Dagur - 20.06.1951, Side 2

Dagur - 20.06.1951, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 20. júní 1951 Dagskrármál landbúnaðarins: Votheysverlmn 1 gryf ju, gerðri með jarðýtu (Framhald). Hér á eftir vil eg reyna að gefa eins sanna og rétta skýrslu um reynslu síðasta á?s eins og mér er unnt um allt sem skiptir máli. Eg tók fyrir nokkrum árum síðan eyðikot til ábúðar. Hef síð- an lagt vinhu og sparifé í undir- búning undir búskap, og ætlaði mér síðastliðið sumar að selja hey til kaupa á byggingarefni. Það tókst nokkurn veginn að bjarga sæmilegu heyi á nýrækt- inni og parti af gamla túninu og koma því í geymslu á næsta bæ. Úr því eyddi eg 7 vikum í fánýt- ar tilraunir með að þurrka hey. í byrjun september sá eg að það var helber heimska að reyna að þurrka og hugsa um heysölu og lét jarðýtu 10. sept. moka 2 m. djúpa og til jafnaðar 3 m. breiða rás í malarhól. Kostnaður pr. kýrfóður með þessari aðferð varð innan við 30 kr. Átti þá til tals- vert á grundum og framræstri mýri af heyi, 2—3 vikna gömlu, og lét það í gryjuna. Fór að slá á nýræktinni, 2,4 ha., með orfi og ]já. Að mestu mjög grófgert, vallarskriðið um mánaðamótin ágúst—Æpt. Fluttr það í gryfjuna með dráttarvélarkerru og reyndi í hvívetna að fylgja leiðbeining- um Breta, og gekk frá gryfjunni 24. sept., og átti þá ekki lengur skap í mér til að eltast við hrakningaföng á þúfnakollunum. Votheystaðan reyndist í vetur mjög þétt í sér, gulgræn á lit. með veikan, súrsætan, þægilegan keim. Kýr átu um lengri ííma ein- göngu vothey og varð gott af og gátu auðsjáanlega mjólkað 11— 13 kg. á dag meðgjafarlaust. — Kálfum var gefin nýmjólk í viku tíma, ásamt undanrennu, lýsi, fóðurbæti og steinefnum, og eft- ir 14 daga vothey eftir vild og reyndist vel. Votheyið úr móheyjum reynd- ist misjafnara. Þriggja vikna gamalt hey úr votlendi, fram- ræstu fyrir 4 árum síðan, reynd- ist myglað til helminga, þó fannst hrossum það étanlegt; hið óskemmda átu kýr að mestu með mat nú í vor og eg hef ástæðu til að ætla, að ef eg hefði beitt sömu vandvirkni við það eins og hitt hefði allt orðið nothæft kúm í harðindum, með mat. 7—14 daga gamalt móhey á grundum reynd- ist velverkað og betra fóður en þurrhey af harðvellistúni, sem tókst að hirða eftir geysimikla fyrirhöfn, eftir mínu áliti ekki í mjög slæmu ástandi. — Nokkrir hestar af heyi skemmdust mest- megnis vegna þess að eg áleit fyrirfram að svo vildi fara og var þess vegna ekki nógu vand- virkur í haust og mistókst í vet- ur. Allt þetta, bæði há og móheý, var gras í ástandi, sem talið er mjög örðugt að búa til sæmilegt fóður úr. Hvað þá ef efnið hefði verið fyrsta flokks. Aðalmótbár- an gegn þessari aðferð vill að h'kindum verða sú, að það sé örð- ugt að ná votheyinu yfir vetur- inn. Því verður bezt svarað með að lýsa aðstöðu minni í vetur. Áætlun mín var, sem fyrr er á drepið, heysala og þurrheyið komið í geymslu á næsta bæ áð- ur en brautir gerðust ófærar vegna vatns og umferðar, svo að ómögulegt reyndist að koma hey inu saman á einn stað í haust ag hef þess vegna