Dagur - 06.06.1951, Blaðsíða 10
10
D AGUR
Miðvikudaginn G. júni 1951
(Framhald).
Á hverjum morgni næstu vik-
umar tók Hi Gnýfara minn til
meðhöndlunar nokkra stund, áður
en hann lagði af stað út á sléttuna
til eftirlits með nautahjörðunum.
Og á hverjum morgni lét folinn
sem óður væri í nokkrar sekúndur,
en hann skalf ekki lengur á bein-
unum, og það sá ekki lengur í hvítt
í augunum.
Þegar Hi hafði riðið Gnýfara
nokkurn spöl, leyfði hann mér á
bak, en hann hélt sig alltaf í
námunda við mig á sínum hesti.
Folinn dansaði ævinlega dálítið
eftir að eg var kominn á bak, en
hann lét samt aldrei yfirtakan-
lega illa og á hverjum morgni
sat eg hann lengur en daginn
áður.
Hi sagði, að Gnýfari væri að
eðlisfari fyrirtaks hestur og á
honum væru engir sýnilegir eða
finnanlegir gallar og hann sagði
að hann væri vitrari en nokkur
annar hestur á búgarðinum, að
undanteknum hans eigin hesti.
Hann benti mér á, að Gnýfari
hagaði sér alltaf eins eftir að eg
væri kominn á bak og hann
mundi hætta því, er eg væri
farinn að sjá við honum.
Allt og sumt sem eg þurfti að
gera til þess var að loka augun-
um og þá sá eg fyrir mér, hvað
það var sem Gnýfari gerði. Hann
prjónaði fyrst, hentist svo út á
vinstri hlið og svo til hægri, sex
ferðir í allt, svo hentist hann
áfram eina hundrað metra, en
eftir það var hann viðráðan-
legur. Hi þótti áreiðanlega vænt
um er hann sá, að eg var búinn
að reikna þetta allt út. Og þegar
hann sá það, sagði hann, að eg
skyldi taka folann strax um
morguninn og sitja hann sjálfur,
en gæta þess bara að hlaupa
heldur af baki en missa taumhald
á honum. Hann sagði, að ekki
væri um annað að gera fyrir mig
en reyna þetta því að folinn vævi
vís til að láta svona allt sumarið
og ekki gæti eg vænst þess að
alltaf væi'i maður við hendina
til þess að taka úr honum mestu
fjörkippnia. Og svona fór það.
Hann var óstýrilátur á hverjum
morgni þetta sumar, en eftir að
eg fór að venjast því, gerði mér
það ekkert til. Eg vissi alltaf á
hverju eg mátti eiga von.
Eg lærði margt þessar sex vik-
ur sem við dvöldum í fjallasel-
inu. Hi lét mig hjálpa til við
kúrekastörfin á degi hverjum
eftir að eg var búinn að koma
nægum eldivið í eldhúsið til
Juans, og það tók mig sjaldnast
meira en klukkutíma. Það sam
eftir var dagsins var eg úti á
víðavangi, innan um nautahjarð-
irnar, hjá Hi og félögum hans.
Við riðum í milli hjarðanna
kvölds og morguns, fluttum vatn
til kúrekanna, en samt var næg-
ur timi til að æfa sig í reið-
mennnskunni, læra ýmsar listir
af Hi og temja folann.
Hi var verkstjóri kúrekanna
og hann fylgdist oft með mér í
milli hjarðanna, er eg var að
flytja vatnið og allan tímann var
hann að kenna mér ýmsar listir
og brögð. Hann kenndi mér að
temja Gnýfara svo, að við gátum
riðið þétt samsíða og látið báða
hestana haga sér alveg eins án
þess þó að kippa nokkru sinni i
tauminn. Við létum þá fara sam-
síða þantmig og mynda S og
jafnvel 8 án þess að þeim fipáð-
ist nokkru sinni og svo létum
við þá báða snarstoppa á sama
púntinum. Mér fannst folinn
minn vera eins hrifinn af folan-
um eins og ég var af Hi.
