Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. maí 1951 DAGUR 5 GEIRÞORMAR Minningarorð flutt í Gagnfræðaskóla Akureyrar 4. maí 1951 ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN ÁBÚENDUR NAUSTA hafa óskað eftir að Þórunnarstræti verði framlengt til suðurs fyrir austan býlin og bjóðast til að girða veginn af að kostnaðarlausu fyrir bæinn. Bæjarráð hefur lagt til að þetta verði gert. — Bærinn hefur hafnað forkaupsrétti sínum að býlinu Melbrekku í Glerárþorpi. Kaupandi er Ásgeir Halldórsson verzlun- armaður. — Bæjarráð hefur samþykkt að leita eftir því við ríkis- stjórnina að bærinn fái jörðina Ytra-Krossanes keypta með viðun- andi verði. ------o----- STARFSMANNAFÉLAG BÆJARINS hefur sótt um að bæjar- skrifstofur verði framvegis lokaðar laugardaginn fyrir páska eins og aðrar opinberar stofnanir og hefur bæjaráð samþykkt að svo skuli vera framvegis. — Samþykkt hefur verið að koma upp varan- legri girðingu umhverfis Kvennaskólann — ef fjárfestingarleyfi fæst. ------o----- Á FUNDI BYGGINGANEFNDAR bæjarins 4. þ. m. gerðist þetta m. a.: Hafnað var beiðni Sigurðar Jónssonar, Skólastíg 11, um að fá að byggja verzlunarskúr á lóðinni Ilafnarstræti 92, norðan við vænt- anlegan Morgunblaðsskúr. — Snorri Kristjánsson sækir um leyfi til að byggja eina hæð ofan á brauðgerðarhúsið Strandgötu 37. Sam- kvæmt teikningu er ætlunin að þarna komi 4 hæða hús, en áður hefur eigi verið ráðgert að byggja svo há hús við Strandgötu og var málinu vísað til skipulagsnefndar ríkisins, en nefndin samþykkir bygginguna fyrir sitt leyti. — Veitt var leyfi að Vegagerð ríkisins hefji byggingu á lóð sinni við Hjalteyrargötu. — Frestað var að taka ákvörðun um framlagða teikningu af fyrirhuguðu æskulýðsheimili templara á lóð templara við Hólabraut og Gránufélagsgötu — leitað verður umsagnar skipulagsnefndar ríkisins um teikninguna. — Kristján Kristjánsson forstjóri hefur leitað umsagnar bygginga- nefndar um opna byggð á reitnunum milli Hólabrautar og Geisla- götu, þannig, að væntanlegt hús templara og hús, er Kristján hyggst reisa, verði 3,15 m. frá lóðamörkum. Húsdýpt hugsav Kristján sér 12 m., en framhlið 21 m. á breidd og húsið allt 5 hæðir. — Nefndin samþykkti að leyfa bygginguna að tilskildu samþykki skipulags- nefndar. , ------o..... ...... HEILBRIGÐISNEFND hefur falið heilbrigðisfulltrúa að sjá um að fiskur verði ekki seldur á torgum bæjarins nema upp úr hæfileg- um kössum. — Skortur er á rottueitri og er reynt að útvega það frá tilraunastöð Háskólans að Keldum. ------o..... ....... FIMM STARFSMENN bæjarins hafa sótt um lán úr eftirlauna- sjóði bæjarstarfsmanna, til húsbygginga, upphæðir frá 30—100 þús. kr. Stjórn sjóðsins ákvað á fundi 4. þ. m. að mæla með Íánveitingu til 3ja manna, 30—50 þús. kr. hvert lán. Hámark lánveitinga rneð venjulegum kjörum er 75 þús., en unnt er að veita 25 þús. kr. við- bótarlán með sérstökum kjörum. Heildarupphæð láns má ekki fara fram úr 60% af kostnaðarverði. ------o----- SKÝRT VAR FRÁ ÞVÍ á fundi Fræðsluráðs nú nýlega, að Snorri Sigfússon námsstjóri, fyrrv. skólastjóri Barnaskólans, væri langt kominn að skrifa sögu skólans, en skólinn á 80 ára afmæli um þess- ar mundir. „Glaðr ok reifr skyldi gumna hverr unz sinn bíðr bana.