Dagur - 27.06.1951, Page 4

Dagur - 27.06.1951, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 27. júní 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 40.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júli. g PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Blessun kommímismans í eitt ár „TÍU MILLJÓNIR dauðra og stytt landamæri." Þannig var eitt sinn skráð ævisaga Napóleons. Á ái-safmæli ofbeldisárásarinnar í Kóreu má svo fara, að kommúnistum takizt að sleppa við skert landamæri, en milljónir dauðra skilja þeir eftir í slóð sinni. Eftir heils árs bardaga standa komm- únistar nú í nær því sömu sporum og þeir stóðu’ við upphaf árásarinnar, við 38. breiddarbaug í Kóreu. En herir þeirra hafa á þessu tímabili farið yfir landið mest allt og skilið eftir auðn og dauða. Suður-Kóreumenn tilkynna, að á þessu eina ári, hafi 3 milljónir óbreyttra borgara fallið í Suður- Kóreu og 10 millj. misst heimili sín. í Norður- Kóreu er mannfallið einnig gífurlegt og þar ofan á bætist mannfall hinna stríðandi herja. Það er ekki fjarri lagi að áætla, að kommúnistai’ hafi á einu ári tortímt eins mörgum mannslífum og Napóleon tókst á áratug. Það er víst að kóreska- þjóðin minnist þess nú, á ársafmæli kommúnistá- árásarinnar, hverja blessun kommúnisminn hef- ur leitt yfir land hennar. Hún hefur notið hinnar sérkennilegu „blessunar“ ofbeldisstefnunnar með þeim hætti, að sárin öll munu ekki gróa í tíð nú- lifandi kynslóðar. EN KOMMÚNISMINN hefur gert meira en drepa milljónir friðsamra borgara í Kóreu. Hann hefur skilið eftir fleiri spor á þessu eina ári. Þeg- ar ljóst var orðið, að kommúnistar ætluðu ekki lengur að láta hótanir og digurmæli duga í við- skiptum við aðrar þjóðir, heldur höfðu ákveðið að láta vopnin tala, sáu lýðræðisþjóðirnar að þær höfðu lifað andvaralaust. Þær höfðu í góðri trú afskráð hermenn sína í lok heimsstyrjaldarinnar á sama tíma og rússneska heimsveldið hélt áfram að vígbúast. Landvarnir hins frjálsa heims voru í molum en ofbeldisárás gat hafizt hvenær, sem var. Mikið kapp var lagt á að koma upp fullkomnum varnarkerfum. En slíkt starf varð ekki unnið án fórna. Vestur-Evrópuþjóðirnar, sem höfðu starf- að að friðsamlegri endurbyggingu, urðu nú — vegna ofbeldisaðgerða kommúnista — að leggja frá sér plóginn og smíða sverð. Þannig tókst kommúnismanum að stöðva hina friðsamlegu uppbyggingu Evrópu í bráð. Endurvígbúnaður- inn varð ekki framkvæmdur nema með efna- hagslegum fórnum allra þegnanna. Kommúnism- anum tókst á þennan hátt að skerða kjör milljóna alþýðuheimila í Evrópu. í dag býr alþýða Evrópu við þrengri kost en ella, beinlínis vegna ofbeldis- hyggju kommúnismans. Þar að auki grúfir skuggi stríðsóttans yfir hverju heimili. Hver veit, hvar og hvenær kommúnisminn hyggst skapa aðra Kóreu? í ÍSLENDINGAR hafa líka orðið varir við of- beldisárás kommúnista í Kóreu, vígbúnað þeirra og ógnun við heimsfriðinn. Endurvígbúnaður lýðræðisþjóðanna eftir Kóreustríðið hefur haft í för með sér stórfellda hækkun á flestum varningi. Þessi verðhækkun þýðir erfiðari afkomu alþýðu- heimila hér sem annars staðar. íslenzka þjóðin hefur neyðst til þess að opna land sitt fyrir er- lendum varnarher vegna hinnar gífurlegu stríðs- hættu, sem stafar frá ofbeldisstefnu kommúnista. Og ótti við styrjöld hvilir eins og mara á þessari FOKDREIFAR Einn fiskkaupmannana andinælir. Steinþór Helgason fiskkaup- maður skrifar blaðinu: „Heldur finnst mér anda kalt til okkar fisksal- anna frá „bæjarbúa“ í síðustu fokdreifum Dags, og er það ekki nema mjög að vonum, ef hann skal kaupa hverja sína fiskmáltíð slíku verði, sem smáýsurnar tvær, er kostuðu 7—8 krónur. í aví sambandi vil eg benda höf- undi á það, 'að þó að fisksalarnir í bænum séu ekki betri, en hann vill vera láta, um rán og aðra ómennsku, þá vei-ða þeir þó enn sóttir að lögum, sem aðrir menn ef tilefni gefst til. Þá er það fisksalan á torgun- um og þeir sem við hana fást. Eg vil hér með vísa þeirri fullvrð- ingu höfundar heim til föðurhús- anna til nánari athugunar, að allir, sem við fisksölu fást í bæn- um fari með aðal