Og svo var það eitt laugar-
dagkvöld, ‘ að Hi reið alla leið
heim með mér. Það var í fyrsta
sinn, sem eg hafði farið með
Gnýfara heim því að eg hafði
óttast hvað mamma mundi segja.
Þegar við komum heim undir
túnið hrópaði Hi: „Yipeeeee“ og
sló í folann sinn. Við þeystum
heim í hlað og í gegnum hliðði.
Jóreyk lagði upp af sléttunm.
Fólkið heima hafði séð til ok.kar
og kom út í eldhúsdyr. Mamma
hélt Muriel og Philip á bak vio
sig svo að við riðum þau ekki
niður á hlaðinu, en pabbi hélt
á Hal á handleggnum.
Hi tók ofan fyrir mömmu og
hneigði sig djúpt, alveg eins og
hann hafðj gert í fyista skiptið
sem eg kom á bak á. folanum
hans, og ókunnugir hefðu haldið
að hann hefði íengi' pekkt pabba
því að hann kalláði til hans:
„Komdp sæll, Ch,arlie. Strókur-
inn þinn. er að verða. fyrirmyndar
kúreki. Hefur sjálfur siðað til
og tamið þennan fola. Okkur
kom saman um að réít væri að
lofa ykkur að sjá góðan hest í
góðs manns höndum.“
Og áður en eg gat stunið upp
nokkru orði, hafði hann lnópað
„Yipeeee“ aftur og slegið f.Jann
sporum. Eg bjó mig undir það,
sem koma skyldi, og báðir fol-
arnir þutu sem kólfi væri skot-
ið úr hlaði.
Við þeystum út um hliðið og
riðum í hring í kringum heysátu,
fyrst til vinstri og síðan til hægri
og snerum hestunum „á púntin-
um“. Svo gerðum við töluna átta
og mynduðum S og vorum alltaf
samsíða og í takt og þegar við
þeystum svo heim að húsiriu aft-
um, létum við hestana taka for-
ustuna til skiptis, svo að engu
var líkara en að þeir væru að
dansa. Folinn hans Hi gerði þetta
ón þess að hann gerði annað en
þrýsta hnjánum fastar að hon-
um, en við höfðum ekki æft
þennan leik nema þrjár vikur,
svo að eg varð sífellt að vera að
kippa í taumana á mínum.
Pabbi var þögull og alvarleg-
ur á svip. Hann var nú einu sinni
þannig gerður, að hann lét ekki
tilfinningar sínar í ljósi með mál
æði eða handapati. Þó held eg að
hann hafi komist næst því að gefa
tilfinningunum lausan tauminn
þegar við létum hestana dansa
þannig alveg heim að dyrum
Það var gleðiglampi í augum
hans er hann kallaði til okkar:
„Þú kannt lagið á því, sonur
sæll.“ Og svo ávarpaði hann Hi:
„Eg sé að þú ert eins ágætur til
að temja drengi og hesta. Eg er
stoltur af því að hafa drenginn
undir þinni umsjá.“
Eg held að pabbi hafi meint
þetta ,en eg var sjálfur miklu
stoltari af þessu öllu en hann. Og
eg gat séð það á svip systkina
minna, að þau voru heldur en
ekki upp með sér að eiga mig
fyrir bróður. Mamma var sífellt
hrædd um mig, að eg mundi
detta af baki og slasa mig, en
þennan dag brosti hún líka og
var eins og sólargeisli á vordegi.
Til kvöldverðar höfðum við
svínasteik og með henni alls
konar grænmeti, sem enginn
kunni betur að matreiða eða
framreiða en mamma. Hi sagði
líka að aldrei hefði hann fengið
aðra eins kvöldmáltíð.