“ Þessar braglínur úr hinum fornu spekimálum okkar íslend- inga, Hávamálum, koma mér í hug, er eg minnist vinar míns og samstarfsmanns um rúman hálf- an annan áratug, Geirs Þormars, kennara og útskurðarmeistara. — Þessi oi'ð Hávamála hefðu vel getað verið einkunnarorð hans í lífinu. Hann var glaður og reifur, er eg sá hann í fyrsta skipti. Hann var glaður og reifur, er hann gekk í kennslustundir með nemendum og glaður og reifur, er hann kom þaðan aftur. Hann var glaður og reifur að hvaða starfi, sem hann gekk og hvar sem hann var að bitta. Og aldrei man eg hann reifari né glaðari en þegar hann fór í ferðalög með nemendum að gagnfræðaprófi loknu. Heilbrigð gleði var gjöfin, sem hann veitti samferðamönnum sínum, hvort sem var á ferðalagi með nemendum og kennurum, eða á kennarastofunni, í kennslu- stund eða á heimili sínu. Lífs- gleði hans var lífsgleði hins and- lega heilbrigða manns, er gladd- ist yfir öllu því, sem gott var og fagurt, en vildi útrýma öllu hinu óhreina, er sýkir sálir manna. Allt klúrt hjal og klúrar bók- menntir var hónum andstyggð. Á illmæli hlustaði hann ekki. Öf- und var honum svo fjarlæg, að hann skildi hana ekki. Hvernig sem veðri var háttað, þá var sem Geir Þormar hefði jafnan birgðir af sólskini með sér, sem hann gat miðlað samferðamönnunum. Þegar Geir Þormar hringdi til mín fyrir nokkrum vikum og sagðist vera orðinn svo slæmur í bakinu, að hann þyrfti að fara í nudd og myndi ekki geta komið í skólann í 2—3 daga, þá var hann glaður og reifur að venju, og þegar eg hitti hann svo að fáum dögum liðnum liggjandi í rúmi sínu, máttlausan að mestu upp- í mitti, þá var honum ekki að neinu brugðið. Hann var jafn glaður og reifur og væri hann heill heilsu á kennarastofu G. A. og gerði sem minnst úr sjúkdómi sínum. Og þegar eg nokkrum stundum síðar hitti hann á Sjúkrahúsi Akureyrar og ákveð- ið var, að hann færi samdægurs með flugvél til Rvíkur, þá sagðist hann koma bráðlega aftur norð- ur og ekkert væri að óttast. Eg hitti hann á Landakotsspítala viku áður en hann dó. Þá var hann með miklum hita og alger- lega máttlaus upp í mitti. En sól- skinið, sem jafnan fylgdi hon- um, geislaði úr svip hans, og hann beitti allri orku sinni til þess að vera glaður og reifur þær mínút- ur, er eg sat hjá honum. Hann bað mig fyrir kveðju norður til vina sinna, kennaranna við G. A., og bað mig að láta þá vita, að hann brygði sér ekkert. „Og það verður ekki langt þangað til að eg kem norður,“ mælti hann. Og það var meiri birta í huga mín- um, þegar eg gekk út úr stofunni frá honum, en þegar eg kom þangað inn. Og von mín vaknaði að þetta karlmenni, sem lá þarna á Landakotsspítala með hinn óvenjulega mikla lífsþrótt myndi ef til vill sigrast á vágest- inum, er hann háði baráttu við. En þetta ui'ðu okkar seinustu samfundir. Mér kemur í hug sveitungi Þormars, alinn upp á næsta bæ við hann, að vísu um 950 árum eldri en hann. Helgi hét hann, Droplaugarson. Þegar hann háði sína seinustu orustu og var særð- ur svöðusári og sýnilegt var, að dagar hans vaéru taldir, þá hafði hann gamanyrði á vörum. Geir Þormar var að þessu leyti líkt farið og þessum sveitunga sínum. Hann brá sér hvorki við sár né bana. Hann var geiglaust karl- menni til hinztu stundar. Hann var drengur hinn bezti í hinni fornu merkingu þess orðs. —o—- Geir Guttormssson Þormar fæddist í Geitagerði í Fljótsdal, 23. ágúst 1897. Foreldrar hans voru Guttormur Vigfússon bónda þar, alþm. um allmörg ár, um- boðsmaður Skriðuklaustursj arða o. fl., vinsæll sæmdarmaður, og kona