Dagur - 06.06.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 06.06.1951, Blaðsíða 12
12 Dagur Miðvikudaginn 6. júní 1951 Sonur pólfarans Scotts kemur hingað í sumar Verður fyrirliði leiðangurs 3-4ra fuglafræðinga Laust eftir miðjan júlímánuð eru væntanlegir hingað til lands- ins 3—4 brezkir fuglafræðingar, er vinna hér ag fuglarannsókn- um u:n nær 2ja mánaða skeið. Munu þeir vinna í samráði við Náttúrugripasafnið hér og mun dr. Finnur Guðmundsson nátt- úrufræðingur starfa að þessum rannsóknum ásamt Bretunum. Forystumaður Bretann'a verð- ur Peter Scott, sonur Scotts, hins heimskunna Suðurpólsfara. — Hann er listmálari að atvinnu, en annars ferðamaður mikill og lagði mjög stund á veiðar á fyrri árum. Síðustu árin hefur hann að mestu helgað sig rannsóknum og athugunum á gæsum og önd- um. Með Scott verður m. a. Fisher, en hann kom hingað til lands með fuglafræðileiðangri þeim, sem Huxely stjórnaði 1949. Til Mývatns. Leiðangursfarar eru væntan- legir til íslands 12. júlí næstk. og fara þá í vikuför norður til Mý- vatns. En þegar þeir koma úr þeirri ferð, leggja þeir í sex vikna leiðangur upp í óbyggðirn- ar sunnan Hofsjökuls, Nauthaga, Arnarfell hið mikla og verin þar suður af. Tilgangur þeirrar farar er að rannsaka lífsháttu heiða- gæsinnar, kanna varpstöðvar hennar og merkja.bæði unga og fullorðna fugla eftir því sem við verður komið. Eins og að frarrian getur verð- ur dr. Finnur Guðmundsson þátttakandi í þessum leiðangri af íslancjs hálfu. , Tekjur ríkissjóðs yfir 300 milljónir króna síðastliðið ár Ríkistekjumar námu árið sem leið 308.8 milljónum kr., og er það um 2 millj. kr. meiri tekjur en árið áður. Af því dragast' svo eftirstöðvar frá fyrri árum, hálf tólfta millj. krónur, Svo að raunverulegar tekjur verða 297.3 millj. kr. Rekstrarútgjöldin eru aftur á móti 263.2 iriillj. kr., svo að rekstt-áfafgangurinn nam 34.1 miílj .kr. Árið 1949 voru útgjöld- in hins vegar meiri en tekjurnar, eða 1-ösklega 800 þús. krónur. Á tekjuhlið eru tekjur af ríkis- stofnunum stærsti liðurinri, eða 85;5 millj. ki\ Þá er verðtollur 58.4 kr., söluskattur 53.8 millj. kr. og tekju- og eignaskattur kr. 44.8 millj. kr. Konurnar áhugasamari við skóg- ræktarstörfin en karlmennirnir Þörf fleiri sjálfboðaliða við gróðursetjiingu hjá Skógræktarfélagi Akureyrar Eins og áður er frá skýrt hér í blaðinu, hefur Skógræktarfélag Akureyrar með höndum um- fangsmikil skógræktarstörf, í brekkunum hér á Akureyri og í Vaðlaheiðarreit hér handan við Poilinn. Hefur þátttaka sjálfboðaliða í þessu starfi verið allgóð, og var ágæt í fyrstu ferðinni. En það er áberandi að kven- fólkið virðist áhugasamara í þessu efni en karlmennirnir, a. m. k. mæta miklu fleiri stúlkur en piltar til starfa. Þessar upplýsingar fékk blað- ið hjá Þorsteini Þorsteinssyni, sem stjórnar þessu staifi hér. Það hefur verið bagalegt, hversu fáir karlmenn hafa gefið sig fram til starfs enn sem komið er og hafa hinn erfiðari störfin, sem þeir eiga að annast því líka lent á stúlkunum. Má með sanni segja, að þetta ástand sé til vanza fyrir karl- þjóðina og er ráð að bæta úr því hið bráðasta og gefa sig fram til starfa. Unnið er í brekkunum á þriðju,dögum og fimmtudögum, í