sá útlendi beizlinu upp á háls skjóna og snaraði sér á bak. Um leið tók skjóni sprettinn og fór með ofsahraða upp Búðargil- ið. Sáu foreldrar mínir að fljótt sleppti sá útlendi taumhaldinu og hélt sér með báðum höndum í faxið. Ofarlega í Gilinu lá snið gata út og upp að Eyrarlandi. Á þessa götu sveigði skjóni og létti ekki fyrr en hann kom þar á hlaðið. Að undanförnu hafði rignt mikið og hafði af þeim sökum safnast stór forartjörn á hlaðið. Skjóni snarstanzaði við pollinn, og það svo hastarlega, að útlend ingurinn tókst á loft, missti tökin og hlammaðist niður í forarvilp una. Var búningur hans ékki sem glæsilegastur, er hann brölti á fætur. — Nú víkur sögunni til foreldra minna. Er þau sáu hvar komið var, bað móðir mín föður minn að ríða á eftir þeim skjóna og sjá hver leikslok yrðu. Tók faðir minn reiðhest sinn og reið sem mest hann mátti á eftir þeim. Var það jafnsnemma að hann kom upp á brekkubrúnina, að útlendingurinn mætti honum og teymdi þá skjóna. Fékk hann föður mínum tauminn, fór ofan í vas'a sinn og rétti honum eitthvað af peningum. Klappaði svo makkann á skjóna, bar hendina upp að húfunni í kveðju skyni og skálmaði niður í bæinn. — Sögðu þeir er sáu til ferða hans, að ekki hefði hann verið rishár er hann gekk um bæinn og fram á bryggj una, þar sem báturinn beið hans. Munu honum ekki hafa þótt sínar farir sléttar. (Þáttur þessi átti að birtast í „Horfnir góðhestar“, en fyrir sér stök atvik varð ekki af því). f---- Mjaðmabelti Ný sending í miklu úrvali stærðir 60—96 AMARO-búðin Dömusokkar Nylon og Silki Verð frákr. 21.85 Kjólaeiiii. Sloppefni Léreftin í úrvali Alltaf eitthvað nýtt! AMARO-búðin SPORT-skyrtur (Jersey) fyrir dömur og herra AMARO-búðin V innusky rtu-ef ni köflótt, margar gerðir Kr. 10.20 m AMARO-búðin Bömubomsur með rennilás Hvergi lægra verð kr. 70.45 " AMARO-búðin Rennilásar 50, 55 og 60 cm frá kr. 8.75 AMARO-búðin Ganga-dreglar 70, 80 og 90 cm frá kr. 38.00 pr. m AMARO-búðin Jeppi vel yfirbyggður er til sölu strax. — Tilboðum, merkt Jeppi, sé skilað fyrir n. k. sunnudag á afgr. Dags, sem gefur nánari upplýsingar. Herbergi til leigu fyrir reglusaman mann. Aðgangur að baði. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.