hans Sigríður Sigmunds- dóttir, myndarkona hin mesta. Þarna ólst Geir Þormai' upp ásamt bræðrum sínum og syst- ur. Hamingja og lífsgleði mun hafa einkennt æsku- og bernskuheimili hans, flestum heimilum fremur. Æskustöðvar hans eru hinar fegurstu. Fram undan bænum blasti við Lagar- fljót, þar sem það með hátignarró fellur út Héraðið, þetta mesta og tígulegasta vatnsfall þessa lands. Og hinum megin við Fljótið blasti við mesti skógur landsins, Hall- ormsstaðaskógur, allt niður að strönd Fljótsins og hátt í hlíðar upp. Þarna er veðursæld meiri en í flestum öðrum sveitum landsins, og engin byggð íslands mun vera sólríkari en Fljótsdal- ur. Á glaðsinna heimili í fögru en svipmiklu umhverfi í sólardal drakk Geir Þormar í sig þá sól- magnan, er entist honum til hinztu stundar. Dísir gleði og hamingju gerðust hans förunaut- ar strax og hann sá Ijós dagsins, og þær stóðu við vöggu hans og fylgdu honum síðan, hvert sem leið hans lá. Snemma bar á list- hneigð hjá Geir. Og þegar hann var um tvítugt réðst hann til Stefáns Eiríkssonar skurðlistar- meistara til þess að læra hjá hon- um. Lauk hann prófi í skurðlist eftir 4 ár. Nokkru seinna fói' hann til Danmerkur til fram- haldsnáms. Sú för varð honum sérstök hamingjuför. Þar kynnt- ist hann vel menntaðri ágætis- konu færeyskri, er varð kona ha-ns og tryggur lífsförunautur. Fluttust þau til Akureyrar árið 1926 og hafa búið hér síðan. Geir vai' hinn mesti hamingjumaður alla ævi sína. Sú var hans fyrsta hamingja að vera borinn af ágæt- um foreldrum og alinn upp í ein- hverri fegurstu og beztu sveit þessa lands. Hin önnur að eiga afbragðs konu. — Hin þriðja að eiga mannvænleg og góð börn, er öll urðu honum til hamingju og vænta má að reynist vel í lífinu ekki síður en faðir þeirra. Og loks tel eg þá hamingju Geirs, að verða þess megnugan að breiða út frá sér gleði og góðhug, hvar sem hann fór, enda umkringdur viparhugum allra þeirra, er kynntust honum, hvar sem leiðir hans lágu; vinarhugum, er 'enn fylgja honum alla leið til lands- ins ókunna, er biðja honum blessunar og senda honum þakk- arskveðjur. —o— Geir Þormar var ráðinn tíma- kennari í teikningu við G. A. haustið 1935, eða sama ár og eg tók við stjórn skólans. Síðan hef- ur hann kennt alla teikningu í skólanum. Eftir að handavinnu- kennsla var tekin upp í skólan- um, þá kenndi hann piltum handavinnu, og fyrir nokkrum árum var hann skipaður fasta- kennari við skólann. Sá var stærsti kostur Geirs Þormars sem kennara, hvað hann var mikill mannvinui'. Honum þótti vænt um alla nemendur sína. Hann vildi öllum gott gera og ekki sízt fólkinu í skólanum, sem hann umgekkst daglega. Fá- ar voru þær samkomur haldnar í skólanum, að Geir Þormar væri ekki boðinn og búinn að vera þar til eftirlits. Og aldrei var sú ferð farin af burtfararprófsnemend- um, að hann færi ekki með. Kost- uðu þær ferðir þó bæði tíma og peninga. Á þessum ferðalögum var hann hrókur alls fagnaðar, og þar sem nemendur fengu að gista í skólahúsum eða samkomu- húsum og sváfu í svefnpokum, þá var Geir þar jafnan með þeim. Tryggari og óeigingjarnari félaga en Geir Þormar hygg eg allir nemendur hans og samkennarar hans beri einum rómi, að þeir þekki ekki. Og aldrei bað eg hann að vinna þau aukastörf í skólans þágu, að honum virtist það ekki sjálfsagt og gleði ein að inna þau af höndum. Geir Þor- mar var ekki strar.gur stjórnari, og mun