tveim flokkum, safnast menn saman hjá. Sjúkrasamlagsskrif- stofunni, og fara flokkarnir frá sama stað kl. 1.30 og kl. 4 e. h. í Vaðlaheiðarreit. á laugardag. Eðvarð Sigurgeirsson sýnir kvikmyndir af björgun Geysis o. fl. í gærkvöldi hafði Eðvarð Sigur- geirsson frumsýningu í Sanikomu- húsi bæjarins á lítkvikmynd' sinni af björgun Geysismanna af Vatna- jíikli sl. haust, og sýndi auk þess nokkrar aðrar íslenzkar litkvik- myndir. Allar eru myndirnar vel gerðar og sérlega lallcgar, en mesta athygli muri Vatna jiikulsniyndin vekja. enda hefur hún tekiz.t vel og cr mjög spennandi. Þarna getur almelmingur i fyrsta sinn séð það, hvernig raunverulega var umhorfs við Geysisflakið, auk þess sem mynd in bregðttr upp ógleymanleginn myndurri frá fegtfrð og tign öræf- anna norðan Vatnajökuls. Þessar myndir Eðvards verða vafalaust mjög eftirsóttar, éEki aðeiris hér, heldur um land allt. Vann kosningasigur Eamon de Valera, írski stjóm- málaforinginn, vann talsverðan kosningasigur í sl. viku. — Fékk flokkur hans 69 menn kjörna á þing, en flokkasamsteypa ríkis- stjórnar Costello aðeins 64. En 14 óháðir þingmenn náðu kosn- ingu og er ekki enn vitað, hvem- ið kaupin gerast á eyrinni, og hvor nær hylli þeirra, de Valera eða Costello. Ferðaskrifstofan efnir til ferðar í Þjóðleik- húsið Ferðaskrifstofan hér efnir til ferðar í Þjóðleikhúsið nú um helgina, og er ætlunin að sjá óperuna Rigoletto á sunnudags- kvöld. Farið verður héðan kl. 1 e. li. á laugardag, farið í leikhús- ið á sunnudagskvöld, og lagt af stað heim kl. 1 e. h. á mánudag. Þeir, sem ætla að taka þátt í för- inni þurfa að panta í dag með því að ekki verður hægt að tryggja aðgöngumiða í leikhúsið eftir daginn í dag. Verðlagsstríð í New York Hafið er í Ncw York verðlags- stríð á milli stærstu verzlunarhús- anna. Stærsta „department“-verzlun veraklar, Macy’s, reið á vaðið og lækkaði verð á ýmsum varningi, og brátt tóku lrin verzlunarhúsin upp hanzkann. Fyrsta daginn, sem verð- lagsstríð jictta stóð yfir, lækkuðu ýmsar vörur allt að 10%. Samband smásöluverzlana hefur hvatt með- limi sína til að færa niður vcrð á viirum allt að því 20%. Færeyingar leita samnino;a við Þjóðverja Færeysk þingnefnd er nýlega farin til Vestur-Þýzkalands til þess að hefja þar samninga um sölu á saltsíld og e. t. v. öðrum fiski. Nefndin hyggst einnig leita samninga í Austur-Þýzkalandi. Ráðgert er að semja um vöru- skiptaverzlun. Færeyingar hafa hug á að fá þýzkar vélar. Bygging votheysturna er nýlega hafin í héraðinu r Odýrustu byggingar, sem völ er á, yfir bvert kýrfóður Bygging á votheystiifriuiii t héraðinu er hafin á vegtmr Sáiri- vinnubyggingafélags Eyjafjarð- ar. Byrjað var að steypa fyrsta turninn á þestsu sumri sl. mánu- dag hjá Magnúsi Sigurðssyni bónda að Björgum í Glæsibæjar- hreppi. Er það 1212 m. hár turn. Blaðið hefur leitað fregna af þessum framkvæmdum hjá form. Samvinnubyggingafélagsins, Árna Jónssyni tilraunastjóra. — Margir munu notfæra sér hin hraðvirku tæki félagsins til turnabygginga, sagði Árni Jóns- son. Félagið hefur ráðið 3 menn við hraðsteypumótin í sumar: Sverri Árnason, Tryggva Bene- diktsson og Erik Olsen, og ann- ast þeir turnabyggingarnar. Fjárfestingarleyfi