nú í vetur flutt votheyið á sleða, ýmist dregnum af hesti eða mér sjálf- um, tveggja km. leið, og má álíta, að það sé ekki frágangssök fyrir sæmilega. hraustan mann tvisvar í viku að fara dálítinn spöl, ef þess gerist þörf vegna staðhátta, til þess að ná í vothey, og að það sé óþarfi mjög víða að kosta til heygeymslu. Yfir veturinn er verkminna og fljótlegra að stinga vothey í gryfju og flytja 100 m., en stinga hey í hlöðu og láta í poka og skríða með þá upp stiga úr djúpri-hlöðu. í vetur ritaði eg til dr. Robin- son og spuroi um ýmislegt er mér var á huldu viðvíkjandi þessari aðferð og hann var svo vinsam- legur 5. apríl síðastl., að leysa úr spurningum mínum og láta mér í té leiðbeíningar enska landbúnaðarmólaráðuneytisins um votheysgerð. Hann skrifaði meðal annars, að þeir mæltu mjög eindregið með skurðgryfjur aðferðinni, er á vissum svæðum hefði alveg .kami_ð j stað_ þurr- heysverkunar og væri orðin mjög vinsæl og dreifðist • stöðugt og áleit það framtíðarlausn.. Þegár eg í huga mínum reyni að melta fróðleik .víðá að komnum um votheysverkun, finnst mér hún frekar auðskilin. Vanalega erú vandamálin ekki jafn flókin óg' erfið eíns'og áiTnars flókks „fag“-- menn vilja láta í veðri vaka og bér 'fmnast niðurstoSuT énskrá. bænda og vísindamanna í þjón- ustu .þfeJrrá ReðE síiili ckjjj mjög' frábri^ðnaiú reýnslú 'Ijölmargra íslenzkra bænda. Oll geymsla lífræn.na efna . byggist á því að stöðvá niðurbiiof áamsettra' efna í ósamsett, og í votheysverkun er hægt að ná þéssú takmarki að tvennum aðskildum leiðum, drepa frumustarfsemina með sýru. Fullkomnasta aðferðin um þessa leið er prófessors Virtanens með blöndu af brennisteinssýru og saltsýru. Hin leiðin er að láta lífsstarfssemina kafna sem fljót- ast vegna súrefnisskorts. Bezta aðferðin að ná þannig þessu marki, eru gleraðir stálturnar með nylonþaki og úttökutæki í botninum og er grasinu hleypt í hálfgert mauk með saxblásara. (Framhald). Tek að mér að búa til, eftir pöntunum, vei/.iumat, heita og kalda rétti, smurt brauð, ábætis- rétti <jg;]jess liáttar. Hanne Þormar, Lögbergsgötu 5. Kvenfélagið „Iðunn“ í Hrafnagilshréppi lieldur 1) A N S L E I K í þingluisi hreppsins laugardagnin 23. júní, kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum. Góð músík! Vil'taka á leigu Vör ub.íl í 2 mánuði í sumar, til upp- skipunar á síld við síldar- söltunarstöð á Þórshöfn. — Hefi vanan bilstjöra. Guðmundur ]öru n dsson, Sími 1645 og 1035. í STUTTU MÁLI MIKIL réttarhöld fara nú framíDanmörk út af svonefnd um „gjafabílum", en ýmsir rnenn fengu bíla á þeim for- sendum, að þeim hefðu verið gefnir þeir af vinum erlendis. Nú sannast að margir þessara bíla voru keyptir á svörtum markaði. Margir kunnir menn í Danmörk hafa mátt svara til saka í þessu efni að undan- fömu. ★ BLAÐIÐ TELEGRAF i Berlín skýrir frá því, að Pól- veryar hafi nú breytt um nafn á öllum brennivínstegundum sínum „til þess að sanna ein- lægan framfaravilja þjóðar- innar“, eins og það heitir í op- inberri tilkynningu. Nú geta Pólverjar keypt