Heima hjá Cooper drakk eg
kaffi eins og hinir kúrekamir, og
mér þótti það bæði karlmann-
legra og betra fæði en mjólkin,
en eg var ekki vissum að mamma
mundi sérlega hrifin af því. Eg
óttaðist mest að Hi mundi spyrja
mig, hvers vegna eg drykki ekki
kaffi á eftir matnum, þegar
mamma reis á fætur til þess að
í kaffikönnuna og eg sagði
því: „Nei, nú hefi eg ekki pláss
fyrir meira og eg ætla ekkert að
drekka eftir matnum.“ Stundum
ver Hi eins fljótur að skilja hlut-
ina eins og pabbi. í þetta sinn
ýtti hann við mér með hnénu
undir borðinu og brosti á laun.
Eg fór ekki út á búgarð Coop-
ers aftur fyrr en á sunnudags-
kvöldið, eftir mjaltir. Ef eg þurfti
að tala um eitthvað við pabba,
sem enginn mátti heyra, þá var
mjaltatíminn eiginlega eini tím-
inn til þess. Flest kvöldin var þó
ekkert sagt. Og við sögðum held-
ur ekkert þetta kvöld, en eitt-
hvað var samt ánægjulegt að
vera þarna með honum, finna
lyktina úr fjósinu og heyra
mjólkina sprautast í föturnar.
Stundum er skemmtilegra að
segja ekkert, þegar maður er ná-
lægt einhverjum, sem manni
þykir afskaplega vænt um.
Pabbi hjálpaði mé rtil að söðla
Gnýfara þegar tími var kominn
til brottfarar, og hann gerði það
eins og eg hefði verið einhver
kær, fullorðinn gestur, sem að
garði hefði borið. Þannif mundi
hann hafa hjálpað Fred Autland
að söðla hestinn. Stundum kom
það fyrir að Gnýfari fór að
halupa út undan sér áður en eg
var kominn í hnakkinn, og þá
varð eg að byrja á nýjan leik, en
þetta kvöld var eins og hann
vissi, hvað mér kom og að mig
langaði til að sýna pabba, hvaða
maður eg væri orðinn. Hann
(Framhald).
AÐALFUNDUR
Sambands íslenzkra samvinnufélaga
verður haldinn í hinum nýju heimkynnum
samvinnumanna í Borgarfirði, og hefst þann
21. júní, kl. 10 e. h.
Dagskrá samkvæmt samþykktum Sam-
bandsins.
Stjómin.
J
Af sérstökum ástæðnm
verður lögfræðiskrifstofa. mín lokuð- uxn óákveð-
inn tíma.
TÓMAS ÁRNASON, lögfræðingur.
Málmhúðun
Getum tekið til húðunar ýmis konar gripi.
Höfum:
KRÓM-húðun
NICKEL-húðun
KOPAR-húðun
ZINK-húðun
TIN-húðun.
Málmhúðun KEA, Akureyri.
Sirni 1659.
J
TÍMINN
Nýir áskrifendur hringi í síma 1166 *
<!
Afgreiðsla Tímans, Akureyri ;;
- Erlingur Davíðsson
Hestamannafélagið LÉTTIR
efnir til
KAPPREIÐA Í
á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará sunnudaginn 1.
júlí n. k., kl_ 2 e. h. — Sprettfæri verður 250 m., 300 m.,
350 m. á stökki og 250 m. á skeiði.
Æfingar verða á skeiðvellinum laugard. 23. júní, kl.
8 e. h., sunnud. 24. júní, kl. 2 e. h., og lokaæfing mið-
vikudag 27. júní, kl_ 8 e. h., og ern þá síðustu forvöð
fyrir menn að láta skrásetja hesta sína.
Þátttaka tilkynnist Þorleifi Þorleifssyni eða Páli
Jónssyni, sírni 1558.
SKEIÐ VA LLA RNEFNDIN.
Teikninámskeið
Nemendur úr Handíða- og Myndlistarskólanum
halda teikninámskeið 13—26 júní, í Barnaskóla
Akureyrar, fyrir börn á aldrinum 4—15 ára, ef
nægileg þátttaka fæst.
Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í símum
1784 eða 1121, til 10. þ. m., kl. 6—8 e. h.