neyzluvöru bæjarbúa, sem þar væri um óþverra að ræða, en hitt er rétt, að æskilegt væri að bærinn sæi sér fært að koma upp góðu fisk- sölutorgi fyrir bæinn, þar sem allir ættu kost á því að selja sína Vöru, ef hún væri óskemmd og þriflega meðfarin. Reynslan hefur orðið sú, að íólk vill heldur kaupa sér í mat- inn á torginu, oft og tíðum við léleg skilyrði, eins og nú er, 'héldUr én að skipta við fiskverzl- anir, þó góðar séu, og sú tilgáta höfundar að fisksalarnir séu nú einráðir á torgjum bæjarins, er fjarri lagi, nema þá tíma og tíma ársins. Því að‘ bæði bæjarmenn, og þó ennþá meira aðkomumenn, selja fisk í stórum stíl langa tíma ársins, og er það mín skoð- un, eftir að hafa unnið hér við fiskverzlun í 12 ár, að bæjarbú- um myndi ekki reynast það neinn búhnykkur, ef torgsalan yrði bönnuð. ÞÁ ERU ÞAÐ nú vogirnar, eins og höfundur kemst að orði. Hann vill láta hvern þann, sem við fisksöluna fæst á torginu, koma með löggilta pallvigt. Það held eg að yerði erfitt í reynd- inni, því að bæði eru það dýrari verkfæri, en það passi fjöldan- um, sem þar er, að selja fisk, tíma og tíma, og annað hitt, að þær myndu ekki lengi verða réttar á þeim eilífa hrakningi. — Hitt er jafn sjálfsagt, að þeir sem fisksölu stunda, hafi réttar reyzlur, og ef höfundur hefur áhuga á því, er honum hér með boðið að koma með löggilt lóð, og reyna borðvigt og reyzlur þær, sem notaðar eru við fisksölu mína. — Læt eg svo þessum hugleiðingum lokið, með þeim ummælum að gagnrýni sé nauð- synleg, þegar hún er skrifuð af meiri velvild og sanngirni, heldur en kemur fram í síðustu fokdreifum Dags í garð okkar fisksalanna.“ Núverandi fyrirkomulag fisksölunnar ekki til frambúðar. EG ÆTLA ekki að svara þessu bréfi Steinþórs Helgasonar fyrir hönd „bæjarbúa", er ræddi um fisksölumálin hér í síðasta þætti. Eg er bréfritaranum sammála um að gagnrýni sé nauðsynleg og að hún eigi að vera skrifuð af sann- girni, en er ekki þörf á því að andsvör við gagnrýni séu líka þjóð eins og öðrum Vestur-Ev- rópuþjóðum. Þannig höfum við heldur ekki farið á mis við blessun kommúnismans á einu ári. sanngjörn? Það mun mála sann7 ast um fisksöluna í bænum, acS almenningur er ekki ánægður með fyrirkomulag hennar. Hvað sem Steinþór Helgason eða aðrir kunna um þau mál að segja, er pað engin mynd á fisksölu að selja fisk úr opnum ílátum við eina aðalumferðagötu bæjarins. Bæjarbúi var óánægður með reyzlurnar, og virtist hafa rök að mæla. Steinþór sér engan annan milliveg en pallvigtar. Hvers vegna ekki venjulegar borðvigt- ar? Ef núverandi fyrirkomulagi fisksölu undir berum himni verður ekki breytt til stórra bóta, hlýtur að reka að því að slík verzlun verði bönnuð, af heilbrigðisástæðum, þótt ekki væri af öðru. En eg vil taka undir þau úmmæli hans, að bærinn eigi að koma upp viðunandi fisksölu- torgi með rennandi vatni og ann- arri aðstöðu. Bæjarbúar er heim- ilt rúm hér í blaðinu til þess að svara bréfi Steinþórs Helgasonar ef honum sýnist svo. Norrænufræðingamir og blaðið í Þjoðskjalasafninu. EITT AF BLÖÐUM höfuðstað- arins réðist í sl. viku mjög harkalega á prófessora norrænu- deildar háskólans og taldi þá litla andans skörunga, en þó kvað það eitt há þeim öðrum fremur og varna því að nokkur lífræn merki sæust eftir störf þeirra, en það væri fyrirbrigði, sem blaðið kallaði Nordalsótta, þ. e. að þeir fyndu sig ekki menn til þess að rísa undir háðglósum frá prófessor Sigurði Nordal ef verk þeirra gæfu tilefni til ein- hverrar gagnrýni. Ljót var lýs- ingin og skal enginn dómur lagður á hana hér, en satt er það, að ýmsum virðist lítil forusta í andlegum efnum koma frá hin- um sprenglærðu háskólaprófes- sorum og lítið gætir þeirra opin- berlega og ekki eru þeir leiðtog- ar, sem fólkið telur sér hald í. En þessi mál öll koma i huga, er lesin er lítil saga að sunnan, sem snertir norrænuprófessora og norrænufræðinga. Það er sagan um blaðið úr Heiðarvígasögu, sem Magnús Már Lárusson fann á þjóðskjalasafninu íslenzka og hafði það þó verið talið týnt og tröllum gefið fyrir langa löngu. Hefur þjóðskjalasafnið íslenzka aldrei verið kannað til