Dagur - 20.06.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 20.06.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. Dagujr Fimmta síðan: Tilstandið með „lúður- þeytara upprisunnar“, dæmi um persónudýrk- un kommúnista. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 20. júní 1951 25. tbl. Kanfötukór Akureyrar hlauf önnur verðSaun á norræna söngmótinu í Stokkhólmi Ágætir blaðadómar um söng kórsins Kantötukór Akureyrar hefur gert landi og þ;'óð mikinn sóma með frammistöðu sinni á norr- æna söngmótinu í Stokkhólmi. — Hlaut kórinn 2. verðlaun í þjóð- laga keppninni svokölluðu, en sænskur kór mmi hafa hlotið fyrstu verðlaun. Tóku margir kórar með sam- tals mörg hundruð söngmönn- um þátt í keppni þessari. Kórinn söng þarna íslenzk þjóðlög undir «tjórn Áskels Jónssonar. Dagur íslands á norræna söng- mótinu var þjóðhátíðardagurinn 17. júní og söng kórinn þá þætti úr „Strengleikum“ Björgvins Guðmundssonar í Konserthúsinu í Stokkhólmi, undir stjórn tón- skáldsins, og tók síðan þátt í úti- söng á Skansinum og í Haga. í fréttaskeyti til Dags frá Stokkhólmi, sem sent var seint á sunnudagskvöld, segir að þjóðhátíðardags í%lands hafi verið minnzt með glæsilegum hætti af kórnum. Iilaut hann ágætar móttökur á konseriin- um í Konserthuset og á Stad- ion fór fram íslandshylling við Listdanssýnin<r hér j v á morgun Listdanssýningu ætla þær Sig- ríður Ármann, Sif Þórz og Elly Þorláksson frá Reykjavík að hafa hér í Samlcomuhúshinu næstk. fimmtudagskvöld 21. þessa mán. Listakonur þessar eru taldar beztar í sinni grein á íslandi, og hafa 2 þær fyrsttöldu haft dans- sýningar hér í bænum áður við mikið lof og góða aðsókn og eru því bæjarbúum að góðu kunnar. Hafa listakonurnar í hyggju að hafa sýningar á Húsavík og ef til vill Dalvík. Vinsæll Húsvíkingur sjötugur Hinn 17. þ. m. varð Hjalti 111- ugason, fyrrum veitingamaður í Húsavík, sjötugur. Fjöldi manna heimsótti hann þann dag, enda njóla þau hjón, Ása Stefánsdóttir frá Ondólfsstöðum og Hjalti, al- mennra vinsælda í Húsavík og héraðinu. Þennan dag giftu sig tveir synir þeirra hjóna og skírð- ur var sonarsonur þeirra, og var þessi dagur því margíuldur há- tíðisdagur fyrir þau. mikinn fögnuð. Ummæli gagn- rýnenda urn söng kórsins hal'a verið lofsamleg. — í öðru fréttaskeyti til blaðsins, frá Stokkliólmi á mánudaginn, segir, að kórinn fái afbragðs dóma fyrir söng sinn á þjóðhá- tíðardaginn, sé vel samsunginn og æfður, tóngæði góð og frísk legur og eðlilegur blær á söngnum. Blaðið væntir þess að geta inn- an tíðar greint frá söngförinni, en henni er ekki lokið þótt söng- mótinu sé slitið og ferðast kórinn nú um Svíþjóð og heldur hljóm- leika. En þegar er séð, að för kórsins verður öllum, er að henni standa til sóma og sæmdar fyrir land og þjóð. Er slíkt fagnaðarefni öllum góðum íslendingum og þo eink- um Akureyringum, sem sam- gleðjast forustumönnum kórsins og söngmönnum öllum. 6000 flugferðir Hátíðaliiildin 17. júní samkvæmt áætlnn Hátíðahöldin hér á þjóðhá- tíðardaginn fóru fram sam- kvæmt áætlun og auglýstri dagskrá og tók fjölmenni þátt í þeim, enda var veður gott allan daginn, sólskin en frem- ur kalt í veðri. Um kvöldið var dansað á Ráðhústorgi og tók fjöldi manna þátt í þeirri skemmtun. Sænskur rithöfundur og myndatökumaður væntanlegur hingað Kominn er hingað til lands sænski blaðamaðurinn og ljós- myndarinn Jöran Forslund frá sænska samvinnublaðinu Vi. Er hann einn af ritstjórum þessa stærsta og víðlesnasta vikublaðs Svíþjóðar og kunnur maður fyrir greinar sínar og myndir .Fors- lund kemur hingað til að kynna sér íslenzka samvinnustarfsemi og skrifa um ísland fyrir Vi. — Hann er væntanlegur hingað til Akureyrar í næstu viku. Akureyri-Reykjavík á vegum