Stalíns- vodka, Bierut-líkjör, Molo- toff-gin, Gottwald-koníak og Mao-snaps! ★ RÚSSAR hafa bannað frí- merkjaverðlista nokkurn. — Ástæðan er, að þar er mynd af rússnesku frímerki frá 1943, sem sýnir Stalín í félags- skap með Roosevelt og Churchill! ★ ERLENDIR ballettmeistarar hafa nýlega gist Kaupmanna- liöfn og kynnt sér danska kgl. ballettinn. í blaðaviðtölum hafa þeir rómað kunnátíu Dana og sérstaklega hafa þeir hrósað Friðbirni Björnssyni ballett-dansara, scm nú er orðin ein helzta „stjama“ kgl. hallettsins. ★ SVÍAR hafa nýlega sent nýtt frystiskip til Grænlands- miða og á það að veiða þorsk í botnvörpu. Gera þeir sér miklar vonir um góða útkomu á þessari útgerð. ★ DANIR hafa tilkynnt, að þeir hyggist scgja upp samn- ingnum um takmörkun fisk- veiða í Norðursjó, frá 1946, með því að í Ijós hafi komið að Danir séu eina þjóðin, sem hafi haldið samninginn og þeir vilji ekki lengur vera „sorte- per“. Veiðamar hafa mjög aukizt síðan Þjóðverjar tóku til við fiskveiðar aftur og hafa þeir stóran flota jafnan úti, en þeir voru ekki samningsaðilar 1946. Brennimark mitt er: I. Þ. Ingimundur Þorst'einsson, Dvergasteini, Glæsibæjarhreppi. Myndavél tapaðist síðastl. sunnudag nálægt Brekkugötu 47. — Skilist vinsaml., gegn hind- arlaunum, á afgr. Dags. Jeppa-mótor til sölu. Sírni 1731. Kvensloppar Hvítir og rósóttir. Vefnaðarvörudeild. Nýkominn: Skóáburður Brúnn Rauðnr Svartur. Skóbúð KEA Nærfatnaður kvenna og karla Golt úrval. Kvensloppar Nýkomnir. Sportskyrtur Ódýrar. Sængurvera-damask Frakr. 26.15. Ásbyrgi h.f. Sveskjur Döðlur Niðursoðnir ávextir Hafnarbúðin h.f. Lyklakippa, með festi, tapaðist. Vinsam- legast skilist í Eiðsvallag. 8. Sigtryggur Þorsleinsson. Hálsmen (hringur, skeifulagaður, m. hjarta) tapaðist 17. júní frá Sundlauginni út á íþrótta- völl. Vinsaml. skilist, gegn fundarlaunum, í Hlíðarg. 3. Matborð, úr eik (notað), ásamt stól- um, til sölu með tækifæris- verði. Húsgagnavinnustofa Haraldar I. Jónssonar, Oddeyrargötu 19. Sími 1793. 2 stofur til leigu í nýju húsi. Aðgangur að baði og síma, ef óskað er. Aðgangur að eldhúsi getur komið til greina. Afgr. vísar á. Ljáblöð Norskir ljáir Ljábrýni Heykvíslar v Garðkvíslar Fjósrekur Dráttarkeðjur Hóffjaðrir. Verzl. Eyjafjörður h.f. NAGLBÍTAR RAFMAGNSTENGUR KLÍPTENGUR KLAUFHAMRAR SKARAXIR SLEGGJUSKÖFT TOMMUSTOKKAR tré og járn HAKAR og HAKASKÖFT RENNIBORIR HJÓLSVEIFAR KÚBEIN PENSLAR OLÍUBRÚSAR, 5,10 og 30 ltr. ' HVERFISTEINAR, 18” og 20”. Verzl. Eyjafjörður h.f. Snúningsvélar MASSEY-HARRÍS Verzl. Eyjafjörður h.f. Skilvindur, 75 ftr. Stálstrokkar, 5 og 10 ltr. Vattbotnar, 61Á” Sendum gegn póstkröfu um land allt. Verzl. Eyjafjörður h.f. Þeir, sem pantað hafa hjá okkur ljái í traktor-sláttuvélar, er seldar voru hér 1949, vitji Jreirra sem fyrst. Verzl. Eyjafjörður h.f. Þú, sem tókst kvenhjólið inni á lóðinni á Eyrar- landsvegi 12, 17. júní, gjörðu svo vel að skila því þangað aftur. Gólf klútar nýkomnir. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvórudeild og útibú.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.