fengin. Allir þeir, sem SE annaðist að sækja um fjárfestingarleyfi til turnbygginga fyrir, fengu þau og verður engin töf á framkvæmd- um af þeirri ástæðu. Óvíst er hins vegar ennþá um innflutning þlásara, en vonir standa til að einhver innflutningur fáist. All- margir þeir, sem pantað hafa turnbyggingar, gera ráð fyrir að hafa þær ekki hærri en svo, að hægt verði að komast hjá tækni- fyllingu þeirra, enda þótt þygg- ingakostnaður á hvert kýrfóður sé töluvert hærri á lágum turn- um en háum, sagði Árni enn- f 1 emur. Efnismagn turnanna. Árni Jónsson lét blaðinu í té pftirfarandi upplýsingar um efn- ismágn til turnanna o. fl. í sam- bandi við þá, til leiðþeiningar fyrir bændur: „Til athugunar fyrir þá, er ætla að byggja turna eða hafa það í huga, má gefa eftirfarandi upplýsingar um efnismagn o. fl.: 14 pk. cement, 50 kg. þarf í hvern meter, 25 tunnur af möl og sandi þarf í hvern meter, 30 kg. kalk þarf í hvem meter, 17 pk. cement í undirstöðu, þar sem steypa þarf undirstöðu. í 6 m. turn þarf 200 kg. 8 eða 10 mm. steypujárn, 12—13 m. turn þarf 750 kg. 8 eða 10 mm. steypujám. f þak og lúgur á 6 m. turni þarf um 20 rúmfet af timþri, en í Í2— 13 m. turn þarf um 45 rúmfet. Eina rúllu af pappa 20 m2 þarf í þak og til einangrunar á hlerum í turnop. Odýrasta byggingalagið. Miðað við núverandi verðlag á byggingarefni, vinnu og öðru, er að byggingum lítur, verður ekki byggð ódýrara á annan hátt fyr- ir hvert kýrfóður, en með turn- byggingum. Þurrheyshlöður verða afar dýrar vegna hins háa verðs á timbri -og þakefni, og er því lítill vafi á að það eina sem vit er í, fyrir þá sem vantar hlöð- ur fyrir heyfeng sinn og ætla að byggja, að snúa sér að bygging- um á votheyshlöðum. Mun S. B. E. kappkosta að verað við ósk- um manna um byggingu turna með mótum félagsins.“ Kínverjar virðast búa sig undir langviima styrjöld Ekkert mark takandi á orðrómi um frið, þrátt fyrir „friðarhreyfingima“ Associated Press fréttastofan birti á mánudaginn frétt þess efnis, að svo væri að heyra á út- varpi kommúnista í Peking, að Kína hyggi sig undir laiigvinna styrjöld. í útvarpinu var nú um helg- ina rekinn mikill áróður til jiess að fá fólk til að leggja fram fé í sjóð, sem á að standa undir kostnaði við að kaupa þung her- gögn til hersins í Kóreu. Jafn- framt var frá því skýrt, að í jan- úar 1952, mundi kínverska kommúnistastjórnin þirta þjóð- inni ýtarlega skýrslu um Kóreu- styrjöldina og þátt Kínverja í henni. Allt þetta þykir benda til þess að Kínverjar búizt við langvinnri styrjöld og að minnsta kosti ráð- geri þeir ekkert vopnahlé fyrir janúar 1952. Tækifæri til að semja nú í júní. í Bandaríkjunum er hins veg- ar áhugi fyrir að binda endir á Kóreustyrjöldinni í júní, er ár er liðið frá ái'ás kommúnista. Af- staða herjanna er nú þannig, að þúið er enn einu sinni að hrekja kommúnista norður fyrir 38. breiddarbaug og heldur hver sínu miðað við júní í fyrra, og er þó' hlutur kommúnista heldur lakari. Er svo að sjá, að ekki sé mikill óhugi í kommúnistaher- búðunum fyrir friði — þrátt fyr- ir friðarhreyfinguna — og þessar fréttir frá Kína eru lítið friðsam- legar, því miður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.