það helzt hafa verið að honum fundið, að nemendur nytu full-mikils frelsis hjá honum, en um slíkt má oft deila. Hann lagði áherzlu á að vera sem félagi nem- endanna, og þeir munu flestir hafa litið á hann jafnt sem félaga og kennara. Kennara, sem lét þá njóta fyllsta frelsis og félaga, er jafnan mætti treysta. Sá mun mestur meistari, sem er beztur þjónn. Þetta meistara- eðli var ríkt í skapgerð og lífi Geirs Þormars. — Þessi 15]/2 ár, sem hann var kennari við G. A. vildi hann gera skólanum allt það gagn, sem hann megnaði. Skólaþjón með betri vilji og löng- un til þess að láta gott af sér leiða hygg eg, að fáir skólar hafi átt. Og þegar Þormar er dæmdur út frá þessu sjónarmiði sem kennari, þá verða kostir lians þungir á metaskálunum. Og þá má sjá, hvað þessi skóli hefur beðið mikið tjón við fráfall hans, þar sem hann enn var á góðum aldri, aðeins 53 ára gamall. Geir Þormar mun hafa fundist þetta hús vera annað heimili sitt. Það má segja, að hér væri hann jafnan með annan fótinn, hvort sem var að vetri eða sumri, hvort sem skóli var starfandi eða ekki, En nú er þessi vinur vor horfinn úr stofum skólans, og vér sjáum hann aðeins í minningunni, en eg vona, að hið góða andrúmsloft, gott samstarf innbyrðis milli kennara og milli kennai'a og nem- enda, sem hann átti sinn mikla og góða þátt í að skapa í þessum skóla, megi jafnan ríkja í skól- anum. Eg sagði áðan, að Geir Þormar hefði verið geiglaust karlmenni til hinztu stundar. Eg vissi það fyrir löngu, að hann var karl- menni, en aldrei var mér eins ljóst, hvað mikið karlmenni hann var, og í hinni síðustu orustu, er hann háði við höfuðbölvald lífs- ins, er hann að lokum hneig fyrir. „Dáinn, horfinn,“ sigldur yfir fljótið mikla. En eg sé þig í anda, kæri félagi, Geir Þormar, á ströndinni fyrir handan, umvaf- inn sólarbjarma, glaðan og ör- uggan, búinn til starfa. Starfandi að því að búa undir komu vina þinna og ástvina, þegar þeirra tími er kominn að sigla yfir móð- una miklu. Og árin líða löng að tímamælikvarða okkar jarðarinn- ar barna, en styttri en eitt auga- bragð á mælikvarða eilífðarinnar. Og á ókomnum tímum sé eg þig ganga fram á ströndina, er ferju- maðurinn mikli kemur með vini þína. Og eg sé þig brosandi taka í hendur þeirra, kippa þeim upp á ströndina til þín og bjóða þá velkomna, hvern á fætur öðrum, í land vona og trúar. Og í gegnum dauðans móðu sé eg brosið þitt hlýja og einlæga. Og þótt þú sért sigldur inn í ódáinslandið, þá liggja símar á milli heimanna, símar á milli sálnanna, sem flytja ástúðar- og vináttuhugsanir. Megi ástúð þín styrkja ástvini þína, hugga þá og verða lífsbal- sam sára þeirra. Eg flyt þér, vinur, þakkir mín- ar, þekkir samkennara þinna, þakkir nemenda þinna. Eg bið ykkur öll að standa upp í þakkar- og virðingarskyni við hinn horfna vin vorn, Geir Þor- mar. Eg bið ykkur öll að drúpa höfði í nokkur augabrögð í hljóðri bæn til hans, sem er höfundur alls og ræður lífi og dauða. Biðjum hann að vernda hinn horfna vin vorn og alla hans ástvini. Blessuð sé minning Geirs Þor- mars. Þorst. M. Jónsson. Frakkaskjöldur fundinn í Nýja Bíó. Sögufélags- bækornar 1949 eru komnar. Indriði Helgason GULLHRINGUR merktur stöfunum J. A., liefir týnzt. — Skilist gegn fundarlaunum til Gísla Konráðssonar, K.E.A. DÍVAN Breiður dívan til sölu með tækifærisverði.— Sími 1731.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.