Flugfélags Islands Bæjarráð Akureyrar færir félaginu þakkir og árnaðaróskir 49 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Ákureyri Skólaslit fóru fram 17. júní Síðastl. sunnudag var Mennta- skólanum á Akureyri sagt upp í hátíðasal skólans að viðstöddu fjölmenni. Skólameistari Þórarinn Bjtirnsson á- varpáði samkomuna og banð sérstak- lcga velkomna 10 ára stúdenta, sem fjölmennt höfðtt til athafnarinnar. I’á skýrði hann frá skólastarfinu, cr verið hatði með svipuðu móti og undanfar- ið. f miðskóladeild voru í!9 nemendur, en alls í skólanum 318 nemendur. 6.5 ncmendur gengu undir landspróf, þar af 5 utanskóla, og hltitu 33 framhalds- einkunn. Sttidentsprófi lnkii 49, 30 úr máladeild, en 19 úr starðlra'ðideild. Af stúdentunum voru 16 konnr. Ha-sta cinkunn við landspróf hlaut Gísli Sig- freðsson, Lögmannshllð við Akureyri, 8.91, gefið eftir einkiinnasliganum 0— 10, en ha-slu einktinn við slúdentspróf hlaut Guðm. Eggertsson, máladeild, 7.30. gelið eftir Örstedseinkunnastiga. Að lokinni skýrsiu skólamcistara af- hendi hann stúdentunum prófskír- teini. cn síðan kvaddi sér hljóðs Jó- hanncs Elíasson, lögfræðingur, og af- hcnti skólanum að gjöf frá 10 ára stúd- enlum málverk af frú Halldóru Ólafs- dóttur, gert af syni hennar, örlygi Sig- urðssyni, listmálara. Loks ávarpaði skólameistari hina nýju stúdenta sérstaklcga með stuttri ra’ðu. Skólameistarafrú Margrét Eiríks- dóttir annaðist söngstjórn við skóla- slitin. I-lér fara á eftir einkunnir hinna brautskráðu stúdenta: -Máladeild: Aldís Friðriksson, S.-Þing. I. 7.16 Anna M. Þórisdóttir, S.-Þing. I. 7,23 Ágúst Þorleifsson, Ef. E 6.05 Árni Sigurösson. N.-Þing. I, 6.70 Björn Jónsson, Skag. 1. 7.06 Bryndís Jakobsdóttir, Ak. I. 6.22 Guðrivundur Eggertsson. Mýr. f. 7.30 Guðrún Bjcirnsdóttir, Ak. I. 6.11 Gunnl. Tr. Skaftason, Sigluf. E 6.05 Gyða Stefánsdóltir, Rvík I. 6.17 Haraldur Bcssason. Skag. E 7.02 Helgi Hjálmsson, Rvík E 6.16 Hinrik Aðalsteinsson, Sigluf. I. 6.41 Hólmfr. Sigurðard., N.-Í>ing. I. 6.20 Ingi Helgason, Skag. I. 6.35 Ingólfur Guðmundsson, Árn. I. 6.43 Jóhanna Jónasdóttir, Ak. I. 6.79 Jón S. Arnþórsson, Ak. II. 5.59 Jón Ben. Ásmnndsson, Mýr, II. 4.86 Jón Eriðriksson, Skag. I. 6.01 Magnús Stefánsson, Mýr. I. 7.04 Margrét Eggertsdóttir, Skag. II. 5.95 Málfr. Guðmtlndsd., N.-Þing. I. 6.16 ólöf Pálsdóttir, Árn. E 6.41 Soffía Georgsdóttir, Sighif. I. 6.44 Solveig Kolheinsdóttir, Skag. I. 6.-41 Stefán Jónsson, Hún. I. 6.92 Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Ef. 1. 6.62 Þórunn Þórarinsdóttir, Rvfk E 6.76 SI re rö fr/röideild: Björn Þórhallsson N.-Þing. T. 7.07 Bragi Jónsson, Sigluf. I. 7.09 Guðmundur ö. Árnason, Ak. II. 5.23 Guðni Ágústsson,- Rang. I. 6.98 Gunnlaugur Björnsson, Rvik II. 5.13 Hermann Pálsson, S.-Múl. II. 5.30 Hjalti Jónasson, S.-Þing. II. 5.80 Ingi Kristinsson, S.-Þing. I. 6.29 Jóhanna Þórgeirsdóttir. Akran. II. 5.26 Knútur Bjiirnsson. Hafnarf. II. 5.91 Kristinn Sigurðsson, Kcflavík I. 6.44 Lárns Hclgason, Gullbr. I. 7.00 ölafur Björgólfsson, Rvík II. 4.54 Sigurður V. Hallsson. Ak. I. 633 Sigurður Helgason, Gullhr. I. 7.19 Solveig Arnórsdóttir, S.-Þing. 1. 6„37 Stefán Már Ingólfsson, Seyðisf. I. 6.0.3 Sverrir Hermannsson. ísaf. I. 6.32 Valgarð Björnssóii, Skag. . I. 6.00 Nú um miðjan mánuðinn fór flugvél frá Flugfélagi fslands 6000. ferðina milli Akureyrar og Reykjavíkur, og hefur þessa áfanga verið minnzt bæði hér nyrðra og í Reykjavík. M. a. hef- ur bæjarráð Akureyrar sent Flugfélagi íslands ávarp og þakkað fyrir brautryðjandastarf þess á sviði flugmálanna og hina miklu samgöngubót, sem flugið hefur orðið fyrir Akureyri. Þá bauð stjórn Flugfélags ís- lands bæjarstjórninni hér og blaðamönnum í skemmtilega flugferð