hlýtar? spyrja menn og að vonum. Séra Magnús er fræðimaður góður, þótt rannsóknir á fornsög'unum séu ekki hans fag. Norðlenzkur búhöldur og þingmaður er nú uppvís að því að hafa notað eitt blað úr skinnbók til þess að binda í kver, og má af því sjá, hver hafa orðið örlög fornra handrita, er jafnvel íslenzkur alþingismaður var svo hirðulaus um að gæta þeirra. Séra Magnús fann blað bundið á kver í þjóð- skjalasafninu og þar með er þessi saga heilsteypt orðin eg er þessi fundur hinn markverðasti, en menn undrast að hann skuli ekki hafa orðið fyrr og spyrja: hvað voru séi'fræðingarnir að gera öll þessi ár? Til sölu: Farmall sláttuvél. Afgr. vísar á. Mjaltavélar til sölu með tækifærisverði, Afgr. vísar á. Ertu búin að synda? „Ertu búin að taka tvö hundruð metrana?“ segja menn í kveðju skyni, þegar þeir hittast þessa dag- ana. Sumir taka hreyknir í jakkahornið og sýna merkið, sem er kvittun fyrir því, að viðkomandi hafi lokið sundinu. Aðrir hafa ekkert merki, en svo er hinn hópurinn: Eg kann ekki að synda, eg get það ekki, eg er of gömul, eg er kvefuð, eg treysti mér ekki o. s. frv. í þessum hópi er líka flokkur manna og kvenna, sem ætlar að synda, en er ekki búinn að koma því í verk. „Eg tek þá seinna, það er nógui' tími,“ segja þeir, sælir í sinni trú, að það sé nægur tími til þess arna. Hvemig er þátttakan hér? Héi' á Akureyri hafa aðeins um 900 manns lokið sundinu, og verður það að teljast léleg þátttaka í 7000 manna bæ. Eg hef raunar engar tölur til sam- anburðar og veit ekki, hvernig útkoman muni vera annars staðar, en allir sjá, að það er alltof fátt, enn sem komið er, af hálfu Akureyringa, sem stuðlar að jví, að ísland standi sig vel í þessari keppni. Við verðum að gera miklu betur, ef duga skal, og ekki megum við með nokkru móti vera eftirbátar ann- arra bæja í landinu. Við höfum enga afsökun, því að í hjarta bæjarins eigum við ágæta sundlaug og einmitt þessa dagana er hún vel notaleg og veðrið ákjósanlegt til þess að fara í hana. Allir verða að gera skyldu sína. Kvennasamtök höfuðstaðarins hafa birt í blöðun- um áskorun til allra félaga sinna um að taka þátt í sundkeppninni. Engin slík áskorun hefur sést hér, en engu að síður verðum við að gera skyldu okkar og mæta til sundsins. Það kostar lítið að reyna, og allir, sem á annað borð eru syndir (og það hljóta að vera miklu fleiri en 900), geta a. m. k. reynt. Konur hér í bænum ættu að taka sig til og sjá um það, hver á sínum stað, að allir heimilismenn reyni við sundið, og svo að sjálfsögðu synda sjálfar, þær, sem geta. Minnið unglingana, börnin, eiginmennina og annað fólk, sem búa kann í húsum ykkar, á að synda og gera það sem allra fyrst. Verum allar samtaka um það, að reyna að fá sem flesta til þess að synda tvö hundruð metrana og stuðli þannig að því, að ísland verði ekki eftirbátur hinna Norður- landanna. MYNDARLEGT KVENNABLAÐ. „19. júní“. Kvenréttindafélag íslands gaf út mjög myndar- legt rit hinn 19. júní sl., en þann dag árið 1915 hlutu konur með lögum stjórnmálalegt jafnrétti við karla, sem kunnugt er. í útgáfustjórn eiga sæti fimm kon- ur úr K. R. F. í., en ritstjóri er Svava Þórleifsdóttir. í grein er ritstjórinn skrifar segir, að blaðið muni ekki koma út fyrst um sinn nema þennan eina dag ársins. Þetta fyrsta tölublað hefur tekizt með ágæt- um og má segja, að ritið fari vel af stað. Fjöldi ágætra greinar eftir kunnar konur eru í blaðinu svo og ljóð, viðtöl o. fl. og margar myndir prýða það. 19. júní er merkisdagur, sem við megum vel muna. Ættu allar konur að styrkja viðleitni K. R. F. í. til þess að vai'ðveita minningu þessa dags með því að kaupa ritið „19. júní“ og styrkja um leið starf félagsins, en það vinnur ötullega að margvís- legum menningar- og réttindamálum kvenna, sem kunnugt er. RÉTTUR VIKUNNAR. Góður drykkur. Ein eggjarauða og þrjár teskeiðar af sykri er þeytt saman, þar til það er ljóst og létt. Þá er safa úr einni appelsínu hellt saman við og hrært í á meðan. Drykkurinn er tilbúinn, og hann er bæði ljúffengur og heilnæmur. A. S. S.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.