sl. mánudagskvöld, í til- efni þessa áfanga í flugmálunum. Af hálfu félagsins voru í för þessari framkvæmdastjórinn, Orn O. Johnsen, Jóhannes Snorrason yfirflugmaður, Hilm- ar Sigurðsson skrifstofustjóri og Kristinn Jónsson framkvæmda- stjóri félagsins hér á Akureyri. Flugstj.' var Gunnar Frederiksen. Var flogið til Fagurhólsmýrar og síðan austur um land og heim aftur. Á Fagurhólsmýri þágu gestirnir ágætar veitingar félags- ins og þar fluttu ræður Orn Ó. Johnsen, framkvæmdastjóri fé- lagsins, sem minntist brautryðj- andastarfs Akureyringa í flug- málunum, en þeir stofnuðu Flug- félag Akureyrar h.f., sem var undanfari Flugfélags íslands, Þorst. M. Jónsson, forseti bæjar- stjórnar og settitr bæjarstjóri, Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri og bæjai'fulltrúi, og Sigurður Arason bóndi á Fag- urhólsmýri, er lýsti Oræfa- sveitinni og minnti á atriði úr sögu hennai'. Varð förin skemmtileg og lær- dómsrík fyrir norðanmennina. Ávarp bæjarráðs. í ávarpi bæjarráðs Akureyrar, er það sendi Flugfélagi íslands á þessum tímamótum, er minnt á þýðingu flugsins fyrir þetta hér- að og þá miklu og dýrmætu sam- göngubót, sem orðin er með hinni ágætu flugþjónustu. Segir svo í ávarpinu: „Frá örófi alda hefur mennina dreymt um að sigrast á torfærum láðs og lagar og svífa eins og fuglinn fljúgandi um blá heið- loftin. Þegar guðir norrænna manna efndu til samkeppni um merkasta grip allrar veraldar, var ein dýrasta smíðin fljúgandi göltur. Svo lengi hefur loftþráin blundað í brjóstum mannanna. Nú hefur draumurinn rætzt, og við fljúgum hraðar en fuglinn um lönd og hþf, íslendingar eru fáir og ein- angraðir. Vegleysur og víðátta hafa löngum verið okkur harð- snúinn fjötur um fót. Með braut- ryðjandastarfi sínu hefui' Flug- félag íslands framar öllum öðr- um leyst þjóðina úr læðingi ein- angrunar og fáskiptis. Öll þjóðin fagnar undrum loftsiglinganna, en engir hafa ríkari ástæðu til að gleðjast yfir þeim og þakka þau en við Norðlendingar. Ufið ís- hafið og norrænn vetur eru harð býlir nágrannar og varna okkur oft vegarins um land og sjó, þeg- ar mest á ríður. Því færir Bæjarráð Akureyrar og Akureyirngar allir Flugfélagi íslands kærar þakkir á ^iessum minjadegi .Flugvélar þess hafa svifið sex þúsund sinnum milli höfuðstaðarins og Akureyrar, flutt sjúka menn, er leituðu líkn- ar og bata, flýtt áríðandi ferðum starfandi manna og borið farang- ur og bréf, er mörgum urðu au- fúsugestir. í nafni Akureyrar þakkar bæj- arráðið stjórn Flugfélagsins, framkvæmdastjórn, áhöfnum flugvélanna og starfsmönnum öllum ómetanlegan þátt þeirra í að skapa góðar og greiðar sam- göngur milli bæjarins og fjar- lægra staða. Heilög gæfan vaki hvarvetna yfir íslenzkum flugvélum og leiði þær heilar heim yfir lönd og höf.“ P<;ter Scott hrifinn af fuglalífinu á Mývatni Brezki fuglafræðingurinn og listmálarinn Peter Scott, sonur pólfarans heimskunna, dvaldi sl. viku í Mývatnssveit við athug- anir á fuglalífinu þar og fór hér um bæinn á mánudaginn á suð- urleið. Hann sagði blaðinu, að hann teldi Mývatn einhverja dá- samlegustu andaparadís verald- ar og kvað dvölina þar hafa orðið sér lærdómsríka og ógleyman- lega. Scott hafði meðferðis nokkrar endur, er hann fangaði og hyggst flytja til Bretlands. — Innan tíðar leggur hann af stað í öræfaferð til rannsókna á lifnað- arháttum heiðagæsarinnar ásamt dr. Finni Guðmundssyni, og hyggst dvelja í óbyggðum fram í ágúst. Ætlunin er að merkja mikið af gæsum. Bannað að aka sjó á göturnar! Bæjarráð hefur lagt fyrir bæj- arverkfræðinginn að láta fram- vegis vökva götur bæjarins með vatni en ekki sjó. Munu bifreiða- eigendur fagna þessari röggsemi bæjarráðs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.